Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 3
1
r ' r-- r-- --T. •••••■- ___ ^
IStJWÍNUÐAOUR 18. aprfl 1971 7' TIMiNN
15
Á 15. FLOKKSÞINGI FRAMSÓKNARMANNA
(Tímamyndlr GE og Gunnar)
velda nauðsynlegar aðgerðir í
landhelgismálinu.
Stjórnarflokkarnir vilja halda
halda dauðahaldi í bindingar-
ákvæði þessara samninga og
reyna að telja mönnum trú um,
að þau séu ekki varhugaverð.
Við viljum strax ákveða 100
sjómílna mengunarlögsögu og
tilkynna öðrum þjóðum þá
ákvörðun.
Stjórnarflokkarnir vilja þar
halda öllu opnu og eru ekki
reiðubúnir að lýsa neinu
ákveðnu yfir.
Kjarni stefnu okkar er sá,
að nú þegar skuli hafizt handa
um stækkun fiskveiðilögsög-
unnar, þannig að hún taki til
fiskimiða landgrunnsins og
verði 50 sjómílur frá grunn-
línum allt í kring um landið,
og komi sú stækkun til fram-
kvæmda eigi síðar en 1. sept-
ember 1972. Það skref er að
okkar dómi í fullu samræmi
við fyrri yfirlýsingar og að-
gerðir íslendinga og eðlilegt
framhald þeirra. Má í því sam-
bandi nefna landgrunnslögin
frá 1948 og hafsbotnslögin frá
1969 svo og yfirlýsingar ís-
lenzkra stjórnarvalda — Al-
þingis og ríkisstjórnar — bæði
frá 1959 og 1961 um rétt til
landgrunnsins og öflun viður-
kenningar á'þeim rétti.
Það er réttur hvers ríkis að
ákveða sjálft landhelgi sína,
að því leyti, sem þjóðréttur-
inn setur þeim ákvörðunarrétti
ekki skorður. En þjóðréttur-
inn er ákaflega ófullkominn að
þessu leyti til, 6g þess vegna
deila ríki um það, hvað þjóða-
Tétturinn leyfi í þessu efni. En
það er að ég ætla óumdeilan-
Ieg staðreynd, að það eru ekki
til í dag neinar viðurkenndar
þjóðréttarreglur um víðáttu
landhelgi, hvorki venjur, milli-
ríkjasamningar né fordæmi.
Mörg ríki hafa á síðustu árum
verið að færa út landhelgi
sfna, og hafa nú yfir 20 ríki
ákveðið stærri landheigi en
12 mílur, sum jafnvel allt upp
í 200 sjómílur. Það er ekki
kunnugt, að gripið hafi verið
til neinna verulegra gagnað-
gerða gegn þeim ríkjum.
Þegar litið er til réttarfram
kvæmdarinnar og þess hve efni
þjóðréttarins er óljóst, er að
mínum dómi fráleitt að út-
færsla okkar í 50 mílur sé brot
á alþjóðalögum. En kjarni máís
ins er sá, að vegna sérstöðu
sinnar og lífshagsmuna, hljóta
íslendingar í þessu efni að eiga
þann rétt sem þjóðir geta mest
an átt. Þar með er ekki sagt,
að Alþjóðadómstóllinn myndi
eins og sakir standa. og hann
er skipaður í dag, fallast á okk
ar sjónarmið. Það er meira að
segja talið óiíklegt af mörgum
hinna fróðustu manna. Við
teljum ekki fært að skjóta út-
færslu á frest um óákveðinn
tíma, bæði vegna þess, að þjóð-
arhagsmunir þola ekki bið, svo
'og vegna þess að við teljum
öruggara að færa út fyrir
fyrirhugaða ráðstefnu 1973.
Með útfærslu skipum við okk-
ur í verki, við hlið þeirra þjóða
sem lengst vilja ganga og
styrkjum málstað þeirra þjóða,
sem vilja ekki lögbinda 12 sjó-
milna landhelgi. En það er
yfirlýst markmið stórvcidanna
að fá 12 mílna reglu staðfesta
á ráðstefnunni. Við teljum ekki
útilokað, að þeim takist það.
Við viljum a.m.k ekki eiga það
Frá hátiðarfundinum í Háskóiabíói á
á hættu, að hendur okkar verði
bundnar, áður en við færum
okkur úr sporunum. Vitaskuld
er 1. september settur sem við-
miðunarmark, en ekki þannig,
að við hann þurfi að ríkskorða
sig, ef annað tímamark fyrr
eða síðar, en fyrir ráðstefnuna,
þætti henta.
Brezki samningurinn
Landhelgissamningarnir við
Breta og Vestur-Þjóðverja frá
1961 eru íslendingum fjöiur um
fót í þessu efni. Þeim viljum
við segja upp með hæfilegum
fyrirvara. Þeir geta auðvitað
ekki haft ævarandi gildi, þó ið
í þeim séu ekki sérstök upp-
sagnarákvæði, enda verður á
það að líta, hve aðstæður eru
gerbreyttar frá því er þeir voru
gerðir. Vitaskuld er sjálfsagt
að byrja á því að ræða við þess
ar þjóðir og leita eftir lausn
frá bindingarákvæðum samn-
inganna með samkomulagi. Ég
fyrir mitt leyti er sannfærður
um, að það eru bindingar-
föstudagskvöld.
ákvæði landhelgissamning-
anna, sem halda aftur af stjórn
arliðinu í þessu máli.
Meirihluti Alþingis hafnaði
ókkar leið og kaus þess I stað
að samþykkja tillögu ríkis-
stjórnarinnar, sem að efni til
er nánast endurtekning fyrri
yfirlýsinga ,og hefur ekki að
geyma neinar ákvarðanir um
ákveðnar aðgerðir til stækkun-
ar landhelginnar.
Samstaða verður
aldrei um að gera
ekki neitt
Stjórnarsinnar saka okkur
um, 'að við höfum stofnað (il
klofnings um landhelgismálið.
Þær ásakanir eru fjarri sanni
og með öllu ósæmilegar. Við
tókum þátt í landhclgisnefnd-
inni og reyndum af heilum hug
að vinna að því að samstaða
gæti náðst um aðgerðir Al-
þingis og frestuðum því á með
an mánuðum saman að leggja
málið fyrir þingið. Víst er víð-
tæk þjóðarsamstaða um málið
æskileg og raunar nauðsynleg
til að tryggja í því sigur. Á
það hefi ég jafnan lagt rika
áherzlu. Það gerði ég í ára-
mótagrein minni. En þar sagði
ég einnig skýrt og greinilega,
að samstaða gæti aldrei náðst
um það að gera ekki neitt.
Stjórnarsinnum var því fylli-
lega ljóst, að samkomulag gat
aldrei orðið um álíka grautar-
gerð og tillögu ríkisstjórnar-
innar. Hún er kattarþvottur og
annað ekki.
Höfnuðu þjóðar-
atkvæði
En hver er þjóðarviljinn í
þessu máli? í utanríkismála-
nefnd bárum við fram tillögu
um að tillögurnar báðar yrðu
bornar undir þjóðaratkvæði í
sambandi við alþingiskosning-
arnar. Það var auðvelt og ein-
falt. Þá gátu menn greitt at-
kvæði um tillögurnar án þess
að blanda þeim inn í kosning-
arnar að öðru leyti, þ.e. þeir
gátu kosið þá frambjóðendur,
sem þeir óskuðu án tillits til
þess hvorri1 tillögunni, þeir
guldu atkvæði. Þá hefði hinn
sanni þjóðarvilji í þessu máli
komið í ljós. En þessa tillögu
felldu stjórnarsinnarnir. Þeir
þorðu ekki að sjá framan í
þjóðarviljann. Það er kannske
von, þvf að það er trú mín, að
í þcssu máli sé þjóðarviljinn
eindreginn, krefjist undan-
bragðalausra aðgerða en hafni
sýndarmennsku og moðsuðu
ríkisstjórnarinnar. Þann vilja
verða menn að sýna í kosning-
unum og kjósa á móti ríkis-
stjórninni, hver svo sem stjórn
málaskoðun þeirra er að öðru
leyti. Þetta mál er syo stórt
fyrir þjóðina og fyrir framtíð-
ina, að menn eiga að láta af-
stöðuna til þess ráða úrslitum
um atkvæði sitt. Og það er von
mín, að landsmenn allir geti
að kosningum loknum samein-
azt um þá stefnu, sem stjórnar
andstæðingar allir eru sam-
mála um, og Frmasóknarmenn
Þetta er JANKA svefnsófinn:
STÓRT RÚM AÐ NÓTTU
STOFUPRÝÐI Á DAGINN
STERKUR. STlLHRElNN. ÞÆGILEGUR.
SKEIFAN
KJÖRGAR-ÐI SÍMI, 18580-16975