Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 8
20 SUNNUDAGUR 18. apríl 1971 L W. MARVIN: BYSSA TIL LEIGU TIMINN 13 irnar að barminum á glasinu. „Hármeistarinn“ fyllti glasið sitt að nýju og vék nú spurningu að gestinum: — Nú — og hvað haldið þér svo? — Þetta er nú nokkuð, sem er svolítið framandi fyrir mig, mælti Jim. — En ég skal mjög gjarna líta hér svolítið í kringum mig. Það kemur til með að kosta yð- ur fimmtíu dollara á dag auk ann ars kostnaðar. Getur hugsazt, að nokkur þeirra fimm, sem hjá yð- ur vinna, beri meinshug til yðar á einhvern hátt? Donati hristi höfuðið með ó- þreyju: — Þau hafa öll unnið hjá mér næstum því frá upphafi starfsemi minnar, og ég geri vel við þau öll í launum, á frann mælikvarða, sem tíðkast hér f Wheatville. Ég hef látið eínafræðing rannsaka gervallar birgðir mínar af hár- vatni, olíu, sápu, hárlit og hverju því öðru, sem við notum hér, og hann fann ekkert saknæmt í einu einasta tilviki. Þctta er að gera mig band,- sjóðandi vitlausan. — Á hverju viljið þér þá stinga upp á að ég byrji? — HVaö gct ég vitað? spurði Donati og tók vænan teyg af koní akinu. — Það eruð þér, sem cruð uppljóstrarinn. Ég hef lesið um ykkur og um það, sem þið getið komið til leiðar. Látið mig nú sjá, að það gangi allt eftir. En það þarf kannski að gerast svo sem eitt morð, til þess að þið getið komið ykkur almennilega í gang, eða hvað? Þið hafið ef til vill alls enga möguleika á að upplýsa þess háttar smáræði eins og það, sem hér er um að ræða, án þess að hinir og aðrir verði skornir á háls, svo að þið getið vaðið blóð upp að hnjám? Einhvers staðar úti í sal byrj- aði nú einhver kona að æpa: — Takið hann af! — lakið hann af! Hann brennir — brcnn- ir. . . Jim stökk á fætur, en Donati lét sér hvergi verða bilt við og sat sem fastast. — Sjáið þér! Nú er andskotinn laus á nýjan leik, sagði hann og stundi við. — Ég er sárleiður og dauðuppgefinn á þessu öllu. Jim hraðaði sér fram úr dyrun- um og þaðan eftir gangi nokkr- um, en er honum sleppti tók við mjög rúmmikil vistarvera með of- anljósi og allstórum gluggum. Að frátöldum öllum hinum glæsilega umbúnaði, dýrmætum tækjum, hinum fjölmögu hillum með flösk um og smyi'slum, speglunum stóru og yfirleitt öllu því, sem starfsem inni heyrði til, gat salurinn sem bezt minnt á vinnustofu lista- manns. Út við enda salarins hljóp kona nokkur á harða spretti hring eft- ir hring og fálmaði upp í hárið, með þrjár ljósbláklæddar stúlkur á hælunum. Þegar þær sáu færi á kipptu þær einni og einni smá- klemmu úr hárinu á konunni, en þegar það heppnaðist, æpti hún enn hærra en áður. Jim stóð eins og bergnuminn og virti undrandi fyrir sér þetta stórfurðulega fyrir bæri. Ungfrú Justin kom nú hlaup- andi og hrópaði hástöfum til stúlknanna, að þær skyldu hand- sama konuna og halda henni graf kyrri. Þeim- tókst að flæma hana út í horn, og þar gripu þær föst- um tökum um arma hennar og mitti, á nieðan ungfrú Justin kippti brott seinustu klemmunum, sem eftir voru. Þegar þær losuðu um tökin, féll konan kjökrandi saman og fól andlitið í höndum sér. Hún var þessu næst flutt inn í annað herbergi, og einmitt um leið sá Jim, að ein þessara þriggja ungmeyja var hin smávaxna Peggy Roark. Ungfrú Justin fylgdi þessari fámennu f.vlkingu eftir út úr salnum, en Jim sneri aftur til skrifstofu Donatis. Framkvæmda stjórinn var að tala í síma, en þeg'ar hann sá Jim, lagði hann heyrnartólið á. eins og kólfi væri skotið og spurði: — Hver var það í þetta sinn? — Það var einhver kona með ákaflega ljóst hár. Donati leit á úrið sitt og stundi við. — Þaö getur vel hafa verið frú Osterman, mælti hann. — Hún er eiginlega gráhærð, en það er okk ar verk, að hún virðisl nú vera með ljóst hár. Hún var ekki í vandræðum með að leggja fram að minnsta kosti fimmtíu dollara um mánuðinn, — maðurinn henn- ar á nefnilega helminginn að við skiptafyrirtækjunum hér í bæn- um. Og nú er ekki minnsti vafi á því, að það verður Bertha, sem fær hana til sín. — Hvaða skrattans málmhluta skran var það, sem látið var í hár- ið á henni? — Það voru klemmur fyrir kalda hárliðun. Jirn horfði á Donati og skildi ekki fullkomlega, hvað átt var við. — Það er fremur nýleg upp- finning, útskýrði Donati. — Fólk notar næstum því ekki annað nú. Áður fyrr meir notuðu menn raf- vélabúnað við bylgjulagninguna, og enn þann dag í dag eru þeir til, sem kjósa þá aðferð fremur. Til kaldrar lagningar þarf maður ekki á neinum hita að halda. Upp leystri efnablöndu er dreift út og nuddað um hárið, sem svo er lagt eftir kúnstarinnar reglum með klemmunum einum saman. Af hvaða efnum er þessi blanda saman sett? — Það veit ég ekki, svaraði Donati og yppti öxlum. — Það er sjálfsagt eitthvert efni, sem vinn ui; þannig á eðlisgerð hársins, að það getur tekið lagningu. Við kaupum lög og klemmur til hverr ar einstakrar meðferðar í sérstök- um öskjum, og efnafræðingurinn, sem ég gat um áðan, rannsakaði innihaldið í öllum þeim flöskum, sem við áttum fyrirliggjandi, og fann ekkert, sem orsakað gæti grunsemdir um nein skaðvænleg áhrif. Þaö er aðeins einföld alkalid upplausn, — hreint ekki neitt, sem ætti að geta orsakaö hörunds bruna. — Ég skil það á þann veg, að hárlagningardaman dýfi klemm- unum ofan í upplausnina og láti þær að því búnu í hárið, sagði Jim. Donati kinkaði dapuriega kollí. — Gott og vel, rnæiti Jim. — Ég vil gjarnan fá í hendur klemm urnar, sem notaðai' voru við lagn ingu hársins á frú Osterman. Ung frú Justin var að eoda við að taka þær úr. — Ágætt. Hreint ágætt, — e» þér komizt bara alís ekki aS neinu. — Það hlýtur þó að veea et«- hver ástæða til þess að komirnar missa af sér hárið. — Að sjálfsögðu, — já, — en hver andskotinn þá? Þetta er að gera mig vitlausan. — Hafið þér nokkrar sbrifieg- ar upplýsingar um starfsfið yðar á reiðum höndum? — Já, já. Heetor annast það allt. — Og hver er þá Heetor? \ — Hector Griffith. Hann er i senn bókari, umsjónarmaður vöra birgða og yfirleitt aíhhða starfs- maður til hvers, sem ge*a þarf. Það var konan mín, sem réði hann, hreytti hann gremjulega út úr sér. — Ég ætla nú að hringja á hann. Varla hafði Donati lokið viö a@ þrýsta á hnapp á skrifborði sínu, er einum af dyrunum að skrif- er sunnudagurinn 18. apríl — 1. s. e. páska Árdcgisháflæði í Rvík kl. 11.40. Tungl í hásuðri kl. 07.33. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan í Borgarspítalan- um er opin aOan sólarhrmginn. Sími 81212. Slökkviliði'ð og sjúkrabifreiðir fyr- ir Reykjavík og Kópavog sími 11100. Sjúkrabifreið i Hafnarfirði sími 51336. Almcnnar upplýsingar um lækna- þjónustu i borginni eru geínar 1 símsvara Læknafélags Reykjavík ur, síml 18888. Tannlæknavakt er 1 Heilsuverndar- stöðinni, þar sem Slysavarðstoi- an var, og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 5—6 e. h. — Sími 22411. Fæðingarheimilið 1 Kópavogl, Hlíðarvegi 40, simi 42644. Kópavogs Apótck er opið virka daga kL 9—19, taugardaga k’„ 9 —14, helgidaga kl. 13—18. Keflavflnir Apótek er opið virka daga kL 9—19, laugardaga kl. i 9—14, belgidaga kL 13—15. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka dag. frá kL 9—7, á Laugar- dögum kl. 9—2 og á srunnudög- nm og öðrum helgidögum er op- ið frá kL 2—4. Mænusóttarbólusetning fyrir fufl- FÉLAGSLÍF MUNIÐ FERMINGARKORT LANGHOLTSSAFNAÐAR Fclagsstarf eldri borgara í Tónabæ. Þriðjudaginn 20. apríl hefst handa- vinna og föndur kl. 2 e. h. Miðviku- daginn 21. apríl verður opið hús frá kl. 1,30 til 5,30 e. h. Auk venju- legra dagskrárliða verða gömlu dansarnir. Sunnudagsferð 18. aprfl 1971: Þorlákshöfn — Selvogur. Lagt verð ur af stað kl. 9,30 frá Umferðar- miðstöðinni (B.S.I.). Ferðafclag íslands BLÖÐ OG TÍMARIT Hjartavernd, 1. tbl., 8. árg. 1971. Efni: Rannsóknir gigtsjúkdóma á íslandi, Jón Þorsteinsson læknir. Skurðaðgerðir til iækkunar á kolesteroli blóðsins, Nikulás Sig- fússon læknir. Um nýrnasjúk- dóma, Páll Ásmundsson læknir. Alheimsheilbrigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna fordæmir sígarettureykingar. Blóðrannsókn Hjartaverndar hafin á Akureyri. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi er sjötugur í dag, 18. apríl. Hann verður staddur að heimili Guðfinnu systur sinnar að Birki völlum 18, Selfossi. Afmælisgrein um hann bíður birtingar í íslend ingaþáttum Tímans. Utför Helga Benediktssonar í Vestmannaeyjum, var gerð frá Landakirkju í Eyjum í gær, laug ardag. Minningarorð um Helga Benediktsson verða birt í íslend ingaþáttum Tímans á næstunni. orðna fer fram i Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur á mánudögum kl. 17—18. Gengið inn frá Bar- ónsstíg, yfir brúna Kvöld- og helgarvörzlu apóteka í Reykjavík vikuna 17. til 23. apríl annast Laugavegs Apólek og Holts Apólek. Næturvörzlu í Keflavík 17. og 18. apríl annast Guðjón Klemenzson. Næturvörzlu í Kcflavík 19- apríl annast Jón K. Jóhannsson. vÆWSlWSll tó, ARNAO HF.TI.1.A mánudagskvöld kl. 8,30. Opið hús frá kl. 8. Sr. Frank M. Halldórsson. PRENTARAR — BÓKAGERÐARMENN ! Munið íþróttaæfingarnar á sunnu- dagsmorgunm kl. 9.30 i KR-heim- ilinu. Komið, fækkið kílóunum og aukið þrekið. — Skemmtinefndin. MINNING í555SÍ555555555555S55555555$555$55555555555555555$555555S555555555$555555555555555i5555555555555S5555555SSS55555555555555555$55555555$S55$55$$555í; — Þeir eru komnir mjög nálægt, New- tonv — Því nær sem þeir cru, því öruggara vcrður annað skotið ntitl. — Newton er að búa sig undir að skjóta aftur. — Beygjum okkur og höldum okkur fyrir framan lestiua. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.