Tíminn - 27.05.1971, Blaðsíða 1
JQ/iÁtt«Mvé(auiu hJ:
117. tbl.
ALLT FYRIR
BOLTAÍÞRÓTTIR
Sportvöruverzlun
IMGÓLFS ÓSKARSSONAR
Klapparstíg 44 - Sími 11783.
55. árg.
Frá aðalfundum Samvinnutrygginga og Andvöku á Sauðárkróki. Erlendur Einarsson stjórnarformaSSur flytur skýrslu sína. T.v. er Ásgeir Magnússon
framkvæmdastjóri félaganna, og Gísli Konráðsson fundarstjóri, og til hægri á myndinni eru ritarar fundarins, þeir Jón Einarsson, Hallgrímur
Sigurðsson, Jón Baldurs og Jón Rafn Guðmundsson. (Mynd: Samvinnutryggingar)
Aðalfundur Samvinnutrygginga:
Koma á gerðardómi til
a tjónabætur
KJ-Reykjav£k, miðvikudag.
Á aðalfundi Samvinnutrygginga
sem haldin var á Sauðárkróki á
föstudaginn, var ákveðið.að koma
á fót gcrðardómi Samvinnutrygg-
inga í málefnum tjónþola. Á
gerðardómurinn að hefja störf 1.
septembcr n.k. á 25 ára afmæli
félagsins. Heildariðgjaldatekjur
Samvinnutrygginga námu rösk-
lega 469 milljónum kr. árið 1970,
og var það um 30% aukning frá
því árið áður, en heildartjón
námu 302 milljónum, og þar af
voru tjón í ökutækjatryggingum
71,7 milljónir króna árið 1970 á
móti 45,6 millj. kr. árið 1969.
Bónusgreiðslur af ökutækjatrygg-
ingum námu 70,3 millj. kr. á árinu.
f fréttatilkynningu um aðal-
fundi Samvinnutrygginga og And-
vöku, segir svo m.a.:
„Aðalfundur Samvinnutrygginga
og Líftryggingafélagsins Andvöku
voru haldnir föstudaginn 21. þ.m.
í félagsheimilinu Bifröst á Sauð-
árkróki. Fundinn sátu 16 fulltrúar
víðsvegar að af landinu, auk
stjórnar félaganna og nokkurra
starfsmanna. í upphafi fundar
minntist formaður stjórnarinnar,
Erlendur Einarsson, tveggja for-
vígismanna félaganna, þeirra
Hálfdáns Sveinsonar, Akranesi,
og Kjartans Ólafssonar frá Hafnar
firði.
Fundarstjóri var kjörinn Gísli I Reykjavík, Jón S. Baldurs, fyrrv.
Konráðsson, forstjóri, Akureyri, kaupfélagsstjóri, Blönduósi, og
og fundarritarar þeir Jón Einars- Jón Rafn Guðmundsson, aðstoðar
son ,fulltiúi, Borgarnesi, Hallgrím
ur Sigurðsson, skrifstofustjóri,'
framkvæmdastjóri, Reykjavík.
Framhald á bls. 2.
30-40 skip á síldveiðar
í Norðursjó næstu daga
Snjóskaflar í byggð
EB—Reykjavík, miðvikudag.
Þegar ísfirðingar sátu í gær-
kvöldi, inni í hlýju stofunum
og hlýddu á veðurfræðing skýra
frá því í sjónvarpinu, að á ísa-
firði væri vindhraðinn kominn
upp í 6 stig, var þar skollinn
á norðaustan stórhríð með allt
að 10 stiga vindhraða og á
miðunum fyrir utan var vind-
hraðinn kominn upp í allt að
12 stig. Þannig hélzt veðrið
þar vestra í alla nótt og fram
á hádegi í dag, en þá birti
til og dró úr vindhraðanum.
Snjóskaflar voru þá á götum
ísafjarðar og fjallvegir þar um
slóðir orðnir ófærir.
Norðanveðrið herjar nú um
allt landið, en að sögn veð-
urstofunnar í kvöld, hefur það
nú náð hámarki. Snjóað hefur
í fjöll alls staðar á landinu í
nótt og dag og á norðurhluta
landsins hefur snjóað niður í
byggð. Hvassviðrið hefur vald
ið tjóni á mannvirkjum, gróð-
urhúsum fyrir austan fjall og
hluti af hlöðum fuku á a.m.k.
tveim býlum á Snæfellsnesi. Þar
áttu bændur í erfiðleikum með
fé sitt í dag.
I dag var stórhríð í Stranda-
sýslu og fjallvegir þar um slóð
ir voru _ orðnir þungfærir í
kvöld. Á Norðurlandi varð
leiðin um Mánárskriður ófær í
dag litlum bílum. Óttazt var í
kvöld að Oddskarð yrði ófært í
nótt, ef héldi áfram að snjóa í
fjöll á Austurlandi. Slydda eða
snjóhraglandi hefur verið í all
an dag nyrðra. Hvasst var í
allan dag um allt land, en
vindhraðinn komst þó óvíða
yfir 7 stig. Mest frost, eða
5 stig, mældist í nótt á Hvera-
völlum.
OÓ—Reykjavík, miðvikudag.
30 til 40 síldveiðiskip frá fs-
landi munu hef ja síldveiðar í Norð
ursjó um mánaðamótin. Síldveið-
ar þar eru nú bannaðar, en svæð
ið opnast 1. júní. Er nú verið
að undirbúa skipin undir þcssar
veiðar og munu þau lialda á Norð
ursjávarmiðin næstu daga.
Ekkert íslenzkt veiðiskip fer á
veiðar við Ameríku í vor, eins-
og í fyrra. Rannsóknarskipið Árni
Friðriksson er nú í fjögurra ára
flokkunarviðgerð, en að henni lok
inni fer skipið í síldarleitarleið-
angur norður og austur í haf.
Hefst sá leiðangur seinni hluta
júnímánaðar.
ENOIN
OMFEROAR-
FRÆÐSLA OG
SLYSUM
FJÖLGAR
OÓ—Reykjavík, miðvikudag.
f dag, 26. maí, em liðin rétt
þrjú ár síðan hægri umferð
tók gildi hér á landi. Á rúmri
viku hafa 20 manns slasazt í um
ferðinni í Reykjavík. Eru þá
ótaldir urmull árekstra, þar
sem mikið tjón hlauzt á öku-
tækjum, en slys urðu ekki á
fólki. Fyrst eftir að hægri
umferð gekk í gildi fækkaði
slysum og árekstrum verulega
og er það, eflaust með réttu,
þakkað miklunx og skipulögð-
um áróðii fyrir aukinni um-
'erðarmenningu. Síðan var áróðr
inum að mestu hætt og sýn-
ast ökumenn og aðrir vegfar-
cndur halda að þeir séu einir
í umferðinni og tillitsleysið
er cftir því.
Tala slasaðra síðustu dagana
sýnir Ijóslega í hvert óefni er
komið. Veður hefur verið bjart
og aksturskilyrði eins góð og
á verður kosið. Er áreiðanlega
tími til kominn að hefja enn
áróðursherferð og reyna að
bæta ökuvenjur á íslandi.
Óskar Ólason, yfirlögreglu-
þjónn, sagði í dag, að það
sem greinilega vannst á við
umferðarbreytinguna, og var í
sambandi við stóraukna fræðslu
Dg upplýsingastarfsemi, hafi ver
ið bætt umferðarmenning og að
ökumenn óku meira tillit
til annarra í umferðinni, enda
lækkaði slysatala verulega. En
síðan hætt var að veita fé í
fræðslu og áróður, hefur um-
ferðin alltaf verið að færast
meira og meira í sama horfið,
eins og það var fyrir breyting-
una. Að vísu var árangur áróð
ursins farinn að koma í ljós
Framhaid á ols. 14.
BUSKAPARHORFUR GÓÐ-
AR ÞAR TIL HRETIÐ KOM
FB—Reykj&vík, miðvikudag.
— Það horfði sérlega vel með
gróðurfar, þar til kuldinn kom í
gær og dag, sagði Gísli Kristjáns-
son ritstjóri Freys, er blaðið spurði
hann frétta af sprettu og búskap-
arhorfum yfirleitt. — Vonandi hef-
ur kuldinn ekki teljandi áhrif, en
víst er að þcttá er hnekkir fyrir
alla spretlu, ncma því aðeins að
hlýindin komi þegar í stað aftur,
og þá verði óvenju hjýtt í nokk-
------- urn tíma
Gísli sagði, að austur í Mýrdal
hefðu kartöflugrösin verið kom-
in upp úr moldu, enda hefði verið
sett niður fyrir einum þremur
vikum þar eystra. Þar hefði ver-
i'ð klakalaus jörð að heita mætti
í allan vetur. Gísli sagði, að mis-
jafnt væri, hvort bændur væru
langt komnir með að bera á, hefði
það nokkuð farið eftir því, hvern-
ig þeim hefði gengið aö koma
áburðinum heim til sín. Þar sem
áburðurinn er kominn er áburð-
ardreifing byrjuð, og vorverk í
fullum gangi, þótt annir bænda
við sauðburð hafi verið mestar und
anfarna daga og vikur.
— Við vitum ekki hvaða áföll
á lömbum þetta hret kann að hafa
í för með sér, en vonandi verður
það ekki teljandi, sagði Gísli að
lokum, og hættan er því minni
sem þetta stendur skemur. Þetta
er fyrsta og eina hretið, sem kom
ið hefur frá sumarmálum, og út-
litið var mjög gott í búskapnum
þar til það kom.