Tíminn - 22.05.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.05.1971, Blaðsíða 9
JAWARDAGUR 22. maí 1971 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN PranAvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsjon (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason Rit Btjómarskrifstofur i Mduhúsinu. símar 18300 - 18306 Skrif stoíur Bamkastræti 7. — Afgreiðslusími 12323 Auglýsingasimr 10523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr 195,00 á mánuSi btnanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm Edda hf. Vísitala Eðvarðs og Hannibals Undanfarið hefur verið mikið rætt um þá okurvexti, •em greiða verður af lánum Húsnæðismálastjórnar, sök- um vísitölubindingar þeirra, sem fylgja lánunum. Rétt þykir því að rekja sögu þessa máls í höfuðdráttum: Þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda, veitti hús- næðismálakerfið tvennskonar lán: A-lán, sem oftast voru. um 70% lánsupphæðarinnar, og á hvíldu 7¥2% vextir, en engin vísitölubinding, og B-lán, sem oftast voru tæpur þriðjungur lánsupphæðarinnar og á hvíldu 5,75% vextir og vísitölubinding á afborganir samkvæmt framfærslu- vísitölu. Þetta fyrirkomulag helzt þangað til í júlí 1964, er verkalýðshreyfingin samdi við ríkisstjórnina um þá meginbreytingu, að vextir yrðu 4%, en öll lánin yrðu vísitölubundin, þannig að afborganir og vextir hækkuðu samkvæmt kaupgjaldsvísitölu, er þá fylgdi að mestu framfærsluvísitölunni. Það kom brátt í ljós, að það varð lántakendum til mikils óhagræðis, að öll lánsupphæðin skyldi \dsitölu- bundin í stað þriðjungs áður. í reynd þýddi þetta stór:. fellda vaxtahækkun. Framsóknarmenn hófu því baráttu fyrir því, að vísitölubindingin yrði felld niður að mestu, og fluttu um það tillögur á Alþingi. Þessi barátta hlaufcem, eindreginn stuðning lántakenda. Árangur af þessári bar-' áttu, varð m.a. sá, að í sambandi við verkfallið .mikla,tr » sem varð hér veturinn 1968, hófu Eðvarð Sigurðsson og Hannibal Valdimarsson samninga við ríkisstjórnina um bætt lánskjör á húsnæðislánunum. Þessir samn- ingar leiddu til þess, að samið var um nýtt fyrirkomulag á vísitölubindingunni. Hún skyldi ekki lengur fylgja kaupgreiðsluvísitölu, eða framfærsluvísitölu, heldur nýrri vísitölu. Þessi nýja vísitala, sem þeir Eðvarð og Hannibal sömdu um, skyldi miðast við breytingar á dag- vinnukaupi fyrir almenna verkama^navinnu í Reykjavík og skyldi reikna hana út fjórum sinnum á ári. Ársgreiðsl- ur á lánum byggingasjóðs skyldu svo hækka sem svaraði helmingi þeirrar hækkunar, sem yrði á þessari vísitölu. Það var bæði trú ríkisstjórnarinnar og þeirra Eðvarðs og Hannibals, að það yrði til hags fyrir lántakendur að þurfa ekki að greiða nema helming framangreindrar hækkunar í stað fullrar kaupgreiðsluvísitölu. í greinar- gerð stjórnarfrumvarpsins, sem flutt var um þessa vísi- tölubreytingu, sagði líka, að aðalefni þess væri að breyta „vísitöluákvæðum í húsnæðislánasamningum til hags- kóta fyrir lántakendur“. Þingmenn treystu þessu og gekk frumvarpið því nær umræðulaust gegnum þingið. Af hálfu Framsóknarmanna var því þó lýst yfir, að þeir vildu helzt ganga lengra og fella vísitölubindinguna að mestu eða öllu niður. Rejmslan hefur svo orðið sú, að þessi vísitala, sem þeir Eðvarð og Hannibal sömdu um, hefur reynzt enn óhagstæðari lántakendum en hin fyrri. Lánskjörin hafa er.n versnað. Það verður að teljast skylda félagsmálaráðherra, að gera þegar þá breytingu á þessu, í samráði við þing- flokkana, að vísitölubindingin verði a.m.k. mun hag- stæðari en hún var áður en lagabreytingin frá 1968 var gerð. Það eitt er í samræmi við það loforð, sem verka- lýðshreyfingunni var þá gefið, og þann ótvíræða þing- vilia. sem þá kom fram, en allir þingmenn héldu þá, að breytingin væri til bóta fyrir lántakendur. Aðalstefnan í þessum málum á annars að vera sú, að vísitölubinda ekki öll húsnæðislán meðan nær öll lán önnur eru óvísitölubundin. Þcð or ranglæti gegn fjölmörgum, sem hafa einna örðugasta aðstöðu í þjóðfélaginu. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT „Byltingín 15. maí“ styrlir aðstööu Sadats til samniuga Hver verða nú viðbrögð ríkisstjórnar ísraels? DAGLEGT líf í Egyptalandi virðist aftur komið í sinn fyrri farveg, eftir hina snöggu og róttæku stjórnarfarslegu breyt- ingu ,sem varð þar í lok síð- ustu viku. Svo róttæk þykir sú breyting, að Egyptar eru byrj- aðir að tala um „byltinguna 15. maí“, en þann dag fóru fram margar fjöldagöngur um gervallt Egyptaland til að lýsa yfir stuðningi við Sadat for- seta. Göngur þessar þóttu órækt merki um, að Sadat væri búinn að sigra í átökunum við keppinauta sína, sem vafalitið hafa stefnt að því að steypa honum úr stóli. Sadat er nú óumdeilanlega hinn „sterki maður“ Egyptalands. Staða hans er sennilega engu veikari en Nassers á sínum tíma. Þegar Sadat varð forseti Egyptalands eftir bið óvænta fráfall Nassers í september s.l„ drógu margir í efa, að Sadat ætti eftir að ná þessu marki. Helztu keppinautar hans munu yfirleitt ekki hafa talið hann ^líklegan til þess, og því gekk "það vafalítið árekstraminna en ella, að fullt samkomulag. náð- ist um hann sem eftirmann Nassers. En Sadat hefur reynzt slyngari og einbeittari en jafnt samherjar hans og andstæð- ingar áttu von á. Keppinautar hans hafa bersýnilega þótzt sjá, að hann væri á góðum vegi að verða svo valdamikill og vinsæll, að þeim gæti stafað hætta af. Þess vegna hafa þeir ætlað að steypa honum úr stóli áður en það væri of seint. En Sadat hefur fylgzt með því. sem var að gerast, og orðið fyrri til. FYBSTU merki þess, að hin samvirka stjórn, sem tók við forustu í Egyptalandi eftir frá- fall Nassers, væri að riðlast, kom í dagsljósið 2. maí, þegar Aly Sabry varaforseti sagði af sér, en hann var sá valdamað- ur Egypta, sem hefur verið talinn mestur fylgismaður Rússa. Tíu dögum siðar eða 14. maí, sögðu svo sex ráð- herrar af sér og voru í þeim hópi tveir af valdamestu mönn um Egyptalands. eða Muhamed Fawzi, sem verið hefur her- málaráðherra og yfirhershöfð- ingi síðan 1968, og Gomaa inn- anríkisráðherra. Þá sögðu eirinig af sér þrír helztu fram- kvæmdastjórar Arabiska sósía- listaflokksins, sem er hinn eini leyfði flokkur í Egyptalandi. Afsagnir allra þessara manna vöktu að vonum mikla athygli, og ekki minnkaði forvitnin. þegar það fréttist til viðbótar að þessir menn, ásamt fleiri háttsettum mönnum, hefðu ver ið settir í stofufangelsi. Það benti ótvírætt til þess. að meira en lítiT átök héfðu orðið að tjaldabaki. MENN fengu nokkra skýr- ingu á þessu, þegar Sadat for- ugíi Sadat seti flutti útvarpsræðu að kvöldi hins 14. maí, en hún stóð á hálfa aðra klukkustund. Sadat fór þar ekki dult með það, að samtök hefðu myndazt um það að steypa honum úr stóli. Tilraun hefði verið gerð til að varna honum máls á miðstjórnarfundi í Arabiska sósíalistaflokknum, reynt hefði verið að koma í veg fyrir, að hann flytti sjónvarpsávarp, og hlerunartækjum hefði verið komið fyrir í skrifstofu hans. Sadat kvaðst ráðinn í því að brjóta niður alla slíka við- leitni, enda hefði hann við forsetakjörið fengið óumdeilan legt umboð frá þjóðinni til að fara með völd. Hann lofaði jafnframt auknu frjálsræði og að efnt yrði til frjálsra kosn- inga innan ekki langs tíma. Þá yrði dregið úr lögregluvaldi og m.a. yrði símahlerunum hætt. í ræðu Sadats kom fram, að verulegur ágreiningur hefði orðið í stjórninni um fyrirhug- að sambandsríki milli Egypta- lands, Libyu og Sýrlands, en samningur um það var undir- ritaður 17. apríl s.l. Svo virð- ist sem keppinautar Nassers hafi ætlað að nota sér það mál til að steypa Sadat úr stóli, þó vafalítið hafi ágreiningur verið einnig um önnur atriði. og jafnvel enn meiri um sum þeirra. Ræða Sadats vann honum ótvírætt fylgi þjóðarinnar. — Miklar göngur voru farnar til stuðnings honum næsta dag og daga. Eitt fyrsta verk Sadats var að skipa nýja ríkis- stjórn undir forustu sama for- sætisráðherra og áður, Maham oud Fawzi. í kjölfar stjórnar- skiptanna hafa fylgt mikil mannaskipti á sviði lögreglu- mála og upplýsingamála, m.a. hjá sjónvarpi og hljóðvarpi. Þá munu í undirbúningi að skipta víða um sendiherra. MARGT hefur verið rætt um það, hveí hafi verið mestu ágreiningsmálin, er leiddu til átakanna milli Sadats og helztu keppinauta hans. Glögg vitn- eskja um þetta virðist ekki fyrir hendi, en eins og áður segir, hefur vafalaust verið deilt um fleira en stofnun áður nefnds sambandsríkis. Svo virð ist, sem flestir þeirra forustu- manna, sem vikið hefur verið til hliðar, hafi ýmist verið meira vinstri sinnaðir eða herskárri en Sadat. Ýmsir blaða menn benda á, að óróinn innan stjórnarinnar virðist fyrst hafa byrjað eftir að Sadat bar fram hugmyndina um að gerður yrði sérsamningur um opnun Suez- skurðar. Þá er bent á, að sér- staklega hafi verið deilt á Heykal, aðalritstjóra blaðsins A1 Ahram, en hann er talinn náinn samherji Sadats. Heykal hefur jafnan verið túlkandi þeirra skoðana, að Egyptar ættu að hyggja meira að innan landsmálum en utanríkismál- um. Flestir erlendir fréttamenn í Kairó virðast álíta, að Sadat hafi ekki látið Rússa fá um það vitneskju fyrirfram, að hann hyggðist hreinsa til í stjórn sinni. Rússa'- séu líka engy.i veginn ánægðir yfir þeirri breytir.gu, sem hafi orðið, en muni þó láta kyrrt liggja. Það styrkir aðstöðu Sadats, að þeg Framhald á bls. 12. j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.