Tíminn - 01.07.1971, Blaðsíða 5
fEWMTUDAGUR 1. júlí 1971
TIMINN
MEÐ MORGUN
KAFFINU
&
Jackie Kennedy Onassis
vakti töluverða athygli þegar
hún gekk um á ítölsku Riverí-
unni nú nýlega í einföldum
klæðnaði, og meira að segja
brjóstahaldaralaus, eins og
tízkan reyndar býður nú til
dags. Við hlið hinnar fyrrver-
andi forsetafr. Bandaríkjanna
gengur döttir hennar Caroline
Kennedy. Líklega hefði enginn
trúað því fyrir nokkrum árum,
að Jackie ætti eftir að ganga
um á opinberum stöðum klædd
á þennan hátt, en það hefur
líka margt á daga hennar drifið,
sem engin sá fyrir, svo hvað
er þetta miðað við allt annað.
Osló, frændi Thor Heyerdahl,
þess, er sigldi á papýrusbátn-
um RA II yfir Atlantshafið ný-
lega. Á þeirri siglingu sá Thor
me ðeigin augum hina ógnvekj-
andi mengun Atlantshafsins,
olíumengunin vgr svo mikil að
ekki var viðlit að baða sig í
sjónum.
Maríus hefur nú hafið mikla
herferð gegn sívaxandi mengun
í heiminum og fyrir skömmu
hélt hann í ferðalag um reyk-
spúandi iðnaðarhéruð Mið
Evrópu, ásamt nokkrum öðrum
félögum úr norskum náttúru-
verndarsamtökunum. Þeir óku
í sendiferðarbifi’eið og til að
vekja athygli á sér og málstaðn
um. höfðu þeir í eftii’dragi, eft-
irlíkingu af svartfugli útötuð-
urn í olíu. Fyi'stu mótmælaað-
gerðirnar runnu þó út í sand-
inn, því að vélarbilun olli því
að hópurinn kom- of seint til
Heechst-litaverksmiðjuna í '
Frankfurt, starfsmennirnir voru ,
hættir stöx’fum og farnir heim
og þess vegna var enginn til að
taka við dreifibi-éfunum gegn
,,eitui-morðingjunum“.
Maríus er samt ekkert óhress
yfir þessum mistökum, og held-
ur nú ótrauður áfram barátt-
unni gegn mengun ásamt félög-
um sínum og svartfuglinum.
DENNI
Ef þér líkar ekki við mig,
scgðu það bara! Allt í lagi, mér
__ . . . líkar ckki við þig! Þú hlýtur að
DÆ.MALAU ZD * vera að gera að gamni þínu.
Mai’íus Heyerdahl heitir 33
ára gamall myndhöggvari frá
*If you æut i\kb m, just sayso! *
Þegar kosningamyndir birt-
ust nú nýlega af frú Auði Auð-
uns, dómsmálaráðheri’a, með
hönd í fatli, þá varð lögfræð-
ingi einum að orði;
„Áður fyrr hafði gyðja rétt-
lætisins klút fyrir augum, nú
hefur hún tekið hann frá aug-
um og notar hann í fatla.“
Vantrúaður maður spurði
prest nokkurn, hvernig stæði á
því, að menn hefðu enga þekk-
ingu á öðru lífi, ef það væi’i
til.
— Hafðir þú nokki’a þekk-
ingu á þessum heimi, þegar
þú komst í hann? spurði prest-
ur á móti.
Stærilát og hégómagjörn
kona sagði við vinnuhjú sín,
þegar sonur hennar kom heim
að afloknu gagnfræðaprófi.
— Jæja, nú skuluð þið fai’a
að þéra hann Sigga rninn. Nú
er hann orðinn hálfstúdent.
— En því í ósköpunum reynd
irðu að fremja sjálfsmorð, Pét-
ur?
Verkstjói’i í Vestmannaeyj-
um fékk hæsi svo mikla, að
naumast heyrðist til hans.
Verkamaður fer eitthvað að
ragast í honum. Þá snýr verk
stjóri séf að vini sínum, sem
— Þetta cr Jón skáld. Getið
þér ckki scnt viðgerðarmann
hingað til að losa mig úr rit-
vélinni?
var þar staddui’, og hvíslar að
honum.
— Segðu honum að þegja,
— hann heyrir ekki til mín.
Einu sinni voru hjón á bæ
að taka saman heyflekk, en þá
kom allt í einu steypiskúr mik-
il, svo heyið rennvöknaði.
Kai’linn bálreiddist, reiddi
upp hi’ífuna í bræði og sagði:
— Þú nýtur þess, guð, að ég
næ ekki til þín.
Norðlenzkur bóndi átti sunn-
lenzkan tengdason. Nágranni
bóndans spux’ði hvernig honum
líkaði við tengdasoninn.
— Og svöna, svaraði bóndi.
— Ég hef ekki nema einu
sinni séð lífsmark með honum.
— Og hvenær var það
spuði hinn.
— Hann geispaði, svaraði
bóndi.
Björg litla, sjö ára gömul,
kom til frænku sinnar morgun
einn fyrir fótaferðartíma og
sagði:
— Ég vaknaði yfir mig í
morgun.
í Noregi ti’yggja læknar sig
gjarnan fyrir mistökum í með-
ferð sjúklinga sinna, að því er
norska blaðið Nationen segir.
Tx-yggingariðgjaldið er 80 kr.
norskar eða um 1000 ki’ónur ís-
lenzkar, og er þá tryggt gegn
allt að 600 þúsund ki’óna mis-
tökum (7,2 millj. ísl. kr.). Þess-
ar upplýsingar munu hafa kom-
ið fram á þingi, sem bandarísk-
ir réttarlæknar, lögfræðingar
og dómarar sóttu í Noregi, og
vöktu þær mikla undrun þeirra,
að því er blaðið segir.
n ara gomux aigreiosiusxuxKa
í skartgripaverzlun í London
stóð sig ekki nógu vel í vinn-
unni og var sagt upp um daginn.
Stúlkan varð afskaplega von-
svikin og ákvað að gei-a verzl-
unai’stjóranum svolítinn grikk
að skilnaði. Laumaði hún LSD
töflu út í teið hns.
Áhrifin létu ekki á sér standa.
Þegar verzlunarstjóravesaling-
urinn var búinn úr bollanum
sínum ranglaði hann út á götu.
Þar þvældist hann um á miðri
götu innan um mikla bílaum-
ferð. Allt kringum hann snar-
hemluðu bílar og stórir strætis-
vagnar, og lá farþegum við stór-
slysum. Bílstjói-arnir lágu á
flautunum, en vei’zlunarstjói’inn
labbaði sig fram og til baka á
miðjum akbrautum og lét sig
umfei’ðina engu skipta.
Loks fór hann inn í hús og
upp á þriðju hæð. Þar fór hann
út um glugga gekk á örmjóri’i
syllu, alls ósmeykur. Kallað var
á lögreglu og sjúkrabíl. Náðu
sjúkraliðar manninum inn í hús-
ið og var hann fluttur á sjúkra-
hús.
Áhrifin vöruðu í fjórar
klukkustundir. Gat maðurinn
enga skýringu gefið á háttai’-
! lagi sínu, én hið feanna kopist
! brát’t • í'djós'.' 'Stúlkan- var-hand-
[ tekinn og játaði að hafa ’ $ett
í eitrið í teið. Sagðist hún bara
; hafa ætlað að skemmta sér svo-
lítið á kostnað húsbónda síns,
sem var svo andstyggilegur að
reka hana úr vinnunni. En hún
sagðist ekki hafa haft hugipynd
um hve áhrifin af pillunni gætu
verið geigvænlegar. Á nú stúlk-
an að mæta fyrir rétti 20. júlí,
og vei’ður ákærð fyrir að eitra
fyrir húsbónda sinn.