Tíminn - 12.05.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.05.1971, Blaðsíða 13
MTOVIKUDAGUR 12. maí 1971 IÞROTTIR TIMINN 13 ÍSLAND - FRAKKLANDIKVÖLD klp—Reykj aví k. í kvöld kl. 20,00 hefst á Laugardalsvellinum fyrri lands- leikur íslands og Frakklands í undankeppni Olympíuleik- anna í knattspymu. Verður þetta fyrsti landsleikurinn í knattspymu, sem fram fer hér á þessu ári, og jafnframt sá mikilvægasti. Því aS ef íslenzka liðið nær góðum sigri í þess- um leik, og stendur sig vel í þeim síðari, sem fram á að fara í París þann 16. júní n.k., er liðið komið í aðra umferð í þessari miklu keppni. Island og Frakkland eru í riðli nr. 1 í Evrópu, og fer sigurvegar- inn í þeim riðli í aðra umferð undankeppninnar með sigurvegur unjim úr riðli nr. 2 og 3., en þessa riðla skipa í fyrri umferð- inni Rússland—Holland^ og Luxemborg—Austurríki. Úr ann- arri umferð kemst svo sigurvegar- inn í lokakeppnina, serii fram fer Okkur er kunnugt um a.m.k. úrslit úr þrem keppnum, sem fram fóru um síðustu helgi og eru þau þessi: Golfklúbbur Ilafnarf.iarðar: Þar fór fram tvíliðaleikur sam- eiginlegt skor — mínus forgjöf og urðu úrslit þessi: 1. Stefán Jónsson og Björn Lúð- vfksson, 134 högg nettó. 2. Örn ísebarn og Ægir Ármanns- son, 139 högg nettó. Bezta skori á vellinum náði Björgvin Hólm, 41—36. Golfklúbbur Ness: Þar fór fram „Best Ball“ keppni, og voru þátttakendur um 35 talsins. Þeir sem urðu í 16 efstu sætunum héldu áfram í keppninni og leika þeir tvíliðaleik (holukeppni). I „Best Ball“ keppninni urðu úr- slit þessi: 1. Sveinn Eiriksson, 39—38 77 2. Helgi Eiríksson, 39—41 80 3. Ragnar Jónsson, 43—38 81 Þetta er önnur keppnin í röð, sem Sveinn verður sigurvegari hjá Ness-klúbbnum. , Golfklúbbur Reykjavíkur: Þar fór fram fyrsta keppni árs- ins, og voru leiknar 18 holur, en ekki er búið að taka allan völl- inn í notkun ennþá. Úrslit í þessari keppni, sem var forgjafakeppni (3/4 forgjöf) urðu þessi: 1. Jóhann Guðmundsson, 68 högg nettó (75 brúttó) 2. Helgi V. Jónsson, 69 högg nettó (90 brúttó) 3. Einar Guðnason, 73 högg nettó (77 brúttó) ★ Á sunnudaginn fer fram fyrsta opna keppnin á þessu sumri. Er það „Dunlop-open“ sem Golfklúbb- ur Suðumesja stendur fyrir. Verða leiknar 18 holur með og án for- gjafar. Keppendur eru vinsamlega beðnir um að hafa með sér stað- festingu á forgjöf frá sínum klúbb- um, en eftir því mun verða gengið á öllum opnum keppnum í sumar. —KLP— í Miinchen í Vestur-Þýzkalandi næsta sumar. ísland og Frakkland hafa þrí- vegis mætzt áður í landsleik áhugamannaliða í knattspyrnu, og hefur Frakkland sigrað í öll skipt in — en munurinn hefur aldrei verið mikill (2:0, 3:2 og 1:0). Síðasti leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum fyrir ári síðan, og sigraði Frakkland, 1:0, í heldur slökum leik. Eftir þann leik var íslenzka liðið harðlega gagnrýnt fyrir lélegan sóknarleik, en fékk hrós fyrir varnarleikinn, þar sem Ellert Schram, KR, réði lögum og lofum. Bæði liðin hafa leikið marga leiki síðan, m.a. hefur franska Áhugamarmalandsliö íslands og Frakldands léku sfBast landsleik á Laugardalsvelllnum fyrir ári síSan. Þá var þessl mynd tekin meðan þióSsöngvarnir voru leiknir. Með franska liðinu sem leikur í lcvöld eru 8 leikmenn, sem þá léku, en 7 af íslenzku leikmönnunum. liðið sigrað ítalska landsliðið, sem þá var skipað nokkrum atvinnu- mönnum, og gert jafntefli við Breytíng á landsliðinu Ólafur Sigurvinsson, verður ekki með. Þröstur Stefánsson kemur í Hans stað. Sigurbergur Sigsteinsson varamaður. Klp-Reykjavík, þriðjudag. í gær va^síðastjj æfing lands- liðsins í kna'ttspyrnu fyrir leikinn ' við Frakkland, sem hefst á Laug ardalsvellinum í kvöld kl. 20,00. Á þeirri æfingu tilkynnti Ólafur Sigurvinsson, ÍBV, að hann gæti ekki leikið, þar sem gömul meiðsl í hné höfðu tekið sig upp aftur. Hafsteinn Guðmundsson, lands- liðseinvaldurinn, valdi í hans stað í vinstri bakvarðastöðuna, Þröst Stefánsson, Akranesi, og verður þetta fyrsti landsleikurinn, sem hann leikur. Þröstur hefur undanfarin ár leikið á miðjunni í Akranesvörn- inni, og er því lítið kunnur þeirri stöðu, sem honum er nú falin með landsliðinu. Hann var varamaður landsliðsins fyrir vörnina, ásamt Róbert Eyjólfssyni, Val, en „ein- valdurinn“ hefur sýnilega ekki talið Róbert nógu reynslumiklan til að taka vinstri bakvarðarstöð una, en hana hefur hann leikið með Val í undanfömum þrem leikjum. Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, var valinn, sem 16. maður í hóp- inn, og verður hann því annar varamaður fyrir vörnina í þessum íeik. í’O'ð cr alltaf heldur vafasamt að velja menn í stóðúr, scni þeir hafa ekki leikið áður, en þetta er ekki í fyrsta sinn, sem slíkt er gert í sambandi við val á lands liði í knattspyrnu hér á landi. Það hefði verið nær í þessu til- felli, að setja Einar Gunnársson, ÍBK, í stöðu vinstri bakvarðar, þar sem hann hefur leikið áður með góðum árangri, en setja held ur Þröst á miðjuna með Guðna Kjartanssyni. Það hefði skapað öryggi hjá öðrum leikmönnum liðsins. Við skulum samt vona að í þetta sinn takist vel. En í fram- tíðinni væri óskandi að þeir, sem stæðu sig bezt í sínum stöðum með félagsliðum sínum, væru vald ir í þær í landsleikjum, en ekki vera að þessari tilfærslu, eins og nú á sér stað með Þröst Stefáns- son, og einnig með Ásgeir Elías- son, sem á að leika í stöðu vinstri útherja — en hann leikur stöðu tengiliðs með sínu félagi. Við eig- um það mikið af svipuðum mönn um hvað knattspyrnugetu snertir meðal okkar, að þetta ætti að vera óþarfi. Sigurbergur Sigsteinsson Þröstur Stefánsson enska liðið, sem ísland gerði einnig jafntefli við á síðasta ári. Búast má við að róðurinn verði erfiður í kvöld hjá okkar mönn, um, því þeir frönsku hafa nýlok- ið keppnistlmabili sínu, og eru því í góðri æfingu, en okkar keppnistímabil er rétt að hefj- ast. Áhorfendur geta þó stutt við bakið á landanum með því að mæta vel — og hvetja hann til dáða, en engin hætta er á að strákarnir reyni ekki að gera sitt bezta, ef þeir finna að með þeim sé staðið á áhorfendapöllun- um. Danska knatfspyman: Jöfn og spennandi Sjötta umferðin í ðönsku deildar keppninni var lcikin um helgina og var nokkuð um óvænt úrslit í 1. og 2. dcild, en úr þeim deildum eru nú leikir á íslenzka getrauna- seðlinum og verður svo í sumar. Mesta aðsókn á einn leik um helg ina var í Kaupmannahöfn, þar sem leikur KB og Hvidovre fór fram, eða 10.400 manns, sem fengu góða skemmtun fyrir peninginn, því leiknum lauk mcð jafntefli, 3:3. Frem og KB eru nú efst í 1. deild með 9 stig hvort, en í 2. deild eru fjögur lið efst og jöfn að stigum. Hér koma úrslitin í leikjunum um helgina og staðan í báðum deild- unum. Ætti það að geta hjálpað þeim, sem taka þátt í getraunun- um að spá á næsta seðil. 1. dcild: KB—Hvidovre 3=3 (1:2). Brönshöj—Randers Freja 2:0 (2:0). B1909—Köge 1:2 (1:1). B1901—Vejle 1:1 (0:1). SUNDMÓT ÍR Sundmót ÍR verður haldið í sundlaugunum í Laugardal fimmtudaginn 20. maí 1971 kl. 3 e.h. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 200 m. fjórsundi kvenna, 200 m. bringusundi karla 50 m. skriðsundi sveina, 1959 100 m. skriðsundi karla 100 m. bringusundi kvenna 50 m. bringusundi telpna, 1957 100 m. bringusundi dr., 1955 100 m. flugsundi karla 100 m. skriðsundi sveina, 1957 100 m. skriðsundi kvenna 4x100 m. fjórsundi karla 4x100 m. fjórsundi kvenna Þátttökutilkynningar óskast sendar til Guðjóns Emilssonar, sími 16062, fyrir 17. maí n.k. Frem—AaB 3:1 (1:0). AB—B1903 2:2 (1:0). Staðan í 1. derid: Frem 6 4 11 14:11 9 KB 6 3 11 14-.13 9 Hvidovre 6 3 2 1 17:10 8 Framhald á bls. 14. SPAMAÐURINN Á næsta getraunaseðli, sem nú er kominn til allra sölumanna, verða tveir landsleikir á Bret- landi ásamt tveim íslenzkum leikj- nm og dönskn 1. og 2. deildar- leikjunum. Spá okkar á 19. getraunaseðli er þessi: Ltiiár 1S. off ÍB. naí 1971 1 X 2 ■ íríand —• ErtgliinA ^ * * X Walat — Skptland1) | Amunn — Vsljir*) & Vfldngur — Sróttur*) 1 Hvidovre — Frem*) f Vejle - KÆ.*) X flriMhöj — ÁlíxBg*) flendera — B-J00D') ;« — AJB.*) N«tveá — Sflkeþcpg*) Hosens — Slageiee*) Fu^ebakkan-HolbiBk4) -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.