Tíminn - 15.07.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.07.1971, Blaðsíða 11
'} < 4DNNUDAGUR 11. Jfllí 1971 TIMINN Athngasemd frá Húsnæðismála- stofnun ríkisins Þann 1. júlí sl. birtist í dag- blaðinu Tímanum viðtal við arki- tektana Guðrúnu Jónsdóttur, Knud Jeppesen og Reyni Vilhjálmsson um skipulag Sauðárkrókskaupstað ar. Var greinin sem viðtalið birt- ist í rituð í tilefni 100 ára af- maelis kaupstaðarins. Af emhverjum ástæðum sem ekki eru fyllilega ljósar er veizt all harkalega að teiknistofu Hús- nætBsmálastjómar ríkisins í við tafi þessu og m.a. komizt þannig að orðL viðtalinu við arkitektana kom það fram, að þeir telja að tðovert skorti á hér á landi að skipulagi sé fylgt eftir til hlítar Og kostir þess séu nýttir með vand aðri teiknivinnu á einstökum hús- Bm. Það er of algengt að byggð verði handahófskennd og aðlag- ist ekki nogu vel skipulaginu. Þess eru einnig dæmi á SauSár- króki og setur það nokkum skugga á framtíðarmynd staðarins. Svo er þessu t.d. háttað um sum hús, setn byggð eru eftir teikningum frá Húsnæðismálastofnun ríkisins, 02 era niðurgreiddar og því hag- kvæmar fyrir fólk. Húsnæðismála- stofnun ríkisins er rekin fyrir al- mannafé og það ber að nota vel. Það er því sárgrætilegt, að dómi arkitektanna þriggja, að sjá at- huganir og yfirveganir skipulags- manna ekki komast nógu vel til skila í framkvæmd, eins og tölu- vert er um enn, og sökina liggja hjá opinberam aðilum.“ Svo mörg eru þau orð. Og ekki verður annað ætlað, en hér sé rétt eftir haft af hálfu blaðamannsins, þv£ engin leiðréttins hefur birst á þessum ummælum frá arkitekt- unam þremur. Þessi ummæli eru svo furðuleg og ómakleg að óhjákvæmilegt er að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri í tilefni þeirra: f fyrravor hringdi bæjarstjór- ínn á Sauðárkróki til teiknistofu Húsnæðismálastofnunar ríkisins og óskaði eftir því að teiknistofan sendi mann þangað norður ásamt Stefáni Jónssyni, arMtekt, og fyrr- greindum félögum hans í því skyni að leiðbeina væntanlegum hús- byggjendum um val á teikning- um. Var það mál að sjálfsögðu auðsótt Bæjarstjórinn fór þess á leit að haft yrði samband við Ste- án Jónsson sem og var gert. Lýsti Stefán því þá yfir, að þegar um- rætt byggingarsvæði var skipulagt, hefðu arkitektarnir haft það í huga að unnt yrði að byggja þar eftir teikningum Húsnæðismálastofnun V3 $$$■ Lofum^l beim að lifa ar ríkisins enda höfðu þau haft sýnishornabækur stofnunarinnar undir höndum við skippulagningu svæðisins. Á tilteknum degi var svo haldið norður til Sauðárkróks og er þang að kom gerði byggingarfulltrúi bæjarins boð fyrir lóðahafana. Var þeim leiðbeint um val teikn- inga eftir legu lóða, fjölskyldu- stærðar o.s.frv. Var í því efni algjörlega farið eftir öllum bygg- ingar- og skipulagsskilmálum og fýlgdust skipulagsarkitektarnir náið með vali teikninganna og að þær væru í hvívetna í samræmi við settar reglur. Þegar teiknistofa Húsnæðismála- stofnunar ríkisins hafði endan- lega gengið frá teikningunum, var farið með þær allar til sMpu- lagsteiknistofu áðurnefndra arM- teMa til samþykktar, áður en þær voru sendar norður til um- fjöllunar og samþykktar hjá bygg- ingarnefnd Sáuðárkrókskaupstað- ar. Þetta voru staðreyndir þessa máls. Því furðulegra er að sjá settar fram í víðlesnu blaði þær alröngu staðhæfingar sem eftir arkitektunum eru hafðar í Tím- anum 1. júlí. Hugsanlegt er að arkitektarnir þrír hafi gleymt gangi þessa máls, en vonandi rifj- ast hann þá upp við lestur þess- arar athugasemdar. f.h. Teiknistofu Húsnæðismála- stonunar ríkisins, Magnús Ingi Ingvarsson. Vinningaskrá kosningahappdrættis Framsóknarf iokksins 1971 1. Opel Ascona bifreið: nr. 42691 2. Húsvagn: nr. 10319 3.—6. Sunnuferð til Mallorca, fyrir tvo hver vinn- ingur: 11055, 14640, 34904 og 37212. 7.--10. Sunnuferð fyrir einn til Mallorca: 1794, 7025, 10232 og 30926. Frá vlnstrl: Ásgeir Magnússon, Stefán G. Björnsson, F. Lövdal, P. Qvale, H. Sovljarvl, K. Karhunen, A. Amlnoff, N. E. Andersen, K. Esscher, M. Molén og G. Wahlström. Stjórnarfundur samstarfs- nefndar liftryggingafélaga Vietnam . . . Framhald af bls. 7. tíð á afskiptin í Vietnam sem tilfinnanlega skuldbindingu, jafnt fyrir sjálfan sig og þjóð- ina. Réttlæting hans gagnvart sjálfum sér og umheiminum virtist velta á því, hver hefði hverju sinni og hvar haft á réttu að standa um styrjöldina í Vietnam, og hvers vegna. ÞEIRRI staðreynd verður þó ekki haggað, að styrjöldin í Vietnam og vandinn, sem hún veldur, á ekkert skylt við svo háleitar hugsanir. Þetta er óhreint mál, tengt landi, sem er ekki mikilvægt og víðsfjarri meginatburðum heimssögunn- ar. Málið er að vísu afar mikil- vægt fyrir flesta Vietnama, en getur yfirleitt ekki skipt Banda ríkjamenn miklu til langframa. Af þessum sökum hefur reynzt ókleift að ráða niðurlögum vandans með framtakssemi og afrekum — hvorki þjóðar né einstaklinga. Af þessum sökum hefur styrj öldin í Vietnam reynzt sérstak- ur bölvaldur hinna beztu og gáfuðustu Bandaríkjamanna, sem hafa helgað sig því verk- efni fyrst og fremst að finna farsæla lausn. Dan Ellsberg er eitt þessara fórnarlamba Vietnamstyrjaldarinnar — og ekki hið sízta. Dagana 10. og 11. júní s.l. hélt samstarfsnefnd líftryggingafélag- anna á Norðurlöndum stjórnar- fund í Reykjavík, þar sem m.a. var rætt um undirbúning að 15. norræna líftryggingaþinginu, sem haldið verður í Helsingfors í júní 1973. Slík þing eru haldin til skiptis á Norðurlöndunum 4. til 5. hvert ár. í lok hvers þings er kosin sam starfsnefnd líftryggingafélaganna, sem m. a. undirbýr næsta þing. í nefndinni eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna. Er þetta í annað sinn, sem sjíkur fundur er haldinn hér á landi, en fyrsti fundurinn var haldinn í júní 1967. Á fundinum var rætt um þau viðfangsefni, sem verða til um- ræðu á þinginu í Helsingfors. Ekki var endanleg ákvörðun tek- in um efnin, en væntanlega verð ur rætt um vanda félaganna, vegna hækkunar á rekstrarkostn- aði, ný tryggingaform, nýtt áhættu mat, 'menntun líftryggingamanna, áhrif almannatryggingakerfisins á t vft; -- x .* ■■■• - •* - „frjáls“ líftryggingafélög, stöðu norrænna líftryggingafélaga með tilliti til Efnahagsbandalags Evr- ópu og alþjóðlegs líftrygginga- markaðs o. fl. Á fundinum voru mættir þessir fulltrúar.- Frá Finnlandi K. Kar- hunen, formaður nefndarinnar, A. Aminoff, og G. Wahlström og H. Sovijarvi, ritarar nefndarinnar, frá Danmörku N-.' E. Andersen, frá Noregi F. Lövdal og'P. Qvale, frá Svíþjóð K. Esscher og M. Molén og frá íslandi Ásgeir Magnússon og Stefán G. Björnsson. NYTT FRA HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR Hjónarúm á sökkli m/lausum náttborðum. Auk þess 12 aðrar gerðir í mismunandi viðartegundum. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR Brautarholti 2 — Sími 11940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.