Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 26. maí 1971 BALDUR ÓSKARSSON ÞORSTEINN GEIRSSON TÓMAS KARLSSON Frá kappræðufundi FUF í Reykjavík og Heimdaflar á mánudagskvöldið: Unga fólkið styður Framsóknar- flokkinn til að fella stiórnina Ungir framsóknarmenn í Reykja- vík og Heimdellingar efndu til kappræðufundar í Sigtúni á mánu dagskvöldið. Húsfyllir var, og fund urinn á köflum f jörugur. Af hálfu ungra framsóknarmanna töluðu þrír ungir frambjóðendur í Reykja- vík, en af hálfu Hcimdallar einn frambjóðandi og tveir lögfræði- nemar. Mörg mál spunnust inn í þessar umræður, og er gerð grein Cyrir þeim hér á eftir, Atli Freyr Guðmundsson, fund- arstjóri FUF, setti fundinn. í fyrstu umferð fengu ræðumenn 10 mínútur hver. Baldur Óskarsson 4. maður á B- listanum í Reykjavík, hóf um- ræðumar. Gerði hann grein fyrir baráttu ungra framsóknarmanna og þeim árangri, sem náðst hefði í þeirri baráttu innan Framsóknarfl. ins. Þeir hefðu barizt fyrir nýjum viðhorfum í íslenzkum stjórnmál- um, nýju gildismati í stjórnmál- unum, opnari stjórnmálastörfum, auknu lýðræði og nýskipan flokka- kerfisins. Barátta Sambands ungra framsóknarmanna hafi vakið þjóð arathygli, og hafi Morgunblaðið þar þjónað sem sérstakt málgagn ungra framsóknarmanna og vakið réttilega athygli á aðgerðum þeirra hverju sinni. Aftur á móti hafi í þvi blaði farið Ut'* fvrir frásögn- um af aögeiöum u ' vra íhalds- manna, enda ekki von. Ungir framsóknarmenn hafi í póUtísku starf sínu verið að leggja grunninn að flokkakerfi framtíðar- innar og flutt inn í stjóramála- umræðuna nýtt gildismat og hug- sjónir ungs fólks, á sama tíma og ungir íhaldsmenn hafi verið að reyna að endurvekja úreltar 100 ára íhaldshugmyndir. Hann nefndi, að ungir framsókn- rmenn hefðu mótað störf og stefnu flokksþings Framsóknarflokksins á tncðan ungir íhaldsmenn hafi haft það eina framlag á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að gera það upp við sig hvort þeir ættu að kjósa Gunnar eða Geir. Baldur bar síðan saman stefnu og baráttu ungra framsóknarmanna og ungra sjálfstæðismanna á ýmsum öðrum sviðum, og sýndi íram á, að á meðan ungir fram- sóknarmenn væru að berjast fyr- ir þýðingarmiklum málefnum væru ungir íhaldsmenn peð í valdabar- áttu foringja sjálfstæðisflokksins. EUert ^chram, 7. maður á lista -r'á'J-rtæ":'',”anna í Reykjavík, var fyrsti ræðumaður Heimdallar. Hann ræddi um vinstri stjórnina, og að Hermann Jónasson hefði flú ið frá vandanum þegar samstaða reyndist ekki um aðgerðir gegn verðbólgunni. Síðan ræddi hann framfarir „viðreisnar“tímans og sagði að ungt fólk gerði sér ekki grein fyrir þeim breytingum ,sem orðið hefðu á þessu tímabili. Þó væri margt sem krefðist úrbóta í dag. Síðan ræddi hann störf og stefnu Framsöknafflokksins þetta tíma- bil, og væri flokkurinn- dragbítur á allar framfarir. Loks lýsti hann því yfir, að ungt fólk hefði á undanförnum árum deilt á ýmislegt, t.d. vinnu- brögð stjórnmálaflokka. Ungir sjálfstæðismenn væru hins vegar ekki í andstöðu við eigin flokk. Þorsteinn Geirsson, lögfræðing- ur, var annar ræðumaður ungra framsóknarmanna. Hann sagði, að þar sem Ellert hefði lítið rætt stefnu ungra sjálfstæðismanna — sem kannski væri von, því hún væri ekki svo merkileg — þá ætl- aði hann að fræða fundarmenn nokkuð um þá stefnu. Rakti síðan stefnumál þeirra rm aukið lýð- ræði eftir 12 ára viðreisn, minni ríkisafskipti (væntanlega þar átt við Slippstöðina á Akureyri, Sana og Álafoss) og ýmislegt fleira. Þc-r'-'- • igði, að þegai- ungir cjá'f .._w,suieun hefði loks ákveð- io að reyna að móta einhverja stefnu, hafi þeir grafið upp guð- fræðing til að kenna þeim fræði Jolin Stuart Mills. Þessum guð- fræðingi hefði tekizt illa boð- skapurinn á eigin heimili, því eig- inkonan væri komin í framboð fyrir Alþýðubandalagið. Hefði lít- ið borið á stefnumálum ungra sjálfstæðismanna siðan. Jón Magnússon, stud. jur., ræddi um nokkur mál og afstöðu Fram- sóknarflokksins til þeirra. Nefndi óréttláta kjördæmaskipun, sem lýsti sér í því að 60% þjóðarinn- ar kysi 40% þingmanna í Reykja- vík og Reykjaneskjördæmi. Ræddi einnig stóriðjumál og aðild að EFTA. Fór inn á samanburð á stefnu SUF og Framsóknarflokks- ins, og lagði síðan fram ýmsar spurningar til frambjóðenda fram- sóknarmanna m.a. hvort framsókn- armenn væru á móti þvi að ganga í EBE og með hverjum þeir ætl- uðu að mynda stjórn eftir kosn- ingar. Tómas Karlsson, 3. maður á B- listanum í Reykjavík, talaði næst ur og svaraði ýmsum atriðum í ræðu Ellerts, en ræðu hans kvað hann hafa verið gamlar lummur, sem allir kynnu utanað því það væri svo oft búið að endurtaka þær. Hermann Jónasson hafi ver- ið drengskaparmaður í stjórnmál- um, og sagt af sér þegar hann gat ekki staðið við loforð sín. Frá þeim tíma hafi verðbólgan — sem yiðreisnarstjórnin ætlaði að stöðVá ' —‘Verið hinn: raunvérn1 legi stjórnandi á íslandi. Frám- sóknai'memt 'iofa ekki‘"meiru' ‘en þeir geta staðið við, þeir standa og falla með fyrirhcitum sínum. Það gerði núverandi ríkisstjórn ekki. Á síðasta áratug hafi verð- bólgan aukizt 102% meira en á áratugnum næst á undan. Sagði, að verðstöðvunin nú ætti aðeins að giida til 1. september. Verið væri að leika santa leikinn og árið 1967. Spurði hvers vegna stjórnarflokkarnir teldu verðstöðv- un aðeins þjóðráð ntcðan verið væri að kjósa til alþingis. Ræddi síðan um aukningu þjóð arframleiðslunnar, sem væri mik il á undanförnum áratug, en samt væri kaupmáttur dagvinnutíma- kaups minni nú en 1959. Hins veg- ar hefðu ýmsir hagnazt vel á verð bólgunni, og þeir væru í innsta hring Sjálfstæðisflokksins. Tómas svaraði ummælum Jóns um Kjördæmamálið, og sagði hann hafa gleymt því, ,að Sjálfstæðis- flokkurinn hafði forustu um að koma þeirri skipun á sem nú rík- ir. Eina ástæðan fyrir því, að ekki væri fjölgað um þingmenn í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi væri, að Framsóknarflokkurinn myndi vinna þau þingsæti sem við bættust. Því næst fjallaði Tómas um Gunnar Thoroddsen og þau um- mæli hans í fyrra, að endurmeta þurfi sjálfstæðisstefnuna. (Ekkert klapp frá Heimdellingum). Þess- um ummælum hafi Jóhann Haf- stein vísað á bug I Morgunblað- inu síðar, og lýst því yfir, að ekkert þyrfti að endurmeta í því sainbandi. (Mikið klapp frá Hcim dellingum). Spurði liann Ellert hver væri afstaða lians til þessar- ar deilu, væri hann ánægður með allt í stefnu flokksins eða þyrfti að endurmeta hana? Hvað fælist í þeirri „róttæku sjálfstæðis- stefnu“, sem Ellcrt hafi verið að boða, en enginn fengið botn i? Friðrik Sophusson, stud. jUr., þakkaði fyrir að fá að taia á þess- um fundi. Síðan ræddi hann um landhelgismálið og sagði, að Sjálf stæðisflokkurinn hefði haft for- ystu um útfærslu landhelginnar fyrr og síðar. Sagði að till. Fram- sóknarflokksins væru fullar af töfraorðum. Það minnti sig á aug- lýsinguna: 8x4 leysir vandann. Hann væri viss um að 8x4 leysti vandann, þegar framsóknarmenn þyrftu að þvo af sér fjósalyktina. kÞar möð vaF fyrstu- umferð lok- Þorsteinn Geirsson hóf aðra um- ferðina, en ræðutími var þá 7 mínútur.. Hann minnti á að Frið- rik hefði þakkað fyrir að fá að tala á fundinum. Það væri ekkert undarlegt. Hvar væru hinir ungu fx-ambjóðendur sjálfstæðismanna í Reykjavík? Hví töluðu þeir ekki hér? Hvar væri Hörður Einars- son, Magnús Gunnarsson og Sveinn Skúlason? Þessir menn væru allir á listanum, en þeir fengju ekki að tala hér. Hvar væru þeir? Þá ræddi hann um landhelgis- inálið og sagði, að í þessu langsam lega mesta hagsmunamáli ísl. þjóð apinnar, telji ungir sjálfstæðis- menn, að tíminn vinni með okkur —- rétt sé að fara sér hægt — ekki rasa um ráð fram — sjá til — kanna málið — taka þátt í liafréttarráðstefnu 1973 — fara sér hægt — doka við — hinkra ögn — bíða eftir að fjölgi veiði- skipum á landgrunninu — ekkert liggur á — nógur fiskur í sjónum — elns og segir í Reykjavíkur- bréfi á sunnudag: „Er hér engu að síður unt að ræða mál, er varð ar aðrar þjóðir og sumar þeirra draga rétt okkar í efa,“ , Síðan f jallaði hann um tal ungra sjálfstæðismanna um klofning í Framsóknarflokknum, og rifjaði upp gremju Morgunblaðsins þeg- ar í ljós kom á flokksþingi Fram- sóknarflokksins, að óskir um ósam- komulag og klofning voru draum- órar. Síðan ræddi hann hatramm- ar deilur í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík og átökin milli Gunnars og Geirs á landsfundin- um. Jón Magnússou talaði næstur og sagði, að ungir framsóknarmenn vildu leggja Framsóknarflokkinn niður. Þetta sýndi flótta og aum- ingaskap. öll stefna Framsóknar- flokksins væri endemis þvæla og Tómas Karlsson væri vindmyllu- riddari og hananú! Baldur Óskarsson sagði, að það væri verst hvað uugum sjálfstæð- ismönnum hefði farið aftur. Það hefði nú verið einhver munur á meðaii Jón E. Ragnarsson og Hall- dór Blöndal mættu á kappræðu- fundum fyrir Heimdall. Þessir ungu sjálfstæðismenn, sem hér væru, væru svo leiðinlegir. Ræðumenn Heimdallar höfðu talað um, að Framsóknarflokkur- inn væri opinn í báða enda. Flokk urinn væri vissulega opinn flokk- ur, enda flykktist fylgi æskunnar tíl hans. Ungir sjálfstæðismenn væru hins vegar augsýnilega lok- aðir £ annan endann. Það gengi stundum illa. Hann nefndi um- mæli Friðriks um fjósalyktina, og sagði, að það væri sennilega sá boðskapur, sem ungir sjálfstæð- ismenn hefðu flutt á byggðamála- fundum sínum um landið í vetur. Baldur sagði, að Ellert hefði ekkert minnzt á baráttumál ungra sjálfstæðismanna. Það væri eðli- legt, því baráttumál þeirra sner- ust öll um það, hvort þeir ættu að styðja Gunnar eða Geir. Þeir væru peð í tafli gömlu foringj- anna. Ungir framsóknarmenn væru hins vegar að móta framtíðar- stefnu íslenzks þjóðfélags og end- urskipulagningu íslenzks flokka- kerfis. Framsóknarflokkurinn væri í dag stærsta og samhentasta stjórnmálaafl alþýðunnar, hann væri næst stærsti flokkurinn í bæjum landsins. En hvar væru annars frambjóð endur ungi-a sjálfstæðismanna? Hvar væri Sveinn? (Kallað fram- an úr sal, af Heimdellingi: Hann er heima að spfa) — Það er líka eðlilegt miðað við stjórnmálabar- áttu ungra sjálfstæðismanna. Baldur sagði síðan, að engin hætta væri á því, að Framsóknar- flokkurinn myndi fara að starfa með íhaldinu, og þyrfti Jón eng- ar áhyggjur að hafa af því. Ellert Schram talaði næstur og fór úr einu í annað, nefndi ýmis mál, meðal annars róttæka sjálfstæðisstefnu, en mjög sundur- laust, svo að fáir fengu botn í hvað hann var að fara. Friðrik Sophusson talaði næst- ur, og fjallaði aftur um landhelgis máljð og reyndi að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft forystu um útfærslu fiskveiði lögsögunnar. Síðan fjallaði hann um það hvað framsóknarmenn væru miklir móðuharðindamenn, Framhald á bls. 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.