Tíminn - 18.04.1971, Blaðsíða 5
17
S |B»É»*®AGt>R 18. apríl 1971
TIMINN
Á 15. fLokksþingi framsóknarmanna
tg
vH engin fyrirheit gefa um
siíkt. En ég tel, að það sé hægt
að hafa hemil á verðbólgu og
halda henni í þeim skefjum,
að hún setji ekki allt efnahags-
líf úr skorðum. Þeirri stefnu
vilja Framsóknarmenn fylgja
fram heils hugar. Og þá er
mikils um vert, að samstaða
geti náðst með þeim, sem verð
bólgan bitnar sérstaklega á og
í alvöru vilja beita sér gegn
henni, því að verðbólgan verð-
ur seint læknuð af þeim, sem
gera við hana gælur bæði leynt
og ljóst, og gera sér vonir um
að geta hagnazt á henni. En eitt
er víst, að það er bezt að segja
umbúðalaust, að vandinn, sem
bíður 1. september í haust. leys
ít engin stjórn með neinum
kraftaverkum, né án þess að
menn verði að borga sinn hlut
af hinum framlengda víxli.
Byggðaþróun
Þá kem ég að því, sem ég
kalla byggðaþróun. Þegar Tím-
inn hóf göngu sína, skrifaði Jón-
as Jónsson í hann grein. Þar
segir hann m. a.:
„Þetta blað mun eftir föng-
um beitast fyrir heilbrigðri
framfarastefnu í landsmál-
unum. Þar þarf að gæta sam-
ræmis, hvorki að hlynna um
of að einum atvinnuvegin-
um á kostnað annars né hef ja
einn bæ eða eitt hérað á
kostnað annarra landshluta,
því að takmarkið er frain-
for alls landsins og allrar
þjóðarinnar."
Þessi orð eru táknræn fyrir
stefnu Framsóknarflokksins allt
frá upphafi og fram á þennan
dag, ekki aðeins í orði heldur
og í verki. Og á þessa stefnu
leggur Framsóknarflokkurinn
einmrtt alveg sérstaka áhei-zlu
nú. Byggðaþróunin hefur orðið
með háskalegum hætti að und-
anförnu. Það hefur legið stríð-
ur straumur frá landsbyggðinni
til þéttbýlisins við Faxaflóa.
Segja má, að f það hafi hlaupið
ofvöxtur. Á sama tíma liggur
við auðn í sumum byggðarlög-
um, jafnvel þótt þau séu búin
hinum beztu skilyrðum f rá nátt-
úrunnar hendi.
Aðstöðumunur
Fólk úti á landsbyggðinní býr
við margvíslegan aðstöðumun, t.
d. varðandi samgöngur, mennt-
un, heilbrigðisþjónustu og at-
vinnukosti. Þó leggur þetta íólk
sinn hlutfallslega skerf til þjóð-
arbúsins og ríflega það, svo að
ekki sé meira sagt. Til þessar-
ar öfugþróunar liggja margar
orsakir. En ein ástæðan er efa-
laust sú, hvernig valdakerfi
þjóðarinnar er upp byggt, og að
opinberar þjónustugreinar eru
óeÖIilega mikið bundnar við
höfuðborgina. Gegn þessu öfug-
streymi þarf að snúast með
festu. Það þarf að breyta
straumstefnunni. Því játa reyrrd-
ar flestir nú orðið í orði kveðnu.
Er það mikil breyting frá því,
sem áður var, er menn völdu
stefnu og málflutning Fram-
sóknarflokksins í þessa átt hæðn
isheiti og töluðu um pólitíska
fjárfestingu og annað álíka.
Slíkt heyrist ekki lengur. Og
því ber ekki að neita, að nokkr-
ar ráðstafanir hafa verið gerð-
ar til þess að hamla gegn þess-
ari öfugþróun. Þær ber ekki að
vanmcla. En þær hrökkva
skainmt. nlcki sízt þn"nv vmc-
ar aðrar aðgerðir ganga í gagn-
stæða átt. A þessum málum þarf
að taka með fullri alvöru og í
tæka tíð, ef ekki á illa að fara.
Það viljum við Framsóknar-
menn gera. Við viljum gera
raunhæíar ráðstaíanir til að
jafna hallann og breyta vörn í
sókn.
Þéttbýliskjarnar
J Hér þarf jöfnum höndum
stjórnarfarslegar, efnahagslcgar
og félagslegar aðgerðir. Það
þarf að stuðla að auknu jafn-
vægi í byggð landsins með efl-
ingu þéttbýliskjarna, sem fyrir
eru, hvorl heldur eru kaupstað-
ir, kauptún eða sveitaþorp. Það
þarf að efla þar atvinnulíf. En
-11 ■
þetta unga fólk getur starfað
við.
Hér er náltúrlega siður en
svo um nokkra meinbægni við
Reykjavík að ræða, enda er
sjálfur borgarstjórinn þar far-
inn að mæta á byggðaráðstefn-
um Sjálfstæðismanna.
Stefna Framsóknar-
manna
Stefnu sína í byggðajafnvæg-
ismálum hafa Framsóknarmenn
m. a. sýnt með frumvarpi um
byggðajafnvægisstofnun og sér-
stakar ráðstafanir til að stuðla
að verndun og eflingu lands-
byggðar og til að koma í veg
fyrir e.vðingu lífvænlegra byggð
arlaga, sem Gísli Guðmunds-
mótuð eða eins ákveðin og með-
al ýmissa nágrannaþjóða okkar.
Með tilliti til þess, að senn líð-
ur að kosningum til Alþingis,
beinir þingið því til stjórnmála-
flokkanna, er þeir marka stefnu
sína til næstu fjögurra ára, að
byggðamálin verði tekin til
nánari athugunar en áður“.
Þessi ályktun er eigi aðeins
merkileg vegna þess eindregna
umbótavilja í byggðajafnvægis-
málum, sem hún lýsir, heldur
og vegna þess, að i henni felst
dómur um stöðu þeirra mála
og um það hvað í þeim hafi
verið gert eða þó öllu heldur
hvað hafi verið látið ógert. Sá
dómur er þungur. En þessi
ályktun var samhljóða sam-
þykkt af mönnum úr öllúm
r
Ólafur Jóhannesson flytur raeBu sína. Honum á vinstri hönd er Jóhannes Elíasson, fundarstjóri, og Þor-
steinn Ólafsson, fundarritari
þótð er ekki nóg. Það þarf að
jafna hina félagslegu og menn-
ingarlegu aðstöðu, t. d. í skóla-
<jg,menningarmálum. Það á að
sjiálfsögðu einnig við um sveit-
irnar. Þær þurfa að eignast sína
skóía og menningarmiðstöðvar.
Það þarf í stuttu máli að búa
þiífwiig að þessu fólki, að það
hatfí sem svipaðasta aðstöðu og
þaíð fólk, sem á hinum stærri
þélttbýlissvæðum býr. Undir-
stöðuatriði eru auðvitað sam-
göragur og rafmagn. En það þarf
eiomg ákveðið að stefna að því
aðtdreifa ýmsum ríkisstofnunum
meia-a út um landið en nú er
gert. Þær geta margar hverjar
gegnt hlutverki sínu allt eins
vel þótt þær séu ekki í Reykja-
vík. En hér reynir líka á skiln-
ing dreifbýlisfólksins sjálfs.
Héraiðarígur og skammsýnn met-
ingur má ekki verða til þess að
spiHa fyrir í þessu efni. Eitt aí
vandamálum dreifbýlis og
smærri þéttbýlisstaða er það,
aðfþar skortir starfsskilyrði fyr-
ir ungt og sérmenntað fólk.
Ungt fólk, upprunnið í þessum
byggðarlögum, sem hefur aflað
sér ctj'rmætrar menntunar, hverf
ur þiví þaðan, og leitar þangað,
semistarfsskilyrði eru og mögu-
leikar mciri. Slíkt er ofur skilj-
anlegt og ekki hægt að ásaka
einn eða neinn fyrir það. En
\egnia þessa hafa mörg byggðar
lög orðið fyrir óbætanlegri
blóðtöku. I þessu efni þarf að
verða breyting. Það þarf að
reyna að skapa þessu unga og
vel rmenntaða fólki verkefni við
sitt hæfi og möguleika í heima-
högum og á æskuslóðum. Á
landebyggðinni þurfa að vera
I i 1 "" : V,
son o. fl. hafa flutt þing eftir
þing, en án þess að stjórnar-
sinnar hafi viljað samþykkja
það. Þar er bent á raunhæfar
aðgerðir, sem um munar, þar
sem m. a. er gert ráð fyrir, að
byggðajafnvægissjóður fái til
umráða 2% af árlegum tekjum
ríkissjóðs, svo og það fé, sem
nú rennur til atvinnujöfnunar-
sjóðs. Stefnu okkar í þessu
mikilsverða máli höfum við
einnig uhdirstrikað með ýmsum
öðrum tillögum, t. d. í sam-
göngumálum, rafmagnsmálum
og skólamálunt.
Eg hefi á öðrum vettvangi
birt ályktun, sem gerð var úm
þessi efni á fjórðungsþingi
Norðlendinga s. 1. sumar. En
þessi ályktun er íyrir margra
hluta sakir svo merkileg, að ég
ætla að leyfa mér að lesa hana
einnig hér, enda er henni beint
til stjórnmálaflokkanna og á
því hér heima. Hún hljóðar
SVO:
„Fjórðungsþing Norðlendinga
haldið að Blönduósi 27. og 28.
ágúst 1970 vill vekja athygli
stjórnvalda, stjórnmálaflokka
og alls almennings á hinu ugg-
vænlega ástandi byggðar á ís-
landi. Ekkert þróað þjóðfélag
býr við svipað ástand og hér-
lendis, að meira en helmingur
þjóðarinnar búi á einu borgar-
svæði samtímis því, að ekkert
byggðarlag utan þess svæðis sé
nægilega öflugt til þess að
standa undir þjónustuþörfum
nútímafólks. Þótt ýmislegt hafi
áunnizt á undanförnum árum,
svo sem með tilkomu atvinnu-
jöfnunarsjóðs og gerð byggða-
áælJana, fcr því enn fjarri, að
l-», pfnn C A oÍ|,C f 1 | -
stjórnmálaflokkum, þar á með-
al af þingmönnum og frambjóti
endum Sjálfstæðisflokksins.
Menntamálin
Þá ætla ég með nokkrum orð
um að minnast á menntamálin.
Það hefur margt verið rætt og
ritað um skólamálin að undan-
förnu. Það er eðlilegt, því að
þau eru á ýmsan hátt í deigl-
unni. í þeim hefur sitthvað
verið gert til bóta að undan-
förnu og annað er á athugunar-
stigi. Framfarir í þeim efnum
hafa verið öi'ar hjá öðrum þjóð
um á undanförnum árum, m.
a. hjá okkar nágrönnum. Mönn-
um skilst það æ betur, að þekk
ing og verkkunnátta er lykillinn
að velgegni nútímaþjóðfélaga,
og að ef til vill skilur ekkert
fremur á milli ríkra þjóða og
fátæki’a. Menntunarþörfin er
ekki aðeins orðin meiri en áð-
ur var heldur og önnur. Við þá
staðreynd verður að miða skóla
og fræðslukerfi, allt frá undir-
stöðu til efsta stigs.
Framsóknarflokkurinn legg-
ur nú eins og jafnan áður ríka
áherzlu á skóla og menningar-
mál. Honum er ljóst, að fram-
tíðarþjóðfélagið byggist öðru
fremur á því veganesti, sem
uppvaxandi kynslóð fær í hend-
ur. Þess vegna leggur Fram-
sóknarflokkurinn höfuðáherzlu
á það hvorttveggja í senn, að
tryggja velmenntaða kennara á
öllum skólastigum og gera
menntunina að raunverulegri
almenningseign með því að
jafna aðstöðu allra ungmenna
lii in"ni->tunnr nn tillits til bú- er rnér iindriinnrerni. a'ð ráðhnrr
setu, efnahags, kynfcröis o. s.
frv. Jöfnun menntunaraðstöð-
unnar vil ég-segja, að sé höfuð-
atriðið. En jafnframt þarf auð-
vitað að endurskoða og endur-
skipuleggja allt skólakerfið
rpeð tilliti til breyltra að-
stæðna, og á það ekki hvað sizt
' við um námsefnið. Hér hefur
þegar nokkuð áunnizt, og er ég
ekki í nokkrum vafa um, að
það má ekki hvað sízt þakka
baráttu og tillöguflutningi
Framsóknarmanna, t. d. um
námskostnaðarsjóð, fiskiðn-
skóla, skólarannsóknir, skóla-
þörf o. fl. ^tjórnin hefur lagt
fram frumvarp um grunnskóla
og kennaraháskólinn er orðinn
að lögum. Ég veit, að um mál
þessi eru skiptar skoðanir. Ég
skal ekki ræða það hér. En ég
legg áherzlu á, að hér verða
menn að laga sig eftir breytt-
um tímum og nýjum þörfum.
Kyrrstaða er hér sama og aft-
urför. í þessum efnum má
aldrei slaka á sókn. í þeirri
sókn á Framsóknarflokkurinn
að hafa forustu. Annað væri
ósamboðið sögu hans og hlut-
verki.
St|órnarfarið
Þá er ég kominn að þvi mál-
efni, er ég taldi síðast, sjálfu
stjórnarfarinu. Það er að mín-
um dómi brýn nauðsyn á að
taka okkar stjórnsýslukerfi til
gagngerrar endurskoðunar, og
þá sérstaklega með það fyrir
augum að gera það ódýrara,
einfaMara og skilvirkara. Það
er vfða pottur brotinn í stjórn-
sýslukerfinu, bæði á lægri og
æðii stigum og þá ekki hvað
sízt hjá sjálfum toppmöunum
valdakerfisins. Ég hefi m. a.
gagnrýnt harðlega óeðlileg
aukastörf ráðherra. En hér sitja
ráðherrar í sjóðsstjórnum og
úthlutunarnefndum, sem þeir
liafa svo yfir að segja sem æ'öra
stjórnvald. Slíkir stjórnarhætt-
ir tíðkast ekki lengur í nálæg-
um löndum, og eru meira að
segja sums staðar beinlínis
bannaðir í lögum. Það nær auð
vitað ekki nokkurri átt, að ráð-
herrar séu eins konar banka-
stjórar við hliðina á ráðherra-
embætti sínu. Slíkt fer í bág
við allar grundvallarreglur og
nútíma. liugmyndir um óvil-
halla og sjálfstæða stjórnsýslu.
En hér hafa flcstir ráðherrar
slík aukastörf á hendi.
Ráðherrar úrskurða
um verk sjálfra sín
Eg ætla ckki að fara aö tí-
unda þau hér, en það má t. d.
nefna, að tveir ráðherrar sitja
í stjórn atvinnujöfnunarsjóðs,
tveir í stjórn framkvæmda-
sjóðs, tveir í orkuráði, einn í
bankaráði og þrír sátu á sínum
tíma í atvinnúmálancfnd, sem
úthlutaði hundruðum milljóna,
en hún er nú víst ekld lengur
við lýði. Það sjá allir réttsýnir
menn að þetta nær ekki nokk-
urri átt. Hvernig eiga ráöhel-r-
ar að geta litið hlutlægt á þau
mál, sem þeir hafa þánnig fjall-
að um tekið afstöðu til á lægra
stjórnarstigi? Halda menn ao
svona stjórnarhættir dragi ekki
dilk á eftir sér í öllu stjórnar-
kerfinu? Ó, jú. þeir gera það,
því að eftir höfðinu dansa lim-
imir, enda sjást þess óræk
merkin. Frá þessum stjórnar-
háttum verður að hverfa, og það