Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 12
12____________________ 24 sinnum rangstæðir! f leiknum var íslenzka liöið 24 sinnum dæmt rangstætt — en franska liöiS 5 sinnum. Frakkarnir fengu 8 hornspyrn- ur gegn 2, sem íslenzka liðið fékk, og 26 sinnum var dæmd aukaspyrna á íslenzku lcik- mcnnina fyrir brot, en 12 sinn- um á l>á frönsku. Franska liðið átti 19 skot á mark íslands, þar af varði Þorbergur 9 þeirra, og 1 var í stöng. íslcnzka liðið átti aftur á móti ckki nema 5 skot cða skalla á mark Frakklands. Þess ar tölur segja að vísu ckki mikið um gang leiksins, cn nokkuð má þó á þeim sjá hvernig hann var. — klp. Ágætt 400m. hf. í gærkvöldi Ágætt 400 ni, hlaup fór fram í leikhléi landsleiksins í gærkvöldi. Sigurður Jónsson, HSK sigraði með nokkrum yfirburðum á ágætum tíma svo snemma sumars, 51,3 sek. Hans bezti tími er 50,6 sek. Annar varð hinn bráðefnilegi KR-ingur, Vilmundur Vilhjálmsson, hann náðj sínum bezta tíma 52,1 sek., Halldór Guðbjörnsson, KR hljóp á 53 sek., Trausti Sveinbjörnsson, UBK, 53,5 sek. Borgþór Magnússon, KR 53,6 sek. og Ágúst Ásgeirsson, ÍR 53,7 sek. hans langbezti tími. . • í kvöld fer fram annað fimmtu- dagsmót FÍRR á Melavellinum. Kl. 19 hefst keppni í 100 m. hlaupi karla og kvenna, hástökki karla og kúluvarpi karla. Kl- 19,20 verður keppt í 80(} m. hlaupi karla, há- stökki kvenna, og spjótkasti karla. England sigraði Möltu 5:0 Celtic bikarmeistari í gærkvöldi fór fram á Wembley leikvanginum í London knatt- spyrnuleikur milli Englands og Möltu og sigruðu Englendingar með 5—0. Mörkin skoruðu Martin Chivers 2 og Lee, Clarke og Lowl- er eitt hver. Áhorfendur voru 41 þúsund. Þá fór fram í kvöld úrslita leikur í skozku bikarkeppninni á milli Celtic og Rangers og sigruðu Celtic með 2—1, og er það í 21. skipti sem liðið sigrar í keppninni. —kb— ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞROTTiR FIMMTUDAGUR 13. maí 1971 Sagt eftir leikinn: „Með svipuðum feik og þessum tapar ísland .. - ■ ' 1. fyrir Noregi“ Eftir leikinn í gær brugðum við okkur niður i bún- ingsklefa til leikmannana og ræddum þar við dómara leiksins, fyrirliða liðanna og formenn knattspyrnusam- bandanna á íslandi og í Frakklandi. Þeir sögðu þetta um leikinn: Verhove, fyrirliðj franska liðsins: „Ég bjóst ekkj við íslenzka liðinu svona sterku. Þetta er minn 3ji leikur gegn íslandi, og liðið tekur miklum framförum með hverjum leik. Við cru ó- vanir að leika á svona þungum velli, en ég vona að áhorfendur hafi samt ekki orðið fyrir von- |v.... -ww • *\ '■ ’ ■ ■ ■ ■ ■ ■■■ • ......... Verhoeve, fyrirliði Frakklands brigðum með leik okkar. Mark- vörðurinn var bezti leikmaður íslenzka liðsins — hann á víst alltaf stórleik þegar hann mæt- ir okkur, því hann var líka frá- bær í fyrra. Ingi Björn Alberts- son, er hættulegur og hefur mikinn fótbolta í sér, og það var erfitt að gæta hans. í síðarj leiknum leikum við ekki á svona þungum velli, og þar höfum við fölkið með okkur — það ræður baggamuninum í þcim leik.“ Albert Guömundsson, forniaður KSÍ: Þetta var harður og góður leikur, en völlurinn var erfið- ur fyrir okkar ungu nýliða. Þeir Jóhanes og Matthías voru teknir útaf, þar sem þeir voru orðnir þreyttir, en það mæddi mikið, á þeim meðan þeir voru inná, og skórnir meiddu þá. Guðgeir kom vel frá leiknum, og ég tel hann eiU mesta efni, sem við eigum. En allir stóðu sig vel í þessum leik“. Tcllcz, formaður franska knattspyrnusambandsins: „Þetta var ágætur leikur. Bæði liðin börðust og léku vel, þó í mismunandi stíl. Völlur- inn var erfiður fyrir okkur, en íslenzku leikmönnunum tókst betur að fóta sig á honum. Ég er ánægður með jafnteflið, en í síðari leiknum verðum við sigurvegarar". Jóhannes Atlason, fyrirliði landsliðsins: „Völlurinn var óhemju erfið ur fyrir okkur, og erfitt viö Frakkana að eiga á iionum, því þeir voru það fljótir og fóru létt með boltann. Þetta ' íii. § Kaarc Sirevaag, dóniari: „Það var um ekkert annað að gera þegar ég dæmdi markið af islandi — miðherjj íslenzka liðs ins hélt franska miðframverðin- um frá sér með olmboganum alveg frá því að hornið var tek- ið, og hljóp alltaf mcð honum, þannig að hann komst ekki að. Ég var við hliðina á þeim, og þetta fór ekki á milli mála. Leikurinn fannst mér lélegur, en rólegur fyrir mig að dæma, því það var ekkert ,,tempó“ í honum. islenzka liðið lék engan sóknarleik, og mgð svipuðum leik og þessum gegn Noregi eftir 14 daga tapar ísland stórt. J?að sem skeði eftir leikinn, er eítí í>að versfa, sern ég hef orð- i. ið,fyxir..Éarfékk,.y,fir mig sand- poka og grjót, og var hrint í allar áttir, og sama var um fé- laga mína að segja. Við áttum sízt von á þessu hér á íslandi.“ —klp— Kaare Sirevaag, dómari leiksins Ifigi Björn Albertsson, í skallaeinvígi vi8 franskan varnarmann. (Tímamynd Róbert) Albert Guðmundsson, formaður KSÍ Jóhannes Atlason, fyririiði íslands hefur trúlega ekki vcrið skemmtilegur leikur að horfa á — en það er ekki spurt að því, og við erum ekki búnir að gefa upp vonina um að sigra þá úti. Sumir okkar voru hreinlega búnir í síðari hálfleik, enda rétt að byrja keppnistímabilið, en þeir em að enda sitt. Um aðra leikaðfex-ð var ekki að ræða, það sá maður þegar leið á leikinn og við fórum að fara frarnar — þá opnaðist vörnin meir hjá okkur. Mér fannst Þoi-bergur standa sig bezt og einnig þcir Guðni ög Einar, og Þröstur átti að mínu viti góðan leik í þessum fyrsta landsleik sínum“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.