Tíminn - 15.07.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.07.1971, Blaðsíða 6
i i ' V i 11• nn ,} i", TÍMINN <1*.. .... .. .. .......... .......... Mafíuforingi myrtur í mann- réttindabaráttu Bandaríski Mafíuforinginn Joe Colombo var myrtur í New York nú um mánaðamótin. Hann var aS taka þátt í útihátíðahöldum félagsskapar þess, sem berst fyrir borgararéttindum ítala í Bandaríkjunum, þegar ungur svertingi skaut hann. Einn af lífvörðum Colombos skaut svert- ingjann til bana, en hvarf síðan. Talið er, að Mafían hafi staðið bak við morð- ið á Colombo, vegna þess, að hann fór eigin götur og virti lítt sumar gamlar reglur Mafíunn ar. Hvort sem það er rétt eða ekki, velta menn nú mjög vöngum yfir því, hvað sé að gerast innan bandarísku Mafíunnar. Eftirfarandi grein er lauslega endursögð úr Time. ÞuS átti að halda hátíð á Columbusartorgi á Manhattan. Þetta var í annað sinn, sem ftalir í Bandaríkjunum efndu til eins konar þjóðhátíðar. Alls staðar mátti sjá borða og fána í litum gamla landsins, rauð- um, grænum og hyítum. í sölu skúrum fengust mérki og hnappar með áletrunum eins og: „Við erum no. 1“ og „ftalskt vald“. Strætisvagnar, fullir af fólki streymdu að úr öllum áttum. Þarna áttu allir að skemmta sér konunglega. Fáir hugðust þó skemmta sér betur en Joseph Colombo, en hann var einn af stofnendum félagsskaparins um borgararétt indi ítala í Bandaríkjunum. Auk þess var hann stjórnand- inn og leiðtoginn, óopinberlega þó. Colombo, sem var höfuð einnar af þeim fimm fjölskyld um í New York, sem skipu- leggja glæpastarfsemi Mafíunn ar, lifði tvöföldu lífi. Hann stofnaði ítalsk-bandaríska félag ið fyrir eins konar tilviljun, er þá óx hröðum skrefum og meðlimir þess eru þúsundir ítala og Bandaríkjamanna, sem láta sér ekki detta Mafían í hug í sambandi við félagið. Margir þeirra sverja, að Col- ombo hafi hjálpað fjölda ítalskra Bandarikjamanna á réttan kjöl, þegar þeir voru lgmgt niðri, vegna fátæktar bg 'atvinnuleysis. Þá má nefna, að þegar verið var að gera kvikmynd eftir skáldsögu Mario Pusos, um Mafíuforingja, sem skotinn er af keppinautum sínum innan Mafíunnar, kom Colombo því til leiðar, að orð eins og Mafía og Cosa Nostra voru felld nið- ur úr orðaforða myndarinnar. En áfram með það sem gerðist þennan hátíðardag fyrir skömmu. Colombo gekk um í fólksmergðinni, heilsaði kunn ingjum með handabandi, sagði brandara og stillti sér upp fyrir ljósmyndara. Allir voru í góðu skapi. Skyndilega gullu við skot — Colombo féll til jarðar, blóð- ugur um höfuð og háls. Aðeins augnablik leið, áður en aftur reið af skot, og í þetta sinn var það árásarmaðurinn, ungur svertingi, sem féll til jarðar. Hann hafði rétt áður staðið og myndað Colombo. í ljós kom, að maðurinn hét Jerome Johnson, og var 24 ára. Lífvörður Colombos, sem enn er ekki vitað, hver er, hafði skotið á hann, og síðan horfið í mannfjöldann. Æsingur greip um sig meðal viðstaddra og fólk ýmist tróð sér nær til að vita, hvað hafði gerzt, eða flýtti sér burt, af ótta við frekari skothríð. Brátt fóru að heyrast köll: „Þeir JEROME JOHNSON, morSingi Coiombos. skutu Joe, Joe er dáinn“. Þeg- ar fólk komst að því, að árásar- maðurinn var svertingi, vék ótt inn fyrir ofsareiði. Margir svertingja, sem þama voru, fengu að kenna á .reiðinni Einn þeirra, tónlistarmaður, sem ráðinn hafði Verið til að skemmta síðar um daginn, var barinn sundur og saman, meðan fólk stöð í kring og hrópaði: „Drepið hann, drepið hann“. Alblóðugur var Colombo settur inn í sjúkrabifreið, sem Colombo og Antony sonur hans á skrifst. ítalsk-bandariska félagsins síðan ók upp á lif og dauða að næsta sjúkrahúsi, Roose- velt-sjúkrahúsinu. Eftir fimm klukkustunda aðgerð, tókst skurðlæknum að ná hættuleg- ustu kúlunni, en hún var við litla heilann. Þrátt fyrir allar hugsanlegar ráðstafanir og beztu meðferð, komst Colombo aldrei til meðvitundar. Skömmu eftir árásina, hringdi maður og sagði, að það ætti að „brytja niður“ alla fjölskyldu Colombos, konu hans Lucille og synina þrjá, Anthony 26 ára, Joseph 24 ára og Vincent 21 árs. Þeim var komið fyrir á öruggum stað. Þegar hér var komið, var sögu þráðurinn orðinrt nákvæmlega eins og í kvikmyndinni, sem Coiombo hafði blandað sér í, þegar verið var að gera hana. Þar var söguhetjan, Mafíufor- inginn, fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús, hótun kom um að fjölskylda hans yrði murkuð niður, en henni var komið undan. Við dyr sjúkrahússins stóðu þrekvaxnir menn, félagar Colombos og hleyptu fáum inn og alls engum nema þeim nán ustu, inn á þá hæð, sem for- inginn barðist enn við dauð- ann. Félagsskapur Mafíunar hef- ur alltaf starfað leynilega. Fé- lagar sverja þagnareið með at- höfn blóðs og elds. Bak við skjöld sinn hefur Mafíunni tek- izt að ná yfirhöndinni í spila- vítum og eitúrlyfjasmygli, en einnig meðal stéttarfélaga og i margri heiðarlegri starfsemi. TB vénstri er verÍS að tyfta Coiombe inn í sjúkrabilinn, en á minni myndinni liggur Johnson i bióði sinw. FIMMTUDAGUR 15. júlí 1971 Þangað til Joe Colombo komst í fyrirsagnir blaðanna á síðasta ári, hafði allt farið fram undir yfirborðinu og fáir vissu, hvað var að gerast. En þá var Cosa Nostra farin að gerast alláberandi í Bandaríkjunum og Colombo fór að halda blaða- mannafundi í því skyni að leiða athygli almennings að kjörum ítala í Bandarikjunum. Upp úr þessu varð svo ítalsk- bandaríska félagið, sem berst fyrir borgaralegum réttindum ítala. Þetta var nokkuð, sem sannir Mafíuforingjar áttu ekki von ,á og gátu að lokum ekki samþykkt. Fyrsta stóra verk félagsins var að efna til hátíðar, eVe- konar sameininjardags. Eins og frægt er orðið, lokaði fé- lagsskapurinn öllum búðum í nágrenninu, sem voru undír yfirráðum Mafíunnar. Þetta varð söguleg hátið. Næstum hver einasti stjórnmálamaður tólc þátt í skemmtunum dags- ins, ásamt 50 þúsund manns úr ýmsum stéttum. Nelson Rocke- feller var kjörinn heiðursmeð- limur félagsins. Síðan hafa verið skrifaðar greinar í blöð og tímarit um baráttu Col- ombos fyrir ’kjörum ítalskra Bandaríkjamanna, og hann hefur verið heiðraður fyrir störf sín í félagsmálum. Frétta- skýrendur hafa sagt að Colom- bo hafi breytzt vegna frægðar sinnar: Hann hafi verið farinn að líta á sjálfan sig sem leið- toga í góðu málefni, bara mis- skilinn af lögreglunni í New York, eins og svartir leiðtogar eru misskildir af lögunum f Suðurríkjunum. Sú virðing, sem hann ávann sér í augum margra, hefur liklega hmsigÞ að örlög hans. Míklar getgátur eru uppi um það, hvers vegna Johnson hafl skotið Colombo. Klukkustundú eftir árásina, var hringt tff fréttastofunnar AP. Sagt var, að félagsskapur, sem kallaði sig Byltingarsinnað árásarfélag hinna svörtu, hefði staðið bak við morðið og ennfremur, að fleiri myndu koma á eftir. Tveim dögum síðar var tiÞ kynnt, að hús i eigu hvíts manns í Harlem, yrði sprengt Það reyndist rétt. Enginn hafði heyrt félagsskapar þessa getið fyrr, og yfirvöld höfðu ekki minnstu hugmynd um hve öfl- ugur hann var, né hverjir væru meðlimir. Önnur ástæða morðsins gæti verið sú, að svertingjar vildu komast yfir eitthvað af völdum Mafíunnar yfir spilavítum og eiturlyfjahringum og hefðu þess Vegna ástæðu til að vilja Colombo feigan. Svartir glæpa- menn voru orðnir óþolinmóðir eftir jafnrétti, þeir voldu losna við öll þau hættulegu og illa launuðu störf, sem þeim var úthlutað af fésýslumönnum. Ferill Colombos, sem glæpa- manns fól einnig í sér eina ástæðuna enn — heínd. Hann var eitt sinn félagi í „aftöku- sveit“ í New York og til er listi ýfir fórnarlömb háns. Ætt ingjar þeirra vild gjarnan sjá Colombo dauðan. Þá eru það fyrrverandi félagar hans í Mafí unni, sem sáu ofsjónum yfir frægð Colombos og þeirri virð ingu sem hanná vann sér. En líklegasta ástæðan fyrir morðinu á Colombo er eins gömul og Mafían sjalf. Það er, hvernig Colombo hagaði sér sem Mafíuforingi. Hann vildi ekki stjórna, eins og Mafíufor ingjar hafa alltaf stjórnað, þegjandi og með leynd, í anda siklieysku foringjanna, Colom- bo hélt því fram, að gamla Mafían væri ekl- lengur til, en Framhald á bls. Mt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.