Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 2
2 TÍMINN FIMMTUDAGUR 13. maí 1971 Cappelen t.v. nýstiginn út úr þotu norsku rikissjórnarinnar á ReykjavíkurílugveHi í dag (Tímamynd G.E.) inum, eða lauslega áætlað um 0,5 m við venjulegt sumarrennsli i Leginum, en lítið eitt meira í Vífils staðaflóa. Annar áfangi Annað stig virkjunarinnar er fólg ið í vatnsborðshækkun, er gerð verður með lokuvirkjum, er sett verða í yfirfallið. Er þá gert ráð fyrir, að vatnshæðin í Steinsvaðs- flóa geti orðið allt að 22 m y. s. Verður lokunum stjórnað þannig, að vatnshæðin í Leginum farj ekki yfir 22 m y. s. nema í mestu vetr- arflóðum. Til samanburðar skal þess getið, að mesta vatnsborðshæð, sem mælzt hefur við Lagarfljótsbrú síð an árið 1948, var 22,2 m y. s. um miðjan nóvember 1968. Gera má ráð fyrir að mögulegt yrði að hefja framkvæmdir við ann an áfanga á árunum 1974—1976, ef tilskilin heimild fæst. Verður þá virkjað afl um 10 000 hestöfl. EFTA-FUNDURINN í REYKJAVÍK Framhald af bls. 1. framkvæmdastjóra EFTA um þró- un mála innan bandalagsins frá því síðasti ráðherrafundur var haldinn. Um hádegi kemur Rippon til landsins, og kl. 15 hefst fundur að nýju og verður þá rætt um sameiningarmál Evrópu. Rippon mun hefja þær umræður með skýrslu um gang viðræðnanna í SB—Akureyri, miðvikudag. Leikfélag Akureyrar frumsýnir Túskildingsóperuna eftir Bertold Brecht nú á laugardagskvöldið. Raunar er þetta ekki ópera held ur leikrit með söngvum, skemmti leikur um alvarlegt efni. Túskild ingsóperan var frumsýnd fyrst ár- ið 1928, og sló þegar í gegn, en hún er byggð á Betlaraóperunni eftir John Gay. Verkið gerist í Hvað étur heiðagæsin? Gerður hefur verið samningur milli Orkustofnunar og Náttúrufræði- stofnunar íslands um rannsóknir í Þjórsárvcrum í sumar Eins og kunn- ngt er, þá á heiðagæsin griðlönd sín í Þjórsárvejaim, og er samntngur þessi vottur um, að ekiki sé talið fært að sökkva heimkynnum gæsarinnar undir vatn, nema gera einhverjar rannsóknir áður á aðstæðum, eins og gróðri og veðri. Einnig er vitað, að verði Þjórsárverum sökikt, þá eru litlar líkur á þvl að heiðagæsin verði hagvön annars staðar á hálendinu, slíku ástfóstri virðist þessi fugl taka við varpstöðvar sínar. Mörgum finnst erfitt að sætta sig við heiðagæs- •n lendi í hrakningum á íslandi, og eiga þar margir voldugir og viður- kenndir erlendir aðilar sama mál. Yfirleitt er ekki mikið hlustað á inn- lenda aðila, þótt þeir séu að kvaka um náttúruvemd, eða verðmæti sem fari í súginn við virkjanir. Nú, þegar forsætisráðuneytið boðar rannsóknir í Þjórsárverum, mun það að líkind- um vera frekar vegna þess að menn Brussel. Verða umræður um þetta efni allan eftirmiðdaginn, en um kvöldið býður svissneska sendi- nefndin til veizlu að Hótel Sögu. Á föstudagsmorguninn verður m.a. flutt og rædd skýrsla Brugg- ers um störf ráðgjafanefndar EFTA, sem sat hér á fundi á mánudaginn og verður þar m.a. fjallað um kvörtun Breta vegna verðlags á innfluttri pappírskvoðu Lundúnum, og er ekki tímabund ið. Æfingar hafa staðið yfir á Tú- skildingsóperunni á Akureyri síð an um miðjan marz með nokkr um hléum að vísu. Verkið er nokk uð viðamikið, og 25 manns koma/ fram í sýningunni, sem tekur þrjár klukkustundir. Með helztu hlutverk fara Sigmundur Örn Arn grímsson, Arnar Jónsson, Þór- Framhald á bls. 14. eins og Peter Scott hafa beðið gæs- inni griða, en að beiðni og ábending- frá Norðurlöndum og svör Norð urlanda í því máli. Einnig verður skipuð vinnunefnd til að gera drög að yfirlýsingu fundarins, sem síð an verður rædd og afgreidd. Yfir lýsngin verður gerð opinber á sérstökum blaðamannafundi síð degis á föstudag, sem Brugger mun stjórna. Ráðherrarnir halda flestir ut- an að fundi loknum eða um helg- ina. -----V-------------------------- Auglýst eftir... Framhald af bls.'l.'111, ■' sóknir á vatnasvæði Laxár, sem stofnað hefur verið til, leiði ekki í Ijós, að lífsskilyrði vatna- fiska í ánni neðan virkjunar, spillist, að rekstri virkjananna í Laxá verði hagað þannig, að þær hafi sem minnst truflandi áhrif á laxveiðar í ánni neðan þeirra. að stjórn Laxárvirkjunar styðji fiskiræktaráform í Laxá í sam- vinnu við stjóm veiðifélags Laxár og í samráði við veiði- málastjóra". Virkjun Lagarfoss Varðandj virkjun Lagarfoss, skulu athugasemdir við þá virkjun vera komnar fram fyrir 1. júnf 1971, en ráðgert er að hefja fram- kvæmdir við virkjunina á kom- andi sumri. í auglýsingunni í Lögbirtingi er gerð svofelld grein fyrir Lagar- fossvirkjun: Fyrsti áfangi Þriðji áfangi Þriðja og síðasta stig virkjunar- innar er fólgið í því, að stöðvarhús verður stækkað og ný vélasam- stæða sett upp án þess að til breyt- | inga á vatnsborðshæð komi. Verður þá fullt afl virkjunarinn- ar um 20 000 hestöfl. Enn er óráðið, hvenær ráðizt verður í þennan áfanga. Reykjavík, 7. maí 1971. Iðnaðarráðuneytið." Stungu af Framhald af bls. 1. formaður stjórnar útgerðarfélags ins sér til sýslumanns á Patreks- firði og bað um að skipinu yrði snúið við og skipstjórinn hand- tekinn. Réttarhöld hófust í gær- kvöldi. Sverrir Einarsson, sýlumaður, Patreksfirði, yfirheyrði aðila í dag og hefur nú sent saksóknara ríkisins málið. Sverrir sagði Tím anum eftirfarandi um töku skips ins og þær ástæður sem skipstjór inn bar að væra fyrir því að hann hefði gripið til þessa úrræðis. Fyrir dyrum stóðu skipstjóra- skipti á skipinu. Fyrri skipstjóri var að láta af störfum og fram kvæmdastjóri útgerðarinnar var búinn að ráða nýjan skipstjóra sem var kominn á staðinn. Var nýi skipstjórinn búinn að fá loforð fyrir einhverri fyrirgreiðslu í sambandi við að koma skipinu út til veiða og í gær fanst honum seint ganga að landa úr skipinu. Vildi skipstjórinn fá úttekt hjá útgerðinni bæði fyrir sjálfan sig og áhöfnina. En hann fékk enga matarúttekt í verzluninni sem hafði séð skipinu fyrir nauðsynj um. Vildi skipstjórinn halda því fram að lítill matur hafi verið í skipinu og útlitið yfirleitt óglæsi legt með það að hægt væri að koma skipinu á veiðar. Datt hon um þá í hug að fara með það til Reykjavíkur til að, eins og hann orðaði það, að fá sjóveð í því í Reykjavík, fyrir vangoldnum launum áhafnarinnar. Hefur skip stjórinn væntanlega verið fremur að hugsa um aðra áhafnarmeðlimi en sjálfan sig því hann átti ekkert inni, þar sem hann var að taka við stjórn skipsins. Var ekki búið að skrá hann sem skipstjóra á Pétur Thorsteins son og það var ekki búið að fela honum að fara með skipið, hvorki í veiðiferð eða aðra ferð. Var þetta því hans fyrsta ferð, óskráður og i heimildarleysi út- gerðarinnar. Verið var að landa úr skipinu, og var löndunin búin að standa yfir síðan á mánudag. Var henni ekki lokið þegar verkamenn fóru í kaffi í gær. Þegar verkamennirn ir fóru í miðdegiskaffi voru land festar leystar og skipið hélt úr höfn. Hinir skipverjarnir, sem ar innlendra fuglafræðinga hafi ráðið úrslitum. Kannsóknirnar i Þjórsár- verum í sumar beinasit einnig að Því að kanna hvað gæsimar éta. Og þeirri könnun er þrátt fyrir allt hrundið af stað löngu eftir að á- horfendur voru farnir að trúa þvi að stjórnvöldin ætluðu að segja gæsinni að éta skít. A sama tíma og forsætisráðuneytið sýnir heiðagæsinni fyrrgreinda um- hyggju, gefur iðnaðarráðuneytið út fréttatilkynningu og auglýsingu í Lögbirtingi, þar sem skýrt er frá þvi að heimiit sé að hefja nýja virkjun í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. 1 aug- lýsingu um verkið em tekin fram atriði, sem ebkert samkomulag náð- ist um miili Laxárvirkjunar og land- eigenda. Væntanlega liggur ekki fyr- ir fyrr en i haust hvað heiðagæsin étur, en það liggur nú ljóst fyrir, og það án sérstakra rannsókna, hvað stjórnarvöld eru að segja Þingey- ingum að éta. Svarthöfði. Su virkjun, sem nú verður fram- kvæmd, er fyrirhuguð sem rennslis- virkjun, um 8000 hestöfl. Er gert ráð fyrir að stífla Lagarfljót um 550 m ofan við LagarfosS með grjót- og jarðefnastíflu. Jafnframt verður klapparranj austan árinnar milli stíflu og foss sprengdur nið- ur á 130 m löngum kafla og verður þar yfirfall fyrir framhjárennsli. Meðfram klapparrana þessum verður grafinn skurður, er veitir vatni að inntaksvirki, sem verður gegnt Lagarfossi að austanverðu, 50 m frá Fljótinu. Þaðan verður vatnið leitt um stokk úr stein- steypu að vélum stöðvarhússins, er verður á austurbakka Fljótsins við fossbrúnina. Frá stöðvarhúsi verð- ur stuttur skurður út í fosshylinn. Meðal vatnsborð í Steinsvaðsflóa að sumri til er nú í um 18,5 m hæð yfir sjávarmál, en eftir virkj- unarframkvæmd fyrsta áfanga mun það verða í um 19,6 m hæð y. s. Nokkurra vatnsborðshækkunar mun gæta í Vífilsstaðaflóa og Leg- TÚSKILDINGSÚPERAN FRUM- SÝND NYRÐRA Á LAUGARDAG fóru með lýstu því yfir í réttar höldunum, að þeir hefðu staðið í þeirri trú að á skipinu væri lög legur skipstjóri, og ekki vitað um að hann væri ekki skráður, en hins vegar hafa þeir kannski rennt grun í að þessi ferð væri ekki fyrirhuguð af útgerðarinnar hálfu. Töldu þeir sig bara eiga að hlýða skipstjóranum, sem væri löglegur yfirmaður. Höfðu þeir ekkert á móti því að fara suður í þessum tilgangi nema síður væri, því að ýmsir þeirra áttu laun inni hjá útgerðinni. Skipverjar munu eiga misjafn lega mikið inni hjá útgerðinni, allt frá hálfs mánaðar kaupi upp í 80 þúsund kr. Þeir höfðu flestir eða allir reynt að fá einhverja fyrirgreiðslu eftir að þeir komu í höfn á Bíldudal á sunnudags- kvöld en ekkert fengið, og voru peningalausir og höfðu ekki farar eyri þótt þeir vildu komast burt frá Bíldudal. Fóru þeir því á brott á skipinu. Svo virðist að skip stjórinn hafi átt að öllu leyti frum kvæðið að þessari för. Einhvern pata höfðu skipverjar af að framkvæmdastjóri útgerðar félagsins væri farinn alfarinn frá Bíldudal, vegna ósamkomulags við stjóm útgerðarfélagsins. Alla vega er það staðreynd að framkvæmda stjórinn var farinn og ekki náðist til hans. Klukkan að ganga sex, eða rúmum klukkutíma eftir að Pétur Thorsteinsson hélt úr höfn, var sýslumanninum á Patreksfirði til- kynnt um brottför skipsins. Sendi hann þá Landhelgisgæzlunni beiðni um að handtaka skipstjór ann og koma með skipið til baka. Var síðan komið með skipið til Bíldudals kl. 7,45 í gærkvöldi. Þá var sýslumaður byrjaður að taka skýrslu af stjórnarformanninum. Klukkan átta kora kærðj fyrir og síðan öll áhöfnin og yfirmaður varðskipsins, sem kom með skipið til Bíldudals. Má segja að búið sé að rannsaka þennan hluta máls ins og er ekki annað eftir en að taka afrit af málskjölum og senda saksóknara. Varðskip var ekki langt undan þegar beiðnin um handtöbu skip stjórans barst. Var þegar haft sam band við Pétur Thorsteinsson, og skipstjóranum skipað að snúa við. Skipin biðu um stund þangað til komin var handtökuskipun á skipstjórann, eða þann sem hélt sig vera skipstjóra, og skeyti um að skipið skyldi halda til hafnar. Skipstjórinn lýsti því yfir í réttarhöldunum að hann teldi Sig hafa fulla heimild til að fara þessa ferð. Alls voru átta manns um borð í skipinu þegar það fór. Enginn þeirra býr á Bíldudal, en nokkrir skipverjar urðu eftir, en þeir áttu heima á Bíldudal. Þeir skipverjar sem út fóru, komu til Reykjavíkur seinni part inn í dag með áætlunarflugvél. Skipstjórinn hélt því fram að skipið hafi verið svo til matar- laust, en kokkurinn bar að næg matvæli hafi verið um borð nema ekkert kjöt og engin mjólk. Skipstjórinn bar að hann hafi verið ráðinn á skipið þótt ekki væri búið að skrá hann, og hefði því leyfi til að fara með skipið að vild. Sagði hanu, að hann hafi verið búinn að fá loforð fyrir út- tekt til að útbúa skipið til veiða. Fannst honum seint ganga, bæði að útbúa skipið að veiðarfærum eins og hann vildi og greiða skips- höfninni laun. Illt mun vera að sjá hvaða er- indi skipið átti til Reykjavíkur til að láta taka sjóveð þar. Hefði ekkert þurft að sigla skipinu til að koma þessum aðgerðum við. Kom fram að skipstjórinn taldi að betra væri að fá lögfræðilega aðstoð við aðgerðirnar í Reykja vík en fyrir vestan, eða það er sú skýring, sem hann gaf á þessu tiltæki. Skipstjóri sá, sem hér um ræðir er frá Vestmannaeyjum. Er hann 29 ára að aldri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.