Tíminn - 22.05.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.05.1971, Blaðsíða 3
JiAUGARDAGUR 22. maf 1971 TÍMINN Karlakórinn Þrymur í söngför Kirkjudagur Bástaðaséknar FB—Reykjavík, föstudag. Hin árlega safnaðarhátíð Bú- staðasóknar verður á sunnudag inn. Þennan dag hefur fólk, inn an sóknar og utan komið saman, hlýtt messu og notið veitinga, sem konur úr söfnuðinum bera fram. j Á sunnudaginn er barnasamkoma | og hefst hún kl. 10:30. Eru for- i eldrar velkomnir með börnum J. sínum á þá samkomu. Eftir Guðs þjónustuna, kl. 2 verður borið fram veizlukaffi, og loks er sam koma kl. 20,30 um kvöldið, þar sem Jón G. Þórarinsson, organ- isti safnaðarins, leikur á orgelið, í stjórnar Bústaðakórnum og leikur með söng Magnúsar Jónssonar, íperusöngvara. Þá mun Arni Öla segja frá þeirri Reykjavík, Bem horfin er, eða er í þann veg iim að hverfa, og sýnir hann enn- i fremur myndir. Það eru vonir fólks í Bústaða sókn, að hægt verði að vígja Bú staðakirkju í haust, en safnaðar hátíðin á sunnudaginn verður í Réttarholtsskólanum við Réttar- holtsveg, en þar hefur mestur hluti safnaðarstarfsins farið fram hingað til, á meðan á kirkjubygg i xngunni stendur. Burtfararpróf í cellóleik ur Ténlistar- skólanum Auður Ingvadóttir heldur celló tónleikar í Austurbæjarbíói í dag, laugardaginn 22. maí kl. 2,30. Lýkur Auður þar með burtfarar prófi. í ceUóleik frá Tónlistarskól anum í Reykjavik, en hún hefur stundað nám við skólann síðastlið in 8 ár. Sigríður Sveinsdóttir leik ur með á píanó. Á efnisskrá eru verk eftir Vivaldi, Beethoven, Fauré og Sjostakovitsj. Aðgangur að tónleilcunum er ókeypis. Vegna blaðaskrifa, sem orðið hafa um ársreikning Rannsókna- ráðs ríkisins fyrir árið 1969, og í framhaldi af yfirlýsingu fram- kvæmdanefndar ráðsins, þykir mér rétt að koma á framfæri fáeinum viðbótarskýringum. 1. Eins og fram kemur í grein- argerð ríkisendurskoðunar, sem birt var með yfirlýsingu fram- kvæmdanefndar 20. þ.m., er bók- hald Rannsóknaráðs og allra rann- sóknastofnana í þágu atvinnuveg- anna í höndum sérstakrar skrif- stofu, Skrifstofu rannsóknastofn- ana atvinnuveganna, sem heyrir beint undir ráðuneyti. Því mið- ur hefur það komið fyrir, að reikn ingar, sem eru rétt merktir, t.d. Surtseyjarfélaginu, hafa verið ranglega færðir. Slík mistök í bók færslu eru vitanlega til ama, og er lögð rík áherzla á að lagfæra slíkt. Hins vegar vil ég, að það komi greinilega fram, að ég ber fullkomið traust til skrifstofu- stjórans og starfsliðs hans. Tel ég, að þau mistök, sem verða í vélabókhaldinu, stafi fyrst og fremst af of miklu álagi. 2. Viðvíkjandi þeim endur- greiðslum, scm að mér snúa, má það gjarnan koma fram, að um sumar þær leiðréttingar, scm þar er um að ræða, eru skiptar skoð- anir, sem ég sé þó ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um. Laugardaginn 29. maí heldur Karlakórinn Þrymur á Húsavík í söngför til Suðurlandsins. Þá um kvöldið heldur kórinn fyrstu söng skemmtunina í Borgarnesi. Á hvítasunnudag syngur kórinn í Selfossbíói kl. 5 síðdegis. Um kvöldið verður haldið til Vestmannaeyja en þar verður sungið á annan dag hvítasunnu. Síðasta söngskemmtunin verður svo þriðjudaginn 1. júní í félags heimilinu á Seltjarnarnesi. Þrymsfélagar hafa æft vel að undanförnu en síðastliðin tvö ár hefur kórinn haft stjómanda frá Prag. Haustið 1969 réðust til Húsavík 18. bílslysið á einni viku Ekið var á sex ára dreng á Einarsnesi í Skérjáfirði í gær- kvöldi. Drengurinn fótbrotnaði, fékk höfuðhögg, og áennilegá heila- hristing og önnur meiðsl. Bíllinn mun hafa verið á tals- verðri ferð og hljóp drengurinn út á götuna í veg fyrir bílinn, en bílstjóranum tókst ekki að stanza í tæka tíð og voru hemlaförin löng. Er þetta átjánda alvarlega bíl- slysið í Reykjavík á einni viku. Eru þá ekki taldir árekstrar og útafkeyrslur, sem eru mun fleiri, heldur aðeins slys á fólki. 3. Ummæli ríkisendurskoðunar um samþykkt ráðuneytis fyrir ut- anferðum eru dálítið óljós. Menntamálaráðherra hefur stað- fest á fundi Rannsóknaráðs, að samþykki hafi legið fyrir í öllum tilfellum nema einu eða tveimur, en í nokkrum verið munnleg. Ferðir mínar, sem voru greidd- ar af Rannsóknaráði, voru tvær, önnur til Sviss vegna markaðsat- hugana í sambandi við sjóefna- iðju, og hin á aðalfund Rann- sóknaráðs Norðurlandanna í Osló. Auk þess greidd Rannsókn- arráð vikuuppihald fyrir mig í New York, þegar ég var á ferð í öðrum erindum, en notaði tæki- færið að ósk framkvæmdanefndar Rannsóknaráðs til þess að semja um styrk frá Sameinuðu þjóðun- um til jarðefnaleitar hér á landi o. fl. Eftir að mér var tilkynnt, að sett hefði verið á fót nefnd á veg- um ráðuneytanna til þess að ákveða greiðslur fyrir nefndar- störf og aukastörf hjá stofnunum hins opinbera almennt, hafa að sjálfsögðu allar slíkar greiðslur verið lagðar fyrir þá nefnd. Rétt er að benda á, að ríkisend- »urskoðun hefur að sjálfsögðu haft ársreikninga Rannsóknaráðs til meðferðar á hverju ári eins og reikninga annarra ríkisstofnana. Steingrímur Ilermannsson. ur hjónin Vera og Jaroslav Lauda til tónlistarkennslu. Þau hafa kennt við Tónlistarskóla Húsa víkur og auk þess hefur Jaroslav stjómað karlakórnum og Lúðra- sveit Húsavíkur. Frú Vera hefur annast allan undirleik hjá Þrym. Dvöl þessara tékknesku hjóna hef ur verið tónlistarlífi í Húsavík mikil upplyfting. — A söngskrá Þryms að þessu sinni eru bæði Æskulýðssamband íslands, Nor- ræna húsið og æskulýðsnefnd Nor- ræna félagsins efna til ráðstefnu í dag, laugardaginn 22. maí, um nor- ræji samskipti Æskulýðssambands islánds, og hefst hún kl, 15,30 í Norræna húsinu. Formaðúr Dánsk Ungdoms Fællesrád, Ole Lþvig Simonsen, hefur þegið boð Nor- ræna hússins um að koma og taka þátt í þessari ráðstefnu, og mun hann ræða þar um norrænu systra- samböndin og ÆSÍ. Dagskrá ráðstefnunnar verður svohljóðandi: 1. Setning: Hrafn Bragason, for- maður æskulýðsnefndar Nor- erlend og innlend lög. Mörg þeirra eru í útsetningu söngstjórans og skal sérstaklega vakin athygli á þjóðlagaútsetningu hans. Síðast fór karlakórinn í söngför til Vest fjarða. Var það vorið 1965. í kórnum eru 38 söngmenn. Stjórn kórsins skipa: Hjörtur Tryggvason formaður Haukur Haraldsson, ritari , Þorsteinn Jónsson, gjaldkeri. ræna félagsins. 2. Ræða: Jónas Eysteinsson, fram kvæmdastjóri Norræna félags- ins. 3. Kynning á æskulýðsnefnd Nor- ræna félagsins. 4. Fyrirspurnir. 5. Kaffihlé. 6. Æskulýðssamband Islands og systrasamböndin á Norðurlönd um; Skúli Möller, varaform. ÆSI. 7. Systrasamböndin og ÆSÍ: Ole L0vig Simonsen, form. Dansk Ungdoms fællesrád (danska æskulýðssambandsins). 8. Fundarslit (um kl. 19,00). Bókaútgáfa og bóklestur Bókaútgáfa fslendinga var talsvert til umræðu í mennta- málanefnd á flokksþingi Fram- sóknarflokksins. M.a. komu eft- irfarandi atriði þar til um- ræðu: 1. Bókaútgáfa á í miklum erfiðleikum vegna sí- minnkandi bókasölu. 2. Bókaupplög fara minnk- andi. 3. Verð á bókum hefur ekki fylgt öðru verðlagi í land- inu. Ástæðan er sú að sam keppnin um sölu þeirra fáu bóka, sem til fellur ár- lega, harðnar. Áhætta út- gefandans vex að sama skapi. 4. Þótt tölur frá Borgarbóka- safni Reykjavíkur gefi til kynna aukna útlánastarf- semi draga margir í efa, að þær gefi rétta mynd af bókalestri, því að safnið tók upp nýjar útlánaað- ferðir fyrir nokkrum ár- um, um svipað leyti og sjónvarpið tók til stárfa. Hin nýja aðferð er í því fólgin að nú geta menn fengið eins margar bækur að láni og þeir vilja, en áður var það takmarkað. Forsenda þessa nýja kerf- is mun vera sú (og er sænsk) að fólk eigi að taka eins mikið með heim og það lystir, en síðan fari bókavalið endanlega fram þar. Sem dæmi má taka mann, sem tekur að jafnaði 15 bækur að láni mánaðarlega, en les 1—3. 5. Útgefendur vilja fá fram eftlrfarandi úrbætur: c) Tollur af bókagerðar- efnum verði alveg felldur niður. b) Bókaútgáfan sitji við sama borð og dagblaðaút- gáfa, þ.e.a.s. að felldur verði niður söluskattur af bókum og aðstöðugjöld, en þau njóta þeirra fríð- inda, auk beinna og óbeinna styrkja. c) Landsbókasafni verði gert skylt að greiða fyrir þau 12 eintök, sem útgef- endur, lögum samkvæmt, verða að láta nú af hendi, endurgjaldslaust. Bóka- útgáfan mun vera eina at- vinnugreinin í landinu, sem veVður að láta hluta af framleiðslu sinni frítt til ríkisins. Fær þetta staðizt? 6. Kannað verði hvort það sem sagt er í 4. lið um bókaútlánin eigi við rök að styðjast, því að árlega flytur sjónvarpið þjóðinni þær gleðifréttir, að þótt hún sitji Iöngum stundum fyrir framan sjónvarps- tækin, þá hafi hún ekkert minnkað bóklesturinn. 7. Vert er að benda á, að lík- lega hefur lestur erlen^ra bóka aukizt verulega, enda koma þær tollfrjálsar inn í landið, og sökum þeirrar aðstöðu sem erl. útgef- endur hafa fram yfir ís- Framhald á bls. 14. / FJÁRMÁL RANNSQKNARÁÐS Æ skulýbsráhstefna í Norræna húsinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.