Fréttablaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 24. ágúst 2002 tíðinni. Einkaaðili hefur í sumar leigt aðstöðuna af ríkinu og rekið þar gisti- og greiðasölu. Hann mun eiga að fá samskonar afnot af hótelinu næsta sumar. Auk þess að sjá um útleigu sumarhúsalóða innan þjóðgarðs- ins er Þingvallanefnd í hlutverki leigusala á ríkisjörðinni Kárastöð- um sunnan við þjóðgarðinn. At- hygli vakti í fyrra að þar var reistur nýr sumarbústaður í eigu Kjartans Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins. Bústaðurinn er 120 fermetrar og þótti í stærra lagi. Ragnar Jónsson, oddviti Þingvallahrepps, sagði Þingvallanefnd hins vegar hafa beitt hreppinn þrýstingi í því skyni að samþykkja bústaðinn þó stærðin væri yfir þeim mörkum sem hreppurinn vildi helst miða við. Oddvitinn sagði í þessu sam- bandi að hreppurinn væri reyndar í þeirri stöðu að hafa orðið undir í dómsmáli vegna stærðar á bústað sem var byggður án samþykki hreppsins. Björn Bjarnason vísaði á bug að um nokkurn þrýsting hefði verið að ræða af hálfu nefndarinnar. Enginn skipar nú stöðu Þing- vallaprests þó þar sé settur prest- ur um stundarsakir. Prestar sem þar gegndu áður embætti voru til nokkurs tíma einnig í embætti þjóðgarðsvarðar. Þá hafði prest- urinn tvær af fimm burstum Þing- vallabæjar undir íbúð og starfsað- stöðu. Nú hefur prestur aðeins að- gang að salerni og skrifstofuher- bergi í burstinni næst Þingvalla- kirkju. Önnur aðstaða þar er nýtt af Þingvallanefnd. Hin burstin hefur verið sameinuð forsætis- ráðherrabústaðnum. Alls er húsið 209 fermetrar að grunnfleti. Þjóðkirkjan vill að Þingvalla- prestur eigi vísan náttstað á Þing- völlum. Í sumar hefur presturinn gist á Hótel Valhöll þegar hann hefur þurft að nátta á staðnum. Þingvallanefnd hafnaði nýlega ósk kirkjunnar um að komið yrði fyrir hjólhýsi eða tjaldi á Þing- vallatúninu. Nefndarmenn segja að vilji kirkjan byggja yfir Þing- vallaprest sé vandalaust að finna land undir hús utan þjóðgarðsins; innan hans sé ekki á dagskrá að reisa fleiri hús. Björn Bjarnason vildi ekkert láta hafa eftir sér um húsbygging- ar í þjóðgarðinum þegar Frétta- blaðið leitaði svara hjá honum um stefnu Þingvallanefndar í þeim efnum. Hins vegar sagði Össur Skarphéðinsson alþingismaður, sem sæti á í Þingvallanefnd, að nefndin hefði ekki mótað sér þá stefnu að kaupa upp og fjarlægja sumarbústaðina inn af Valhöll. „Í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á verði bústaðana blasir við að það væri óðs manns æði að henda fé skattborgaranna í það,“ sagði Össur. Og víst er að sumarhús í þjóð- garðinum á Þingvöllum eru ekki gefin. Til dæmis mun einn bústað- urinn inn með vatninu nýlega hafa verið seldur fyrir vel á fjórða tug milljóna króna. gar@frettabladid.is SUMARBÚSTAÐUR ÚTGERÐARMANNS Þingvallanefnd samþykkti teikningar að nýreistum sumarbústað sem kom í stað annars inn af Valhöll. Nefndin telur hins vegar að göngubrú og verönd séu ekki í samræmi við samþykktar teikningar. Innrarými Fiesta Brimborg Reykjav ík Br imborg Akureyr i br imborg. is Það er margt sem kemur á óvart Fáðu meira en áður - fyrir minna en áður. Komdu. Kauptu nýjan Ford Fiesta. er dæmi um meiri bíl. Ford sendir frá sér tákn um nýjan staðal - nú í hönnun smábíla: Stærri og betur búinn Ford Fiesta! Glæsilegur Fiesta skartar því allra besta frá verðlaunabílunum Focus og Mondeo. Keyrðu hann... Vertu velkomin(n) hafðu samband við ráðgjafa okkar. INNLENT Stjórnendur Lágafellsskólavilja beina því til foreldra að þeir kynni sér leiðirnar og leið- beini börnum sínum fyrstu dag- ana þannig að tryggt sé að allir finni auðveldustu og öruggustu leið að skólanum. Ásíðasta fundi hreppsnefndarBorgarfjarðarsveitar var ákveðið að ekki yrði ráðinn sveitarstjóri fyrir sveitarfélagið á þessu ári a.m.k. Á síðasta kjör- tímabili, sem var fyrsta kjör- tímabil Borgarfjarðarsveitar, sameinaðs sveitarfélags fjög- urra hreppa í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar, var starfandi sveitarstjóri í fullu starfi. skessuhorn.is SJALLINN Einn frægasti skemmti- staður landsins, Sjallinn á Akur- eyri verður opnaður á ný í kvöld eftir breytingar sem unnið hefur verið að síðustu vikur og er nú að ljúka. „Það var búið að hólfa Sjall- ann í þrennt en við opnum þetta á ný og færum í átt til þess sem áður var. Mér heyrist menn vera spenntir fyrir því að fá „gamla“ Sjallann aftur,“ sagði Þórhallur Arnórsson, veitingamaður sem hefur tekið við rekstri Sjallans. Sjallinn á Akureyri: Opnað á ný í kvöld eftir miklar breytingar SJALLINN Á AKUREYRI Akureyringar geta nú glaðst þegar þeir fá „gamla“ Sjallann sinn á ný. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J AN U S SJÓSLYS Norsk stjórnvöld hafa gefið útgerð frystiskipsins Guðrúnar Gísladóttur KE-15 frest til 15. október til að láta fjarlægja flak skipsins af hafsbotni. Guðrún sökk við strendur Noregs í júní síðast- liðnum og liggur á tuga metra dýpi við strendur Norður-Noregs. Áður hafði útgerðin fengið fyrirmæli um að tæma 300 tonn af olíu og um 870 tonn af frystum síldarflökum úr flakinu þar sem af því stafaði mengunarhætta, en skipið sjálft átti að liggja óhreyft.  Flak Guðrúnar Gísladóttur: Verði fjar- lægt fyrir 15.október GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR Á STRANDSTAÐ Örn Erlingsson útgerðarmaður Guðrúnar Gísladóttur verður að fjarlægja flak bátsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.