Fréttablaðið - 31.08.2002, Side 6
6 31. ágúst 2002 LAUGARDAGURSPURNING DAGSINS
Ferðu oft út að borða?
Nei, mjög sjaldan. Einstaka sinnum
á Múlakaffi.
Björn Jónatansson
FRÉTTAVIÐTAL
EFNAHAGSMÁL Fyrstu sjö mánuði
ársins í ár nam verðmæti út-
flutnings frá Íslandi 123,5 millj-
örðum króna. Á sama tíma nam
innflutningur 114,3 milljörðum.
Þetta kemur fram í frétt frá
Hagstofunni.
Vöruskiptajöfnuður Íslend-
inga var því hagstæður um 9,1
milljarð á þessu tímabili. Það er
20,7 milljarða króna betri út-
koma en á sama tíma í fyrra. Þá
var vöruskiptajöfnuðurinn óhag-
stæður um 11,6 milljarð.
Aukning útflutnings á fyrstu
sjö mánuði ársins nam 13%
reiknað á föstu gengi. Sjávaraf-
urðir voru 63% útflutningsins.
Verðmæti þeirra jókst um 14%
frá árinu áður. Aukningin í heild
verður því helst rakin til sjávar-
afurða, aðallega frystra flaka,
fiskimjöls, og heils frysts fisks.
Einnig hefur útflutningur á
lyfjavörum og lækningatækjum
aukist.
Innflutningur dróst á þessu
tímabili saman um 5,4% eða sem
nemur 6,6 milljörðum. Sam-
drátturinn skýrist fyrst og
fremst af minnkandi lántökum
og minni innflutningi á elds-
neyti.
Vöruskiptajöfnuður fyrstu sjö mánuði ársins:
Nærri 21 milljarðs
betri útkoma en í fyrra
SJÁVARAFURÐIR
Sjávarafurðir voru 63% alls útflutnings á
Íslandi fyrstu sjö mánuði ársins.
Uppgjör Bykó:
Reksturinn
á áætlun
UPPGJÖR Hagnaður af rekstri
BYKO hf. fyrstu sex mánuði árs-
ins 2002 nam 215 milljónum
króna, samanborið við tap upp á
23 milljónir fyrir sama tímabil
2001.
Umskipti í rekstri félagsins
fyrstu 6 mánuðina má einkum
rekja til styrkingar íslensku
krónunnar, en almennur rekstur
var í ágætu samræmi við áætlan-
ir félagsins, sem höfðu gert ráð
fyrir sölusamdrætti á bygginga-
markaði en að efnahagsumhverf-
ið yrði félaginu hagstætt að öðru
leyti.
Ég held að ég myndi ekki teljastmeð þeim verst settu en þrátt
fyrir það hefur það reynst mér
nógu erfitt að ná endum saman
þessa dagana,“ segir Margrét Ein-
arsdóttir háskóla-
nemi. Hún býr ein
með syni sínum
sem er hefja nám í
Kvennaskólanum
um þessar mundir.
Margét fullyrð-
ir að það myndist
stórt gap í fjár-
hagnum hjá henni
vegna kostaðarins
við að undirbúa drenginn fyrir
skólann. Hún er á námslánum og
því ekki tekjuhá. „Það kemur mér
hins vega ekki að notum því ég fæ
ekki barnabætur lengur. Sjálf-
ræðisaldurinn var hækkaður í 18
ár en bæturnar mæta því ekki.“
Margrét segir skólagjöld hjá syni
hennar vera 15 þúsund og í nem-
endasjóð greiðir hann 6 þúsund.
„Gíróseðillinn frá þeim kom 15.
júní, með eindaga 20. júní. „Verði
ekki greitt á eindaga lítum við svo
á að nemandinn hafi ekki þegið
inngöngu,“ stóð á seðlinum. Það
var ekki einu sinni gefinn frestur
fram yfir mánaðarmót. Þar fyrir
utan hafði enginn látið okkur vita
að það þyrfti að borga skólagjöld.
Ekki vantaði glanspappírinn með
auglýsingum frá framhaldsskól-
unum sem streymdu inn um lúg-
una hjá okkur í vor. Þeir höfðu
hins vegar ekki fyrir því að nefna
að það þyrfti að borga skólagjöld
eða hvenær. Ekki grunaði mig að
þetta væri svona há upphæð enda
engin skólagjöld þegar ég var í
menntaskóla.“
Margrét hafði reiknað með að
bókakostnaður yrði minnst 20-25
þúsund fyrir utan orðabækur en
að ógleymdri tölvu sem er nauð-
synleg hvað svo sem forráðamenn
skóla segja um það.“ Ekkert for-
eldri vill skerða möguleika barna
sinna til náms og við vitum að það
er þægilegra að hafa tölvu.“
Ekki hugsað til enda
Margrét telur að þegar skóla-
árið var lengt hafi afleiðingarnar
ekki verið hugsaðar til enda. Ung-
lingar eigi ekki eins gott með að
fá vinnu í svo skamman tíma auk
þess sem tekjur þeirra dragist
saman. „Eftir að sjálfræðisaldur-
inn var hækkaður í 18 ár eiga 16
ára unglingar mjög erfitt með að
fá vinnu á almenna markaðnum
og borgin býður einungis upp á
vinnu í unglingavinnunni, hámark
6 vikur. Þar eru greiddar 373
krónur á tímann, samtals 35
stundir á viku á meðan lágmarks-
taxti hjá Eflingu er 444 krónur
fyrir 16 ára unglinga. Samtals eru
það rúmar 70 þúsund fyrir sex
vikna vinnu. Sjálf vann ég í þrjá
mánuði sumarið sem ég var 16 við
afgreiðslustörf og bar úr býtum
minnst þrisvar sinnum hærri upp-
hæða. Þrátt fyrir að sonur minn
hefði fengið aðra vinnu heldur en
í unglingavinnunni hefði hann
samt aldrei getað unnið meira en í
rúma tvo mánuði, sumarfríið er
ekki lengra hjá honum eftir að
grunnskólinn var lengdur: 10. júní
- 23. ágúst í ár.
Meðlag fyrir eitt barn eru rúm-
ar 15 þúsund og Margrét fullyrðir
að ekki sé hægt að fæða sextán
ára strák fyrir minna en 20 þús-
und á mánuði. „Hraustir strákar
eru botnlausir auk þess sem sonur
minn æfir fótbolta. Hann þarf
vitaskuld fatnað, kostnaður er
talsverður við íþróttirnar, hann
þarf föt, vasapeninga og GSM
síma sem er nauðsynlegur í nú-
tímasamfélagi. Ég á fullt í fangi
með að láta enda ná saman þrátt
fyrir að kjör mín sé langtum betri
en kvenna sem lifa á Eflingataxta
eða sambærilegum launum.“ Mar-
grét segir ekki þýða að segja sér
að konur á l00 þúsund króna laun-
um séu ekki til í þessu þjóðfélagi.
Sjálf hafi hún kynnst þeirra heimi
af eigin raun í fyrrasumar.
Sumarfríið styttist
„Ég er lánsöm og á góða að.
Barnsfaðir minn greiðir tvöfalt
meðlag og ég get leitað til hans
þess utan ef drenginn vantar eitt-
hvað. Auk þess hafa foreldrar
mínir stutt mig og ég keypti íbúð
áður en allt rauk upp þannig að
húsnæðiskostnaður er ekki hár
hjá mér. Þrátt fyrir allt þetta
gengur illa hjá mér. Ég spyr því
hvernig er það hjá þeim sem hafa
það lakara en ég? Það hlýtur að
vera freistandi að hvetja barn sitt
ekki til náms við svona aðstæður
einkum ef ekki er mikill áhugi
fyrir hendi. Því eru það börn
þessa fólks sem hafa ekki sömu
möguleika til náms og aðrir.
Hugsaði enginn út í það að þegar
grunnskólinn var lengdur fram í
júní að þá var sumarfrí 16 ára
unglinga komið niður í rúma tvo
mánuði og möguleikar þeirra til
þess að safna fyrir skólakostnaði
skertir enn frekar?
bergljot@frettabladid.is
Foreldrar vilja ekki
skerða möguleika til náms
Margrét Einarsdóttir háskólanemi á dreng sem er að hefja nám í framhaldsskóla. Hún fullyrðir
að kostnaður við skólagönguna sé meiri en fólk reikni með og það skerði möguleika þeirra efna-
minni að senda börn sín í skóla.
MARGRÉT EINARSDÓTTIR HÁSKÓLANEMI
Nú geta ungilingar aðeins unnið í sex vikur á sumri og möguleikar þeirra til að afla tekna fyrir skólann skertir.
Ekki grunaði
mig að þetta
væri svona há
upphæð enda
engin skóla-
gjöld þegar ég
var í mennta-
skóla.
Velta Kers minnkar:
Eldsneytis-
salan jókst
UPPGJÖR Ker sem hét áður Olíufé-
lagið hf. og rekur Esso bensín-
stöðvarnar hagnaðist um 864 millj-
ónir króna fyrstu sex mánuði árs-
ins. 304 milljón króna tap var á
sama tímabili í fyrra. Rekstratekj-
ur félagsins drógust saman um 80
milljónir milli ára. Mikill viðsnún-
ingur varð á fjármunaliðum vegna
gengisbreytinga. Fjármagnsliðir
voru jákvæðir um 837 milljónir en
tap á þeim lið var 949 milljónir árið
áður. Eldsneytissala og framlegð
af henni jókst frá því í fyrra.
Næstum því helmingurBandaríkjamanna telur að
lög um tjáningarfrelsi í landinu
gangi of langt til að hlífa ein-
staklingnum. Þetta kemur fram í
nýrri skoðankönnun. Hefur fjöl-
di fólks á þessari skoðun fjölgað
umtalsvert í landinu frá 11. sept-
ember.
Sergei Ivanov, varnarmálaráð-herra Rússlands, segir engan
vafa liggja á því að eldflaug frá
færanlegum skotpalli hafi
grandað þyrlunni sem fórst í
Tsjestjeníu fyrir nokkru síðan
með 118 manns um borð.
Mjög hefur dregið úr fjöldareykingarfólks í Ástralíu
undanfarin misseri og er hlutfall
þeirra eitt það lægsta í hinum
vestræna heimi. 19,5% Ástrala
yfir 14 ára aldri reyktu á síðasta
ári miðað við 22% þremur árum
áður. Árið 1990 reyktu 28%
manns í landinu.
Sextán manns fórust þegar lítilflugvél hrapaði skömmu fyrir
lendingu á flugvelli í austurhluta
Rússlands. Talið er að slæmt
skyggni og mistök flugmannsins
hafi valdið slysinu.
ERLENT
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 87,83 -0,35%
Sterlingspund 136,33 +0,34%
Dönsk króna 11,66 -0,30%
Evra 86,57 -0,29%
Gengisvístala krónu 130,33 -0,66%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 423
Velta 9.952,2 m
ICEX-15 1275,9 +0,60
Mestu viðskipti
Vátryggingafélag Ís. hf. 1.049.924.497
Landsbanki 184.318.076
Baugur Group 77.099.892
Mesta hækkun
Eimskip 3,85%
Össur 3,06%
Ker 2,54%
Mesta lækkun
SR-Mjöl 7,85%
SÍF 3,70%
Vátryggingafélag Íslands 3,46%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ: 8.740,8 +0,80%
Nsdaq: 1.332,5 0,30%
FTSE: 4.227,3 0,40%
DAX: 3.712,9 1,40%
Nikkei: 9.619,3 0,00%
S&P: 926,6 1,00%