Tíminn - 14.05.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.05.1971, Blaðsíða 5
TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFÍNU «sí» Leikstjórinn: Hvernig í ósköp- untim dettur þér í hug, að þú getir leikið hlutverk fyllibytt- unnar, þegar þú mætir aldrei ódrukkinn á æfingu. Gott dæmi um hina gðmlu, góðu daga. „Æskufólkið er orðið spillt af of miklum þægindum, það er illa vanið og hefur fyrirlitn- ingu á' yfirboðurum sínum. Það er hætt að rísa úr sætum sínum þegar fullorðið fólk kemur inn. Það stendur uppi í hárinu á foreldrum sínum og er sítalandi þótt gestir séu viðstaddir. Það hámar í sig matinn og kúgar kennara sína.“ Þetta er haft eftir griska heim spekingnum Sókratesi, sem uppi var fyrir 2400 árum! Það var á heræfingu og lið- þjálfinn, sem haföi fengið fyr- irskipanir um að vera nærgæt- inn við nýliðana, var orðinn blá- svartur af vonzku. Hann stillti sig samt og sagði í samanbitn- um, bíðum tóni: — Drengir mínir! Eg vil ekkj kalla ykkur naut, en í guðanna bænum farið þið varlega, svo að þið smitizt ekki af gin- og klaufaveikinni, sem nú er að I fangelsinu: — Er það áfeng- ið, sem hefur komið yður hing- að? — Nei, það var vatn. — Vatn? — Já, ég var mjólkurbús- stjóri. Reynslan er bezti skólinn, en skólagjaldið er stundum of mik- ið. Alltaf finnst eitthvað gott í sumu fólki, sérstaklega eftir góða máltíð. DENNI Segðonum að cg kissekki hunda! DÆMALAUSI sína, þessi önd, sem þið sjáið hér á myndinni. Annað árið í röð verpir hún við brautartein- ana við hafnarbrautarstöðina f Jönköping í Svíþjóð. Hreiðrið gerði hún aðeins tíu metra frá aðalsporinu, sem mest er not- að. Hávaðinn frá iestunum'virð ist ekki hafa hin allra minnstu áhrif á hana, og hún vill varla — * - ★ - Kaupmannahafnarbúar horfa nú óttaslegnir fram til sumars ins, því þá er búizt við því sem kalla mætti Hippa-innrás í borgina. Alþjóðasamtök hippa hafa unnið að því að dreifa óteljandi auglýsinga- spjöldum meðal hippa urn allan heim, þar sem skýrt er frá fyrir- huguðum Kaupmannahafnar-há- tiðarhöldum hippa. Amsterdam hefur til skamms tíma verið uppáhaldss. hippanna, en nú er sagt, að aðstæðurnar séu betri í Kaupmannahöfn, og straumn- um hefur verið beint þangað. Fram til þessa hefur lítið sem ekkert verið gefið uppi um það, hvernig Kaupmannahafn- aryfirvöldin ætla að bregðast við hippaheimsóknunum. Hef- ur verið talið, að það sé bezta leiðin til þess að draga úr ásókninnj til borgarinn- ar, ef hipparnir eru í óvissu um, hverjar móttökur þeir muni fá þar. Nú hefur yfir- borgarstiórinn, Urban Hansen, skýrt frá því, að hipparnir fái að tjalda á Amager Fælled, og einnig hefur verið ákveðið að opna mannlaus hús í Nörrebro, og á fólk að fá að dveljast í þeim næturlangt á meðan mest verður um hippa í borginni. Þá verða gefnir út bæklingar um hassneyzlu og afstöðu nalægt brautarteinunum. hverjum morgni færa varð- mennirnir á stöðunni henni vatn og mat, og á kvöldin er hvolft yfir hana kassa til þess að skýla henni fyrir veðri og vindum. Að þessu sinni hefur 'öndin verpt sjö eggjum. í fyrra gekk henni vel, að unga út eggjunum sínum, þótt að- — ★ •— ★ — danskra yfirvalda til þess máls. Það, sem mönnum þykir hins vegar verst er, að trú- lega mun hippaheimsóknin kosta töluvert, og eru skatt- greiðendur óhressir yfir því. — En við getum ekki rekið hippana í burtu, aðeins vegna þess að þeir eru síðhærðir, segir Urban Hansen, svo fremi, þeir geti greitt fyrir sig á meðan þeir dveljast hérna. — ★ — ★ — Fréttir herma, að konur í Austur-Þýzkalandi séu jafn veikar fyrir stutt-buxnatízk- unni eins og kynsystur þeirra annars staðar í heiminum. Kvennablaðið Diir Dich í Aust- ur-Berlín, er þó ekki hrifið af þessari tízku. Segir það, að vandamál konunnar eigi að vera í höfði hennar en ekki á botni. Það mun vera almenn skoðun yfirmanna í Austur- Þýzkalandi, að fólk eigi ekki að apa allt eftir tízku vestur- landa. M.a. hefur því verið mótmælt, að pop-söngvarar, sem fram koma í sjónvarpi þar eystra skuli ævinlega vcra klæddir eins og pop-söngvarar Vesturlanda. Slíkt yrði til þess eins, að fólk sækist eftir að líkjast þessu unga fólki, og það væri ekki sérstaklega æskilegt. væru erfiðar. Þá komust þrir ungar á legg, og vöppuöu kátir og glaðir í fylgd með móður sinni j’fír járn- brautarteinana og i áttina að Munkavatninu. Kóngafólk þarf oft að taka þátt í velgerðarsamkomum, og sé maður enn ungur að árum, geta slíkar samkomur verið heldur leiðinlegar og þreytandi. Það finnst að minnsta kosti Philippe, spænska prinsinum, sem er sonur krónprinsins Juan Carlos, og Sopliiu konu hans. Hér kyssir rnamman litla prins- inn til þess að reyna að hug- hreysta hann á einni slíkri sam- komu, þar sem litli drengurinn er í þann veginn að gefast upp af leiðindum og þreytu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.