Tíminn - 01.07.1971, Blaðsíða 14

Tíminn - 01.07.1971, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. júlí 1911 TÍMINN RUTLAND byggingar- Undirburður, 4 tegundir. Sökklamálning Þakmálning Þakkítti Fúgusement Byggiíigarefni hf. sími 17373 vörur Skrifstofa okkar verður lokuð fyrir hádegi fimmtu- daginn 1. júlí, 1971, vegna jarðarfarar Einfríðar Guðjónsdóttur, bókbindara. ísafoldarprentsmiðja hf. > Rafgeymir 6BHKA - 12 volta 317x133x178 m/m 52 ampertímai. Sérstaklega framleiddur fyrir Ford Cortina. SÖNNAK rafcevmaT l úrvall SMYRILL — Ármúla 7 — Sími 84450. AÐEINS VANDAÐIR OFNAR %OFNASMIÐJAN EINHOLTI 10 — SlMI 21220 FERÐAFÓLK ís — Ö1 — Sælgæti — Heitar pylsur — Benzín og olíur. — Verið velkomin. — Verzlunin Brú, Hrútafirði. Eiglnkona mín og móSir Charlotte Jónsson, fædd Korber, lézt miðvikudaginn 30. júní í Landakotsspitala. Arnfinnur Jónsson, Róbert Arnfinnsson. Útför Stefáns Jónssonar EyvindarstöSum, fer fram frá Bessastaöakirkju, föstudaginn 2. júlí kl. 14.00. Hrefna Ólafsdóttir börn og tengdabörn. Sláttur Framhald af bls. 16. slá nokkra bletti, en það væri að- allega fyrir vothey. — Hér hefur verið lítil sprettu- tíð, og þar af leiðandi lítið sprott- ið, sagði Friðbjörn Zóphaníasson á Hóli í Svarfaðardal. — Rignt hefur hér undanfarin dægur, og kuldar verið miklir, svo ég reikna ekki með að sláttur geti hafizt fyrr en um miðjan júlí. Sigurður Líndal, Lækjamóti, sagði, að ákaflega kalt hefði verið þar undanfarið. Hitinn hefði verið þetta 4 til 6 stig á daginn. — Hér er sprettan ákaflega hæg, og það er eins og á undanförnum árum, en sem betur fer er ekkert nýtt kal í túnum hér, en gömlu kal- túnin virðast ekki ætla að ná sér almennilega. Ég held að ég geti fullyrt, að ekki verði byrjað að slá hér fyrr en um miðjan júlí, sagði Sigurður að lokum. Óli Jóhannsson í Borgarfirði eystra sagði, að gras hefði legið hreyfingarlaust þar um slóðir í 3 til 4 vikur, og væri ekki nærri sláttarhæft. — Seinni hluta júní- mánaðar hefur verið mjög kalt hér, hélt Óli áfram, — og núna síðustu dagana hefur rignt tals- vert og að auki hefur snjóað í fjöll. Óhætt er að segja, að til út- haga sé grasið með verra móti og til marks um hvernig gróður er í úthögum, hefur séð á lyngi. Guðmundur Valgeirsson, Bæ, Strandasýslu, sagði, að búið væri að rigna mikið undanfarið. Einn- ið hefði verið mjög kalt i veðri, og komið hefði fyrir að snjóað hefði á láglendi. — Spretta er hér engin orðin, hélt Guðmundur áfr- am, — þótt vorið hafi verið mjög sólríkt, voru þurrkar of miklir til að gras tæki almennilega við sér, en samt get ég sagt, að jörð hafi aðeins iifnað við í vætunni undan- farið. — Sprettan hér var mjög hæg í vor, sagði Óli Halldórsson, Þórs- höfn, — miðað við undanfarin ár. Fyrst voru það hinir miklu þurrk- ar. alveg fram í miðhluta iúní- mánaðar, en þá snerist veðrið til norðurs og byrjaði að kólna, og núna síðustu daga hefur rignt mik ið, og er það óvenjulegt hér um slóðir, að það rigni mikið á þessum árstíma. Hér getur sláttur örugglega ekki hafizt fyrr en 10. til 14. júlí. Biskupinn Framhald af bls. 16. Reykjavík 1931, og stundaði síð- an guðfræðinám við Háskóla ís- lands og grísku, fornfræði og trú- arbragðafræði í Stokkhólmshá- skóla, og lauk þaðan kandídats- prófi 1937, en síðan guðfræðiprófi við Háskóla fslands árið eftir. Sig- urbjörn stundaði framhaldsnám í Uppsölum, Cambridge og Basel. Hann gerðist sóknarprestur að Breiðabólstað á Skógarströnd 1938 og síðar í Hallgrímsprestakalli 1941. Varð dósent í guðfræði við Háskólann 1943 og prófessor 1949. Sigurbjörn var kosinn biskup 1959. 1961 var hann gerður heiðurs- doktor við Háskóla íslands. Sigur- björn Einarsson hefur skrifað og þýtt geysimikið um guðfræði og trúmál. Eiginkona Sigurbjörns er Magnea Þorkelsdóttir. — POSTSENDUM — Fundur Framhald af bls. 1 armyndunar, lýsti hann því yf- ir, að hann mundi freista þess að mynda stjórn Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, en þessir flokkar, sem voru í stjórnarandstöðu, hafa nú starfhæfan meirihluta á Al- þingi. Ennfremur vekur flokks- stjórnin athygli á því, að í bréfi formanns Framsóknar- flokksins er það skilyrði sett, að Alþýðuflokkurinn fallist á starfsaðferðir við útfærslu fisk veiðilögsögunnar, sem hann tel- ur varhugaverðar. Af þessum ástæðum telur flokksstjórnin því þátttöku Al- þýðuflokksins í tilraunum til stjórnarmyndunar ótímabærar nú, en hann mun sem áður hafa ábyrga stefnu varðandu lausn aðkallandi vandamála og vinna ótrauður að því, að þjóð félagsþróun framtíðarinnar verði i anda jafnaðarstefnunn- ai*. í því skyni mun Alþýðuflokk urinn taka upp athuganir á sam einingu lýðræðissinnaðra jafn- aðarmanna í einum flokki.“ Geimfarar Framhald af bls. 7. flugmaður, ofursti í flughern- um. Dobrovolskí var 43 ára gam- all. Hann fæddist í borginni Odessu við Svartahaf. Þegar hann var aðeins 15 ára að aldri var hann handtekinn af hernámsyfirvöldum þar í borg og dæmdur í 25 ára fangelsi, en honum tókst að flýja úr haldi. Um leið og borgin hafði verið frelsuð hóf hann flug- nám, og lauk árið 1946 við sérskóla á vegum flughersins, þá var hann tekinn í herflug- skóla og lauk þar námi árið 1950. Hann flaug lengi ýmsum gerðum orustuflugvéla og hækkaði í tign. Jafnframt störf um stundaði hann nám við Flugakademíu hersins. Hann gekk í sveit geimfara fyrir sjö árum. Vladímír Sjatalof, hershöfð- ingi í flughernum, sem þris- var hefur flogið út í geiminn, hefur komizt svo að orði um Georgí Dobrovolskí: „Saman unnum við að öllum undirbún- ingi að samstarfi Sojús-geim- skipanna og Saljút. Georgí tók ó hverjum hlut mjög rólega og kerfisbundið, hvort sem hann þurfti í fyrsta sinn að prófa hljóðfráa þotu, eða leggja á sig flókið fallhlífarstökk eða búa sig undir geimferð". Ekkja Dorovolskís, Ljúdmíla, er stærðfræðikennari. Hann lætur eftir sig tvær ungar dætur, Maríu og Natasju. For- eldrar geimfárans eru á eftir- launum. Skömmu fyrir flugtak var Dobrovolskí m.a. spurður að því, hvort hann væri ekki hræddur. Hann svaraði: Auðvit að finn ég til ótta. Ég er hrædd ur um að ég geri eitthvað rangt, spilli einhverju. Þetta er ótti sem er samfara ábyrgð. Afar óþægilegt fyrirbæri, sem maður þarf að þröngva út úr sér.“ Fréttamaður Ízvestía spurði geimskipstjórann þá að því, hvern hann teldi tilgang lífs- ins. „Tilgangur lífsins er einfald lega fólginn í lífinu sjálfu," svaraði geimfarinn. (APN). Auglýsið i limanum Á skákmóti í London 1967 kom þessi staða upp í skák Kurajica, sem hefur hvítt og á leik, og Horman. ABCDEFGB ABCDE PGB 1. Bxg6! — f7xg6 2. Dg3 — HxH 3. Dxg6 — Kh8 4. Dh6f — Kg8 5. HxH og svartur gafst upp. I tvímenningskeppni nýlega unnu nokkrir í S 4 Hj. á eftirfar- andi spil þrátt fyrir, að vörnin á 3 T-slagi og einn L-slag. V opnaði yfirleitt á 3 L, og spilaði út L-K gegn 4 Hj. A A K 2 ¥ KD108 4 10 7 4 4 Á 8 7 A ¥ 4 * 10 7 4 4 D 8 KDG 10 643 A ¥ 4 * A DG9 ¥ Á G 9 6 5 4 G 5 2 * 95 8653 732 ÁK963 2 Ekki er hægt að gagnrýna 4 Hj. á þessi spil, en þar sem spilið vannst var spilað þannig. L-K var tekinn á Ás - síðan þrisvar tromp og þrisvar Sp. Þá var T spilað frá blindum og A lét K upp. V lét T-8 og A tók þá á T-K, drottningin féll og G Suðurs var slagur. Þó á ein- föld talning, að gefa A til kynna hvernig hann á að haga vörninni. S hefur sýnt 3 Sp. og 5 Hj. og þar sem V opnaði á 3 L á hann að minnsta kosti 7 L, og þá á S 2 L og 3 T. Ef einn þeirra er T-D er ekki hægt að hnekkja spilinu og A get- ur ekki hagnazt á því að spila T-K — hann átti að láta lítið, þegar T var spilað frá blindum. Flugkeppni Framhald af bls. 16. in og björgunarsveit varnarliðsins á verði ef á þarf að halda. Loftleiðir hafa lánað hluta af anddyri hins nýja hótels, og þar hefur verið komið upp allsherjar afgreiðslu fyrir áðurnefnda að- ila.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.