Fréttablaðið - 31.08.2002, Side 2
2 31. ágúst 2002 LAUGARDAGUR
ERLENT
LÖGREGLA Hreinn Loftsson, lög-
maður Baugs Group hf., ítrekar í
yfirlýsingu í gær það mat sitt að
aðferðir efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra við öflun upp-
lýsinga frá Baugi og forsvars-
mönnum fyrirtækisins hafi verið
allt of umfangsmiklar.
Hreinn segir að lögregla hafi
getað nálgast þær upplýsingar,
sem gerðar hafi verið upptækar í
húsleit í höfuðstöðvum Baugs á
miðvikudagskvöld, með vægari
aðferðum. Það hafi verið hægt
með því að óska einfaldlega eftir
viðkomandi upplýsingum frá fyr-
irtækinu sjálfu eða frá þeim Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni stjórnafor-
manni og Tryggva Jónssyni for-
stjóra.
„Ég tel að lögreglan hefði mátt
sjá það ef fram hefði farið rann-
sókn á málinu áður en húsleitin
var framkvæmd að ekki þyrfti að
koma til slíkra aðgerða,“ segir í
yfirlýsingu Hreins.
Hreinn segist þá telja rétt að
fram komi að lögregla hafi stað-
fest að húsleitin hafi ekki beinst
að fyrirtækinu Baugi. Taka verði
tillit til þess að Baugur sé fyrir-
tæki sem skráð sé í Kauphöll Ís-
lands. Fyrirtækið sé í mikilli út-
rás. Það eigi í augnablikinu í við-
ræðum um kaup eða yfirtöku á
breska fyrirtækinu Arcadia.
„Það er ljóst að það ferli er á
viðkvæmu stigi núna og að ein-
hverju leyti teflt í tvísýnu með
þessari rannsókn. Af þessari
ástæðu hvílir enn ríkari skylda á
lögreglu að fara varlega af stað
með slík mál sem vitað er að
vekja mikla athygli. Þar að auki
hvíla á lögreglunni samkvæmt
lögum skyldur til þess að rann-
saka mál nægilega vel og gæta
meðalhófs í aðgerðum sínum. Ég
held því fram að lögregla hafi
hvorugt gert,“ segir Hreinn.
gar@frettabladid.is
REYKJAVÍK
Stjórnmálamenn eru ósammála um
ástæður hækkandi leiguverðs.
Staðan á leigumarkaði:
Kennir
stjórnvöldum
um hækkun
leigu
STJÓRNMÁL „Það er svívirða við lág-
launafólk sem er ofurselt leigu-
markaðinum að bjóða því upp á
slík kjör að kannski tveir þriðju af
launum þeirra fara í leigu,“ segir
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingar. Hún kennir rík-
isstjórninni um hækkandi leigu-
verð íbúða undanfarin ár.
Hún segir að tvær ákvarðanir
stjórnvalda ráði mestu um hækk-
un leiguverðs. Fjöldi fólks hafi
þurft að leita út á leigumarkaðinn
þegar félagslega íbúðakerfið var
lagt niður. Þá hafi stjórnvöld ver-
ið að hækka vexti af lánum til
uppbyggingar leiguíbúða og það
valdið því að færri leiguíbúðir eru
byggðar en þörf er á.
„Ég held að þarna séu ekki bein
tengsl á milli,“ segir Arnbjörg
Sveinsdóttir, formaður félags-
málanefndar Alþingis. Engin bylt-
ing hafi verið í þessum efnum þeg-
ar félagslega kerfið breyttist. Þar
séu ekki bein áhrif á leigumarkað-
inn. Hins vegar hafi verið leiddar
að því líkur að minnkandi framboð
af lóðum hjá Reykjavíkurborg
hafi haft þau áhrif að menn hafi
ekki byggt leiguíbúðir.
JARÐARFÖR Í GAZA
Byssumenn voru áberandi í gær á Gaza-
svæðinu í jarðarför tólf ára palestínsks
pilts, sem ísraelsher varð að bana á
fimmtudaginn.
Öryggisforingi
Palestínumanna:
Hvetur til
þess að sjálfs-
morðsárás-
um linni
JERÚSALEM, AP Abdel Razak Yehi-
yeh, yfirmaður öryggissveita
Palestínumanna, sagðist í gær í
viðtali við ísraelskt dagblað hafa
beðið samtök herskárra Palest-
ínumanna, þar á meðal samtak-
anna Hamas og Íslamska Jíhad,
um að „hætta sjálfsmorðsárás-
um, hætta ástæðulausum morð-
um.“
Síðustu þrjár vikurnar hefur
lítið verið um árásir á Ísraels-
menn. Hins vegar hafa Hamas-
liðar hótað því að hefna fyrir
fjóra Palestínumenn sem féllu
fyrir sprengjuárásum Ísraels-
manna á Gazasvæðinu á fimmtu-
daginn.
Verslunarmiðstöðvar:
Vilja hækka
Grímsbæ
SKIPULAGSMÁL Eigendur verslun-
armiðstöðvarinnar Grímsbæjar í
Fossvogi vilja bæta þriðju hæð-
inni ofan á húsið. Einnig hafa
þeir óskað eftir viðhorfi bygging-
arfulltrúa Reykjavíkur til að
þess að þeir byggi „smá viðbygg-
ingu“ við austurhlið 1. hæðar.
Þriðju hæðinni eiga að fylgja
svalir.
Byggingarfulltrúinn hefur
frestað afgreiðslu málsins og vís-
að því til umsagnar skipulagsfull-
trúa.
Grímsbær var byggður fyrir
um 30 árum, eða um líkt leyti og
Fossvogurinn byggðist upp.
VIÐSKIPTI „Íslenska lögreglan kann
að vera vön því að gera innrásir í
fyrirtæki,“ segir í breska dag-
blaðinu The Times um aðgerðir ís-
lensku lögreglunnar gegn Baugi á
miðvikudagskvöldið, „en Philip
Green hlýtur samt að hafa svolitl-
ar áhyggjur af því hvers konar
fólk hann hefur kosið að hafa með
sér í næstu stórviðskiptum sín-
um.“
Tímasetningin á aðgerðum ís-
lensku lögreglunnar hefur einnig
vakið athygli breskra dagblaða,
enda setja þær kauptilboð Philips
Greens á verslunarkeðjunni
Arcadia í nokkurt uppnám.
„Eftir að hafa vikum saman átt
í sýndarbaráttu um yfirtöku - sem
aldrei virtist neitt meira en sum-
arskemmtun - skellti herra Green
á borðið tilboði, sem virðist vera
nokkuð álitlegt,“ segir í The Guar-
dian. Um hádegisbil á miðviku-
degi virtist Philip Green vera
„næstum því fullgildur þátttak-
andi, en aðeins þangað til hinar
undarlegu uppljóstranir á Íslandi
kipptu fótunum undan trúverðug-
leika hans“ strax sama kvöld. The
Guardian kallar þessa tímasetn-
ingu „býsna skoplega“.
Aðgerðirnar á Íslandi hefðu
vart getað komið á betri tíma fyr-
ir Stuart Rose, aðalframkvæmda-
stjóra Arcadia. Viðskiptadagblað-
ið The Financial Times gerir því
skóna að kauptilboð Greens sé
nógu gott til þess að Rose eigi
erfitt með að hafna því. Helst kysi
Rose hins vegar að hafa ekki feng-
ið þetta tilboð. Aðgerðir íslensku
lögreglunnar veita honum að
minnsta kosti lengri umhugsunar-
tíma.
„Vera má að ásakanirnar á
hendur Baugi séu staðlausir staf-
ir,“ segir í The Guardian. „En
engu að síður þyrfti hugrakkan
banka til þess að lána íslenska fé-
laginu peninga meðan málið er
enn í rannsókn.“
VIÐSKIPTI Björgúlfur Thor Björg-
úlfsson sem ásamt föður sínum
og félaga hafa lýst áhuga á kaup-
um á Landsbanka Íslands segir
áhuga þeirra enn fyrir hendi.
„Hins vegar vekur það undrun að
keppinautar um bankann fái
tækifæri til að kaupa innan úr
honum mikilvægar eignir á borð
við 45% eignarhlut í VÍS. Þá vek-
ur það jafnframt spurningar að
þeir tveir fyrirtækjahópar, sem
einnig sækjast eftir hlut ríkisins
í bankanum, fái að koma fram
sem tveir aðilar, þegar eigna- og
stjórnatengsl eru eins mikil á
milli þeirra og raun ber vitni,“
segir í tilkynningu frá Björgúlfi.
Björgólfur Thor Björgólfsson
og félagar líta svo á að eiginlegar
viðræður um kaup á hlut ríkisins í
Landsbankanum séu ekki hafnar.
Hingað til hafi aðilar einungis
skipst á upplýsingum. Þá telur
Björgólfur Thor að framvinda
mála síðustu daga sýni að ekki eru
í gildi skýrar reglur um hvernig
standa skuli að sölu eigna ríkisins
í bönkum.
Seðlabankinn lækkar
vexti:
Minni en
væntingar
VEXTIR Seðlabanki Íslands lækkar
vexti í endurhverfum viðskiptum
við lánastofnanir um 0,3 prósentu-
stig eftir helgi. Vextir fara niður í
7,6% frá og með 3. september.
Seðlabankinn lækkaði síðast vexti
fyrir mánuði um 0,6 prósentstig.
Þar með hafa vextir Seðlabank-
ans lækkað samtals um 2,5 pró-
sentustig frá byrjun apríl og um
3,8 prósentustig frá því að þeir
urðu hæstir, á fyrri hluta síðasta
árs. Lækkunin nú er minni en bú-
ist var mið ef miðað er við lækkun
ávöxtunarkröfu styttri ríkisbréfa
og vaxta á millibankamarkaði.
AP/M
YN
D
BAUGUR
Breskir fjölmiðlar hafa greinilega haft veður af því, að aðgerðir lögreglunnar gegn Baugi á
miðvikudagskvöld sé ekki einsdæmi á Íslandi.
Baugur í breskum fjölmiðlum
Tímasetning aðgerðanna gegn Baugi vekur athygli í Bretlandi. Breskir fjölmiðlar velta líka fyrir
sér hvort innrásir lögreglunnar í fyrirtæki séu daglegt brauð á Íslandi.
UNDRANDI
Björgúlfur Thor Björgúlfsson vill áfram kaupa Landsbankann en undrast söluna á VÍS.
Væntir kjölfestufjárfestar:
Undrast
söluna á VÍS
FRÁ AÐALFUNDI BAUGS
Hreinn Loftsson, lögmaður fyrirtækisins, segir lögreglu hafa getað fengið allar upplýsingar með því einfaldlega að óska eftir þeim
frá fyrirtækinu sjálfu eða frá þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni stjórnaformanni og Tryggva Jónssyni forstjóra..
Vanhæf lögregla sögð
ógna stórviðskiptum
Lögmaður Baugs segir lögreglu hafa átt að taka tillit til stöðu Baugs sem
skráðs fyrirtækis og til þess að Baugur á nú í viðkvæmum viðræðum um
stórviðskipti. Málið snerti ekki Baug. Lögregla hafi hvorki rannsakað
málið gegn stjórnendum Baugs nógu vel né gætt meðalhófs í aðgerðum.
Kvóti Húsvíkinga:
Ríflega tvöföld-
ast frá fyrra ári
KVÓTI Úthlutaðar aflaheimildir út-
gerðarfyrirtækja á Húsavík verða
ríflega tvöfalt meiri á næsta fisk-
veiðiári en því sem nú er á enda.
Húsvíkingar fá nú rúm 5.700 tonn
en fengu rúm 2.700 tonn á þessu
fiskveiðiári. Aukningin er tæp
3.000 tonn eða rösklega 100%.
Samherji og fleiri veiddu á
þessu fiskveiðiári 2.000 tonna
heimildir Fiskiðjusamlags Húsa-
víkur. Félagið hefur ekki gert út
skip síðan togari félagsins var
seldur. Í vor festi Fiskiðjusamlagið
kaup á togaranum Melavík SF-34
frá Höfn og flutti heimildirnar til
baka. Með í kaupunum fylgdu tæp-
lega 900 þorskígildistonn.
Búist er við að tíu daga ráð-stefna Sameinuðu þjóðanna í
Jóhannesarborg skilji eftir sig um
það bil 300-400 tonn af sorpi. Til
þessa hafa einungis um 20 prósent
af úrgangi ráðstefnunnar farið í
endurvinnslu.