Tíminn - 15.07.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.07.1971, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 15. júlí 1971 TÍMINN 3 með þaS fyrir augum sérstaklega, að sjávarútvegin- nm verði tryggt hagstætt olíuvcrð. Að taka vátryggingamálin til endurskoðunar með það fyrir augum, að vátryggingakerfið verði gert ódýrara og einfaldara. Að endurskipuleggja lyfjaverzlunina með því að tengja hana við heilbrigðisþjónustuna og setja hana undir félagslega stjórn. Félags- og menningarmál Ríkisstjórnin hefur sett sér þessi höfuðmarkmið f félags- og menningarmálum: Að beita sér fyrir auknum jöfnuði lífskjara og tryggja í framkvæmd fullt jafnrétti landsmanna án tillits til kynferðis, stéttar eða búsetu. Að beita sér fyrir setningu löggjafar um alhliða vinnuvernd, svo og löggjafar um hlutdeild starfs- fólks í stjórn fyrirtækja, og tryiggja, að slíkri skip- an verði komið á í ríkisfyrirtækjum. Að ríkisfyrirtæki segi sig úr Vinnuveitendasam- bandi íslands. Að styðja launþegasamtökin til þess að koma upp hagstofnun á sínum vegum. Að tryggja með löggjöf, að vinnulaun fáist greidd þrátt fyrir gjaldþrot atvinnurekanda. Að endurskoða allt tryggingakerfið, m. a. með Magnús Kjartansson iðnaSarráSherra ræSir viS ráSuneyt- isstjórann, Árna Snaevarr. (Tímamyndir Gunnar og Kári) það fyrir augum, að greiðslur almannatrygiginga til aldraðs fólks og öryrkja verði hækkaðar að því marki, að þær nægi til farmfæris þeim bótaþegum, sem ekki styðjast við aðrar tekjur. Að lögtekinni hækkun elli- og örorkulífeyris verði flýtt með setningu bráðabirgðalaga. Að aðstaða landsmanna í heilsugæzlu- og heil- Gylfi Þ. Gíslason fyrrv. viðskiptamálaráSherra býður LúS- vík Jósefsson viðskiptamálaráðherra velkominn til starfa. brigðismálum verði jöfnuð, kostað sérstaklega kapps um að bæta úr vandræðum læknislausra hér- aða og ráðin bót á ófremdarástandi í málefnum geð- sjúkra og drykkjusjúkra. Að sett verði löggjöf um hlutdeild ríkisins í bygg ingu og rekstri barnaheimila, elliheimila og annarra hliðstæðra stofnana, og séð fyrir fullnægjandi menntunaraðstöðu starfsliðs þeirra. Að gera ráðstafanir til að lækka óhóflegan hús- næðiskostnað almennings, m.a. með lækkun bygging arkostnaðar, hagstæðari lánum og afnámi vísitölu bindingar húsnæðislána. Að hafa forgöngu um, að byggt verði leiguhúsnæði, er lúti félagslegri stjórn, og sé einkum í þágu frum- býlinga og aldraðs fólks. Að endurskoða tekjuöflunarleiðir hins opinbera með það fyrir augum, að skattabyrðinni verði dreift réttlátlegar en nú er gert. Slík endurskoðun skatta- kerfisins haldist í hendur við endurskoðun trygginga löggjafar, í því skyni að öllum þjóðfélagsþegnum verði tryggðar lífvænlegar lágmarkstekjur. Tekjur, sem einungis hrökkva fyrir brýnustu lífsnauðsynj- ■ um, verði ekki skattlagðar. Skattaeftirlit verði hert, þannig að réttlát skattaframkvæmd verði tryggð bet- ur en nú er. Stefnt verði að því, að persónuskattar eins og til almannatrygginga verði felldir niður, en teknanna aflað með öðrum hætti. Jafnframt verði gerð ýtarleg athugun á rekstrarkostnaði ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja í þeim tilgangi að gera reksturinn einfaldari og draga úr kostnaði. Að framkvæma endurskoðun á fræðslukerfinu og gera heildaráætlun um þörf þjóðarinnar fyrir hvers kyns fræðslustofnanir, kennaralið, námsleiðir og tengsl milli þeirra, í því skyni að skapa samræmt og heilsteypt menntakerfi. Skólarannsóknir verði efld- ar og skipulag þeirra endurskoðað. M'é'nntunaraðstáða uhgmenna verði jöfnuð, náms- brautum fjölgað, komið á víðtækum stuðningi við námsfólk og fjárframlög til skólabygginga aukin. Fólki á ýmsum aldri verði gert kleift að njóta menntunar og endurmenntunar og gefinn kostur á að ljúka fullgildu námi í sem flestum sérgreinum. Iðnnám og tæknimenntun þarf að endurskipu- leggja frá rótum, allt frá almennri iðnfræðslu til stofnunar tækniháskóla. Rannsóknastörf og vísindi verði efld og tengd áætlunum um þjóðfélagsþróun. Listir, bókmenntir og önnur menningarstarfsemi hljóti aukinn stuðning. Aðstoð sé veitt til stofnunar og rekstrar félags- málaskólg verkalýðshreyfingar og samvinnuhreyfing- ar. Að stuðla að breyttu gildismati á þann veg, að til hinna eftirsóknarverðustu lífsgæða verði talið hreint og ómengað umhverfi og fullnægjandi skil- yrði til eflingar frjálsrar hugsunar og andlegs þroska einstaklingsins. Við hagnýtingu íslenzkra auðlinda skal kostað kapps um alhliða náttúruvernd, svo að hver þjóðfélagsþegn eigi þess kost að njóta heil- brigðra lífshátta. Að gera þær ráðstafanir, sem þörf krefur, til að girða fyrir mengun umhverfis af völdum iðnvera og annars atvinnurekstrar. Að tryggja Náttúruverndarráði nauðsynleg fjár- ráð og stuðla á, annan hátt að öflugri framkvæmd nýsettrar löggjafar um náttúruvernd. Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra tók sér bók í hönd á meðan hann beið eftir að taka við menntamál- unum af Gylfa Þ. þjóðir. Ríkisstjórnin beitir sér fyrir jöfnum rétti allra þjóða Og mun því greiða atkvæði með því, að stjórn Kínverska alþýðulýðveldisins fái sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. Enn fremur mun hún styðja það, að bæði þýzku ríkin fái aðild að Samein- uðu þjóðunum, ef það mál kemur á dagskrá. Rflds- stjórnin leggur áherzlu á frelsi og sjálfsákvörðunar- rétt allra þjóða og fordæmir því hvarvetna vald- beitingu stórvelda gegn smáþjóðum. Ríkisstjórnin telur, að vinna beri að því að draga úr viðsjám í heiminum og stuðla að sáttum og friði með auknum kynnum milli þjóða og almennri af- vopnun, og telur, að friði milli þjóða væri bezt borg ið án hernaðarbandalaga. Ágreiningur er milli stjóm Magnús Jónsson fyrrv. fjármalaraðherra bauð Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra velkominn til starfa i ráðu- neytinu. Utanríkismál í utanríkismálum hafa stjórnarflokkarnir komið sér saman um eftirtalin meginatriði: Stefna íslands í alþjóðamálum verði sjálfstæðari Og einbeittari en hún hefur verið um skeið og sé jafnan við það miðuð að tryggja efnahagslegt og stjórnarfarslegt fullveldi landsins. Haft skal fullt samráð við utanríkismálanefnd Alþingis um öll meiri háttar utanríkismál og um mótun utanrikis- málastefnu landsins. Á hverju Alþingi skal gefin skýrsla um utanríkismál og fari þar fram almennar umræður um þau. Hafa skal sérstaklega náin tengsl við Norðurlanda þjóðirnar. Innan Sameinuðu þjóðanna og annars staðar á alþjóðavettvangi ber íslandi að styðja fátæk ar þjóðir til sjálfsbjargar og jafnréttis við efnaðar arflokkanna um afstöðuna til aðildar íslands að Atlantshafsbandalaginu. Að óbreyttum áðstæðum skal þó núgildandi skipan haldast, er. ríkisstjórnin mun kappkosta að fylgjast sem bezt með þróun þeirra mála og endurmeta jafnan stöðu íslands í samræmi við breyttar aðstæður. Ríkisstjórnin er samþykk því, að boðað verði til sérstakrar öryggisráðstefnu Evrópu. Varnarsamningurinn við Bandaríkin skal tekinn til endurskoðunar eða uppsagnar í þvi skyni, að varnar- liðið hverfi frá íslandi í áföngum. Skal að því stefnt, að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtimabilinu. fsland gengur ekki í Efnahagsbandalag Evrópu, en mun leita sérstakra samninga við bandalagið um gagnkvæm réttindi í tolla- og viðskiptamálum. Utanríkisþjónustan skal endurskipulögð og stað- setning sendiráða endurskoðuð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.