Fréttablaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.08.2002, Blaðsíða 24
Tvo bræður þekki ég, annar er níuhinn sjö. Þeir voru saman í sum- arbúðum. Sá eldri vann til verðlauna - hafði staðið sig vel og fékk medalí- ur fyrir. Hinn fékk fjögur refsistig af fimm mögulegum. Hefði hann brotið af sér í eitt sinn til viðbótar þá hefði vistinni lokið og hann sendur heim með skömm. Vissulega gerðist hann ekki afbrotamaður - braut ekki lög - hann fór ekki að settum reglum - reglum sem þeir fullorðnu settu. BÖRN EIGA STUNDUM erfitt með að lifa í einu og öllu eftir skiln- ingi þeirra eldri á réttu og röngu. Sjálfur varð ég að sæta því að vera sendur til skólastjóra nokkuð oft á mínum skólaárum. Ég man líka hver- su erfitt var að sitja inni í skólastofu og geta ekki verið úti í fótbolta þeg- ar veður leyfði. Nú reynir á börn landsins. Skólarnir komnir í gang og þar með glás af nýjum reglum sem verður að fara eftir. Sumar eru ekki merkilegar. KENNARI SONAR MÍNS sagði einu sinni við mig að hún vissi bara ekki hvað gengi að drengnum. Ein- kennilegt orðalag miðað við það sem á eftir kom. Vandinn var sá að strák- skömmin hljóp eftir skólagöngunum. Ég sá strax fyrir mér átta ára strák horfa inn eftir stífbónuðum skóla- ganginum. Það er alltof freistandi til að láta ekki eftir sér að hlaupa eins hratt og hugsast getur og láta sig svo renna með ógnarhraða. Kennslukon- an hafði annan smekk en ég - og son- ur minn. Það mátti sem sagt ekki hlaupa eftir göngum - bara ganga. Það var ástæða til umkvörtunar. ÉG VAR EINU SINNI sendur í sumarbúðir. Þar voru skýrar reglur. Ein var sú að það mátti ekki kúka úti - við urðu að koma inn og kúka þar. Svo kom að því að dugnaðurinn var að drepa mig í einhverjum leiknum. Mér var mál - kúkaði bak við klett og skeindi mig með mosa. Kúkurinn fannst og yfirheyrslur hófust. Hóp- urinn stóð í beinni röð og fyrir fram- an okkur var kúkur á spjaldi. Sá seki skyldi finnast. Ég sá fyrir mér langa refsingu - dag innanhúss - ef upp um mig kæmist. Til að reyna að draga athyglina frá mér - rauf ég þögnina og sagðist vita að stelpa hefði kúkaði kúknum. Ég sagðist sjá að þetta væri stelpukúkur. Þar með taldist sannað að ég væri sá seki. Ég sat inni í heil- an dag þar sem ég hafði ekki farið eftir reglum þeirra fullorðnu - sem kúkuðu ekki úti.  Ný og glæsileg Íþróttamiðstöð að Haukahrauni 1, Hafnarfirði Fimleikafélagið Björk www.fbjork.is– OPIÐ HÚS – sunnudaginn 25. ágúst frá kl. 14-16 SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Reglur þeirra fullorðnu Bakþankar Sigurjóns M. Egilssonar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.