Tíminn - 01.07.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.07.1971, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 1. júlf 1971 Útgefandi: FRAMSÓKNARFUOKKURlNN Framkvæmdastjóri' K.rlstján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson (áb) Jón Helgason. Lndriði G Þorsteinsson og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Stelngrímut Gislason Kii Rtjómarskrifstofur 1 Edduhúsinu. slmar 18300 - 18306 Skril sfotur Bankastræti 7 — Afgreiðslusíml 12323 Auglýsmgasimi 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr 195.00 h mánuði innanlands. I lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm Edda hf. Sameiningarskrif Mbl. Það hefur oft verið rætt um það á undanfömum ára- tugum síðan hið upphaflega samstarf Framsóknarflokks- ins og Alþýðuflokksins rofnaði, að nauðsynlegt væri að gera nýja tilraun til að sameina umbóta- og framfaraöfl landsins í einn öflugan fk)kk eða fylkingu.. Ýmsar til- raunir hafa verið gerðar í þessa átt, en því miður ekki borið tilætlaðan árangur. Stærst þeirra var kosninga- bandalag Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins 1956. En þótt þessar tilraunir hafi ekki heppnazt, má ekki leggja árar í bát. Hið mikla og óeðlilega vald Sjálf- stæðisflokksins síðustu áratugina hefur öðru fremur byggzt á klofningi vinstri afla í fleiri flokka. Viðræður núverandi stjórnarandstöðuflokka um stjórn- armyndun er tvímælalaust mikilvægasta og örlagarík- asta tilraun, sem gerð hefur verið til að samfylkja hinum sundurleitu og ósamstæðu vinstri öflum síðan samstarf Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins rofnaði á fimmta áratug aldarinnar. Takist þessi tilraun er stórt spor í áttina til varanlegs samstarfs umbótaaflanna í land- inu. Misheppnist þessi tilraun, verður það mesta áfall, sem vinstri öflin hafa orðið fyrir, og býður heim áfram- haldandi sundrungu þeirra, sem verður fyrst og fremst vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins. Það kynlega hefur gerzt, að nú allra síðustujiagana « hefur Mbl. gerzt sérstakur boðberi vinstri sameiningar og jafnframt hafið mikla árás á Framsóknarflokkinn, sem það telur helzta afturhal^sflokk landsins. Bæði að- alforustugrein blaðsiirs og staksteinar þess í gær fjalla um þetta nýja hugðarefni þess. Hugsjón Mbl. er nú ber- sýnilega vinstri sameining, án Framsóknarflokksins, og sjá þá allir hver á að verða bandamaður hinnar nýju vinstri hreyfingar. Það á að verða Sjálfstæðisflokkurinn! Augljóst er hvers vegna Mbl. hefur nú allt í einu breytzt í málgagn vinstri sameiningar. Blaðið gerir sér veikar vonir um, að' hægt kunni að verða að tefja og torvelda viðræður um stjórnarmyndunina með einhverj- um öðrum viðræðum samtímis um sameiningu fleiri eða færri flokka. Upp úr þessu á svo að skapast möguleiki til að hindra ríkisstjórn núverandi stjómarandstöðu- flokka og tryggja á ný oddaaðstöðu Sjálfstæðisflokksins í íslenzkum stjórnmálum. Þetta eru ástæðurnar fyrir þvi, að Mbl. gerist nú óvænt sérstakt málgagn vinstri sameiningar og býður fram alla áróðurskrafta sína til að vinna að henni. Þetta er örvænt- ingartilraun afturhaldsins til að reyna að koma í veg fyrir að stjórnarmyndunartilraun stjórnarandstöðuflokk- anna heppnist. Sá vinstri maður hlýtur að vera vandfundinn, sem ekki sér til hvers þessir refir Mbl. eru skomir. Sá maður hlýtur líka að vera gersneyddur kímnigáfu, sem ekki sér hið broslega við það, þegar harðsnúnasti andstæðingur vinstri manna og vinstri stefnu, snýr allt í einu við blað- inu og gerist helzti talsmaður vinstri sameiningar! Svona grálega getur örvænting lítillækkað menn og látið þá gera hinar furðulegustu kollsteypur. En þótt þessi nýi sameiningarboðskapur Mbl. sé í senn klaufalegur og broslegur, mega menn ekki gleyma því, sem veldur örvæntingu blaðsins. Morgunblaðinu er ljóst, að takist stjórnarmyndun stjórnarandstöðuflokkanna, hefur verið stigið stærsta sporið til að koma á því sam- starfi vinstri aflanna, er framar öllu öðru getur stuðlað að varanlegri og heilsteyptri einingu þeirra í framtíðinni. Og því beinir nú Mbl. heift sinni einkum gegn Fram- sóknarflokknum, að það veit, að hann er aflið, sem nú vinnur ákveðnast og emlægast að slíku samstarfi. Þ.Þ. TIMINN 9 frægö í viðræöunum í Verður hann eftirmaður Dougias-Home sem utanríkisráðherra? ALLAR horiur eru á, að end- anlegt samkomulag hafi náðst um aðild Bretlands að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Að vísu á brezka þingið eftir að sam- þykkja það samningsuppkast, sem búið er að gera, en flest bendir til að afstaða þess verði jákvæð. Samningsuppkast það, sem nú liggur fyrir, er óneitanlega mikill persónulegur sigur fyr- ir þann mann, sem hefur verið aðalsamningamaður Breta, en það er Geoffrey Rippon, sem hefur verið sérstakur ráð- herra Evrópumála síðan í júlí í fyrra, er Macleod fjármálaráð herra lézt. Upphaflega hafði Barber verið ætlað þetta verk- efni, en við fráfall Macleods var hann skipaður fjármálaráð- herra, en Rippon settur í stað hans til að vera aðalfulltrúi Breta í viðræðunum við Efna- hagsbandalagið. Þegar Heath myndaði stjóm sína nokkmm vikum áður, hafði hann gert Rippón að tækni- og visindá- . róðheira. Það þótti-hins -veigaT ekki óeðlilégt, að Rippon yrði faldar viðræðurnar við Efna- hagsbandalagið að Barþer frá- gengnum, því að hann hafði kynnt sér þau mál sérstaklega og verið mikill fylgjandi þess, að Bretland gengi í Efnahags- bandalagið. Svo vel hefur Rippon þótt duga í þessum viðræðum að farið er að ræða um hann sem hugsanlegan eftirmann Doug- las-Home, en ráðgert er að hann láti af utanríkisráðherra- embættinu á næsta ári. Þá heyr ast einstaka raddir um, að svo geti farið, að Rippon eigi eftir að leysa Heath af hólmi síðar meir. GEOFFREY RIPPON er 47 ára, fæddur 28. maí 1924. Faðir hans var skattstjóri og var hann einkabarn foreldra sinna. Hann þótti fljótt góður námsmaður og ákvað hann að ganga lagabrautina. Hann stund aði lag.nám í Oxford og starf- aði þar talsvert í félagi íhalds- stúdenta. Hann var undanþeg- inn herþjónustu sökum með- fæddrar nærsýni. Að laganámi loknu, en hann var þá 21 árs, settist hann að í heimabæ sín- um, Surbiton, sem er skammt frá London, og hóf strax þátt- töku í héraðsmálum. Hann var kosinn í héraðsráð og um skeið var hann borgarstjóri í Surbi- ton. Rippon telur sig hafa lært mikið af þátttöku sinni í stjórn sveitar- og héraðsmála. Árið 1954 var hann fyrst kosinn á þing og hélt þingsætinu til 1964, er hann féll, enda var hann í óöruggu kjördæmi. Tveimur árum síðar var hann valinn til framboðs í öðru öruggara kjördæmi í Norður Englandi og hefur átt sæti á þingi síðan. Hann hefur gegnt ýmsum aðstoðarráðherra- störfum, en mest hefur hann látið flugmál, vísinda- mál og markaðsmál Evrópu til sín taka á þingi. Þegar Heath myndaði stjórn sína eftir kosn ingasigur íhaldsflokksins í fyrra, var Rippon í hópi þeirra, sem þóttu sjálfsögð ráðherra- efni. Jafnhliða þingmennskunni hefur hann sinnt kaupsýslu og atvinnurekstri með góðum ár- angri og verið stjórnariormað- ur og framkvæmdastjóri ýmissa meiriháttar fyrirtækja. Hann er því vel efnaður, og lifir all ríkmannlega. Þó tekur hann ekki mikinn þátt í samkvæm islífi. RIPPON hefur jafnan tilheyrt hægri armi íhaldsflokksins. Hann vill selja öll ríkisfyrir- tæki og hafa haftalausan einka rekstur á sem flestum sviðum. Hann er því eindreginn stuðn ingsmaður þeirrar efnahags- stefnu, sem Heath fylgir nú. Á sviði alþjóðamála hefur hann vakið á sér athygli vegna þess, að hann er mikill stuðningsmað ur Suður-Afríku. Hann hefur þó aldrei skipað sér í flokk með Enoch Powell, heldur jafnan verið ákveðinn persónu legur andstæðingur hans. Rippon er ræðinn og fjör- legur í framgöngu, ákveðinn og opinskár. og virðist þetta hafa hentað honum vel í Briissel. Hinsvegar þykir hann oft fremur stuttur í spuna og óþolinmóður í spurningatím- um í þinginu og hefur oft þótt takast þar heldur illa undan- farna tnánuði, þegar hann hef- ur þurit að svara fyrirspurn- um um viðræðurnar í Briissel. Blaðamenn segja, að framkoma hans í þinginu hafi oftlega eins og bent til þess, að honum þætti það vera hrein tímaeyðsla og óþarfi að vera að ræða um þessi mál í þinginu. Slík fi’amkoma er hinsvegar ekki vel séð þar. Rippon þari því að læra að temja sér þar ráðherra legri framgöngu. í einkalífi sínu umgengst Rippon fáa og heldur sig mest með fjölskyldu sinni, konu og fjórum börnum á aldrinum 14 —24 ára. Hann stundar cricket, golf og - gönguferðir í tómstundum sínum, og les einnig ævisögur og söguleg rit og leynilögreglusögur, eins og er háttur margra brezkra stjórn málamanna. Rippon er sagður gæddur miklu starfsþreki og kann vel að -kipuleggja vinnutíma sinn. Vafalítið er hann einn dugmesti maðurinn í stjórn Heaths og á þv' vafalítið vaxandi frama fyrir höndum, ef íhalds flokknum tekst að halda velli. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.