Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 9
ifllÐVlKUDAGUR 26. maí 1971 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN rramkvæmdastjóri: Kristján Benedlktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, IndriOl G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Rit- stjómarskrifstofur i Edduhúsinu, límar 18300 — 18306 Skrii- stoiur Bankastræti 7. — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr 195.00 á mánuði. innanlands. í lausasölu kr. 12,00 elnt. - Prentsm Edda hf. Góðs viti Það er ekki óalgengt, að Mbl. og Þjóðviljinn séu á sama máli. Þannig stóðu þessi blöð hlið við hlið, þegar stjómarkosningar fóru fram í Iðju, félagi verksmiðju- fólks í Reykjavík, á síðastl. vetri. Þau hömuðust þá gegn óháðum lista, sem hafði það markmið að rétta hlut iðn- verkafólks og þá ekki sízt kvenna. í gær stóðu svo Mbl. og Þjóðviljinn enn hlið við hlið. Blöðin beindu þá sam- eiginlega geiri sínum gegn þriðja manninum á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fyrir Framsóknarflokkinn er síður en svo ástæða til að kvarta undan þessari samstöðu. Þvert á móti er hún góðs viti. Hún sýnir, að bæði þessi blöð óttast vaxandi fylgi Framsóknarflokksins. Sá sameiginlegi ótti þessara blaða er ekki aðeins bundinn við höfuðborgina, heldur landið allt. Ástæðan, sem veldur þessum ótta, er mjög eðlileg og augljós. Stjómarflokkamir finna, að þjóðin er orðin þreytt á hinni löngu samveru þeirra. Þjóðin finnur, að þótt sitthvað hafi verið gert sæmilegt í stjórnartíð þess- ara flokka, hefur það algerlega misheppnazt, sem mestu máli hefur skipt, en það er að halda dýrtíð og verð- bólgu innan hæfilegra marka, og leggja þannig grund- völl að heilbrigðu efnahagslífi. Þess vegna hefur dýrtíð- arvöxturinn aldrei orðið meiri en á síðasta áratug. Geng- ið hefur verið feUt fjórum sinnum á þessum áratug .og framundan blasir svo það, sem færasti hagfræðingur stjómarflokkanna hefur lýst sem hreinni hrollvekju. Þjóðin vill ekki að þessi saga endurtaki sig. Þess vegna vQl hún ekki áframhaldandi samvinnu þessara flokka. Þetta fiTina lika forvígismenn þeirra og þó eínkum for- ingjar Alþýðuflokksins. Þess vegna keppast þeir við að lýsa yfir því, að þeir ætli að hafa óbundnar hendur til samvinnu við aðra flokka eftir kosningarnar. Það, sem stjómarflokkarnir byggja nú helzt vonir sínar á, er mikil sundrung í liði stjórnarandstæðmga. Þeir sækja nú fram í þremur fylkingum. Þess vegna álíta stjómarflokkamir, að þeir kjósendur, sem vilja skipta um, séu í óvissu ,um, hvernig breytingunni verði helzt komið fram. En þetta hefur þó verið að skýrast síðustu vikur. Fleiri og fleiri kjósendur hafa gert sér ljóst, að breytingunni verður helzt komið fram með því að efla þann stjómarandstöðuflokkinn, sem er lang stærstur og samstæðastur. Með þvi að draga þannig úr sundmngu stjórnarandstöðunnar og efla eitt sterkt afl, verður bezt knúin fram breyting á stjórnarháttum. Þess vegna hamast nú íhaldsmenn og kommúnistar gegn Frömsóknarflokknum. Það er reynsla Framsókn- armanna, að slíkt sé góðs viti. i Þensla ríkisbáknsins Því verður ekki mótmælt, að ríkisbáknið hefur aldrei þanizt meira út en á síðastl. áratug. Sumt stafar að eðli- legri þróun, en annað af hreinni skrifstofumennsku. Glöggt dæmi um það er ofvöxtur Seðlabankans. Þessi stofnun, sem var fámenn deild í Landsbankanum fyrir IV2 áratug, hefur nú álíka mikið starfslið eða meira en allt stjómarráðið. Það er nú eitt helzta kosningaloforð Sjálfstæðisflokks- ins að draga úr útþenslu ríkisbáknsins. Hver treystir slíku loforði flokks, sem hefur látið skrifstofuveldi hins opinbera þenjast eins gífurlega út og raun ber vitni um á undanfömum 10 árum? Engin breyting mun verða í þessum efnum, ef samstjóm Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins heldur áfram. Aðeins ný stjórn er líkleg til að knýja fram þá breytingu, sem hér þarf að verða. Þ.Þ. \ FORUSTUGREIN ÚR THE TIMES, LONDON: Afríkumenn að hefjast handa um ritun tungumála sinna Verða enskan og franskan að víkja sem aðalmál? í flestum ríkjum Afríku fyrir sunnan Sahara er ým- ist franska eða enska aðal- málið. í flestum ríkjum búa fleiri eða færri þjóðflokkar, sem tala mismunandi móð- urmál. Sú hreyfing er nú að hefjast í allmörgum þessara ríkja að hefja þessi tungu- mál eða mállýskur til vegs og þoka enskunni eða frönskunni heldur til hlið- ar. Um þetta er nánara rætt í eftirfarandi forustugrein, sem birtist í „The Times“ fyrir fáum dögum: LEIÐTOGAR Senegal, sem áður var nýlenda Frakka, hafa nýlega tekið þá ákvörðun að breyta í ritmál sex aðal tungu- málunum, sem töluð eru í land inu, en franska hefur verið þar hin opinbera tunga til þessa. Málfræðingar verða beðnir að semja málfræði hverrar tungu um sig og þær verða skráðar með hinu rómverska stafrófi að svo miklu leyti, sem kostur er. Tvennt veldur fyrst og fremst ■ þessariákvörðup- Skólabörnum verða annars vegar.rtkennd^ .tungumáhn.mtún þess að venja þau af því skóla- kerfi, sem er sniðið eftir frönskum háttum að allri gerð. Endurvakning hinna afrísku móðurmála er ennfremur ætl- að að auðvelda samskipti íbúanna beggja vegna við hin gömlu landamæri nýlendanna, þar sem áður var töluð enska annars vegar við landamærin en franska hinum megin. ENDURVAKNING móður- máls í Afríku og afrískrar hugsunar er sérstaklega mikil- væg í vestanverðri álfunni. Þar eru ríkin bæði fámenn og lítil að flatarmáli, að undantek- inni Nigeríu, en hins vegar lifa þar í daglegu tali meðal íbú- anna afrísk tungumál, sem íbúar á mjög stórum svæðum geta skilið. Áhrif nýlenduvaldsins i Afriku hafa mjög víða komið fram með þeim hætti, að hugs- un og breytni ibúanna hefur farið afar mikið eftir því, hvaða tungu þeir hafa talað, eða með öðrum orðum end- urspeglað áhrif evrópskra trú- boðsstöðva og kennara. VITASKULD getur kennsla evrópskrar tungu og notkun hennar auðveldað vakningu þjóðarvitundar og mótun henn ar. Þegar íbúar eins lands skiptast í marga, fámenna hópa, sem tala sitt tungumál- ið hver, þarf að nota sameig- inlegt tungumál við stjórn landsins og birta á þvi lög og reglur. Franska eða enska eru not aðar til opinberra samskipta mjög víða i Afríku. Milli að- ferðanna tveggja, annars vegar að fjöldi ættbálka noti hver sína eigin tungu og hins vegar að tekið sé upp notkun evrópumáls í einu og öllu, er Svertingjabörn í skóla ærið langt. Talmálin í Afríku eru sá meðalvegur, sem brúar þetta breiða bil. Tengsl ríkjanna þriggja í Austur-Afríku, Uganda, Kenya og Tanzaníu, stafa að miklu leyti af sameiginlegri reynslu íbúanna af brezkri stjóm. Hitt hefur þó einnig mjög mikið að segja, að íbúar þeirra allra tala og skilja Swahili. Swahili hefur breiðzt út á kostnað ensk unnar í Tanzaníu, og Nyerere forseti notfærir sér það i stjórnmálunum og gefst vel. TUNGUMÁL skiptir hvað mestu þegar kennsla og menntun er annars vegar. Margir mæla með notkun ensku og frönsku við kennslu, jafnvel frá byrjun, einkum þó Bretar og Frakkar. Með sum um þjóðum hagar þó svo til, einkum þar sem ólæsi er al- gengast, að engin fjölda- kennsla er hugsanleg n^ma til- sögnin fari fram á talmálinu, sem iðkað er í daglegu tali. Somalía er eftirtektarvert dæmi ,en þar er ekkert til rit- að á talmálinu. í byrjun þessa árs var 21 maður skipaður i nefnd. s^m á að leggja á ráð in um ritun talmálsins í Somalíu. Vonir standa til, að fyrstu kennslubækurnar verði tilbúnar í ágúst í sumar. Oft hefur verið haldið fram, að til- ganglaust sé að kenna tungu- mál, ef ekki eru til í því nein- ar bókmenntir. Sé farið eftir þeirri reglu getur þó svo farið, að allur þorri barna fari á mis við kerfisbundna kennslu, og sú hefur einmitt orðið raunin í Sómalíu. INNLEND tunga getur ver- ið miklum mun mikilvægari en alþjóðleg tunga þegar upp- bygging þjóðar er annars vegar. Sú ákvörðun Zionista- hreyfingarinnar að nota nú- tima hebresku hefur sýnilega ráðið úrslitum um framvind- una í ísrael. Ákvarðanir Afríkumanna um notkun móð urmálsins sýna nýja þjóðernis- stefnu í m°nningarmálum. Að siálfsögðu er miklum mun dýrara að gefa út kennslu bækur á tungumáli, sem fáir nota en til dæmis á frönsku, ' ensku fða arabisku, en þær geta hins vegar komið nem- endunum að miklu betri not- um. Kennsla. sem fram fer á iðkuðu talmáli, veldur því einnig,' að erlondir kennarar verða ekki eins eftirsóknar- verðir. Ný ritmál í Afríku gætu orðið upphaf að nýjum lífsháttum þar i álfu. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.