Tíminn - 14.05.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.05.1971, Blaðsíða 2
TIMINN FÖSTUDAGUR 14. maí 1971 FerðamálaráSstefnan við Mývatn, var haldin í Hótel Reynihlíð, og var þessi mynd tekin af nokkrum ráðstefnu- gestum. Ályktun ferðamálaráðstefnunnar við Mývatn: Stofnað verði FerðamálaféSag Þingeyinga KJ—Reykjavík, miðvikudag. Á ferðamálaráðstefnunni sem Kjördœmissamband framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra gekkst fyrir í Mývatnssveit s. 1. sunnudag, kom fram mikill áhugi á því að stofnað yrði Ferðamálafélag Þingeyinga, og komið á fót undirbúningsnefnd' til að vinna að því máli. Þá voru samþykktar fjölmargar tillögur á ráðstefnunni, sem fylgja hér með. Tillagan um stofnun Ferðamála- félags Þingeyinga var svohljóð- andi: Ráðstefna um ferðamál í Reyni Utankjörstaðakosning erlendis hefst 16. maí Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninganna 13. júní n. k. getur hafizt á eftirtöld um störfum erlendis frá og með 16. maí 1971= BANDARÍKI AMERÍKU. Washington D. C.: Sendiráð íslands 2022 Connecticut Avenue, N.W. Washington, D. C. 20008. Chicago: cago: ,ð7cChirþúpóhöah„é5afy Ræðismaður: Paul Sveinbjörn Johnson Suite 1710, 100 West Monroe Street, Chicago, Dlinois. r.linncapolis, Minnesota-. Ræðismaður: Björn Björnsson 414 Nicollet Mall, Minneapolis 55401, MSnnesota. New York, New York: Aðalræðisskrifstofa íslands, 420 Lexington Avenue, New York, N. Y. 10017. Seattle: Ræðismaður: Jón Marvin Jóns- son 5610, 20th Avenue, N. W. Seattle. BELGÍAt Bruxelles: Sendiráð fslands, 122/124 Chaussée de Waterloo, 1640 Rhode St. Genése, Bruxelles. . BRETLAND: London-. Sendiráð fslands 1, Eaton Terrace, London, S. W. L Edinburg — Leith: Aðalræðismaður: Sigursteinn Magnússon, 13 South Charlotte Street . Edinburgh. DANMÖRK: Kaupmannahöfn: Sendiráð íslands Dantes Plads 3, Köpenhavn. FRAKKLAND. París: Sendiráð íslands, 124 Bd Haussmann, 8. ...... ^ ■> » W «1 Genova: Aðalræðismaður: Hálfdán Bjarnason, Via C. Roccatagliata Ceecardi No. 4—21 Genova. KANADA. Toronto, Ontario: Ræðismaður: J. Ragnar John- son Suite 330, 165 University Ave. Toronto, Ontario. Vancouver, British Columbia: Ræðismaður: John F. Sigurðs- son, Suite No. 5, 6188 Willow Street, Vancouver 13, B. C. Winnipeg: Aðalrrsðismaður: Grettir Leo Jóhannsson 76 Middle Gate, Winnipeg 1, Manitoba. NORE 3IUR. OS.Ó: Sendiráð íslands Stortingsgate 30, Oslo. SOVÉTRÍKIN. Moskva: Sendiráð íslands, .ihlebnyi Pereulok 28 Moskva. SAMBANDSLÝÐVELDIÐ SUÐUR AFRÍKA. Jóhannesarborg: jji JJagðifm^ður: Hilmar Kristjáns- son, 12 Main Street, Rouxville Johannesburg. SVÍÞJÓÐ. Stokkhólmur: Sendiráð íslands, Kommendörsgatan 35, Stockholm. SAMBANDSLÝÐVELDIÐ ÞÝZKALAND. Bonn: Sendiráð íslands, Kronprinzenstrasse 4 53 Bonn — Bad Godesberg. Liibeck: Ræðismaður: Franz Siemsen Körnerstrasse 18, 24, Liibec1- Utanríkisráðuneytið, Reykjavík 27. apríl 1971. hlíð, haldin 9. maí 1971, lítur svo á, að brýna nauðsyn beri til þess að stofna sem fyrst ferðamálafé lag Þingeyinga, og vill því mælast til þess við eftirtalda menn, að þeir myndi undirbúningsneínd, sem bciti sér fyrir stofnun slíks félags nú á þessu sumri. Stungið var upp á eftirtöldum mönnum: Arnþór Björnsson, Reynihlíð, Björn Friðfinnsson, Húsavík, Haukur Logason, Húsavík, Sig- tryggur Albertsson, Húsavík, Ósk ar Ágústsson, Laugum, Sigurður Þórisson, Grænavatni. Ennfrem ur var beint til nefndarinnar að leitað yrði til áhugaaðila í Norður Þingeyjarsýslu, með það fyrir aug um að þeir taki þátt í undirbún ingi slíks félags, sem yrði þá fyrir báðar sýslurnar, og var til- laga um að leitað yrði til Kristjáns Ármannssonar, Kópaskeri og Þór arins Haraldssonar, Laufási í þessu sambandi. Eftirfarandi ályktanir voru gerð ar á ráðstefnunni, sem samþykkt ar voru í lok hennar: Ráðstefna um ferðamál, haldin í Reynihlíð 10. maí 1971, fyrir for göngu félagasambánds Framsókn arfélaganna í Norðurlandskjör- dæmi eystra, bendir á að ferða þjónusta er þegar orðin að veru legum þætti í þjóðarbúskap ís lendinga, sem á fyrirsjáanlega eft ir að aukast mjög verulega á næstu árum. Ráðstefnan telur mjög mikilvægt, að þannig verði að þessum málum unnið að þjóð inni verði af þessu sem mestur hagur og sómi, en jafnframt verði þess gætt, að ekki spillist land kostir eða náttúruverðmæti. Þess þarf sérstaklega að gæta við skipu lagningu og uppbyggingu ferða mála, að hún stuðli að eðlilegri og sækilegri byggðaþróun í land inu. Til þess að svo megi verða, vill ráðstefnan sérstaklega benda á eftirtalin atriði, sem mikilvæg eru fyrir íslenzk ferðamál, eink um á Norðurlandi. 1. Legja verður höfuðáherzlu á bættar samgöngur, og er það skoðun ráðstefnunnar, að veru legar samgöngubætur séu ein veigamesta forsenda þess, að eðli leg þróun megi verða í ferðamál um. Auk stórbpettra vega um héruðin, þarf að koma upp milli landaflugvelli í Aðaldal með gjör breyttri aðstöðu, svo og vegi yfir Sprengisand. 2. Framkvæmd ferðamála verði öll endurskipulögð, fjár- magn til þeirra aukið og FerSa málaráð stækkað og því breytt í framkvæmdavald. 3 Gera þarf sérstaka ferðamála áætlun fyrir Norðurland. 4. Vinna þarf að stofnun ferða málafélaga í héruðunum og efna til sambands þeirra á milli. 5. Opna þarf ferðaskrifstofu á stöðum eins og Húsavík. 6. Vinna þarf að skipulagningu fjölbreyttrar ferðaþjónustu meðal bænda, sem víðast í sveitum lands ins. 7. Unnið verði að því að fs- land verði staður fyrir alþjóðaráð stefnur, og þær verði haldnar sem víðast um landið. 8. Vinna þarf að byggingu heilsuhælis í Mývatnssveit. Æski 'legt að athuga möguleika á stofn un skóla, sem jafnframt yrði sum arhótel. 9. Vinna þarf ötullega að al- hliða náttúruvernd í Mývatnssveit. Ráðstefnan telur að til þess þurfi m. a. að koma á fót náttúrurann- Framhald á bls. 10. Si á If stæSistúni nu mokaS á bíla. Þegar Íslendingar þráðu vegi, þdtti alveg sjálfsagt að ieggja þá sem næst bæjutn. Það þóttu jafnvel sér- stök fríðingi að fá veg um hlaðið hjá sér. Nú er verið að fullnægja þessari áráttu vjð Stjórnarráðshúsið, en þar á Lækjargatan að liggja um hlaðið, og hið fágæta græna tún, þar sem þeir hafa staðið um tíma, Hannes Hafstein og Stjórnarskrár-Kristján, verður lagt undir malbik, svo öku- þórar borgarinnar þurfi ekíki að fara úr mjaðmarliðnum við að hreyfa far- artækjum sínum inn á götuna fram með, Lækjartorgi. Einhvers misskiln- ings'virðist gæta um miðbæinn, þeg- ar breytingar á honum miðast að því að fækka þeim grænu blettum, sem enn hafa ekki orðið umferðinni að bráð. Þess virðist ekíki gætt, að bráð- lega á nýr mjðbær að rísa, þar sem nóg rými er fyrir hendi, bæði undir götur og hús, en í framtíðinni fer fyrir Austurstræti eins og Strikinu í Kaupmannahöfn, og öðrum gömlum miðsvæðum borga, að það verður ein- ungis ætlað gangandi fóltki. Þá verð- ur aftur kallað eftir grænum svæðum í miðbænum. Þess vegna horfir mað- ur á það með eftirsjá þessara daga, hvemig rótað er burtu svartri gróð- urmoldinni af svæðinu þar sem stað- ið var 1918 og síðan 1944, og sjálf- stæðistúnið lagt undir fretandi Mus- tanga. Blazera með drjfi á öllum og langa svarta Kádiljáka, alveg eins og með þvi sé verið að undirstrika hvað hafi tekið við að loknum yfirlýsing- um um sjálfstæði landsins. Lelðln efHr Langadal. En það er viðar en við Stjðmar- ráðshúsjð, sem lögð er áherzla á að halda veginum fast að húsveggjum. Fyrirhugað er t.d. að breikika veg- inn eftir Langadal í Húnavatnssýslu og hælkka hann, með þeim afleið- ingum, að byggðin fer langleiðina undir veg, vegna þess að hvergi er hægt að leggja hann nema langsum eftir túnunum. Blanda annars vegar og fjallshliiðin hins vegar hefur löng- um þrengt að ræktarlandi i dalnum. Þegar nýr og breiður vegur hefur verið lagður þarna, munu þeir staðir verða fáir í Langadal, sem jarðýtur hafa ekki rótað upp. Auðvjtað fá menn bætur fyrir skemmdir á túnum sínum, en hvað bæta peningar. Það virðist svo ekki hvarfla að neinum að sú tíð er liðin, þegar vegur um hlaðið þóttu sérstök fríðindl, einnig í Langadal, þar sem leiðin þótti jafn- an togandi, og því aðeins hægt að sætta sig við hana, að heima biði hið húnvetnska vífaval, eins og seg- ir í vísunni. Nú er það ekki lengur vífavalið, sem ræður úrslitum á vegferðinni, heldur jarðýtan, sem getur rutt mönnum leið upp og nið- ur fjailshlíðar, þótt þær vaidi engri láréttri tilhlökkun. Svarthöfðl. Heimir Hannesson ræðir um endurskipulagningu ferðamála, og við borðjð situr Ingi Tryggvason, stjórnandi ráðstefnunnar og formaður kjördæmis- sambandsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.