Tíminn - 10.07.1971, Page 12
12
TÍMINN
ÍÞRÓTTIR
LAUGARDAGUR 1«. júlí 1971
II
Í||ÍÍH|IWIIÍ|I|
FISCHER
LARSEN
Kv.: Bent Laisen.
Sv.: Robert Fisclier.
Ensk byrjun.
1. c4 c5
(Það virðist vera orðin föst venja
hjá Fischer að svara 1. c4 á þenn-
an hátt.)
2. Rf3 g6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rc6
5. e4 Rf6
(Þessi leikur gefur svarti betri
möguleika á að jafna taflið en
5. —, Bg7, sem hvítur svarar með
6. Be3 o.s.frv.)
6. Rc3 d6
(Algengasta framhaldið hingað
til hefur verið 6. —, Rxd4 7. Dxd4,
Bg7, en hvítur hefur í seinni tíð
náð góðum árangri með eftirfar-
andi uppbyggingu: 8. Be3, Bg7 9.
13. 0—0 10. Dd2, Da5 11. Hcl, að
12. b3, Bd7 13. Bd3 o.s.frv. sbr.
skákina Portisch-Gheorghiu, Sieg-
en 1970. Síðasti leikur Fischers
gerir það að verkum, að Larsen
verður að staðsetja biskup sinn á
e2 í stað d3, þar sem hann stæði
áreiðanlega betur.!
7. Be2 Rxd4
8. DxR Bg7
9. Bg5 h6:
(Með því að reka biskupinn af
höndum sér vill Fischer senni-
lega koma í veg fyrir, að Larsen
geti gefið honum tvípeð á f-
línunni. Þetta gæti átt sér stað á
eftirfarandi hátt: 9. —,0—0 10.
Dd2, a6 11. 0—0, Be6 12. Hfdl,
Da5 13. Bxf6, Bxf6 14. Rd5 o.sfrv.)
10. Be3 0—0
11. Dd2 Kh7
12. 0—0 Be6
(Larsen blæs nu til atlögu enda
hefur hann fullan hug á því að
hefna ófaranna í 1. skákinni.)
13. f4 Hc8
14. b3 Da5
15. a3
(Væntanlega leikið í því skyni að
geta svarað — Rg4 með 16. b4)
LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA
Tómas Arnason brl. og
Vílhjálmur Árnason hrl.
Lækjargötu 12.
(Iðnaðarbankahúsið, 3. h.).
Símar 24635 — 16307.
MALLORCA
■4
Beint þotuflug tii Mallorca.
Margir brottfaxardagar.
Sunna getur boðið yður
eftirsóttustu hótelin. og
nýtízku íbúðirt vegna niikiila
viðskipta og 14 ára st arfs á
Mallorca.
fERBASKRIFSTOFAN SISNNA
^ SÍMAR164D012070 2B5S5 áf
4^ --------
15. —, a6
16. 15 Bd7
(Fischer getur ekki drepið peðið
á f5 sér að meinalausu.)
17. b4 De5!
(Það dylst víst engum, að Lar-
sen hefur frjálslegri stöðu og væn-
lega sóknarmöguleika á kóngs-
vængnum, en Fischer teflir vörn-
ina óaðfinnanlega, eins og hans er
von og vísa. Staðsetning svörtu
drottningarinnar á e5 virðist í
fljótu bragði all-glæfraleg, en
Larsen sér enga leið til að færa
sér hana í nyt. Þannig strandar
18. Bd4 cða Bf4 einfaldlega á
—, Rxe4! o.s.frv. Þrýstingurinn
á e4-peðið skapar svarti nægilegt
móspil.)
18. Ilacl Bc6
(Enn eykst þrýstingurinn á e4-
peðið. Að drepa peðið sti-ax væri
óráðtegt. 18. —, Rxe4 19. Rxe4,
Dxe4 20. Hf4 og hvítur nær hættu
legri sókn.)
19. Bf4 Rxe4
20. Rxe4 Dxe4
21. Bd3
(Fischer hótaði máti á g2.)
21. —, Dd4ý
22. Klil Hce8
(Fischer er lítið fyrir það að
gefa peð að ástæðulausu.)
23. Be3 (?)
(Larsen hefur ágæt sóknarfæri
fyrir péðið, en hér virðist hann
ekki nýta nægilega vel möguleika
sína. Með 23. Dc2 gat hann hald-
ið sókninni gangandi, en þess í
stað stefnir hann að endatafli,
þar sem telur sig hafa betri mögu
leika.)
23. — Dc3
24. Bxh6
(Á þennan hátt vinnur Larsen peð-
ið til baka, en um leið losar hann
andstæðing sinn úr öllum vanda.
Reyna mátti 24. De2).
24. — DxD
25. BxD Be5
(Lausleg athugun á þessari stöðu
leiðir í ljós, að hvítur stendur sízt
betur að vígi. Larsen hefur greini-
lega ofmetið möguleika sina)
26. Bf4 BxB
27. HxB gxf5!
(27. —, Kg7 strandaði á 28. Hxe7
ásamt 29. f6f og livítur nær betri
stöðu).
28. Ilxf5 Kg7
(Svarti kóngurinn virðist nokkuð
berskjaldaður, en Larsen getur
ekki fært sér það í nyt).
29. Ilg5f Kh6
30. h4 e6
(Hinn voldugu miðborðspeð Fisc-
her tryggja honum minnst jafna
stöðu. Larsen verður að gæta þess
vel að peðin komist ekki á skrið)
31. Ilfl f5
32. Hel Hf7
33. b5 axb5
34. cxb5 Bd7
35 g4
(Á þennan hátt tekst Larsen að
tvístra 'peðafylkingu andstæðings-
ins á miðborðinu. Staðan má nú
heita í jafnvægi. Larscn var liins
vegar kominn í mikla tímaþröng
er hér var komið sögu og gætir sín
[ekki sem skyldi í íramhaldiuu)
35. — Ha8
36. gxf5 exf5
37. Bc4??
(Alvarleg yfirsjón, sem leiðir beint
til glötunar. Nauðsynlegt var 37.
Hegl og hvítur heldur í horfinu.
T.d. 37. — Hxa3 38. Hg6f ásamt
39. Hxd6).
37. — Ha4’
(Óskemmtilegur leikur að fá á sig
í tímaþröng. Larsen reynir að
bjarga því, sem bjargað verður
en stoðar lítt)
38. Hcl Bxb!
(Engin miskun hjá Magnúsi!)
39. Bxf7 Hxh4t
40. Kg2 KxH
(Staðan er nú að sjálfsögðu gjör-
töpuð og framhaldið þarfnast ekki
skýringa)
41. Bd5 Ba6
42. Hdl Ila4
43. Bf3 Hxa3
44. Hxd6 IIa2t
45. Kgl Kf4
46. Bg2 Hb2
47. IId7 b6
48. Hd8 Be2
49. Bh3 Bg4
50. Bfl Bf3
51. Hb8 Be4
52. Ba6 Ke3 1 «
53. Hc8 Hblt
;jo 54. K1)3 ' Kf 1.! -pfrTv i
Larsen gafst upp, því að mátið
á hl er óverjandi.
Og nú er spurningin þessi:
Fær Larsen sömu meðhöndlun
hjá Fischer og Tamanov forðum
daga?
F. Ó.
Reykjavíkurmótið í fimmtarþraut:
Valbjörn sigraði
Elías náði sínu bezta
Valbjörn Þorláksson, Á, varð
Reykjavíkurmeistari í tugþraut,
lilaut 6646 stig. Að loknum fyrri
degi hafði Valbjörn 3506 stig. Af
rek hans voru þessi: 100 m. 11,2
sek., langstökk 6,61 m., kúluvarp
12,7 m., hástökk 1,80 m., 400 m.
hlaup 52,8 sek., 110 m. grinda-
hlaup 15,3 sek., kringlukast 35.94
nx. stangasstökk 4,15 m., spjót-
kast 49,84 m. o® 1500 m. hlaup
5:33,6 sek. Valbjörn á mun betri
árangur — met hans er 7364
stig, en fremur óhagstætt veður
var á miðvikudag og fimmtudag.
— Elías Sveinsson, ÍR, náði sín-
um bezta árangri, hlaut 6311 stig.
Hann getur þó mun betur, sér-
staklega í hlaupunum, sem hann
virðist lítið æfa. Elías ætti að
geta fengið yfir 7000 stig, jafn-
vel seinna í sumar, ef vel væru
æfðar hlaupagreinarnar og lang
stökk. Einstök afrek: 11,7 — 5,98
— 12,45 — 1,90 — 56,2 - 17,5 -
38,73 — 3,61 — 54,42 — 4:55,0.
Þriðji varð Stefán Jóhannsson, Á,
með 4476 stig.
í fimmtarþraut kvenna sigraði
Lára Sveinsdóttir, Á, hlaut 3289
stig, sem er mjöig þokkalegur ár-
angur. Lára ætti að geta bætt þetta
afrek verulega, með frekari æf-
ingum, sérstaklega er kúluvarpið
lélegt. Einstök afrek: 100 m. grinda
hlaup 17,3 sek., hástökk 1,48 m.,
kúluvarp 6,28 m., langstökk 4,55
m. og 200 m. hlaup 28,7 sek. Önn-
ur varð Sigrún Sveinsdóttir, Á,
(systir Láru) með 2922 stig. (18,1
— 1,35 — 5,27 — 4,62 - 27,9).
, ,Þri<?ja Ragnhjldpr Jósdóttir, ÍR
2490 st'ig (19,3 — 1,30 — 7,39 —
9,19 — 33,9) Fiórða.varð Ása Hall-
dórsd., Á, 2241 'st (hún er aðeins
11 ára) Lilja Guðm. ÍR, 2227 stig
Viðey
og Bjarney Árnadóttir, ÍR, 1975
stig.
Ágúst Ásgeirsson, ÍR, varð
meistari í 10 km hlaupi hljóp á
34:13,6 mín., hans bezti tími.
Kristján Magnússon, Á, hljóp á
38:26,6 mín.
Aðalhluti Reykjavíkurmótsins
fer fram 4.—5. september.
Framhald af bls. 1
á framhlið hússins, eins og er á
upprunalegu teikningunni, sem til
er í Þjóðskjalasafni.
Þá er hugmyndin að setja svarta
skífu á þakið. Er það í samræmi
við teikningar, en um aldamótin
síðustu fór fram viögerð á Við-
eyjarstofu og var þá sett á hana
bárujárnsþak, sem að sjálfsögðu
verður rifið af. En áður en járnið
var sett á, var timburþak á bygg-
ingunni.
Bjarni Ólafsson, trésmíðameist-
ari, hefur stjórn verksins á hendi,
og vinna auk hans átta smiðir og
lærlingar að smíðinni. Er verkið
seinunnið, að sögn Þórs Magnús-
sonar, þjóðminjavarðar, en hug-
myndin er að gera eins vel við
Viðeyjarstofu, eins og unnt er,
en ekki drusla verkinu af í flýti.
Ekki er hægt að koma við nema
takmörkuðu af vélknúnum tækj-
um, og verður því verkið enn
seinunnara en ella.
í sumar verður reynt að ldæða
þakið að öðru leyti en þvi að
eftir verður að skífuleggja það.
Búið er að rífa talsvert af
nýrri innréttingum í húsinu,. sér-
staklega á efri hæð. En það er
eins mcð innriskipan hussins 02
ytra útlit, að þar verður byggt að
nýju eftir frumteikningum.
Þótt reynt verði að ljúka viðgerð
inni að mestu fyrir 1974, sagði Þór,
verður ckki búið þá að koma mann
virkjunum í Viðey í það horf sem
ráðgert er. Þá verður cftir að búa
Viðeyjarst.ofu þeim húsmunum sem
hæfa og snyrta umhverfið.
Bikurkeppni
FRÍ
Eftirtalin félög og héraðssam-
bönd hafa tilkynnt þátttöku í Bik
arkeppni FRÍ 1971: Ármann, ÍR,
KR, HSK, UMSK, og HSH. Keppn-
in fer fram á Laugardalsleikvangi
28.—29. ágúst.
Þar sem þáUtökuaðilar eru að-
eins 6, verður engin undankeppni.
(Frá FRÍ).
Happdrætti IBK
Dregið hefur verið í skyndihapp
drætti ÍBK hjá bæjarfógetanum
í Keflavík og upp komu eftirtalin
númer:
4997 4442 3820 363 302 303 35.
Sund-
meistaramót
islands
Sundmeistaramót ísiands 1971
fer fram í sundlawginni í Laugar-
dal, dagana 23., 24. o<j 25. júlí n.k.
Þátttökutilkynningar þurfa að
vera skriflegar á þar tii gerðum
blöðum (timavarðarkortum) og
berast stjóm SSÍ fyrir 16. júlí.
Frekari npplýsingar veitir rit-
ari SSÍ Torfi Tómasson, Hlíðar-
vegi 13, Kópavogi, sími 42313 eða
1594L
Keppt uerðar i eftirtöldum
greinum:
Föstudagurinn 23. jðz SL 2D9HL
1500 m. skirðsund karriSa >
800 m. skriðsund Awcaoma [
400 m. bringusund teda j
2. DAGCEe j
Langardagurnm 24. júlí ia.
100 m. flugsund kwesrma 1
200 m. bringnsund feaSa )
400 m. skriðsund kvenna \
200 m. baksund karia
200 m. fjórsund kvenna
100 m. sfcriðsand karia
100 m. bringusund kvennra
200 m. flogsund karia
baksund kvenna.
4x100 im. f jórsnnd karia
4x100 m. skriðsOTKi kvenna
3. DAGUR:
Sunnudagiuinn 25. júlí M. 15.00.
100 m. flugsund kaarla
200 m. bringusund kvenna
400 m. skriðsund karla
200 m. baksund kvenna
200 m. f jórsund karla
100 m. skriðsund kvenna
100 m. bringusund karla
200 m. flugsund kverma
100 m. baksund karla.
4x100 m. f jórsund kvenna
4x100 m. skriðsund karla.
Launamisrétti verði kannað
hjá samvinnuhreyfingunni
KJ-Reykjavík, föstudag.
Launajafnrétti kvenna var til
umræðu á aðalfundi Sambandsins
í Bifröst, og var eftirfarandi til-
laga um rannsókn þar að lútandi
samþykkt í einu hljóði, en flutn-
ingsmaður tillögunna. var Adda
Bára Sjigfúsdótlir veðurfræðingur,
einn fulltrúa KRON á aðalfund-
inum.
Tillaga Öddu Báru var þannig:
„Aðalfundur SÍS, haldinn að
Bifröst' dagana 6.—7. júlí, bcinir
því til stjórnar SÍS, að hún láti
kanna launakjör kvenna, sem
starfa á vegum samvinnuhreyfing
arinnar. Könnunin feli m.a. í sér
samanburð á launum karla og
kvenna hjá samvinnuhreyfingunni
og fyiirtækjum hennar. Niðurstöð
um könnunarinnar fylgi greinar-
gerð um orsakir launamismunar.
Jafnframt er stjórninni falið áð
leitast við að koma því til leiðar,
að bætt verði úr þeim ójöfnuði,
sem fram kann að koma við könn-
un þessa.“