Fréttablaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 15
Hljómsveitin Blur ætlar aðgera kvikmynd. Þetta opin-
berar bassaleikari sveitarinnar
Alex James á heimasvæði þeirra.
Sveitin er nú í hljóðveri að vinna
nýja breiðskífu. Hann útskýrir
þar að vanalega byrji kvik-
myndagerðarmenn á því að gera
myndina og að tónlistin sé það
síðasta sem sé bætt inn í. Þeir
ætli sér hins vegar að byrja á öf-
ugum enda og verða lögin á nýju
plötunni einnig lögin í kvikmynd-
inni. Hann lýsir einnig breyttum
vinnuaðferðum sveitarinnar. Nú
leggi allir sig alla fram á daginn
en fari svo bara beint í háttinn á
kvöldin. Ekkert öl og engin eitur-
lyf.
ÓskarsverðlaunaleikkonanGeena Davis segist vera
reiðubúin til þess að koma fram
nakin í kvikmynd þrátt fyrir að
vera komin á
fimmtugsaldur-
inn. Hún segist
vera reiðubúin til
þess í þeim eina
tilgangi að sanna
að þó að konur
séu komnar yfir
þrítugsaldurinn
og búnar að eignast börn hafi
þær samt það sem til þarf til að
heilla augað. Hún segir líka að
erfitt sé fyrir konur yfir fertugu
að fá góð hlutverk í Hollywood,
þar snúist allt um gamla karla og
smástelpur. Hún segir að tölfræð-
in sýni að aðeins 25% hlutverka
séu skrifuð fyrir konur og aðeins
18% þeirra fari til kvenna yfir
fertugt. Annars hefur hún ekkert
verið að velta sér sérstaklega
upp úr þessu öllu saman.
Enn og aftur leita hip-hop tón-listarmenn í lagabanka Phil
Collins. Nú er það
Bone Thugs’N
Harmony hópur-
inn sem notar
söngmelódíu
sköllótta trítilsins
á nýjustu breið-
skífu sinni. Sveit-
in styðst við brot
úr laginu „Take me home“. Nýja
platan „Thug World Order“ kem-
ur út 29. október.
Höfundur sögunnar „MandólínKafteins Corelli’s“, Louis de
Bernieres, segist hafa orðið fyrir
vonbrigðum með kvikmyndaút-
gáfu sögu sinnar.
Það voru leikar-
arnir Nicolas
Cage og Penelope
Cruz sem fóru
með aðalhlutverk-
in í myndinni.
Hann greindi frá
því að upphaflega
hafi evrópskt kvikmyndafyrir-
tæki ætlað að gera myndina en
svo hafi
Hollywood fram-
leiðendur keypt
réttinn af þeim.
Hann sagði þó að
þeir hefðu komist
nálægt því að
gera ágætis mynd
en að honum
hefði fundist á endanum sem
myndin hefði ekki verið bókinni
sönn.
15LAUGARDAGUR 24. ágúst 2002
MEN IN BLACK 2 kl. 8 og 10 SWEETEST THING kl. 4, 6, 8 og 10
STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6Sýnd kl. 4, 6, 8.30 og 10.45
Sýnd kl. 5, 8 og 10.50
SÍMI 553 2075
REIGN OF FIRE kl. 2 og 4
STUART LITTLE 2 kl. 2, 4 og 6
MINORITY REPORT kl. 6 og 9
Frumsýnd kl. 1.50, 4, 6, 8, 10.10 og 12.15
Sýnd kl. 8 og 10.10
FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 4 VIT418EIGHT LEGGED FREAKS kl. 5 og 7
VIT
417
Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 og 11 VIT 426Sýnd kl. 6, 8, 9 og 10 VIT 422