Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 12
m ffnTiiiKwBs^ HIÍNAVÖKUNNI LÝKIIR I DAG FB—Reykjavík, laugardag. Húnavökunni, sem staSið hefur yfir frá því á annan dag páska, lýkur annað kvöld, sunnudags- kvöldið. Mikið fjölmenni hefur tekið þátt í skemmtanahaldi Húna vökunnar þessa viku og dagskrá hennar hlotið mjög góðar viðtök ur. Margt hefur verið til skemmt- unar, revíusýningar, leiksýningar, kvikmyndasýningar og svo Hús bændavakan, sem var mjög vel sótt og fór fram síðast liðinn þriðjudag. Rit Húnavökunnar kom út nú eins og endranær, og stærra en nokkru sinni fyrr, eða hvorki meira né minna en 260 lesmáls síður. Húnavakan var fyrst haldin með þessu sniði árið 1948. Næsta ár á eftir féll hún niður vegna skemmtanabanns, en hefur verið árviss viðburður æ síðan. Rit Húnavökunnar hefur hins vegar verið gefið út frá því árið 1961. Fyrstu tvö árin var ritið fjölritað, en hefur verið prentað síðan. Rit/ ið hefur stækkað með hverju ári, var t. d. aðeins 220 bls. í fyrra en er nú 260 síður. Ritið er selt í lausasölu, en auk þess eru marg ir áskrifendur. Jóhann Guðmunds son, Holti Svínadal hcfur umsjón með sölu og dreifingu ritsins, og geta þeir, sem óska eftir að fá það, haft samband við hann að sögn Magnúsar Ólafssonar for- manns Ungmennasambands Aust- ur-Húnvetninga, sem stendur fyrir Húnavökunni. Ritstjóri Húnavök unnar er Stefán Á. Jónsson bóndi á Kagaðarhóli. í ritinu er ýmis- legt efni eftir Húnvetninga, og stór annáll úr héraðinu. Hefur hann tekið meira og meira rúm með hverju ári. Húnavakan hófst eins og fyrr segir á annan í páskum með guðs þjónustu, þar sem séra Árni Sig urðsson messaði. Síðan var sýndur revíukabarett, sem Hjálparsveit skáta sýndi. Um kvöldið sýndi svo Leikfélag Blönduóss leikinn Bet ur má ef duga skal. Að því loknu var dansleikur. Veður var einstak lega gott á mánudaginn og einnig á þriðjudaginn, en á þriðjudags- kvöldið var Húsbændavakan svo- kallaða. Þar flutti Indriði G. Þor steinsson erindi, kvartett söng, Pálmi Gíslason flutti gamanþætti, hagyrðingaþáttur var, þar sem þrír hagyrðingar svöruðu spurningum. Loks voru allir oddvitar úr sýsl unni fengnir til þess að svara spurningum. Sigraði Jón ísberg oddviti á Blönduósi. Um 300 manns sótti þessa skemmtun, og enn fleiri voru á dansleik, sem haldinn var á eftir. Á miðvikudag var aftur leiksýning, og unglinga dansleikur um kvöldið. Engin skemmtiatriði voru á fimmtudag, en á föstudag var revíukabarett- inn sýndur aftur. í dag er svo dagskrá helguð vorinu. Nefnist hún' Vorþankar, og verður þar flutt ýmislegt efni, sem tengt er vorinu, og sér Lionsklúbbur Blönduóss um þessa dagskrá.Húna vökunni lýkur á morgun. Því miður hefur veður farið versnandi, og var orðið nokkuð slæmt í dag og því ekki víst, hvernig fólki gengur að komast til Húnavöku, þessa tvo síðustu daga, en Húnavakan hefur til þessa tekizt mjög vel, enda veð ur verið hið bezta til ferðalaga. Hestar ekki fluttir utan beint úrhag í framtíðinn Reiðmenn á aefingu un’dir stjórn Feldmans nú fyrlr skömmu. (Tímamynd Gunnar) FB—Iteykjavík, laugardag. — Allt bendir nú til þess, að meira og meira verði flutt út af tömdum hestum, og betur unnum, ef svo mætti að orði komast, svo við náum meiri verðmætum út úr þeim hér heima í sambandi við tamningu. Það er ósköp eðlilcgt, og ég hef persónulega ekki trú á því, að mikið verði um það fram vegis, að licstar verði fluttir út í stórhópum beint úr haga — aðeins stóð — eins og gert var liér um árið. Þannig fórust Agn- ari Tryggvasyni framkvæmda- stj. Búvörudeildar SÍS orð, er við spurðum hann, hvort einhverjar breytingar virlust nú vera á út- flutningi hesta frá því, sem var, er liestar voru fluttir út í hópum, beint úr haga, jafnvel illa út lít- andi og óræstilegir eftir veturinn. — Breytingarnar eru þegar farn ar að koma í ljós, t. d. á þeim hrossum, sem flutt hafa verið út frá áramótum. Þar hefur aðallega verið um að ræða tamda hesta, en ekki ótamið stóð eins og áð- ur. Útflutningurinn er ekki enn kominn í fullan gang. Þó er senni lega búið að flytja út á árinu milli 50 og 60 hcsta, bæði með skipum og flugvélum. Við eigum von á, að útflutningurinn í ár muni nema milli 200 og þrjú hundruð hestum, og nú fer hlutfallslega meira af hestunum til Þýzkalands og meginlandslandanna yfirleitt, heldur en til Danmerkur. Á megin landinu vilja kaupendurnir yfir leitt bet.'i-hesta-ifeidur en þeir, sem kaupa hesta á Norðurlöndum. þeir vilja fremur tamda hesta en ótamda, og helzt gæðinga. Agnar .taldi að stefnur þær og mót, sem efnt hefur verið til í Þýzkalandi hefðu haft mikið að segja fyrir sölu íslenzkra hesta. Þangað kæmu hundruð manna, hvaðan æva að úr Evrópu, og fylgdust með af miklum áhuga. Væri þetta mikil og góð auglýs ing og áhrifin létu ekki á sér standa. Meiningin væri, að halda þessum stefnum og mótum áfram í framtíðinni. Þá sagði Agnar að útflytjendur íslenzkra hesta óskuðu þess ein- dregið, að flutningar hestanna færðust einungis yfir á flugvélarn ar í stað skipanna, því að með þvi væri mun betur að hestunum bú- ið, og ferðin þeim ekki eins erfið. Væri ólíkt að sjá hestana eftir flugferðina, heldur en þegar þeir hafa orðið að velkjast í skipum, þótt allt væri gert til þess að þeim liði þar sem bezt, eftir því sem kostur væri. Nokkur hækkun hefur orðið á verði íslenzku hestanna í ár. Gera seljendur nú kröfur ufn allt að 20% hærra verð heldur en ver ið hefur. Fyrir taminn hest er ekki reiknað með lægra verði en 25 til 30 þúsund krónum, og fyrir góða hesta og gæðinga 50 til 60 þúsund. Er þetta verð þó nokkru lægra/en Þorkell Bjarnason hrossa ræktarráðunautur taldi, að greiða ætti fyrir hesta, er rætt var við hann um hrossaútflutning í sjón varpi fyrir skömmu. Nefndi hann þar 40 þúsund krónur, sem væri lágmark fyrir taminn hest, sem hefði verið 3 mánuði á tamninga stöð, og væri það einungis kostn aðarverð, sem bændur ættu rétt á. Eins og fyrr spgir, reiknaði Agn ar með að á þessu ári yrðu fluttir út milli 200 og 300 hestar. Hann sagði, að það Væri auðvitað langt um minna, en útflutningurinn var, þegar mest var og á einu ári fóru milli 1600 og 1700 hross. Framhald á bls. 22. ALÞJODLEG HAFISRAÐ- STEFNA HÉR I MAÍ 60 ERLENDIR ÞÁTTTAKENDUR HAFA BOÐAÐ KOMU SÍNA Alþjóðleg hafísráðstefna verður haldin í Reykjavík dagana 10.— 13. maí n.k. Ráðstcfnan er haldin á vegum Rannsóknaráðs ríkisins en Baucr Scientific Trust í Was- hington og UNESCO hafa einnig veitt fjárstyrki til að standa straum af kostnaði við ráðstefn- una. Með tilliti til undanfarinna haf- ísára var talið rétt að athuga, hvort stuðla mætti að auknu sam- starfi þjóða, sem stunda hafís- rannsóknir í norðurhöfum. Slíkt samstarf um hafísrannsóknir gæti orðið afar mikilvægt, ekki sízt fyr- ir okkur íslendinga. Haustið 1969 skipaði Rannsókna ráð því nefnd til að kanna, hvort grundvöllur fyrir alþjóðlegri haf- ísráðstefnu væri fyrir hcndi og til að annast undirbúning ráðstefn- unnar ef svo væri. í nefndina voru skipaðir Hlynur Sigtryggsson, veð urstofustjóri, sem er formaður nefndarinnar, Pétur Sigurðsson, forstjóri Landheigisgæzlunnar, dr. Sigurður Þórarinsson prófessor, dr. Trausti Einarsson prófessor og dr. Unnsteinn Stefánsson haffræð- ingur. Dr. Sven Aage Malmberg tók á síðastliðnu hausti sæti dr. Unnsteins, sem þá fór til starfa hjá UNESCO, og Magnús Einars- son veðurfræðingur hefur starfað í nefndinni sem varamaður Hlyns Sigtryggssonar. Framkvæmda- stjóri ráðstefnunnar var ráðinn Þorbjörn Karlsson, verkfræðing- ur. \ Undirtektir vísindamanna úti um heim voru slíkar, að ákveðið var að efna til ráðstefnu vorið 1971. Alþjóðleg ráðstefna um hafís var síðast haldin í Easton, Maryland í Bandaríkjunum 1958 og því orð- ið fyllilega tímabært að halda ráð stefnu um þetta efni. Starfsemi manna á norðurslóðum hefur auk- izt mjög á síðari árum og vísinda- starfsemi öll hefur margfaklazt. Er því af nógu að taka fyrir þessa ráðstefnu. Þátttakendum hefur verið boðið til ráðstefnunnar frá þeim lönd um, sem stunda hafísrannsóknir í norðurhöfum, þ.e. frá Norðurlönd um, Soyéti-íkjunum, Þýzkalandi, Englandi, Bandaríkjunum, Kanada og Japan. Hefur undirbúnings- nefndin haft umboðsmenn starf- andi í hverju landi og hafa þeir annazt val þátttakenda og erinda hver frá sínu landi. Alls hafa borizt 36 erindi og eru þau frá öllum ofangreindum löndum auk íslands. Flest eru erindin frá Bandaríkjunum og Kanada. íslenzk erindi verða fimm talsins, og eru þau eftir Svend- Aage Malmberg, sem flytur tvö erindi um hafstrauma og sjávar hita norðan og vestan íslands, Pál Bergþórsson, sem tala mun um lofthitasveiflur vegna hafstrauma, Þórhall Vilmundarson, og fjallar erindi hans um frásagnir af hafís í íslenzkum annálum, og Þorbjörn Karlsson, sem tala mun um afl- fræðilega eiginleika hafíssins. Úm 60 erlendir þátttakendur hafa boðað komu sína og mun sú taia vafalítið hækka þegar til ráðstefnunnar kemur. Ekki er cnn vitað um endanlega fjölda ís- lenzkra þátttakenda en gert er ráð fyrir, að þeir verði um 20. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku geta látið skrá sig hjá Þorbirni Karlssyni, Raunvísindastofnun há skólans. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu og hefst, kl. 9 að morgni þess 10. maí með setning arræðu menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasonar. Þá mun for maður undirbúningsnefndar, Hlyn ur Sigtryggsson, veðurstofustjóri flytja inngangsorð en að þeim loknum mun flutningur erinda hefjast. Verða fundir haldnir fram á fimmtudagskvöld 13. maí, en þá mun Steingrímur Hermannsson framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins slíta ráðstefnunni. Þing bankamanna hefst á mánudag Þing Sambands íslenzkra banka manna verður haldið dagana 19. — 21. apríi í húsakynnum sam- bandsins að Laugaveg' 103. Þing, ið verður sett mánudaginn 19. apríl kl. 16 af formanni sambands ins Hannesi Pálssyni. Síðan munu hefjast almenn þingstörf. Meðal dagskrárliða þingsins á þriðjudaginn er, að dr. Gylfi Þ. Gíslason ráðherra og Ásgeir Magn ússon forstjóri flytja erindi. Þinginu lýkur á miðvikudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.