Tíminn - 01.07.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.07.1971, Blaðsíða 2
) I ; TTMTNN FIMMTUDAGUR 1. júlí 19?x Bærileg neta- veiöi í Olfusá Í>Ó—Reykjavík, miðvikudag. Tíminn ræddi í dag við Magnús Magnússon á Eyrarbakka, og spurði hann hvernig netaveiðin hefði gengið í Ölfusá. Magnús sagði að netaveiðin í sumar hefði gengið ágætlega og virtist sama á hvaða svæði það væri í ánni, netaveiðin gengi alls staðar bæri- lega. — Hjá mér hefur veiðin verið svona 10 til 20 laxar yfir sólar- hringinn, og er ég ánægður með það. Við spurðum Magnús að því, hvort Sfelurinn tæki eitthvað úr netunum hjá þeim er netaveiði stunduðu. Hann svaraði því til, að allavega gerði selurinn það ekki hjá sér, en hann sagðist vaka yfir netunum á meðan þau væru í vatn- inu, hinsvegar gæti það verið, að selurinn tæki eitthvað úr netum annarra, en það væri örugglega ekki í ríkum mæli. Að lokum spurðum við Magnús að því, hvort einhver fjölgun hafi orðið á selnum undanfarið. Hann hélt svo ekki vera, fjöldinn væri svo til sá sami frá ári til árs, enda tækju þeir alltaf einhverja kópa í lagnet á vorin, svona 20 til 30 kópa. SUNN ætlar að gefa út kynn- isigarbæklsnga Á fulltrúai-áðsfundi, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, sem haldinn var í Varmahlíð í Skagafirði, 19. júní sl., var ákveð ið að samtökin skildu hefja út- gáfu bæklings til kynningar á náttúruvernd í fjórðungnum og starfsemi samtakanna. KEPPN/ ÍSÁL TIL VARNAR SLYSUM OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Tekin var upp keppni á s.l. ári í Álverksmiðjunni í Straumsvík sem miðar að því að fækka slysum starfsmanna. Verðlaun voru veitt s.l. mánudag til þeirra starfshópa, þar sem engin slys urðu á mönnum á árinu. Fyrstu verðlaun eru ferða- lög til Grænlands. Hlutu þau verð- laun um 40 starfsmenn í kerja- skála, og fara eiginkonur þeirra með. Auk þess hlutu sigurvegararn ir farandbikar. Aðrir hópar hlutu peningaverð- laun. Til að vekja áhuga starfs- manna enn fremur á að verjast slys um, er hverjum þeirra, sem komizt hafa hjá slysum í eitt ár afhent merki úr bronsi, sem á er letrað ,,Slysalaus“. Að ári liðnu fær sá slifurmerki, sem ekki hefur orðið Bóndi heldur málverkasýningu PE—Hvolsvelli, miðvikudag. Jón Kristinsson bóndi, Lambey í Fljótshlíð, opnar málverkasýningu í Gagnfræðaskólanum Hvolsvelli á morgun, fimmtudag 1. júlí, kl. 20. Á sýningunni verða rúmlega 40 verk, og eru þau unnin í olíu- vatnsliti og túss. Þetta er fyrsta sýning Jóns, en undanfarin 20 ár hefur hann málað og teiknað með bóndastarfi sínu, og þá aðallega eftir beiðnum til tækifærisgjafa. Áður en hann hóf sveitabúskap var hann auglýsingateiknari, og teiknaði þá m. a. í auglýsingabók- ina Rafskinnu, sem var í Austur- stræti. Sýning Jóns verður opin dag- lega frá kl. 14 til 22, fram til 11. júlí. Sjónvarp handa varnar- liðsmönnum í NjarSvíkum Það eru svo sem engin ný tíðindi þótt skýrt sé frá því að varnarliðs- sjónvarpið sjáist á Suðurnesjasivæð- inu, og inn til Reykjavíkur. Hitt eru nýrri tíðindi að útvarpsráð hyggst nú fara af stað og freista þess að gæta hagsmuna Ríkisútvarpsins. Lokið er rannsókn tveggja sérfræðinga, sem höfðu tilskilin próf til að fræða hina háu stofnun um allan sannleika máls- ins, þar sem ekki dugir að fara eftir ótíndum slúðursögum tugþúsunda sjónvarpsáhorfenda. Þeir hafa þó hingað til efeki þurft annað en fá sér dulítinn útbúnað til að blóta á laun með virðulegri aðstoð yfirmanns varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Undir hann heyrir að stöðin sendi út á mátulegum styrk. En mátulegur styrkur er teygjanlegt orð og mun m.a. þýða að sjónvarpsefni verði komið til varnarliðsmanna sem búa i Njarðvíkum. Forveri hans hafði að vísu lofað því á sínum tíma, sam- kvæmt beiðni, að skrúfa niður í sendinum. En spurningin um þá sejn bjuggu utan girðingar og máttu efcki missa sitt Bonanza hefur eflaust hvílt þungt á samvizkunni. Vandamál gátu einnig risið út af þeim sem bjuggu í Kefl-avík eða austarlega á vallar- svæðinu. Þannig var hægt a5 finna tilefni sem náðu allt að þyngdar- miðju sendisins, alveg eftir því hvað átt var við með orðinu styrkur, og einnig eftir því hvernig samvizku- spursmálið horfði við hverju sinni. Það var svo efcki fyrr en ein- hverjir fóru að auglýsa Keflavíkur- loftnetin til sölu 1 auglýsingatíma útvarpsins, að ráðamenn þeirrar stofnunar töldu að nú væri nóg kom ið. Auðvitað stóð það nær viðkom- andi stjórnvöldum — höfundum beiðninnar — að fylgjast með því að bónarvegur þeirra yrði virtur, og yfirstjórn varnarliðsins héldi þau loforð, sem gefin höfðu verið um tafc- mörkun á sendingum. En biðin eftir þeim viðbrögðum er nú orðin lengri en skynsamlegt getur talizt. Utanrikisráðuneytið og vamarmála deild hlusta augsýnilega ekki á út- varpsauglýsingar, og samband þess- ara aðila við umheiminn hlýtur að vera umdeilanlegt eftir hina löngu þögn. En fyrst útvarpsráð hefur kveðið upp úr með þetta, verður lík- lega varla undan því komizt að fara að nýju bónarveg að yfirmanni varn- arliðsins, og biðja hann enn einu sinni að skrúfa niður í sendinum í trausti þess að hann rugli engu í áríðandi gögnum eins og Mannrétt- indasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Nato-sáttmálanum, sem fela ekki í sér nein ákvæði um sjónvarp handa varnarliðsmönnum í Njarðvíkum. Svarthöfðl. fyrir slysi og síðan gullmerki eftir þriðja slysalausa árið. Merki þessi eiga starfsmenn að bera í öryggis- hjálmum sínum. Verðlaunin voru afhent við at- höfn og fluttu þar ræður Friðgeir Grímsson, öryggismálastjóri, Her- mann Guðmundsson, formaður Hlífar og Philip Múller, viðskipta- legur framkvæmdastjóri ísals. i ræðu sinni sagði Muller m.a.: Samkeppni til varnar slysum hófst í júlí 1970, en tilgangur henn ar er að stuðla að betri vörnum gegn slysum innan fyrirtækisins. Margt er hér gert, sem er mjög nýstárlegt á Íslandi. Fyrst má telja þau tæki, sem við höfum. Hér er vel útbúinn sjúkrabíll og er hann til taks allan sólarhringinn, ef slys ber að höndum. í honum eru súr- efnistæki og önnur hjálpartæki. Þá er hér við aðalhliðið sjúkraher- bergi útbúið súrefnistækjum og öðr um hjálpartækjum ásamt ýmsum lyfjum. Hliðverðir ÍSAL eru sér- staklega þjálfaðir í skyndihjálp, og sama er að segja um verkstjóra. Verkstjórar hafa einnig sjúkra- skápa til umráða. Árangur af keppninni hefur nú þegar orðið góður, en þó má enn gera betur. Það eru fyrst og fremst starfsmennirnir, sem eiga mikið undir því, að keppni eins og þessi nái takmarki sinu. Það er einnig að verulegu leyti á valdi starfsmanna sjálfra, að fækka slysaorsökum og forðast slys. Þessari samkeppni er ekki lokið. ,Við vonum, að árangur næsta árs verði enn betri. Það er gleðilegt að finna þann jákvæða áhuga, sem keppnin hefur hingað til vakið og eiga margir aðilar þakkir skildar og ekki sízt trúnaðarmenn starfsmanna þjá ÍSAL. Óskar Már, fyrirverkstjóri þess hóps sem hlaut 1. verSlaun í keppni starfs- manna ísals til varnar slysum. Heldur hann á bikarnum, sem hópurinn htaut, auk annarra verölauna. (Tímamynd G.E.) KARLAKÚRINN FQSTBRÆÐUR í SÖNGFÖR í MÝVATNSSVEIT Karlakórinn Fóstbræður heldur í söngför í byrjun júlímánaðar, og syngur á tveim stöðum norðan- lands, á Akureyri laugardaginn 3. júlí, kl. 5 e. h. í Borgarbíói og sunnudaginn 4. júlí að Skjól- brekku í Mývatnssveit, einnig kl. 5 e. h. Efnisskrá verður hin fjölbreytt- asta, m. a. verða flutt lög eftir tón- skáldin Jóhann Ó. Haraldsson, Þór arin Jónsson, Helga Helgason, Emil Thoroddsen, Árna Thor- steinsson, Gylfa Þ. Gíslason, Hall- grím Helgason, Pál ísólfsson, Kuula, Raissiger, Bull, Palmgren og Grieg. í kórnum eru nú 40 söngmenn. Þrír einsöngvarar koma fram með kórnum í þessari ferð, þeir Magnús Guðmundsson, Hákon Odd geirsson og Kristinn Hallsson. Píanóspil annast Carl Billich. Söngstjóri Fóstbræðra er Garðar Cortes. New York T?mes og Washington Post LEYFILEGT AÐ BIRTA LEYNISKJÖLIN NTB—Washington, miðvikudag. Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað í dag upp úrskurð sinn í máli bandarísku ríkisstjórnarinnar gegn blöðunum New York Times og Washington Post um rétt blaðanna til að birta útdrætti úr leyniskýrsl- um bandaríska varnarmálaráðu- neytisins. Úrskurðurinn féll blöð- unum tveimur í vil, þ.e. skv. hon- um er þeim heimilt að halda áfram birtingu útdráttanna úr hinum „leynilegu" skýrslum varnarmála- ráðuneytisins. IIB ■I Laxá í Aðaldal Frekar dauft hefur verið í Laxá í Aðaldal undanfarið, og stafar það sjálfsagt af leiðinda veðri, sem þar hefur verið undanfarið, og tafið hefur fyrir göngu laxs- ins í ána, þar sem mjög brima- samt hefur verið við ósa Laxár. Nú í morgun veiddust 7 laxar í Laxá, og eru þá alls komnir 128 laxar úr ánni. Stærsti laxinn sem veiðzt hefur á sumrinu er 22 pund, en sá sem næst kemur er 19 pund, nn aftur á móti er minnsti laxinn ekki nema 4 pund. Meðalvigtin er í kringum 8 pund. Þverá — Veiðin í Þverá hefur tregazt dálítið síðustu dagana, sagði Pétur Kjartanss á Guðnabakka, þegar við spurðum hann um veiðina þar. Alls munu nú vera komnir á milli 350 og 360 laxar á land úr Þverá. Flestir þeirra eru veiddir á maðk, en einnig hefur svolítið verið veitt á flugu, og þá á stærð 6—8. Pétur sagðist ekki muna eftir Þverá jafn lítilli í mörg ár, og væri óskandi að eitthvað rigndi næstunni til þess vatn ykíst 1 ánni. Selá í Vopnafirði Veiði byrjaði í Selá í Vopn; firði nú um helgina og fengus þó nokkuð margir laxar fyrst tvo dagana. Ekki fengust n; kvæmar tölur um heildarveiðin; en eftir þeim upplýsingum ser ^eiðihornið hefur aflað sér, þ lítur veiði mjög vel út í Sel; Meðalvigt þeirra laxa sem fenj ust nú um helgina er 8 til 1 pund. — ÞÓ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.