Tíminn - 01.07.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.07.1971, Blaðsíða 7
V < « i I Á myndinni sjást biörgunarmenti bera á brott einn þeirra námamanna, er loku'ðust inni, er sprenging varð i vatnsæð í námugöngum rétt við borgina Sylmar í Kaliforníu. Alls lokuðust átján námumenn inni í göngunum og var þetta sá fyrsti þeirra, sem bjargaðist. Maðurinn, Ralph Brisette, var ftuttur í skyndi á sjúkrahús, en ekki er vitað um afdrif hinna námumannanna. GEIMFARARNIR SEM FÚRUST MEÐ SOJÚS-111GÆRMORGUN Viktor Patsaéf Moskvu 30. júni TASS. Til- raunir þær sem gerðar voru um borð í fyrstu geimstöðinni á braut, Saljút, eru órjúfanlega tengdar við nafn Viktors Patsa- éfs tilraunaverkfræðings. „Starf geimfara hlýtur að heilla menn,“ sagði Patsaéf skömmu áður en Sojús-11 fór á loft. — Geimrannsóknir eru nýtt viðfangsefni og mjög áhugavert. Eg reyni að gera mitt bezta til að ferðin gangi vel.“ Viktor Patsaéf, sem fórst í nótt ásamt öðrum geimförum Sojús-11, var fæddur í Aktjú bínsk í Kazakhstan og átti þar heima með fjölskyldu sinni til ársins 1946. — Bernska mín, hefur hann sagt, var í engu frá- brugðin bernsku annarra jafn- aldra minna. Fyrirstríðsárin munum við illa, stríðsárin mjög vel. Leiðin út í geíminn var eðli- legt áframhald allrar ævi Patsa éfs, sem þegar í bernsku hafði mikinn áhuga á tækni og setti saman einfalda smásjá ásatnl bekkjarfélögum sínum. Hann lauk námi við reiknivéladeild Iðnaðarháskólans í Penza og vann síðan að gerð tilrauna- tækja, mælitækja og sjálf- virkra tækja, að útvarpstækni. Patsaéf var þjálfaður til geimferða frá því í septem- ber 1969. í flugklúbbnum flaug hann á sömu vél og Vladislaf Volkof. sem var og við hlið hans í Sojús-11 og Saliút. Verk- fræðingurinn og geimfarinn Ni' kolaj Rúkavísjníkóf hefur lýst Patsaéf svo, aö hann „er maður hógvær og blátt áfram, mjög vel menntaður sem verk fræðingur. Hann er fastur fyr- ir í skoðunum, ber fram frum- legar hugmyndir um tækniieg vandamál. Patsaéf hélt hátíðlegan 38da afmælisdag sinn um borð í Saljút. Hann lætur eftir sig tvö börn, Dmítrí og Svetlönu. Kona hans Vera vinnur vís- indastörf. Faðir hans féll á víg stöðvunum við Moskvu 1941, móðir hans, María er á eftir- launum. Vladislaf Volkof Moskvu 30. júní TASS. — Vladislaf Volkof var verkfræð ingur geimstöðvarinnar Saljút og lagði fram þýðingarmikinn skerf til þess að ijúka mætti að fullu 24 daga áætlun um tilraunir, gerðar á braut um- hverfis jörðu. Volkof var 35 ára gamall er hann lézt. í annarri geimferð sinni, í október 1969, fór hann ásamt Anatolí Fíliptsjenko og Viktor Gorbatof 80 umferðir urn jörðu um borð í geimfar- inu Sojús-7. „Mig langar í þessa ferð, sagði Volkof við blaðamenn í geimferðastöðinni Bækonúr þann 5. júní. — Okkar bíða þýðingarmiklar tilraunir og við munum allir gera okkar bezta." Alexei Élisééf geimfarí sagði á sama blaðamannafundi: „Ég get fullvissað strákana sem hafa lent í sömu áhöfn og Volkof, að hann er bæði sið- ferðilega og tæknilega vei und ir þessa ferð búinn.“ Foreldrar Vladislafs unnu bæði að flugvélasmíðum. Þegar á skólaárum sínum gekk hann í flugklúbb sem starfaði við Flugháskólann í Moskvu. Síð- ar gerðist hann sjálfur stúd- ent við þennan skóla. Að loknu háskólanámi starfaði Volkof við verkfræðistofu. Jafnframt námi og starfi lagði hann af kappi stund á íþróttir. Það var höfundur fyrstu geim skipanna, Sergei Koroljof (1906 —1966) sem tók Volkof í sveit geimfara. Vinir Volkofs þekktu hann sem einkar fjölhæfan mann. Eftir fyrstu geimferðina ferð- aðist Volkof um austurhéruð- in, Azerbajdsjan, Úzbekistan — hann komst svo að orði, að frístundir hans hefðu ekki aðr ar verið en þessi ferðalög. Élisééf hefur látið svo um mælt um félaga sinii: Hann hefur einn eiginleika sem er að mínu viti mjög nauðsynleg- ur geitnfara — hann hefur yndi af góðri skrýtlu, góðum söng. Vladislaf Volkof gekk í Kommúnistaílokkinn árið 1965. Faðir hans, Nikolaj Volkof, hefur unnið hátt á fjórða ára- tug við fiugvélasmíðar og móðir hans, Olga, vann í þrett án ár á því sviði. Ekkja geim- farans, Ljúdmíla, er i’erkfræð- ingur á sviði matvælaiðnaðar: þau eiga einn son, Vladímír. Georgí Dobrovolskí Moskvu 30. júni TASS. Skip stjóri Sojús-11, Georgí Dobro- volskí, var mjög hæfur her- Framhald á bls. 14 Deilur Araba og ísræfsmamra: NÝ MÁLAMIBLUNARTIL- LA6A BANDARÍKJASTJÓRNAR NTB—Tel Aviv, miðvikudag. Búizt er rfð því, sagði í frétt ísraelska dagbiaðsins Maariv, í dag, að Bandaríkjastjóm leggi fram málamiðlunartillögu í deilum Araba og ísraelsmanna, svo að hægt verði að opna Súez-skurðinn fyrir skipaumferð á ný. í frétt blaðsins segir ennfremur, að bandaríska utanríkisráðuneytið hafi nú þegar samþykkt þessa nýju tillögu, en eftir sé að senda hana stjórnum Egyptalands og ísraels. Þessi málamiðlunartillaga Banda ríkjastjórnar er í fjórum liðum: 1. Israelsmenn flytji hersveitir sínar á brott frá Súez-skurði til stöðva í u.þ.b. 50 km fjarlægð frá skr.rð- inum. 2. Egyptar megi ekki hafa hersveitir á eystri bakka skurðar- ins, nema varðsveitir SÞ við Súez- skurð eða blandaðar varðsveitir Egypta og ísraelsmanna séu með í ráðum og fylgist með hersveitun- um. 3. Vopnahléð verði framlengt. 4. Loks verði það bráðabirgða- ástand, er myndast við þessar til- færingar, notað til viðræðna milli aðila um langvarandi lausn á deil- unum fyrir botni Miðjarðarhafs. EBE SAMÞYKKT 12 M!LNA FISKVEIÐILÖGSÖGU NOREGS NTB—Briissel, miðvikudag. í dag varð ljóst, að Efnahags- bandalag Evrópu mun að öllum líkindum fallast á þá kröfu Norð- manna, að Norðmenn einir megi veiða innan 12 mílna fiskveiðimark anna. Á fundi samninganefnda Norð- manna og Efnahagsbandalagsins í dag lýsti form. EfSE-nefndarinnar því áliti varðandi fiskveiðar, sem ráðherranefnd EBE sendi frá sér að loknum samningaviðræðunum við Breta í síðustu viku. í því áliti kcmur fram, að EBE skilur nauð- syn þess, að breytt verði um stefnu varðandi fiskveiðar á bandalags- svæðinu. Formaðurinn tók þó fram, að álitið kæmi þó ekki að öllu leyti til móts við óskir Norð- manna. Norska sanminganefndin tók þetta sem vilja Efnahagsbandalags- ins til að koma til móts við óskir Norðmanna, og lagði norski nefnd- arformaðurinn áherzlu á sérstöðu Norðmanna í þessu máli, þar eð lífsnauðsyn væri fyrir þá, að þeir einir mættu veiða innan 12 sjó- milna fiskveiðitakmarkauna. Þá vísaði formaðurinn til fyrri yfirlýs- ingar Andreas Cappelen, utanríkis ráðherra, þess efnis, að Norðmenn féllust aldrei á tillögu EBE um 6 mílna fiskveiðilögsögu. Eftir fundinn sagði norski nefndarfor- maðurinn, J5BE skildi fyllilega sérstöðu Norðmanna, og kvaðst hann bjartsýnn á samkomulag um þetta mál milli Norðmanna og Efnahagsbandalagsríkjanna. Ópíumræktun bönnuð íTyrkiandi NTB—Ankara, miðvikudag. Tyrkneska stjórnin lýsti þvi yfir í dag, að frá haustinu 1972 væri öll ræktun opíums bönnuð í Tyrk landi. Bannið gengur þegar í gildi í haust í þrem af þeim sjö héruð- um, þar sem ópíum er nú ræktað. Bændur, er hafa lifað að ein- hverju eða öllu leyti á ópíurn- ræktun, fá bætur fyrir þann skaða, er bannið veldur þeim. Það er einkutn Bandaríkja- stjórn, sem hefur í fjölda ára reynt að fá tyrknesku stjórnina til að banna algerlega ópíumrækt- un í landinu. Ástæðan er sú, að stór hluti þess ópíums, sem selt er á svörtum markaði í Banda- ríkjunum, kemur frá Tyrklandi. Bandaríski sendiherrann í Ank- ara hefur undanfarnar vikur átt fjölda funda með tyrkneska for- sætisráðherranum um þetta mál, sem nú loks hefur fengizt viöhlít- andi lausn á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.