Tíminn - 15.07.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.07.1971, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15. júlí 1971 TÍMINN 7 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Frairtkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórartnn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- *tjómarskrtfstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 1830«. Skrif- rtofur Bankastræti 7. — AfgreiOslusimi 12323. Auglýsingaslmi: 19523. Aðrax skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr. 195,00 á mámuði. innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. MáBefnasamningurinn 1 gær tók ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar við stjómar- tammun í landinu. Jafnframt var birtur málefnasamn- ingur sá, sem stjómarflokkamir hafa gert með sér og er grundvöllur stjómarsamstarfsins. í málefnasamningi stjómarflokkanna er landhelgis- málið sett efst á blað og þar ákveðið að landhelgissamn- ingunum við Breta og Vestur-Þjóðverja verði sagt upp og fiskveiðilögsagan færð út í 50 sjómflur eigi síðar en 1. september 1972. Hin nýja ríkisstjóm mun ekki beita gengislækkun gegn þeim vanda, sem við er að glíma í efnahagsmálum, en halda áfram verðstöðvun, þar tfl nýjar ráðstafanir tfl að hamla gegn óeðlflegri verðlagsþróun verða gerðar. Það er stefna rikisstjómarinnar að bæta afkomu verkafólks, bænda, sjómanna og annarra þeirra, sem búa við hliðstæð kjör- f trausti þess, að rikisstjómin hljóti stuðning til þess að ná sem beztum tökum á þróuh verðlagsmála, og í því skyni, að hægt verði að tryggja láglaunafólki árlegar og eðlflegar kjarabætur mun rfldsstjómin beita sér fyrir eftirfarandú • Vinnuvikan verði 40 stundir án breytinga á kaupi; • Kaupgjaldsvísitalan verði leiðrétt um þau jLf3 vísitölu- stig, sem felld vom niður með verðstöðvunarloguh- um og þau 2. vísitölustig, sem frestað var, eða samtals 3,3 vísitölustig verði þegar tekin inn í kaupgjalds- vísitöluna. • Auk þessara kjarabóta telur rfkisstjómin mögulegt að auka í áföngum kaupmátt launa verkafólks, bænda og annars láglaunafólks um 20% á næstu 2 áram og mun beita sér fyrir að því marki verði náð. • Miðað skal við það, að kjör bænda verði sambærfleg við launakjör annarra vinnandi stétta. • Sérstök áherzla verði lögð á bætt launakjör sjómanna með breytingum á hlutaskiptum og hækkun á fisk- verði. • Söluskattur á ýmsum nauðsynjavöram verður felldur niður. • Lögtekin hækkun elli- og örorkulífeyris verði flýtt með setningu bráðabirgðalaga. • Allt tryggingakerfið verður endurskoðað með það fyrir augum, að greiðslur almannatrygginga til aldr- aðs fólks og öryrkja verði hækkaðar að því marki, að þær nægi til framfæris þeim bótaþegum, sem ekki styðjast við aðrar tekjur. • Vísitölubinding húsnæðislána verður afnumin. • Byggt verði leiguhúsnæði í þágu frambýlinga og aldraðs fólks. • Skattakerfið verði endurskoðað, dreifing byrðanna gerð réttlátari og skattaeftirlitið hert. Hin nýja ríkisstjóm mun beita sér fyrir stórátökum á sviði atvinnumála og m.a. verður komið upp Fram- kvæmdastofnun ríkisins, er hafa mun á hendi heildar- stjóm fjárfestingarmála, áætlanagerð og framkvæði í'at- vinnumálum og fara með stjóm Framkvæmdasjóðs ríkis- ins og annarra fjárfestingarsjóða, sem eðlilegt verður talið að falli undir hana, en í tengslum við Framkvæmda- stofnunina skal starfa sjóður sem veiti fjárstuðning til þess að treysta sem bezt eðlilega þróun í byggð landsins- Hér hefur aðeins verið drepið á örfá atriði úr hinni merku stefnuskrá hinnar nýju ríkisstjómar. Önnur atriði verða tekin til meðferðar hér í blaðinu næstu daga. — TK I-.............. " - ■ ” llB — JOSEPH KRAFT# International Herald Tribune: Vietnamstyrjöldin hefur leikið marga gáfuðustu mennina illa Dan Ellsberg er eitt þessara fórnarlamba hennar. DAN ELLSBERG ENGINN þeirra, sem við styrjðldina í Vietnam eru riðn- ir, hefur til brunns aB bera jafn mikið og Daniel Ellsberg, sem kom leyniskjölum vamar- málaráðuneytisins á framfæri. Hann er nákunnugur gangi styrjaldarinnar á vígstöðvun- um, hefur mikla reynslu af skrifstofuvaldinu í Washing- ton, er ágætum gáfum gæddur og hefur fágæta hæfileika til að greina sundur og leysa tor- ræð viðfangsefni. Hann lætur sig einnig miklu varða, hvert hlutskipti einstakl inganna í Víetnam verður, og er honum í því efni ólíkt farið og flestum öðmm Bandaríkja- mönnum. Til dæmis mun það nálega einvörðungu að þakka afskiptum hans, að Tran Ngoc Chau er enn á lífl, en hann er st j ómmálaleiðtogi andstæður stjóminni í Suður-Vietnam. iÉG hitti Ellsberg öðm hvora í fimm ár í sambandi við styrjöldina í Vietnam, tók að dást mjög að honum, en efaði dómgreind hans stórlega eigi að síður. Rétt er að rekja kynni okkár hér, enda varpar o;*ú frásögn nokkra Ijósi á þi erfiðleika, sem bæði Ellsberg og bandaríska þjóðin eiga í um þessar mundir. Ég hitti Ellsberg fyrst 1 vara armálaráðuneytinu, þegar hann starfaði með John heitnum Mc Naughton, sem þá var aðstoðar utanríkisráðherra. Þannig stóð á, að ég hafði haft nokkur kynni af kommúnistum í Vlet- nam. Þegar hér var komið sögu var flest á huldu um þá og ég lagði því leið mína í vamar- málaráðuneytið til þess að skýra McNaughton og Ellsberg frá því, sem ég hafði komizt að raun um. Ellsberg lagði fyrir mig margar mjög ákveðnar spum- ingar. Hann vildi vita um bar- áttuþrek kommúnista, hugsan- legan ágreining um forastu inn an hreyfingarinnar, ágreining kommúnista frá Norður-Viet- nam og Suður-Vietnam, afstöðu þeirra og sam- band við Kínverja og Rússa, um tilkomu og sögu Þjóðfrels- ishreyfingarinnar, uppbyggingu hennar og kenningar. Að sið- ustu var ég spurður, hvaða að- ferð ég teldi líklegasta til að binda endi á átökin. Ég svaraði því til, að lausnin væri að mynda í Saigon ríkis- stjóm, sem semdi við komm- únista. Þeir McNaughton og Ellsberg J "fnuðu þeirri hug- mynd gersamlega. Að þeirra áliti komu engir samningar til greina. Styrjöldin í Vietnam var í þeirra augum prófsteinn- inn á vilja Bandaríkjamanna til að stemma stigu við ágengni kommúnista. FUNDUM okkar Ellsberg bar saman í annað sinn í Sai- gon, þegar hann starfaði með Edwin Lansdale hershöfðingja. Hershöfðinginn var þeirrar skoðunar, að ríkisstjóm í Sai- gon, vinveitt Bandaríkjamönn- um, ætti að geta unnið íbúa dreifbýlisins frá kommúnistum með því að beita sér jöfnum höndum fyrir félagslegum um- bótum og mjög ströngu lög- reglueftirliti. Ellsberg var ákafur stuðningsmaður þess- ara hugmynda hershöfðingj- ans. Frá mínum bæjardyram séð var hér um hreinustu firru að ræða, og ég hafði látið þá skoðun i ljós í skrifum minum. Ellsberg neitaði að tala við mig fyrst þegar ég heimsótti hann í Saigon. Síðar komum við okkur saman um að hittast á laun .Hann sagði mér þá, að tilgangslaust væri fyrir okkur að ræðast nánar við, þar sem ég efaðist um ágæti stefnunn- ar, sem fylgt væri. Næst hitti ég Ellsberg í há- degisverði heima hjá Edward Kennedy öldungadeildarþing- manni í McLean. Þegar hér var komið hafði Ellsberg skipt um skoðun .Honum varð svo tíð- rætt um, hve rangt hann hefði haft fyrir sér áður, að öllum gestunum þótti nóg um. ELLSBERG fékk far með mér til Washington að loknum hádegisverði. Hann virtist óstyrkur og var sífellt að líta aftur á leiðinni. Þegar ég kom til borgarinnar bað hann mig að aka til ákveðins gistihúss, síðan þegar til annars og loks til hins þriðja, þar sem hann varð eftir. Hann sagði að þetta væra varúðarráðstafanir til þess að komast hjá þvi, að sendimenn ríkislögreglunnar veittu honum eftirför. Síðast bar fundum okkar Ellsbergs saman fyrir fáeinum mánuðum á heimili minu i Washlngton. Þé var hann fyrir löngu orðinn sannfærður um, að siðgæði sínu og innræti væri veralega ábótavant. Hann talaði af ákefð um sök Banda- ríkjamanna og brýna þörf á að hreinsa þjóðarsálina. Hann rakti nákvæmlega rök- ræður sínar við ýmsa forastu- menn í ríkisstjórninni. Einnig stakk hann upr á hinu og þessu, sem komið gæti upp um þá embættismenn, sem sök ættu á styrjöldinni í Vietnam. — Það mun hafa verið um þetta leyti, sem blaðinu The New York Times voru afhent leyniskjöl varnarmálaráðuneyt islns. TVENNT virtist mér sérlega áberandi á þessum fundum okkar Ellsberg, svo mjög sem þeir voru þó ólíkir um flest. Annað var viðvarandi hugsun um mikla baráttu þjóðarinnar. Ellsberg virtist sannfærður um það frá upphafi, að styrj- öldin í Vietnam væri óumræði lega mikilvæg fyrir Bandaríkja menn, reyndi miög á afl þeirra, aga og ráðvendni. Hitt var, hve hann lét sig málið miklu varða sem ein- staklingur. Hann leit frá fyrstu Fratnhald é bls. 1L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.