Tíminn - 12.05.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.05.1971, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 12. maí 1971- KJ-Reykjavík, þriðjudag. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefur sent frá sér stutta frétta- tilkynningu, þar sem segir að fé- lagið telji að fyrirvari sá um rétt til hækkunar á. ábyrgðartrygging um bifreiða eftir 1. sept., sem bifreiðatryggingafélögin hafa lát- ið skrá á iðgjaldakvittanir, sé ólög mætur. Þá segir orðrétt í fréttatilkynn- ingunni: „Stjórn F.Í.B. hefur fullan skilning á því að eðlilegur rekst- ursgrundvöllur tryggingarfélag- anna er hagsmunamál bifreiðaeig enda. Með bréfi heilbrigðis og trygg- ingamálaráðuneytis dags. 5. maí s. 1., hefur F.Í.B. verið boðið að taka þátt í 7 manna nefnd til að endurskoða „skipulag og fram- kvæmd ábyrgðarkerfis bifreiða". Með tilvísun til þessa mun full- trúi F.f.B. taka sæti í þessari nefnd.“ Fjölmerml var samankomiö á Findef-flogvelli s.l. laugordag, er RR-flugvel in Þorvaldur Eiriksson var nefnd opp og borgarstjori Luxemburgar gaf hermi nafnið Ctty of Luxembwrg. Á myndlnni sést yfir ævlntýralega langt veizluborð og er veri'ð aS skíra flugvéíina ondir homablæstri. (Tímam. OÓ) Cargolux færir uf kvíarnars Fljúga um allan heim með alls kyns varning OÓ—-Reykjavíó. Það var mikið um dýrðir á Findelflugvelli við Luxemburg s.l. laugardag. Við stórt flugskýli stóð flpgvél sem kom kunnuglega fyrir sjónir, en með einkennis- merki Cargolux á stélinu. Fram- an við vélina var komið fyrir stórvöxnum jurtum og blómum. Laust fyrir hádegi streymdu gest- ir að flugskýlinu, framan við vél ina og þar inni var nær 100 metra langt veizluborð. Fjölmenn lúðrasveit lék og hátíðarbragur var yfir öllu. Nú átti að fara að skíra flugvél, sem reyndar er ekki alveg ný af nálinni, en hét áður Þorvaldur Eiríksson, og var eign Loftleiða, og er nú búið að breyta í vöruflutningavél. Luxemburgurum finnst gaman að halda hátíð og höfðu mikið við þegar gamla vélin var skírð upp. Lúðrasveitin lék fjörug lög Ársfundur Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar. Tillaga islands um bann við laxveiðum I sjó ekki samþykkt OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Ársfundur Norðaustur-Atlants- hafsfiskveiðinefndarinnar var haldinn í London í fyrri viku. Á fundinum var rædd skýrsla Al- þjóðahafrannsóknaráðsins um rannsóknir á fiskstofnum á Norð- austur-Atlantshafi, en í skýrsl- unni er gefið yfirlit um fiskveið- ar á svæðinu á árunum 1962 til 1969, og ástand einstakra stofna, þar á meðal ástand þorsk- og ýsu- stofnanna við ísland og ástand síldarstofnanna. Fyrir fundinum lá að ræða bann við laxveiðum úr sjó. Var af íslands hálfu lagt til að laxveiðar verði bannaðar á svæðinu umhverfis ísland og við Austur-Grænland, en tillagan náði ekki fram að ganga. Á ársfundi nefndarinnar 1969 mælti nefndin með að banna lax- veiðar á úthafinu, en vegna mót- mæla sumra ríkja kom það ekki til framkvæmda. Á ársfundinum 1970 varð samkomulag um bann við laxveiði á tilteknum svæðum við Noregsstrendur. Á nýafstöðn um fundi lögðu Bretar til að banna laxveiðar á svæði undan Bretlands og írlandsströndum og það var samþykkt. f nefndinni' eiga eftirtaldar þjóðir sæti: Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, írland, fs- land, Noregur, Pólland, Portúgal, Sovétríkin, Spánn, Svíþjóð og Þýzkaland. Fundinn sóttu af Islands hálfu Hans G. Andersen, þjóðréttarfræð ingur utanríkisráðuneytisins, Jón Akurnesingar - Borgfirðingar Almennur kaffifundur verður haldinn í Framsóknarhúsinu Sunnubraut 21, Akranesi, laugardaginn 15. maí kl. 15. Alexander Stefánsson oddviti, þriðji maður á lista Fram- sóknarflokksins, í Vesturlandskjördæmi mæt- ir á fundinum og talar um landhelgis- og sjávarútvegsmál. Að framsiiguræðu lokinni verða frjálsar umræður og fruinmælandi svarar fyrirspurnum. Athugið að fundurinn er öllurn opiun. FUF Akranesi. L. Arnalds, ráðuneytisstjórj sjáv- arútvegsráðuneytisins, Jón Jóns- son, forstjóri Hafrannsóknarstofn unarinnar, Már Elísson, fiskimála stjóri og Pétur Sigurðsson, for- stjóri Landhelgisgæzlunnar. Fram kom m.a. að sókn brezkra togara á íslandsmið jókst jafnt og þétt frá lokum síðari heim- styrjaldarinnar og fram til árs- ins 1964, en það ár komst hún upp í 235 milljón tonntíma. Síðan hefur sókn þeirra minnkað ár frá ári og var komin niður í 92 millj. tonntíma árið 1969. Sókn íslenzkra togara hefur far ið vaxandi undanfarinn áratug; hún var 38 milljón tonntíma 1960, en var komin upp í 62 milljónir tonntíma árið 1969. Sé litið á sameiginlega sókn togara beggja þjóðanna — en hún er hér mæld í sömu einingum — þá var hún: 196 milljón einingar árið 1960, 271 milljón einingar árið 1964 og 153 milljón eininga árið 1969. Sókn þýzkra togara er mæld í öðrum einingum — veiðidögum — en á henni hafa verið sára- litlar breytingar síðastliðinn ára- tug. Sókn hrezkra og íslenzkra tog- ara var árið 1069 56% af því sem hún var árið 1964 og tæp 80% Framhald á bls. 14. þegar borgarstjórinn í Luxemburg kom með fylgdarliði á staðinn, síðan kom samgöngumálaráðherr- ann með fylgdarliði og þá biskup- inn, sem kannaði heiðursvörð flugfreyja frá Luxair. Ræður voru fluttar og borgarstjórinn, fru Colette Flesch, braut kampavíns- flösku á nefi flugvélarinnar og gaf henni nafnið City of Luxem- burg. Meðan á þessu stóð urðu allmiklar truflanir af flugumferð um völlinn. Loftleiðavél lenti og þota Air Bahama tók sig á loft. Mikið var ljósmyndað og kvik- myndað meðan á þessu stóð, enda var mönnum frá fréttastofnunum fjölda landa boðið til athafnarinn ar. Ástæðan fyrir öllu þessu til- standi við að gefa fragtflugvél nýtt nafn er sú, að verið var að kynna í fyrsta sinn nýtt flug- félag, Cargolux, sem reyndar varð ársgamalt um þetta leyti, og á eina flugvél fyrir, sem verið lief ur í vöruflutningum víða um heim. Er því félagið búið að slíta barnsskónum og var þessi athöfn nokkurs konar staðfesting á því að það sé á vetur setjandi og er þegar fyrirhugað að fjölga í flotanum áður en langt um líð- ur. Eigendur Cargolux eru Loftleið- ir, Luxair og sænska útgerðar- fyrirtækið A.B. Salenia. Skiptist hlutabréfaeignin jafnt milli þess- ara félaga. Flugvélin, sem nú var skírð upp, var í eigu Loftleiða og var breytt í vöruflutningavél úr farþegavél 1969. f janúar 1970 var hún seld af hálfu til A.B. Salenia og síðar leigð Cargolux og hef- ur verið í eitt ár í vöruflutning- um. Er nú verið að breyta enn einni af Rolls Royce flugvélum Loftleiða í vöruflutningavél og verður hún leigð Cargolux og á að hefja flug í næsta mánuði. Skrifstofur Cargolux eru £ Luxemburg og ér Einar Ólafsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Yfirflugmaður er Einar Sigurðs- son. 18 flugliðar starfa hjá félag- inu og eru 14 þeirra fslendingar. Hinir eru Svíar, sem eru í flug- þjáifun. Hleðslustjórar eru allir Luxemburgarar. Um næstu mán- aðamót verða alls sex áhafnir hjá félaginu. Síðan félagið tók til starfa hafa starfsmenn þess verið að þreifa fyrir sér um möguleika á aukningu vöruflutninga í lofti, og hefur tekizt að afla sér síauk- inna vcrkcfna og segist Einar Ól- afsson, framkvæmdastjóri, vera mjög vongóður um að flutningar félagsins eigi eftir að aukast mjög ;í framtíðinni. Cargolux hefur engar fastar áætlunarferðir en tekur að sér flutning á hvers konar varningi víða um heim. Til dæmis var önnur flugvél félags- ins að sækja hárkollur til Hong Kong um helgina, og sama kvöld- ið sem City of Luxemburg var gefið nafn, var vélin send með skrúfuöxul frá Þýzkalandi til Lima í Perú. í ráði er að koma á tveim föstum ferðum í mánuði milli Hong Kong og Evrópu, en Framhald á bls. 14. Veibivötn. opnuð fyrir 10. júní EB-Reykjavík, þriðjudag. í viðtali er Tíminn átti í dag við Guðna Kristinsson hrepp- stjóra á Skarði og stjórnar- mann í veiðifélagi Lanðmanna- afréttar, kom fram, að líklegt er að Veiðivötn verði opnuð 7.—9. júní, en tnikil crtirspurn hcfur vcrið eftir veiðilcyfum í vötnin. Þá sagði Guðni Tímanum, að Snjóölduvatri og Arnarvatri yrðu opnuð í sumar, en þau hafa verið friðuð s.l. tvö sum- ur. Hins vegar verða Langa- vatn, Eskivatn og Kvislarvatn friðuð í sumar og næsta sumar. I Aðalfundur veiðifélagsins var haldinn í dag, en stjórnar- fundur félagsins vcrður hald- inn á næsturini og þá full- ákveðið hvenær Veiðivötn verða opnuð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.