Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 13
MIÐVIiaroAGTJTC 26. maí 1911 ÍÞRÓTTIR TÍM INN ÍÞRÓTTIR Landsleikurinn milli ís- lands og Noregs fer fram í Bergen í kvöld — Norska liðið lélegt, segja þeir sem hafa séð það leika. Landslwkurinn í knattspyrnu milli Noregs og íslands hefst á leikvelli Brann i Bergen í kvöld kl. 19.00 að norskum tíma, eða kl. 18.00 að íslenzk- um. Norðmenn búast við miklum fjölda á leikinn, því hann hef- ur verið vel auglýstur, og marga langar tíl að sjá þetta ís- lenzka lið, sem sigraði Noreg hér á íslandi í fyrra 2:0. Norðmenn eru nokkuð bjart- ísienzka landsliSið, sem lék viS Frakkland fyrr í þessum mánuði og náSi jafntefll 0:0 — Hvernig vegnar því gegn Noregi ( kvöld? sýnir fyrir leikinn, a.m.k. sum dagblöðin, en ekki eru samt allir á einu máli um ágæti þessa norska landsliðs, sem þegar hefur verið tilkynnt. Einn þeirra sem hefur séð það leika er hinn góðkunni knattspyrnumaður úr Víking, Kári Kaaber, sem hefur í vet- ur stundað nám í Osló, og er nýkominn heim. Hann sá liðið leika móti „pressuliðinu" skömmu áður en hann hélt heim, og sagði hann að það hefði verið hörmulega lélegur leikur, og hvorugt liðin nokkuð getað. Einn maður úr „pressu- liðinu“ hefði unnið sér sæti í landsliðinu með leik sínum, en ekki bjóst hann við að það mundi skána við tilkomu hans. Aðspurður sagði Kári, að ís- lenzka liðið ætti að geta sigr- að auðveldlega í leiknum í kvöld, a.m.k. yrði norska lið- ið að taka stórstígum framför um frá „pressuleiknum" ef það ætti að hafa betur. Ekki er okkur kunnugt um hvernig íslenzka liðið verður skipað, en trúlega verðw lið- ið, sem byrjar leikinn skipað þessum mönnum ,og þá reikn- um við með að varnarleikurinn verði ofaná: Þorbergur Atalson Jóhannes Atlason Guðni Kjartansson Marteinn Geirsson Þröstur Stefánsson Guðgeir Leifsson Haraldur Sturlaugsson Eyleifur Hafsteinsson Matthías Hallgrímsson Hermann Gunnarsson Ásgeir Elíasson. Með þessari uppstillingu get- ur náðst góður varnarleikur, og þeim Hermanni og Matthí- asi, verður þá falið að reyna að brjótast í gegn á eigin spít- ur. En Ásgeir kemur þá aftur í tengiliðastöðu, en Haraldur eða Guðgeir verða í því að hjálpa vörninni. Ef leika á sóknarleik, treyst- um við okkur ekki til að raða upp sterku sóknarliði úr þess- um mönnum, enda kemur það varla til greina að leika sókn- arleik fyrr en sést hvemig norska liðið er. Menn ættu að vera minnugir 14:2 leiksins við Danmörku fyrir nokkrum árum, en í þeim leik var allan tímann leikinn sóknarleikur, sem kost aði þessa hroðalegu útreið. Eins og áður hefur komið fram í fréttum gat Einar Gunn- arsson, ekki farið með liðinu utan, og var ein ástæðan sú, að hann fékk ekki frí á sín- um nýja vinnustað, sem er Frí- höfnin á Keflavíkurflugvelli. Sótt var um ráðherraleyfi til að hann gæti fengið frí, og var það veitt — en Einar afþakkaði samt boðið, hann ætlaði að nota tímann til að mála og lagfæra íbúðina hjá sér. Smávægileg breyting varð á hinni 5-manna fararstjórn liðs- ins, Hörður Felixsson, komst ekki með liðinu, en í stað hans var Baldri Jónssyni, vallar- stjóra boðið. Ekki er mikið við það að athuga, því að Baldur er sjálfsagt góður „gæzlumaður“ — en manni finnst þó nær að einhverjum af þeim leikmönn- um, sem æft hafa með lands- liðinu í vetur, hefðu frekar fengið þetta sæti. Vonandi tekst íslenzka liðinu vel upp í kvöld, og hristir þar með af sér slyðruorðið, sem á það kom eftir landsleikinn við Frakkland. Og er ekki að efa að piltarnir gera sitt bezta í þessum leik, og um leið að sanna getu sína fyrir norskum áhorfendum. —klp.— Bubonov, sendirá'ðsritari Sovétríkjanna, afhendir Konráð Bjornasyni, for- manni kappieikjanefndar GN, hinn veglega kristalbikar, sem keppt er um Margar utanferðir frj álsíþróttafólks þessa dagana. TÉr Hjá Golfklúbbnum Ness hófst á laugardaginn keppni um kryst- alsbikarinn, sem Bubnov, sendi- ráðsritari Eovétríkjanna gaf. Hann hóf keppnina með því að slá fyrsta höggið, en hann er ekki meðal kepppendanna. Leiknar voru 18 holur, en efstu menn halda áfram holukeppni, sem á að standa f 2 vikur, en þar er einn á móti einum. f 18 holu keppninni, sem leikin var með forgjöf urðu úrslit þessi: 1.—2. Bert Hanson nettó 64 högg 1. —2. Konráð Bjarnason, 64 högg 2. —3. Ólafur Tryggvat., 66 högg 2.—3. Kjartan L. Pálss., 66 högg. TÉr Tvíliðaleikinn hjá GN sigr- uðu þeir Sveinn Eiríksson og Pét- ur Björnsson, en þeir léku til úrslita við Hilmar Steingrímsson og Ólaf Loftsson. ★ Mikið hefur verið um að vera hjá Golfklúbbi Reykjavíkur að urtdanförnu, en völlur GR í Graf- arholti hefur tekið miklum fram- förum að undanförnu, og er fjöl- menni þar á hverjum degi. Hjá GR er hafin „Jóns-Agnars- keppnin“, en það er 6x18 holu keppni fyrir unglinga 14 ára og yngri, og er keppt um bikar, sem Jón Agnars gaf. Mikill hugur er í ungu mönn- unum í þessari keppni, og gam- an að fylgjast með þeim. Eftir fyrstu 18 holurnar er staðan þessi: (Leikið er af fremri teigum). Kristinn Bernburg, 37:38=16=61 Ragnar Ólafsson, 42:41 = 12=71 Ólafur Jónsson, 47:48-f-19=76. ★ „Greensome-keppnin“ sem er fjórliðaleikur, þar sem samherj- arnir slá annað hvort högg á braut, er lokið hjá GR. Þar urðu úrslit þessi: 1. Ari Guðmundsson og Páll Víkonarson,nettó 61 högg 2.—3. Jón Þór Ólafsson og Hauk- ur V. Guðmundss., 63 högg 2.—3. Valur Fannar og Kári Elí- asson, 63 högg. Stjórn Frjálsíþróttasambands fslands hefur ákveðið að senda bezta frjálsíþróttafólk landsins í nokkrar utanferðir í sumar. Fljótlega eftir þjóðhátíðar- mótið fara þeir Bjarni Stefáns- son og Erlendur Valdimarsson til Norðurlandanna og keppa á 2 eða 3 mótum. Evrópumeistaramótið verður háð í Helsinki 10.—15. ágúst. Þang- að fara 4—5 keppendur, þar af ein stúlka. EM-fararnir taka síð- an þátt í nokkrum mótum í Sví- þjóð. ★ Undirbúningur fyrir Hvíta- sunnukeppnina hjá GR er lokið. Leiknar voru 18 holur og kom- ast 16 fyrstu áfram í keppninni, og verður þá leikin holukeppni. Úrslit í undirbúningskeppni — 18 holur með forgjöf — urðu þessi: Karl Hólm 42:43=18=67 Lárus Arnórsson, 42:46=20=68. Bezta skori á vellinum náði Hauk- ur V. Guðmundsson, 41:41. ★ Hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hafa undanfarið far- ið fram tvær keppnir. Sú fyrri var BB-keppnin, en þar er keppt um bikar, sem þeir bræðurnir Boði íþróttablaðið er nýkomið út. Af efni blaðsins má nefna samtal við yngsta milliríkjadcmara heims Guðm. Haraldsson, frásögn af sambandsráðsfundi ÍSi fyrri hluti mjög skemmtilegrar greinar eftir Halldór Ilansen, fyrrv. yfirlæknir. um sögufræga ferð íslenzkra Dagana 21. og 22. ágúst verður unglingalandskeppni í Álaborg. Þar keppa A- og B-lið Norðmanna og Dana og A-lið íslendinga. Einn keppir þar í hverri íþróttagrein frá hverjum aðila. Hugsanlegt er að 2—3 stúlkur verði með í þess- ari keppni, en Danir og Norð- menn keppa sömu daga í kvenna- greinum. Landslið íslands keppir síðan í írlandi 24.—25. ágúst. Skömmu eftir heimkomuna fara beztu frjáls íþróttamennirnir til Miinchen og taka þátt í reynslu-OL 3.—5. sept. og Birgir Björnssynir, hafa gefið, og urðu úrslit hennar þessi: 1. Magnús Hjörleifsson, 42:47 =20=69 2. örn ísebarn, 51:46=27=70 3. Ólafur H. Ólafsson, 48:47 =23=72. Bezta skori á vellinum náðu þeir Björgvin Hólm og Júlíus Júlíusson, 39:43 og 42:40. ★ Um helgina fór fram hjá GK 36 holu keppni með og án for- gjafar, og var leikið á laugardag og yunnudag. Án forgjafar varð Júlíus Júlíus son, sigurvegari á 144 höggum Framhald á bls. 14. íþróttamanna á Olympíuleikana í Stokkhólmi 1912, skrá yfir heims- met og Evrópumet í sundi o.fl. Blaðið er prýtt f jölda mynda. íþróttablaðið er selt í lausasölu í bókaverzlunum og sportvöru- verzlunum. og síðan í stórmóti í Berlín 8.— 10. sept. Síðast en ekki sízt hefur FRÍ borizt boð um að senda 4 ung- menni á hina norsku Andrésar Andarleiki í september. f fyrra tóku einn piltur og ein stúlka þátt í keppninni og stóðu sig með afbrigðum vel. LIVERPOOL MEÐ BEZTA MEÐALTALIÐ Þar sem 1. deildinni ensku er nú lokið birtum við hér lista yfir áhorfendafjölda á heimavöll um allra þeirra liða sem í henni leika. í dálknum til vinstri gefur að líta mesta fjölda á einum leik, en í þeim til hægri er tekið meðal tal af öllum leikjunum. Mest Meðaltal Liverpool 53.777 45.971 Manch. Utd. 59.365 45.666 Arsenal 62.087 42.945 Everton 56.846 41.863 Chelsea 61.277 41.557 Leeds 50.190 38.523 Tottenham 55.693 36.044 Manch. City 43.517 32.288 Derby Conty 35.875 31.242 Newcastle 49.640 30.586 West Ham 42.322 30.390 C. Palace 41.486 29.266 Wolves 41.048 28.430 Coventry 40.012 26.553 W.B.A. 41.112 25.114 Nottm. For. 40.727 23.983 Huddersfield 43.011 23.710 Southampton 30.231 22.324 Stoke City 39.889 20.567 Blackpool 30.705 20.512 Ipswich 27.776 20.260 Burnley 29.385 16.460 IÞROTTABLADIÐ KOMIÐ UT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.