Tíminn - 27.05.1971, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.05.1971, Blaðsíða 12
12 iÞROTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 27. mai 1971 . Sóttu fyrstu 15. mínúturnar - EN SÍÐAN EKKI SÖGUNA MEIR - NOREGUR SIGRAÐl ÍSLAND 3:1 Norðmenn voru yfirburðasigurvegarar í landsleiknum við ísland, sem fram fór á leikvelli Brann í Bergen í gærkvöldi. Þeir skoruðu þrjú mörk gegn einu marki íslands, en þetta eina mark kom á 5. mínútu leiksins, og var það Hermann Gunnarsson sem skoraði méð skalla, eftir fyrirgjöf frá Ásgeir Elíassyni, en upphlaupið var vel upp byggt af Haraldi Stur- laugssyni. AS sögn noi'sku fi’étíastofunnar NTB, var heimaliðið áberandi betra í leiknum, og var sigur þess fyllilega verðskuldaður — hefði jafnvel átt að vera enn stærri. íslenzka liðið byrjaði vel í leikn um. Það sótti nær látlaust fyrstu 15 mínúturnar, og á þeim tíma komu nokkur góð tækifæri, og eitt þeirra var fullnýtt af Her- manni Gunnarssyni, sem skallaði knöttinn framhjá markverðinum, en miðvörður norska liðsins Per Haftorsen, var of seinn í það skift ið til að stöðva Hermann. Það var ekki fyrr en 15 mín- útur voru liðnar af leiknum, sem Norðmenn áttu sitt fyrsta skot á mark íslands, en eftir það má segja að þcir hafi vei’ið í stór- sókn. Á 22. mín. jöfnuðu þeir með marki, sem einn af nýliðunum Arnfinn Espeseth, skoraði, og 5 minútum síðar komust þeir yfir 2:1 með marki Fi'edrikstad — leik mannsins, Jan Fugleset. Þannig var staðan í hálfleik, og máttu íslendingarnir vel við una. Þeir áttu margar sóknarlot- ur á milli, en flestar þein’a voru stöðvaðar af norsku varnarmönn- unum, eða þær hreinlega runnu út í sandinn þegar nálgaðist víta- teig. í síðari hálflcik héldu Noi’ðmenn áfram að sækja og skall þá oft hurð næi’ri hælum við íslenzka markið, og hafði vörnin, ásamt Þorbergi Atlasyni í markinu, í nógu að snúast þá stundina. Vinstri útherji Norðmanna Tom Lund, gerði oft mikinn usla í vörninni — kom hvað eftir annað „prjónandi“ í gegn, og sendi fyrir markið. Tví- vegis björguðu íslendingarnir á línu og skotin smugu við stang- irnar — að utanvei’ðu. Eins og í fyrri hálfleik átti ís- lenzka liðið sóknai’lotur á milli, en tókst ekki að jafna. Um miðjan hálfleikinn var Ásgeir Elíasson, tekinn útaf og inn kom Ingi Björn Albertsson, en sú í’áðstöfun dugði ekki til að jafna leikinn. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka fengu Norðmenn dæmda aukaspyrnu fyr- ir utan vítateig. Olav Nilsen, tók spyrnuna og „vippaði" knettinum yfir vörnina, en á síðustu stundu tókst einum varnarmanninum að spyrna frá á mai’klínunni- en knött- urinn fór fyrir fætur Jan Fugleset, sem renndi honum í mannlaust markið. Hættulegasta tækifæri íslcnzka liðsins í síðari hálflcik, kom rétt fyrir leikslok, þegar Guðgeir Leifs- son, átti þrumuskot með jörðu úr aukaspyrnu, sem fór rétt utan við stöngina. NTB segir að hinir 9500 áhorf- endur hafi ekki fengið neinn stói’- leik í þetta sinn, til þess hafi ís- lenzka liðið verið of slakt. En ekki er fréttaritarinn ánægður með sína menn, sem hann segir marga hvei’ja ekki hafa staðið sig nægilega vel, og fai’ið illa með opin tækifæri. Um íslenzka liöið segir frétta- ritari NTB, m.a., að það hafi valdið vonbrigðum. Markvöi’ður- inn, Þorbergur Atlason, ekki virk að öruggur i gerðum sínum. Hann hefði átt að geta komið í veg fyrir fyrsta markið, og í öðru markinu hafi hann ekki gert sér grein fyrir sarxvinnu við meðspil ara sína. Jóhannes Atlason hafi Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkonur óskast til að leysa af í sumarfrí- um. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 81200. Borgarspítalinn. W Hjúkrunarkonur Staða yfirhjúkrunarkonu við slysadeild Borgar- spítalans er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júní n.k. Upplýsingar gefur forstöðu- kona Borgarspítalans í síma 81200. Reykjavík, 26. maí 1971 HeilbrigÖismálaráð Reykjavíkurborgar. Hermann Gunnarsson, skoraði eina mark íslands í landsleiknum við Noreg í gærkvöldi, verið góður og fljótur, en leikið full gl’Óft. Miðjumennii’nir þeir Guðni Kjartansson og Ei'nar Gunnars- son (á að vera Mai’teinn Geirs- son), sem þarna lék sinn fyrsta landsleik) hafi vei’ið sæmilegir, og haft mikið að gera gegn hinum sókndjörfu Norðmönnum. Tengi- liðirnir hafi aldi’ei náð tökum á miðjunni, og þess vegna ekki gefið framlínumönnunum mörg tæki- færi til að vinna úr, þeir hafi Hið árlega EÓP-mót KR-inga, sem haldið er til minningar um Erl. Ó. Pétursson, fyrrv. formann KR fer fram á Melavellinum og hefst kl. 19.30. í sambandi við mótið fer fram keppni í 25 km. hlaupi, sem hefst á Melavellin- um, síðan verður hlaupið um göt- ur boi’garinnar og hlaupið endar á Melavellinum í lok mótsins. Heyi’zt hefur að þeir Halldór Guð björnsson, KR og Gunnar Snori’a- son, UBK taki þótt í mótinu. Góð þátttaka er í mótinu, en þurft að vinna einir úr þeim fáu sendingum, sem þeir hefðu ferig- ið. Þetta var 13. landsleikur ís- lands og Noregs, 10 leikjum hefur lokið með sigri Norðmanna en 3 með sigri íslendinga. Fyri» ná- kvæmlega 18 árum léku Noi'ð- menn og íslendingar á þessurn sama leikvelli, og urðu þá sömu úrslit og í þessum leik 3:1 — þá skoraði Gunnar Gunnarss., nú góðkunnur skákmaður, eina mai’k íslands í leiknum. auk áðurnefnds hlaups verður kcppt í 100, 400 og 1500 m. hlaup- um, 110 m. grindahlaupi, 4x100 m. boðhlaupi, kúluvarpi, ki’inglu- .kasti, spjótkasti, hástökki, þi’í- stökki og 100 m. hlaupi kvenna, sveina og pilta. Þar sem ekki hafði verið skilað þátttökutilkynningum í allar grein ar í gæi’kvöldi, er ekki unnt að skýra frá hverjir eru með í ein- stökum greinum. Búizt er þó við að þeir beztu verði með í hinum ýmsu greinum. | íþróttafréttir | |í STUTTUj I MÁLI 1 I i Þegar 6 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum í fyrri úrslita- leik Juventus frá Ítalíu og Leeds frá Englandi í Boi’gakeppni Ev- rópu, sem fram fór í Torínó, sendi dónxari leiksins bæði liðin til bún ingsklefanna, vegna steypii’egns, sem þá skall yfir.- En þá varð leik vangurinn fljótlega eins og sund- laug, og gjöi’samlcga vonlaust að leika á honum. Staðan í leiknum var 0:0 þcgar leikurinn var flautaður af. Liðin mætast aftur í Torínó einhvei’n næstu daga ,en síðai’i úi’slitaleik- urinn fer fram í Leeds. ★ Belgía sigraði Danmörk í lands leik í knattspyi’nu í Idi’ætsparken í gærkvöldi 2:1. Leikurinn var lið ur í Evi’ópukeppni landsliða. — Bæði möi’k Belgíu skoraði Johan Dcvi’indt, en mark Danmei’kur skoraði Kresten BjeiTe. ★ I sömu keppni sigraði Wales, Finnlandi í Helsingfoi’s í gær- kvöldi 1:0, og skoraði John Tosc- hak, markið úr aukaspyi’nu. Leik- urinn var mjög harður og voi’u welzku leikmennirnir sérstaklega grófir. ★ I gæi’kvöldi léku Pólland og Gi’ikkland í undankeppni Olym- píuleikanna í Warsjá, og sigraði Pólland með 7:0. Veljið yður í hag OMEGA Úrsmíði er okkar fag Nivada ©{^HH PIERPOm Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 — Sími 22804 EÓP-mótið í kvöld

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.