Tíminn - 01.07.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.07.1971, Blaðsíða 10
16 TIMINN FIMMTUDAGUR 1. júlí 1971 HALL GA8NE: GLATAÐI SONURINN 6 hann „Júmbó“. Nafnið festist við hann, sanistarfsmenn hans komu fram við hann eins og hvern ann an heimskingja. Magnús sá Þóru aðeins tvisvar á dag, við hádegis- borðið og kvöldverðinn. Margrét frænka lét Þóru fara í kvenna- skólann, og þegar Magnús mætti Þóru á götunni, þá brosti húri bara til hans, varð niðurlút og hljóp af stað. Magnús vildi helzt hlaupa líka, og þá í aðra átt en Þóra, leyndardómar fullorðinsáranna voru sem sagt farnir að gera vart við sig hjá þeim báðum. Að vetr inum hittust þau einu sinni i mán uði á dansleikjum, sem haldnir voru á vegum iðnaðarmanna, það var öllum hulin ráðgáta, hvers vegna Magnús fór á þessar dans- æfingar, þar sem öllum var aug- ljóst, að hann mundi aldrei geta lært að dansa, þar til eitt kvöld ið, að öllum varð ljós tilgangur hans. Eftir það álitu engir hann heimskingja né þorðu að kalla hann „Júbó“, svo hann heyrði. Kátur, ungur sjómaður, að nafni Hans Totnsen, sem var ný- kominn heim úr siglingum, sýndi af sér óvanalegt hispursleysi. Hans var greindur, liðugt um mál beinið og léttur í dansinum, hann gekk í augun á stúlkunum vegna þessarar kunnáttu sinnar ög ekki síður vegna þess, að hann var sigldur maður, enda notfærði hann sér þetta til að skemmta stúlkunum, og þegar hann var bú inn að leika allar sínar brellur, fór hann að leit.a að einhverjum til að hæðast að, og það var ein- mitt Magnús, sem varð fyrir val- inu. Hann byrjaði á því að kalla Magnús „Júmbó“, hvað eftir ann að og þegar það hætti að vekja ánægju, samdi hann leirburð, sem hann söng við raust og hermdi eftir klunnalegum dansi Magnús- ar. Fólkið rak upp 'hlátursrokur, en Magnús þagði, stúlkunum fannst hann einstakur bjáni. Þetta gaf Hans trekk undir tagl- ið, hann gekk til nokkurra vina sinna Og veðjaði við þá, að hann gæti fengið allar glæsilegustu stúlkurnar til að dansa við sig, og til að sanna mál sitt gekk hann reigingslegur til Þóru, sem var tal inn ríkasti erfingi fandsins. og bað hana um dans, en hún sagði nei takk og sneri sér að Magnúsi og dansaði við hann. Þóra hafði reiðzt út af tiltektum Hans, sem fyrst varð orðlaus af undrun, en hann var ekki sú manngerð, setn étur orð sín ofan í sig. Hann jafnaði sig brátt og sagði við vini sína, bíðið þið bara. Næsti dans var þannig, að það var bundið fyrir augu einnar stúlku, hún var síðan látin sitja við annan vegg salarins og piltarnir áttu að hlaupa frá hinum veggnum. Sá sem varð fyrstur, átti að leiða hana út á mitt gólf og kyssa hana og dansa síðan við hana einn hring í salnum. Hans hvíslaði ein hverju að dansstjóranum, og Þóra varð fyrir valinu. Allir piltarnir hlupu til að reyna að ná í Þóru nema Magnús. Auðvitað varð Hans sigurvegarinn. Hann þreif til Þóru og leiddi hana út á mitt gólf. Allir þögðu Oo biðu við- bragða Hans, hann hneigði sig -háðslega eins og hann þættist ekki vilja kyssa hana, svo skildi hann hana eftir eina. Þóra var enn með bundið fyrir augun, þegar hún heyrði, að hin ar stúlkurnar voru farnar að flissa skildi hún, að eitthvað var öðru vísi en eðlilegt var, svo að hún tók bindið frá augunum, hún sá þá, að hún stóð þarna ein og Hans var kominn í sæti sitt, hún eldroðnaði og gekk sneypt til sæt- is. Andartaki síðar var Hans kom- inn út á dansgólfið og dansaði af tniklum móði, Magnús var náföl ur, þegar hann gekk út á dans- gólfið og þreif í Hans og sagði: •— Þú verður að dansa við mig næst. — Þegar sjómaðurinn fann heljartak Magnúsar um mitti sitt, þá kveinkaði hann sér og sagði þó í hálfkæringi: — Slepptu mér, það er ómögu- legt að dansa við naut. — Auðvitað ekki fyrr en ég er búinn að sýna þér, hvernig naut hyggst dansa við þig, — sagði Magnús, og áður en fólk var búið að átta sig, hentist Hans upp í loftbitann og skall aftur niður á gólfið með braki og bramli, en rykið úr loftinu þyrlaðist um sal- inn. Hans fór aldrei framar til sjós, og sýslumaðurinn sektaði Magnús um hundrað ki'ónur. Sýslu manninum hafði ætið verið illa við landshöfðingjann, hann notaði því tækifærið og las landshöfðingjan- um pistilinn um ofsafengið skap- lyndi, og skyldur foreldra um að temja slíkt innræti. Faktorinn greiddi tíu krónur mánaðarlega í tíu mánuði, helminginn af mánað arkaupi Magnúsar, og Magnús laumaðist með afganginn af kaup- inu sinu til Hans og á meðan hann lifði, lét Magnús hann hafa tíu krónur mánaðarlega, hverjar svo sem tekjur hans voru. Hans gerð- isl vatnsberi 02 drykkjumaður. 5. KAFLI. Eftir þennan atburð bauð Mar- grét frænka Magnúsi ætið að sitja niðri hjá þeim Þóru á kvöldin í stað þess að fara upp ásamt hin- um aðstoðarsveinunum, þetta varð því hið mesta gæfutímabil í ævi Magnúsar. Þóra spilaði á gítar og Margrét frænka sat og prjónaði sokka endalaust, það gerði liún sem afsökun fyrir stöðugri nær- veru sinni. Magnús byrjaði að læra á flautu, hann hafði enga tónlistarhæfileika, en hann hélt áfram að púa og skrækja flaut- una, eins og hraðlest, sem er að fara í gegnum jarðgöng, og þegar hann var búinn að hamast, þang- að til hann stóð á öndinni og varð að hætta til að þurrka af sér svit ann, þá beið Þóra eftir honum af stakri þolinmæði. Þessi hlé á sam- spilinu voru sælustu stundir Magn úsar, því þá gat hann rælt viK Þóru, þessi stóri og þögli maöur, sem næstum aldrei talaði við nokk urn mann, gat þá talað af svo mik- illi mælsku, að Margrét frænka, sem var farin að dotta, galopn- aði augun, að vísu talaði hann bara um starf sitt, en andlit hans ljómaði og augu hans gneistuðu, hann talaði viðstöðulaust og varð allur annar maður. Svo kom að því, að lærdóms tími Magnúsar var liðinn, þá byrj aði hann að dreyrna stóra drauma um framtíðina, hann ræddi allar hugmyndir sínar fyi'st við Þóru. I-Iann sagði að vöruskiptaverzlun- in mundi leggjast niður, hann taldi framtíðina áreiðanlega verða í fiskveiðum og að auðugustu menn heims yrðu þeir, sem ættu hafið og hefðu íslendingar vit á þessu, þá ættu þeir að smíða þil- skip í stað opnu bátanna og kaupa hraðskreið gufuskip til að flytja aflann til Englands, að vísu þyrfti fé til þess, en það ætti þing og stjórn að leggja lil, hver gat líka spáð um framtíð- ina? Ef nú til dæmis hann sjálf- ur kæmist á þing, þá skyldi hann svei mér segja þessum kjafa vélum, hvað þeir ættu að gera í þessum málum. Margrét frænka sagði faktornum frá þessum fram- tíðaráformum Magnúsar, og hann varð stórhrifinn af vizku og fram- sýni unga mannsins. Dag einn, þegar faktorinn var búinn að blaða i verzlunarbókum sínum og reykja margar pípur, þá gekk hann til landshöfðingjans og sagði við hann: — Stefán, þessi sonur þinn er jpiU er fimmtudagurinn 1. júlí Á rdegisháflæði í Rvík kl. 12.37. Tungl í liásuðri kl. 20.02 HEILSUGÆZLA savarðstofan ) Borgarspitalan an er opin allan sélarhringinn Simi 81212 Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr li Revkjavík og Rópavog sími 11100 Sjúkrahifreiö i aafnarfirði simi 51336 Tannlæknavakt er i Heilsú''erndar stöðinni. þai sem Slysavarðstoi an var. og eT optn laugardaga os sunnudaga kl. 5—6 e. h — Sim 22411 Almennar npplýsingar um lækna þjónnstu i borginni eru gefnar simsvara Læknafélags Reykjavik ur. slmi 1888B Fæðlngarheimilið I Rópavogl Hlíðarvegl 40 slmi 42644. Kópavogs Apóteb etr opið 'irka daga fcL 0—19, laugardaga k Ó —14, helgidaga fct 13—lft. Keflavikur Apótek er opið vtrka dagB fcL 0—19. laugardaga ti 9—14, helgidaga fcl 13—1K Anótek Hafnarfjarðar er opið aP" vtrfcB dag trá K1 0—7. a laugar dögum fcL 9—2 og á sunnudög- um og ððrum helgidögum er op- ið frí fcl 2—4 Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka í Reykjavík vikuna 26. júní* — 2. júlí annast Ingólfsapótek og Laug- arnesapótek. Næturvarzla er í Stór- holti 1. Næturvörzlu í Kelflavík 1. júlí annast Arnbjörn Ólafsson. FELAGSLÍF Aðalfundur Sálarrannsóknafé- lags íslands verður haldinn í fundarsal félags- ins að Garðastræti 8 þriðjudaginn 6. júli kl. 8.30 eftir hádegir. Dag- skrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ávarp. Forseti S.R.F.Í. Úlfur Ragnarsson læknir. Hafið félags- skírteini með. Stjórnin. Fcrðafélagsferðir um næstu lielgi. Á föstudagskvöld. 1. Landmannalaugar — Veiðivötn. 2. Hagavatn — Jarlhettur. Á laugardag. 1. Snæfellsnes — Breiðifjörður, 4 dagar. 2. Suðurland, 6 dagar, 3. Þórsmörk. mamrnsmssmmammmammmam vpttv 4**-*.-r:* yftjpemm* -vM* Á sunnudagsmorgun. Sögustaðir Njálu. Farmiðar seldir á skrifstofunni, Oldugötu 3, símar 19533 og 11798. Ferðafélag íslands. Oliáði Söfnuðuriiiii. kvöldferðalagið er í kvöld (fimm- tudag) og verður farið upp á Skála fell. Sameiginleg kaffidrykkja í ferðalok. Öllu safnaðarfólki og gestum þess heimil þátttaka. Farið vérður stundvíslega kl. 8 frá Sölv- hólsgötu við Arnarhól. Kvenfélag Óháða Safnaðarins. Ilúsmæðrafélag Reykjavíkur. fer í sína árlegu skemmtiferð þriðjudaginn 6. júlí. Upplýsingar í símum 17399 og 35979. pLÖÐ OG TÍMARIT HEILSUVERND 3. heftir 1971. Efni: Áttu auknar samgöngur sök á útbreiðsiu berkiaveikinnar, Jónas Kristjánsson. Gigtlækningahælið Skogli, Björn L. Jónsson. Um Hug- lækningar. Fundir í N.L.F.R. Nunn ur verða langlífar. Uppskriftir, Pálína R. Kjartansdóttir. hjmliimuiu—m íslenzkur Iðnaður. 22. árgangur 1971. Efni: Skatt- breytingar. Jóhann Hafstein á Arsþingi F.Í.I. Ræða Gunnars J. Friðriksson við setningu Ársþings F.Í.I. 1971. Fréttir frá Iðnaðar- bankanum og iðnlánasíóði. Nánari samvinna og stóraukin fræðsla. SIGLINGAR Skipaútgerð ríkisinS: Hekla er á Hornafii'ði á norðurleið. Esja er á leið frá Austfjörðum til Rvíkur. Herjólfur er í Rvík. Baldur fer til Snæfellsness- og Breiðafjarð arhafna á hádegi á morgun. Skipadeild S.Í.S.: Arnai-fell væntanlegt til Rvíkur 3. júlí frá Hull. Jökulfell fór 29. júní frá Keflavík til New Bedford. Dís- arfell er í Rvík. Litlafell fór frá Hafnarfirði í dag til Norðui'lands- hafna. Helgafell átti að fara í gær til Oporta frá Leixoes. Stapafell losar á Norðurlandshöfnum. Mæli- fell átti að fara í gær frá Kotka til Ventspils. Einfríður María Guðjónsdóttir, bókbindari, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 10,30 í dag, fimmtudag. Hennar verður síðar minnzt í íslendingaþáttum Tímans. •SSSS55SS3S$SS53$55S5555S555SSSSS«35SSSS5SSSSSS555SSS5SÍS5S$5SSSSSS5S55$S$S$SSS5Sl»SSSSSS*555SSSSSSS!SSS3SsSSSSSSSSSSS5S3$S5555$SS5S5SSSSS$S^^ aup mtu m/sT/o/?sE cA/?/?y/m A POUBLE LOAP~?V£ W/LL A/OT 0£ ABLE TOE/PEEAST EMOUeH TO GET AWAY/ Þú crt of mikils virði fyrir fólkið þitt. — Mig langar til þess að hjálpa fólki Arnarkló til þess að ég fari að láta þá mínu — en iui er ég orðinn óvinur þess. haudlaka þig vegna uppreisnartilraunar. — Þarna er rykmökkur. Það eru ein- hverjir á ferð þarua. — Þarna cr lcilar- flokkurinn. — Og hcstarnir með svona þuugar byrðar. Við koniumst ekki undan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.