Tíminn - 10.07.1971, Page 10

Tíminn - 10.07.1971, Page 10
10 ■^má- TÍMINN LAUGARDAGUR 10. júlí 1971 HALL CAINE: GLATAÐI SONURINN 14 9. KAFLI. FaktorshúsiS ilmaði af bökun- arlykt, Þóra og Margrét frsenka stóðu við stórt borð, sem var hlaðið deigi og hveiti, þær voru með kökukefli í höndunum, með uppbrettar ermar og pilsin höfðu þær stytt. _ Jæja, loksins kemur Magnus, ef til vill getur hann sagt mér, hvernig það atvikaðist að hann kom ekki heim með þér í gærkvöldi, — sagði Margrét frænka. Magnús reyndi að hlæja og snúa öllu upp í grín, hann sagði: — Það er nú löng saga, frænka, maður smíðar nú ekki skeifu í einu höggi, og riú þarf ég að tala við Þóru. __ Þú skalt ekki tefja hana lengi, hér er nóg að gera fyrir heila tylft bakara til að baka ofan í alla þá gesti, sem munu koma hingað á morgun, — sagði frænka. Magnús og Þóra fóru upp í litlu setustofuna, þar sem borgundar- hólmsklukkan var, það voru dökk- ir baugar undir augum Þóru, hún var eirðarlaus og taugaóstyrk, hún sagði: _ — Ég skammast mín fyrir það, sem kom fyrir í gær og bið þig að fyrirgefa mér og gleyma því. — Ég get hvorugt gert, ekki enn, og ekki eins og þú meinar, — sagði Magnús. Tárin koma fram í augun á Þóru, hún sagði: — Vertu ekki harður við mig, Magnús, ég er að reyna að bæta fyrir þetta og það er ekki auð- velt. — Tóta, ég er ekki eins harður við þig og þú ert sjálf, ég er kom inn til að forða þér frá að gera sjálfri þér órétt. — Þóra var hugsi um stund, svo sagði hún: — Ef þú ert komin til að segja mér, að ég verði að standa við heit mín, þá er bað óþarfi, því það ætla ég einmitt að gera. — Heldur þú að það sé rétt? — Ef til vill ekki, gagnvart mér og Óskari . . . Ég hef hvorki þig né Óskar í huga. heldur sjálfan mig . . . er það rétt gagnvart, mér að þú hald- ir loforð þitt? — Hvað meira get ég gert? Það var ekki eingöngu mér að kenna, að ég lofaðist þér, en ég gerði það nú samt, og ég ætla að reyna að standa við það. — En heldur þú, að þú gerir rétt. ef þu giftist mér þar sem þú segist ekki elska mig? — Þóra varð niðurlút og þagði. — Þóra, í gær sagðir, þú, að stúlka ætti að elska manninn, sem hún giftist af öllu hjarta, væri því ekki rangt að giftast mér, þegar þú elskar annan mann? Telur þú það yfirbót? — Ég ætlaði bara að gera það, sem ég taldi rétt, en ef þú álítur það rangt, þá qptla ég aldrei að giftast, aldrei. — Hvers virði heldur þú, að það verði mér? Segjum, eftir fimm til tuttugu ár, heldur þú, að mér líði nokkuð betur þó að þú verðir einmana alla þína ævi, vegna þess að þú gazt ekki haldið heit þitt við mig? — Þóra fól and- lit sitt í höndum sér, og Magnús sagði: — Þóra, hvers konar aukvisi heldur þú að ég sé? — Ekki ætlaði ég að móðga þig, Magnús, en hvað á ég að gera, ef ég gét livorki gifzt þér né verið einhleyp? — Það veizt þú vel, Þóra. — Þóra tók hendurnar frá and- litinu og augu hennar ljómuðu, er hún sagði: Þú meinai’, að ég oigi að giftast Óskari? — Það er undir því komið, hvort þú elskar hann, gerir þú það? — Spurðu mig ekki um það, . Magnús, — En Þóra^ ég hef rétt á því og þess vegna spyr ég þig, elskar þú Óskar? — En elskar þú hann? — Ég virði hann og dái. — Allir elska Óskar. En elskar þú hann? — Já, sagði Þóra lágt, nokkur andartök heyrðist ekkert hljóð í herberginu utan tifið í klukkunni svo .sagði Magnús: Þá er það skylda þín að gift- ast honum. því harin elskar þig og vill kvænast þér. — En ég hef heitið þér eigin- orði. — Ég leysi þig frá því heiti. Tárin streymdu nú óhindrað úr ljómandi augum Þórú, nú grét. hún raunar af gleði. Hún átti í mikilli innri baráttu, ástin tal- aði máli Óskars, en skyldurækn- in og heiðarleikinn voru Magnúsi í vil, svo sagði Þóra: — Ég er búin að segja Óskari, að ég geti ekki gifzt honum. — Hann biður þig nú samt um það, hérna er bréf frá honum. — Bað hann þig um að færa mér það? — Ég bað hann þess. Og þú ert að tala máli hans við mig? — Já, en ég geri þetta líka vegna mín. — Þú ert mér góður, Magnús. — Lestu bréfð Þóra. Þóra opnaði umslagið með titr- andi ( höndum, Magnús gaum- gæfði öll svipbrigði Þóru á meðan hún las bréfið, hann þóttist sjá bæði samvizkubit og þakklæti til sín en enga ást, ef svo hefði ver- ið hefði hann ekki misst alla von, hann las aðeins ástina til Óskars úr ljómandi augum hennar, er hún leit upp úr bréfinu og sagði: Þctta er dásamlegt. þú ert göfugur, þetta er sannur bróður- kærieikur, Óskar segir að þú álít- ir þér fært að ónýta kaupmálann, án þess að blanda mér í málið eða láta skugga falla á hann, þú ert betri en orð ná yfir . . . og sýnir svo mikinn drengskap . . . og fyr- irgefningu . . . hvernig get ég launað þér? —Með því að gefá mér bréiiB frá Óskari. — Til hvers? — Ég vil hafa það í vasanum á morgun, þegar ég ætla að fram- kvæma áform mitt, ég tcl það sanngjarnt, að ég hafi undir hönd um skriflega yfirlýsingu Óskars, um að hann ætli að standa við sinn hluta þessa samnings, á með- an ég framkvæmi minn þátt í mál- inu. Þú ætlar ekki að nota bréfið Óskari til miska? — Margur maður hvetur exi sína án þess að nota hana, — sagði Magnús. Þóra rétti Magnúsi bréfið, hann stakk því í vasa sinn, og sagði: — Nú skaltu svara bréfinu. — Ekki alveg strax, — sagði Þóra. Magnús tók ritföng af smá- borði og lét fyrir framan Þóru og sagði: Jú, strax. — Skapfesta Magnúsar náði undirtökunum, Þóra settist og tók upp pennan, en sagði: — Hvers vega þarf ég að skrifa bréfið í dag, því ekki á morgun? ' — Á morgun á að kunngera trúlofunina og eigi ég að gera eitthvað í málinu, vil ég hafa allt skriflegt. — En Magnús ég verð þó að slíta fyrri trúlofun, áður en ég stofna til annarar. Ef 'Óskar fær ekki svar þitt innan einnar stundar, þá fer hann með næsta skipi til Englands og þú sérð hann aldrei framar. — Sagði hann það? — Já. I i er laugardagurinn 10. júlí Árdegisháflæði í Rvík kl. 07.39 Tungl í hásuðri kl. 03.05 HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan í Borgarspitalan nm er oplo allan sólarhringiun Sím) 81212 Siökkviliðið og sjúkrabifreiðii fyT li Reykjavfk og Rópavog simi 11100 Sjúkrabtfreið i Hafnarfirði stml 51336 Tannlæknavakt er I Heílsu'’erndar stöðinnl. þar sem Slysavarðsioi an vai, og ei opln laueardasa o? sunnudaga kl 5—6 e. h. — Sim 22411 Almennai npplýsingai um lækna þjónustu I borginni «ru gefnai símsvara Læknafélags Revkiavtk ur. slml 18888 Fæðlngarhelmilið i Rópavogi Hlíðarveíl 40 stmi 42641 Kópavogs Apóteh et 'irkt dagi kl »—1» laugardaea k P —14, belgidaga fcl 13—lb. Keflavíkui ApOtek er opið vtrka ringa kL 9—19. laugardaga kl 9—14, helgidaga kl 13—1& Apótek Hafnarfjarðai ei opið all- vlrka dag frá fcl 9—7. a laugar dögum kl 9—2 og a mnnudög otn og öörum helgldögum er op- ið trá kl. 2—4. Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka FÍB.17 Akureyri — Skagafjörður. í Reykjavík vikuna 10. — 16. júlí Málmtækni sf. veitir skuldlaus- annast Laugavegs Apótek og Holts um félagsmönnum FÍB 15% af- Apótek. slátt af kranaþjónustu, símar 36910 Næturvörzlu í Keflavík 10. og og 84139. Kallmerki bílsins gegn- 11. júlí annast Kjartan Ólafsson. um Gufunesradíó er R-21671. Næturvörzlu í Keflavík 12. júlí Gufunesradíó tekur r. móti að- stoðarbeiðnum í síma 22384. Einn- ig er hægt að ná sambandi við vega þjónustubifreiðarnar i gegnum hin ar fjölmörgu talstöðvarbifreiðar á vegum landsins. KIRKJAN Staðsetning vegaþjónustubifreiða --------------------------------- F.Í.B. helgina 10.—11. júlí 1971 Laugarnesprcstakall. FIB- 1 Aðstoð og upplýsingar á Messa í Akurey, Landeyjum kl. 2. Sauðárkróki. Brottför frá Laugarneskirkju kl. 9. FIB. 2 Húnavatnssýslur og Skaga- Séra Garðar Svavarsson. fjörður Dómkirkian. FÍB. 3 Þingvellir — Laugavatn Messa kl. 11. Séra Jón Auðuns FIB. 4 Mosfellssveit / Hvalfjörður dómprófastur. FlB. 5 Kranabifreið / Hvalfjörður Háteigskirkja. FÍB. 6 Kranabifreið — í nágrenni Lesmessa kl. 10.30. Séra Arngrím- Reykjavíkur ur Jónsson. FIB- 8 Borgarfjörður. Árbæjarprestakall. FÍB.12 I Vík í Mýrdal Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Síð- FIB.13 A Hvolsvelli asta messa fyrir sumarleyfi. Séra FIB.15 Hellisheiði — Árnessýsla Guðmundur Þorsteinsson. annast Arnbjörn Ólafsson. / - A Á\ V v\ »!*' #ii/. / Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Grcnsásprestakall. Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu Miðbæ kl. 11. Séra Jónas Gíslason. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messa kl. 10.30. Séra Bragi Benediktsson. Bústaðaprestakall. Guðsþjónusta í Réttarholtsskóla kl. 11. Séra Ólafur Skúlason. Neskirkja. Messa kl. 11. Séra Jón Thoraren- sen. 'Æ.LAGSLÍF Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ. Farið verður skoðunarferð um Reykjavík mánudaginn 12. júlí. Lagt af stað frá Austurvelli kl. 1 e.h. Kaffi á Hótel Esju kl. 4 e.h. Vegna mikillar eftirspurnar er nauðsynlegt að þeir, sem hafa pant- að far en geta ekki farið, láti vita í síma 18800. Félagsstarf eldri borgara milli kl. 9—11 f.h. Sumarieyfisferðir í uæstu viku. 13.—21. júlí Hornstrandaferð í Veiðileysufjörð og Hornvík. 15.—18. — öræfajökull. 15.—22. — Skaftafell —, Öræfi. 15. —25. — Hringferð til Öræfa og Austurlands. 16. —25. — Kerlingafjalladvöl. 17. —22. — Landmannaleið — Fjallabaksvegur. 19.—28. — Hornstrandaferð í Furufjörð, og ná- grenni. Ferðafélag islands, Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. Óliáði Söfnuöurinn. Farmiðar í skemmtiferðina að Skógum undir Eyjafjöllum sunnu- daginn 18. júlí verða seldir í Kirkjubæ þriðjudag og miðviku- dag 13.—14. júlí frá kl. 6 — 9 e.h. sími 10999. SÖFN OG SÝNINGAR Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið alla daga nema laugardaga, frá kl. 1.30 — 4. Aðgangur ókeypis. AfO/ tVZARESSOT AGA/NST 7/S£ ELPEZS, ONL y THOSE WHO W/LL -NtOST OUE’WAy BUFFALO/ A B/6 ENOU6H TO FEEP US FOHA/A/Sy SUNS/ Ileyrðir þú, hvað ungu mcnnirnir sögðu? Sein Indíánafulltrúi ber þér skylda til að sjá um að friður haldist. Sérðu hvcrnig Arnarklnin hefur æst upp ungu menn- ina? — Nei, við erum ekki andvítrir gömlu mönnunum, heldur aðeins þeim. sem halda þvi fram, að við megum engu breyta frá því, seni verið Uefur hjá okk- ur. — Bufflar. Stór hiörð. Nógu stór til þess aö seöja okkur í margar sólir. — Takið hoga ykkar og örvar og á hak með ELSEWHERE- ■ ■ / 0/G ENOUGH 70 —==T——f MAKE Fty FEOPLE a,rs uFnn\/ TH/NK77/EBUFFALO FAG/E ')\ N/LLFEEP7HEH1 7ALON' / l EOHEVEEANP V / / \ THSFE /SNO//&D \ r~~—-■ \ 70 CHAN6E ■mA agEVSlWSKV THE/H , PTw n mys/ TAKEXX/P EOfVSAND MOUNT/ ykkur. — Stór liiörð, Arnarkló. — Já, þetta er nægilega stór hjörð til þess, að fólkið mitt haldi, að hún seðji það um langan aldur, og ekki sé þörf á nýjum fæðuöflunarleiðiim.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.