Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 13. maí 1971 TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benedlktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rit- ftjómarskrifstoíur í Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- ntolur Bankastræti 7. — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasími: 10523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mánuði. innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Landbúnaðarmálin í ályktun 15. flokksþings Framsóknarflokksins um landbúnaSarmál segir að aðalmarkmiðin skulu vera þessi: að tryggja bændum góðar tekjur og eigi lakari en öðr- um stéttum, — og öllum þeim sem í sveitum búa jafngóða félagslega aðstöðu og öðrum þegnum þjóð- félagsins. að stuðla að þeim framleiðslugreinum og því fram- leiðslumagni sem þjóðhagslega telst æskilegt. Sveifl- ur á mörkuðum eða í framleiðslumagni verði ekki látnar bitna á bændum meðan fylgt er slíkri heild- arstefnu í framleiðslumálum. að framleiða sem hollastar og ódýrastar vörur til innan- landsneyzlu, sem bezt hráefni til iðnaðar og vörur til útflutnings. Við stefnumörkun í landbúnaðarmálum sé jafnan metið þjóðarmenningarlegt gildi landbúnaðarins, og það öryggi sem hann veitir einstökum byggðarlög- um, landshlutum og þjóðinni í heild. Verðlagslöggjöfinni verði breytt þannig að bændur ákveði sjálfir verð landbúnaðarvara, en samið verði við ríkisvaldið um þær aðgerðir sem nauðsynlegar þykja til að stilla í hóf verðlagi til neytenda og tryggja bændurp ,(í eðlileg kjör. Við mat á tekjuþörf bænda, skal gætá" fjármágns- kostnaðar svo sem vaxta bæði af stofnfé og rekstrarfé og afskrifta af húsum og vélum og að laun komi í sam- ræmi við vinijumagn. Leggja þarf áherzlu á markaðsleit fyrir landbúnaðar- vörur, fræðslu og kynningu á þeim, og vinna að sem beztri nýtingu erlends og innlends markaðar. Stefnt verði að lækkuðum framleiðslukostnaði með öll- um tiltækum ráðum, m.a. með því að: 1. Lækka fjármagnskostnað á öllum sviðum með lækk- un vaxta og lengingu lánstíma. 2. Fella niður söluskatt af landbúnaðarvörum. 3. Fella niður tolla af landbúnaðarvörum. 4. Lækka verð á rekstrarvörum svo sem tök eru á, t.d. að greiða niður áburð. 5. Stofnlánasjóðsgjald bænda verði endanlega fellt niður. Innlend stálbræðsla Þjóðþrifafyrirtæki er í undirbúningi. Stálfélagið h.f. hefur verið stofnað til að undirbúa framleiðslu steypu- styrktarjárns úr innlendu brotajárni. Félagið hefur kann- að málið all rækilega og er stofnkostnaður í hæsta lagi áætlaður 410 milljónir króna. Talið er að innlendur markaður fyrir steypustyrktarjárn sé 10 þúsund tonn 1973 og vaxi í 12 þúsund tonn 1983. Miðað við að fjórð- ungur af stofnkostnaði sé hlutafé mun verksmiðjan skila 48,5 milljón króna hreinum hagnaði 1975, en hann vaxi í tæpar 70 milljónir króna á ári á næstu 7 árum. Á 10 árum mun hagnaðurinn nema 5—600 milljónum og eignir þá að fullu afskrifaðar. Þetta fyrirtæki virðist því geta orðið öflugt þjóðþrifafyrirtæki, sem mun skila miklum hagnaði tn innlendra aðila, spara gjaldeyri 1 stór- um stíl og skapa atvinnu. Forsvarsmenn félagsins munu þó ekki hefja almennt útboð á hlu'tafénu fyrr en opin- benr aðilar og sjóðir hafa kannað allar áætlanir niður í kjölinn, veitt meðmæli sín og lagt blessun yfir þau áform og útreikninga, sem nú liggja fyrir. Tíminn óskar þeim framtakssömu mönnum, sem að þessu standa,- heilla í störfum. — TK ERLENT YFIRLIT Karl Schiller - áhrifamesti fjármálaleiðtogi Vestur-Evrópu Hann sigraði í deilunni um skráningu þýzka marksins. AÐ UNDANFÖRNU hefur athygli manna mjög beinzt að gjaldeyrismálum Vestur- Evrópu. Ástæðan er sú, að gjaldeyrisbraskarar hófu fyrir nokkru að skipta á vestur-þýzk-. um mörkum og dollurum í stór um stíl. Upphaflega tilefnið var það, að Bandaríkjastjóm lækkaði vexti í von um að örva atvinnulífið og draga úr at- vinnuleysinu. Ýmsir peninga- menn svöruðu þessu með því að flytja sparifé sitt til Evrópu, þar sem vextir voru hærri, og þá einkum til Vest- ur-Þýzkalands. Þetta kom svo þeim orðrómi á kreik, að fyrir- hugað væri að hækka þýzka markið og var þá ekki að sök- um að spyrja. Fé streymdi til Vestur-Þýzkalands úr öllum áttum. Þýzka stjórnin og þýzk ir fjármálamenn voru ekki sam mála um, hvernig ætti að mæta þessu. Sumir vildu hækka gengi marksins og voru það einkum þeir, sem höfðu áhuga á því að hamla gegn dýDtíð’ og kauphækkunum inn arilands. Forsvarsriienn iðriaðar og landbúnaðar voru hins veg- ar andvígir hækkun marksins, þar sem það veikti samkeppn- isaðstöðu þessara atvinnu- vega. Sá maður, sem réði hinni endanlegu ákvörðun, var öðrum fremur Karl Schiller fjármála- ráðherra. Ákvörðunin var sú, að fyrst um sinn skyldi gengið skráð eftir eftirspurninni frá degi til dags. Samkvæmt þeirri skráningu er gengið nú skráð 4—5% hærra en áður, en það getur átt eftir að breyt ast til hækkunar eða lækk- unnar. Þessi ákvörðun mun skapa ýmis vandamál í sambúð ríkj- anna í Efnahagsbandalagi Evrópu, en þar lögðust Frakk- ar mjög gegn þessari skrán- ingaraðferð á markinu og vildu helzt að því yrði haldið óbreyttu. Bandarikjamenn láta sér þetta hins vegar vel líka, því að þetta bætir aðstöðu þeirra í samkeppninni við Vestur-Evrópu. Þýzkar vörur verða dýrari í Bandaríkjunum og bandarískar vörur ódýrari í Vestur-Þýzkalandi. Óónægja Frakka stafar m.a. af því, að þeir telja óþarft að bæta þannig aðstöðu Bandaríkjanna. Eðlilegra hefði þá verið, að Bandaríkjamenn gerðu þetta sjálfir með því að lækka doll- arann. En Schiller var hinn sterki maður, sem réði, og það, sem vakti fyrir honum, var að halda niðri verðbólgu og dýrtíð í Vestur-Þýzkalandi, en hækkun marksins þýðir verð- lækkun á innfluttum vörum. KARL SCHILLER er nýlega orðinn 60 ára, fæddur 24. apríl 1911 í Breslau, sem nú er ein af aðalborgura Póllands og ber orðið nafnið Wroclaw. Hann hlaut menntun sína f hagfræði við háskólana í Kiel, Hamborg og Heidelberg. Hann fékk kennarastöðu við háskólann í Kiel 1935 og gegndi þeirri stöðu til 1941, er hann var skráður í herinn. Hann vann einkum við áætlanagerð hjá herstjórninni á rússnesku víg- stöðvunum og hafði hlotið titil fyrsta liðsforingja, þegar stríð- inu lauk. Eins og flestir ungir menn í Þýzkalandi, varð Schiller að innritast í flokk nazista, þegar hann hóf háskólanám og var hann skráður í flokknum síð- an, en tók þó aldrei neinn virk an þátt í störfum hans. Hann á að þessu leyti svipaðan feril og Kiesinger, fyrrverandi kanslari. ÞEGAR styrjöldinni lauk, settist Schiller að í Hamborg. Hann varð prófessor við háskól ann þar og ráðunautur borgar- stjórnarinnar varðandi ýmis skipulagsmál. Hann vann sér það álit á þessum árum, að vera sá hagfræðingur Þjóð- verja, sem hélt eindregnast fram kenningum enska hag- fræðingsins John M. Keynes. Þetta hefur Schiller svo síðar sýnt áþreifanlega í verki. Árið 1961 varð mikil breyt- ing í lífi Schillers. Willy Brandt kvaddi Schiller þá til Berlínar sem sérstakan ráðu naut sinn í efnahagsmálum borgarinnar. Þetta var árið, sem Berlínarmúrinn var reist- ur, og skapaði hann Vestur- Berlín markvísleg ný efnahags vandamál. Það varð ekki sízt hlutverk Schillers að glíma við þau. Brandt fékk slíkt álit á Schiller vegna þess starfs hans, að hann ákvað að fela honum embætti efnahagsmálaráðherra Vestur-Þýzkalands, en það emb- ætti féll í hlut sósíaldemókrata, þegar samstjórn þeirra og kristi lega flokksins var myndað haustið 1966. Þá stóð yfir veru leg efnahagskreppa í Vestur- Þýzkalandi sökum samdráttar- aðgerða Erhardsstjórnarinnar. Schiller réði mestu um að grip ið var til þeirra úrræða, sem Keynes hinn brezki hafði ráð- lagt undir slíkum kringumstæð um, og gáfust þau svo vel, að nýtt velmegunartímabil hófst í Vestur-Þýzkalandi innan fárra missera. Schiller var þakkað þetta nýja „efnahagsundur“, og átti það vafalítið mikinn þátt í kosningasigri Jáfnaðarmanna haustið 1969. Schiller varð að sjálfsögðu fjármáia- og efna- hagsmálaráðherra hinnar nýju samsteypustjórnar jafnaðar- manna og Frjálslynda flokks- ins sem var mynduð eftir kosn ingarnar 1969. SCHILLER þykir einbeittur í skoðunum og harðskeyttur, þegar því er að skipta. Það bætir ekki fyrir honum, að hann getur verið kaldhæðinn og gætir þess oft í tilsvörum hans. Haft er eftir núv. fjár- málaráðherra Frakka, en þeir Schiller hafa oft verið dsam- mála, að Schiller minni sig helzt á pipar. Schiller varð einna fyrstur af leiðtogum jafn Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.