Tíminn - 14.05.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.05.1971, Blaðsíða 11
PÖSTUDAGUR 14. maí 1971 TÍMINN n FRÍMERKIÐ SEM SAFNGRIPUR (6) E3n er sú tegund söfnunar, sem vinsfil hefur orðið á síðari ármn, 6U það er svokölluð „motivs^fnun" eða tegunda- söfnun Hún hefur það fram yfír a5rar tegundir söfnunar, að hih er fremur ódýr, ekki þarf flema eitt merki af hverri gerðtil að fullnægja frumskil- yrðim hennar og þá nægir ód^rasta merkið úr hverju se>tL í tegundasöfnun eru til ótal úöguleikar, að safna merkjum með merkum mönnum, allt niður í merki með mynd af hjólbörum til gleðiauka fyrir þá, er þama vildu byrja, þá er aðeins eitt merki ennþá komið út með mynd af hjól- börum. Þessi tegund söfnunar er að ýmsu leyti aðgengilegri fyrir unglinga og byrjendur en t.d. landasöfnun. Hver og einn getur byrjað á að safna merkj- um í þeirri sérgrein, er hann hefur helzt áhuga á. Leik- listarmaðurinn merkjum með myndum af leikhúsum og leik- urum. Listunnandinn merkj- um með myndum málverka og listamanna. Náttúrufræðingur- iim blóma- og dýramerkjum og svona mætti lengi telja. Etthvert frægasta tegunda- safn í heimi mun vera í eigu hins ameríska kandínála Spell- mann. Nefnir han nsafn sitt „Trúarbrögð í frímerkjum". Þetta safn hefur þegar verið sýnt á ýmsum frímerkjasýn- ingum og fengið yfirleitt fyrstu verðlaun. Er það orðið svo frægt, að sumar stærri sýningar síðari ára hafa boðið honum að sýna það f sérstök- um heiðursflokki, t.d. Tabil- sýningin í fsrael á síðastliðnu ári. Sýnir þetta, að engu síður má ná langt í tegundasöfnun en í almennri frímerkjasöfnun. Þannig er þá frímerkið ekki aðeins venjulegur safngripur, heldur heinlínis náma af fróð- leik fyrir hvern þann, er safn- ar og gefur sér tíma til að njóta þeirrar ótæmandi ánægju, er hafa má af því að eiga gott frímerkjasafn. Það er trúa mín, að ef gert yrði meira af því að kynna íslenzkum æskulýð frímerkja- söfnun og hina margvíslegu möguleika hennar til að veita safnaranum ánægju á vetrar- kvöldum, yrði minna um kvart- anir vegna þeirra útistaðna, er æskufólk hefur átt í við verði laganna og jafnvel foreldra og uppalendur vegna langra úti- vista á kvöldum. Margur er sá unglingurinn, sem ekki veit hvemig hann á að drepa tím- ann og eyðir honum þá í lítt menntandi athæfi, en mundi glaður una við frímerkjasafn sitt, ef honum hefðu verið opn aðir þeir töfraheimar, er það býr yfir. Standa Þjóðverjar flestum öðrum þjóðum framar í þess- um efnum, enda oft á þá bent sem fyrirmynd, en ein af skyldunámsgreinum í bama- og unglingaskólum þar í landi er frímerkjasöfnun. Þótt ekki sé hún þar neitt aðalfag, þá er unglingunum kennd meðferð merkjanna og verðmæti þeirra, bæði hið veraldlega og and- lega, síðan er það vitanlega þeirra að velja eða hafna hvort þeir vilja safna merkj- um. Væri þá málum vel komið, er íslenzkum unglingum yrði einnig bent á að frimerkið er ekki á einn heldur margan hátt verðmætur safngripur. Sigurður H. Þorsteinsson. ENSKIR RAFGEYMAR 'LONDON BATTERY í allar gerðir bíla og dráttarvéla. FYRIRLIGGJANDI H. JÓNSSON & CO. Brautarholti 22 Sími 2-22-55 OR DG SKARTGRIPIR- 1 i m\7J kornelíus JONSSON /TVarli SKÚLAVÖRÐUSTÍG 8 H | BANKASTRÆTI6 rf*»18588-18600 8IFREIÐA- VIÐGERÐIR — fljótt og vel af hendi leystar. Reynið viðskiptin. BifreiSastillingin, Síðumúla 23, sími 81330. VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smiðaðar eftir beiðni. GLUGGAS MIÐJAN Síðumúla 12 -' Simi 38220 FASTEÍGNAVAL Skólavörðustig 3A, n. hæð. Sfmar 22911 — 19255 FASTEIGN AKAUPENDUR Vanti yður fasteign, þá hafið samband við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og gerðum, fullbúnar og i smíðum. FASTEIGNASELJENDUR Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hjá okkur. Áherzla lögð á góða og örugga þjón- ustu. Leitið uppl. um verð og skilmála. Makaskiptasamn. oft mögulegir. Önumst hvers konar samningsgerð fyrir yður. Jón Arason, hdl. Málflutningur — fasteignasala. PÍPULAGNIR STILLI HTTAKERFl Lagfæri gömul hitakerfi. Set upp hreinlætistæki. Skipti hita. Set á kerfið Danfoss ofnventla. SÍMI 17041. 5 manna-VWsvefnvðgn- VW9manna-Landrover 7 manna Eldhúsinnráítingar Fataskápar Komum í heimahús og mælum, teiknum og skipu- leggjum að kostnaðarlausu eldhúsinnréttingar og fataskápa. Skipuleggjum einnig eftir húsateikning- um. Gerum fast verðtilboð f eldhúsinnréttingar, með eða án stálvaska og raftækja, fataskápa, inni- og útihurðir, sélbekki og fleira. Bylgjuhurðir. — Greiðsluskilmálar. —- Eina sérverzlun með íbúðainnréttingar. Margra ára reynsla. Verzlunín Óðinsforg h.f., Skólavörðust. 16. Simi 14275. — Kvöidsími 14897. \ ) ) ) i ) Bifreiðastjérar — Bifreiðaeigendur Látið okkur gera við hjólbarðana yðar. Veitum yður aðstöðu tö að skipta um hjólbarðana innan- húss. Jafnframt önnumst við hvers konar smá- viðgerðir á bifreið yðar. Rejmið viðskiptin. DEKK H.F., Borgartúni 24, sfmi 14925 Veljið yður í hag QMEGA Úrsmíði er okkar fag Nivada ©imi JUpma. PiiRPom IMagnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 22804 SPEGILLINN kemur út 10 sinnum á ári------------- áskriftargjald er kr. 420,00. Undirrit. óskar að gerast áskrifandi að SPEGLINUM. Nafn Heimilisfang * Staður SPEGILLINN — Pósthólf 594 — Reykjavík. (

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.