Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 13. maí 1971
TÍMINN
Ákvsðið hvar
leitað verður
eftir heitu
vatni i sumar
Aðalfundur félags íslenzkra rithöfunda:
SEGi SKOB-
ANIR SÍNAR ÓHINDRAR
Sumarið 1970 hófust heildar-
rannsóknir á jarðhitasvæðinu við
Krýsuvík og Trölladyngju, sam-
kvæmt áætlun Jarðhitadeildar
Orkustofnunar frá 1969 um rann-
sókn háhitasvæða landsins. Byrj-
að var á jarðfræðilegum, —
efnafræðilegum og jarð-
eðlisfræðilegum rannsóknum og
eru þær vel á veg komnar. í
öðrum áfanga verða boraðar 4—5
mjóar rannsóknarholur 800—1000
m. djúpar. Búið er að ákveða þrjá
fyrstu borstaðina og nýbyrjað á
fyrstu holunni við suðurenda
Kleifarvatns. Næstu holur verða
norðan við Trölladyngju og fyrir
vestan Sveifluháls. Jiarðboranir
ríkisins annast borframkvæmdir
og nota nýjan bor, sem keyptur
var með hliðsjón af rannsóknar-
borunum á háhitasvæðum. Auð-
velt er að flytja borinn og hentar
hann einnig vel til sumra hita-
veituborana.
Rannsóknarborunum með þess-
um bor verður lokið haustið 1971.
Stefnt er að því, að skýrsla um
þessar rannsóknir liggi fyrir á
árisn 1972.
Kostnaður við þetta rannsókna-
verk er greiddur úr Orkusjóði,
en Jarðhitadeild Orkustofnunar
annast rannsóknina og hefur um-
sjón með borunum og öðrum
framkvæmdum varðandi verkið.
fFrétt frá Oricustofnun).
Aðalfundur Félags íslcnzkra rit-
höfunda var haldinn í Tjarnarbúð
10. maí s.l. Formaður félagsins
Guðmundur Daníelsson setti fund-
inn og minntist nýlátinna félags-
manna. En þeir voru Þorsteinn
Jónsson (Þórir Bergsson), sem var
heiðursféla'gi, Ilclgi Valtýsson,
aldursforseti þess, og Þorgeir
Svcinbjarnarson. Risu fundarmenn
lir sætum í virðingarskyni við hina
látnu.
Þá stakk formaður upp á Jóhanni
Hjálmarssyni sem fundarstjóra og
Þóroddi Guðmundssyni sem ritara
fundarins. Var hvort tveggja samþ.
Úr stjórninni áttu að ganga Guð-
mundur Daníelsson formaður, en
var einróma endurkjörinn; Jóhann
Hjálmarsson ritari félagsins, er
baðst eindregið undan endurkosn-
ingu, og var Þóroddur Guðmunds-
son kosinn í hans stað; en Indriði
G. Þorsteinsson var kjörinn með-
stjórnandi í stað Þórodds. I vara-
stjórn voru endurkjörnir Guðmund
ur G. Hagalín og Margrét Jónsdótt-
ir, Helgi Sæmundsson endurkjör-
inn fulltrúi félagsins í stjórn Rit-
höfundasjóðs Ríkisútvarpsins, og
Ingólfur Kristjánsson og Jakob
Jónasson voru kosnir endurskoð-
endur reikninga. Kyrrir í stjórn
félagsins voru þeir Ármann Kr.
Einarsson, gjaldkeri, og Jón Björns
son meðstjórnandi.
Auk venjulegra skýrslu stjórnar
félagsins, gerði Matthías Jóhann-
esson formaður Rithöfundásami-
bandsins rækilega grein fyrir störf-
um þess, er voru margþætt. Taldi
hann mikilvægust fyrir rithöfunda
samningana við Ríkisútvarpið.
Átta rithöfundar gengu í félagið.
Heiðursfélagi var kjörinn í einu
hljóði eftir tillögu stjórnarinnar
danski rithöfundurinn Poul P. M.
Pedersen í virðingarskyni fyrir þýð
ingar íslenzkra Ijóða á dönsku.
Að loknum aðalfundarstörfum
voru tekin fyrir önnur mál, sem
fjölluðu aðallega um bókmenntir
og félags- og hagsmunamál rithöf-
unda. Eftirfarandi tillögur voru
samþykktar:
I. „Aðalfundur Félags íslqnzkra
rithöfunda haldinn 10. maí 1971,
þakkar menntamálaráðherra fyrir
að hafa komið til móts við rithöf-
undasamtökin og ákveðið, að rit-
höfundur verði fenginn til fyrir-
lestrahalds við Háskóla íslands.“
II. „Aðalfundur Félags ís-
lenzkra rithöfunda, haldinn 10.
maí, þakkar stjórn Rithöfunda-
sambandsins fyrir ötult starf í þágu
íslenzkra rithöfunda s.l. ár, svo
sem:
1. Hagkvæma samninga við
Ríkisútvarpið.
2. Góðan árangur á vettvangi
norrænnar þýðingamiðstöðv-
ar.
3. Farsæla lausn varðandi emb-
ætti fyrirlesara við Háskóla
Islands.
4. Varðstöðu um réttlát og hag-
kvæm höfundalög.“
III. „Aðalfundur Félags ís-
lenzkra rithöfunda lýsir yfir furðu
sinni vegna fundarsamþykktar í
Rithöfundafélagi íslands, þar sem
samþykkt var megn andúð á, tveim
1600 LIONSMENN A ISLANDI
16. umdæmisþing Lionsklúbbanna haldið á Akureyri
16. umdæmisþing Lionsklúbba
á íslandi verður haldið á Akur-
eyri hinn 15. maí 1971.
Þingið hefst með guðsþjónustu
í Akureyrarkirkju kl. 10,30, en
þingið verður sett af Birni Guð-
mundssyni, umdæmisstjóra að
Hótel K.E.A. kl. 11,15.
Búizt er við áð Lionsmenn víðs-
vegar af landinu f jölmenni á Akur
eyri, en 150 þingfulltrúar eru
kjömir til þingsetu. Venjulega
sækja umdæmisstjórar frá Norð-
urlöndum íslenzka Lionsmenn
heim, þegar umdæmisþing eru
haldin og hafa 5 umdæmisstjórar
boðað komu sína. í fyrsta sinn
situr íslendingur þing Lions-
manna fyrir hönd Alþjóðastjórn-
ar Lions International. Er það
Þorvaldur Þorsteinsson úr Lions-
klúbbnum Ægi, Reykjavik, en
síðastliðið sumar var hann kjör-
inn til tveggja ára í Alþjóðastjóm
ina, en í þeirri stjórn eiga sæti
30 Lionsmenn víðs vegar að úr
heiminum.
Sú nýbreytni hefur verið tekin
upp í sambandi við umdæmisþing
ið að allir Lionsmenn, sem kosnir
hafa verið til stjórnarstarfa fyrir
næstkomandi starfsár, mæta til
þings einum degi fyrr og setjast
á skólabekk og kynna sér stjórn-
sýslu Lionsklúbba.
Þinginu lýkur kl. 18,00 en kl.
19,00 hefst kvöldskemmtun í Sjálf
stæðishúsinu.
Mikil gróska hefur verið í starf-
semi Lionsklúbba á þessu starfs-
ári og hafa verið stofnaðir 7
Lionsklúbbar víðs vegar um land-
ið með 180 nýjum félögum. Alls
eru þá starfandi 49 Lionsklúbbar
á íslandi með rúmlega 1600 fé-
lögum, og í dag era starfandi 25
þúsund Lionsklúbbar með 950
þúsund félögum í 146 þjóðlöndum.
Hrossaflutningar
Framhald af bls. 16.
slys kæmi fyrir hestana, þeir fót-
brotnuðu eða þes háttar.
Fragtflug tók fyrir nokkru 40
hesta á Sauðárkróki, og norsk
flugvél tók einnig 25 hesta á dög
unum og þá er hestafarmur á
leið til Evrópu með einum Foss-
anna.
BÆNDUR
ASETOMA
Með notkun Asetona hafið þið vopn í hönd-
um, til þess að fyrirbyggja súrdoða.
Gefið Asetona í 6 til 8 vikur, Vz kg. á dag,
— 2 vikur fyrir og 4—6 vikur eftir burð —
og hætta á súrdoða er þar með úr sögunni.
SAMVINNUBANKINN
Samband isl. samvinnufélaga |
INNFLUTNINGSDEILD
rithöfundum, Jóhanni Hjálmars-
syni og Indriða G. Þorsteinssyni
vegna skrifa þeirra um bókmennta-
kennslu í Háskóla íslands og tillögu
Rithöfundaþings þar að lútandi.
Telur félagið, að með því sé ráð-
izt á grundvöll frjálsrar skoðana-
myndunar í landinu og leggur á-
herzlu á, að frelsi rithöfunda til að
segja skoðanir sínar óhindrað á
opinberum vettvangi sé forsenda
þess, að íslenzkir rithöfundar geti
starfað með eðlilegum hætti.“
(Fréttatilky nning)
Vilja atkvæða-
greiðslu um
áfengisbann í
Vestm.eyjum
ET-Reykjavík, miðvikudag.
Um 1200 íbúar í Vestmanna-
eyjum hafa farið þess á leit við
bæjarstjórn Vestmannaeyjakaup-
staðar ,að kosið verði um lokun
áfengissölunnar í Eyjum samfara
alþingiskosningunum í vor.
Áfengisvarnarnefnd Vestmanna
eyja gekk í dag á fund bæjar-
stjórans í Vestmannaeyjum og af-
henti honum skjal, undirritað af
rúmlega 1200 kjóséndum, þar sem
farið er fram á kosningar um
lokun áfengisútsölunnar í Vest-
mannaeyjum samfara alþingis-
kosningunum þann 13. júní n.k.
Við bæjarstjórnarkosningarnar
1966 var kosið um opnun áfengis
útsölu og var meirihluti kjósenda
þá fylgjandi opnuninni.
Jóhannesarspá 1967
Þegar Seðlabankastjórinn var
leiddur fram fyrir kosningarn-
ar 1967 til að sannfæra menn
um að engin ástæða væri að
óttast dýrtíðarþróun eftir kosn
ingar, sagði hann m.a. í ræðu
á ársfundi Seðlabankans í
marz 1967, um viðhorf banka-
stjórnar Seðlabankans:
„I öðru lagi telur hún það
vera frumskilyrði heilbrigðrar
cfnahagsstcfnu næstu ára, að
komið verði í veg fyrir, að ný
verðhækkunarþróun hefjist, er
verðstöðvuninni lýkur.
Það virðist því nauðsynlegt
að byggja efnahagsstefnu
næstu ára á sem stöðugustu
verðlagi, en leggja jafnframt
allt kapp á að auka framleiðni
og hagkvæmni í dreifingu og
framleiðslu.
f öllu þessu felst það megin
sjónarmið bankastjórnar Seðla-
bankans, að leysa beri þau
vandamál, sem skapazt hafa
vegna hás framleiðslukostnað
ar hér á landi samfara óhag-
stæðari þróun útflutningstekna
með markvissri endurskipu-
lagningu og uppbyggingu á
grundvelli núverandi verðlags
og gengis. Þótt árangur slíkrar
stefnu kæmi líklega ekki fram
á einu til tveimur árum, ætti
það í sjálfu sér ekki að koina
að sök.“
Síðan var verð á erlendum
gjaldeyri hækkað samtals um
104% á 11 mánuðum — þegar
búið var að kjósa.
Jóhannesarspá 1971
Enn er Jóhannes leiddur
fram til að vitna og á ársfundi
Seðlabankans í apríl s.l. sagði
hann:
„í öðru lagi er mikil hætta
á því, að men i mikli fyrir sér
þau vandamál, er við taki þeg-
ar verðstöðvuninni lýkur. Vilja
sumir jafnvel gera því skóna,
að þá sé óumflýjanlegt ný verð-
bólftualda og jafnvel gengis-
lækkrn. Tel ég ástæðu til að
vara eindregið við slíkum hugs
unarhætti. Ekki aðeins vegna
þess, að hann getur átt þátt í
að setja af stað öldu spákaup-
mennsku og verðbólguótta,
sem eingöngu mun auka vand-
ann, heldur miklu fremur af
hinu, að engin ástæða er til
að ætla að vandamálin reynist
í haust eins erfið og margir
vilja nú vera láta“.
Aðvörun Ólafs
Björnssonar
Þetta kemur heim og saman
við það, sem Ólafur Björnsson,
hagfræðiprófessor sagði í þing
ræðu í vetur um það, hvernig
talað yrði um efnahagsvanda-
málin fram að kosningum, en
Ólafur taldi vandann svo mik-
inn að líkja bæri honum við
hrollvekju, sem myndi herjast
1. sept. n.k. begar verðstöðvun
inni lýkur. Ólafur sagði m.a.:
„Hvað á að taka við að loknu
verðstöðvunartímabilinu? Á að
halda verðstöðvuninni áfram,
og ef svo er, hvernig ð að afla
fjár til þess, þar sem fyrir því
hefur ekki verið séð nema til
1. september? Eða á að reka
Framhald á bls. 14.