Fréttablaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 7
7LAUGARDAGUR 24. ágúst 2002 Opin kerfi: Í hópi 500 framsækn- ustu fyrir- tækja Evrópu VIÐURKENNING Samtökin Europe’s 500 hafa sett Opin kerfi í hóp 500 framsæknustu fyrirtækja í Evr- ópu annað árið í röð. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Op- inna kerfa, segir viðurkenningu mjög jákvæða fyrir stjórn og starfsmenn fyrirtækisins. Þá segir hann viðurkenninguna stað- festingu á að eftir fyrirtækinu sé tekið erlendis. Valið er úr fyrirtækjum í 15 Evrópusambandslöndum auk Noregs, Íslands og Liechtenstein á grundvelli vaxtar, veltuaukn- ingar, fjölgunar starfa, stærðar og fleiri þátta.  LONDON, AP Bretar álíta dauða Díönu prinsessu vera merkasta atburð í sögu þeirra undanfarin 100 ár. Þetta kemur fram í könn- un sem kynnt var í gær. Heims- styrjöldin síðari fylgir í kjölfar- ið. Það var breska sjónvarps- stöðin History Channel sem stóð að könnuninni sem 1.000 Bretar tóku þátt í. Þeir gátu valið úr 10 atburðum. 22% völdu dauða Díönu. 21% sögðu hins vegar upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari vera merkasta viðburðinn. 15% sögðu kosningarétt kvenna, sem veittur var 1918 þar í landi, vera merkasta viðburðinn. Í fjórða sæti kom friðarsamkomu- lagið á Norður-Írlandi frá árinu 1998. Í því fimmta voru endalok heimstyrjaldarinnar fyrri. Nick Barrat, sagnfræðingur sem er ráðgjafi stöðvarinnar, sagði úrslitin koma á óvart, en þau sýndu hversu mikil áhrif mannleg reynsla hefði á sögu- legt minni. „Sú merking og það gildi sem fólk leggur í viðburði sögunnar er nátengd persónu- legri tengingu við viðburðinn.“ Þegar spurt var um hvaða viðburður í heimssögunni væri merkastur nefndu flestir hryðjuverkin 11. september, eða 41%. Í öðru sæti kom árásin á Hiroshima 1941, þegar Banda- ríkjamenn vörpuðu kjarnorku- sprengjum á borgina. 11% töldu fall Berlínarmúrsins merkasta viðburðinn.  PRINSESSA FÓLKSINS Á sér fastan stað í breskri þjóðarvitund. Í skoðunarkönn- un sem BBC gerði á meðal 30.000 Breta var niðurstaðan sú að hún er talin merkasti Breti allra tíma. Bretar kjósa um mikilvægustu atburði aldarinnar: Dauði Díönu merkastur Hildarleikur í aftakaveðri undir Hafnarfjalli: Ekið á jeppa sem valt LÖGREGLA Ekið var á jeppa sem oltið hafði við Hafnarfjall um hálftólf-leytið í fyrrakvöld. Aftakaveður hafði gert á þessum slóðum og stóð það fram eftir nóttu. Jeppinn sem valt var með tóma hestakerru aftan í. Lög- reglumenn úr Borgarnesi komu á staðinn og stilltu bíl sínum upp á veginum með blikkandi ljósum til að stöðva aðra umferð á meðan greitt væri úr málinu. Þá vildi ekki betur til en svo að ökumaður fólksbíll var ekki með á nótunum og ók á jeppann og stöðvaðist ekki fyrr en í hlið lögreglubíls- ins. Jeppinn snerist í hálfhring við höggið. Bæði fólksbílinn og jeppinn eru ónýtir. Ökumenn voru einir á ferð. Þeir og þrír lögreglumenn sluppu ómeiddir frá hildarleikn- um Þá fauk tjaldvagn á hliðina á svipuðum slóðum og bíll missti aftan úr sé kerru sem valt út fyr- ir veg. Lögregla segir veður hafa ver- ið svo slæmt við Hafnarfjall þá um nóttina að margir flutningabíl- stjórar hafi beðið í vari á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir.  Tvöföldun Reykjanes- brautar: Úrskurði frestað SKIPULAGSMÁL Skipulagsstofnun hefur frestað úrskurði um um- hverfismat vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar Upphaflega hugðist stofnunin kveða upp úr- skurð 2. ágúst, en því hefur verið frestað til 30. ágúst. Frestunin er tilkomin vegna þess að Skipulags- stofnun ákvað að leita álits Holl- ustuverndar ríkisins. Stofnunin hefur óskað eftir umsögn um það hvort nýjar upplýsingar um stöðu Reykjanesbrautar á skipulagi breyti einhverju um lögbundnar kröfur til hljóðstigs í íbúðahverfum sem liggja að henni.  Dómsmálaráðherra Nígeríuhefur fordæmt úrskurð islamskra dómstóla um að níger- íska konan Amina Lawal verði grýtt til bana fyrir hjúskapar- brot. Tapaði Lawal þar með áfrýjunarbeiðni sinni í málinu. Hún hafði verið dæmd fyrir að hafa eignast barn utan hjóna- bands. Málið hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim. ERLENT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.