Fréttablaðið - 31.08.2002, Page 16
31. ágúst 2002 LAUGARDAGUR
FÉLAGSSTARF
09.30 Félag eldri borgara í Hafnarfirði,
Hraunseli , Flatahrauni 3. Morgun-
gangan kl. 10.00 frá Hraunseli,
rúta frá Firðinum kl. 9.30
LEIKHÚS
20.00 Borgarleikhúsið sýnir gamanleik-
ritið Með vífið í lúkunum eftir
Ray Cooney. Leikritið hefur verið
sýnt við góðar undirtektir frá því í
maí 2001.
TÓNLEIKAR
16.00 Kvartett Kára Árnasonar
trommuleikara spilar á Vegamót-
um. Með Kára spila þeir Ómar
Guðjónsson gítar, Gunnar Hrafns-
son bassi og Ólafi Jónsson tenór-
sax.
16.00 Söngkonan Helena Eyjólfsdóttir
kemur fram í dag á sumartónleik-
arröð veitingahússins Jómfrúar-
innar við Lækjargötu í dag. Með
Helenu leika Sigurður Flosason á
saxófón, Agnar Már Magnússon á
orgel og Pétur Grétarsson á
trommur. Helena flytur þekkt
jazzlög og einhver hinna íslensku
laga sem hún er þekkt fyrir. Með
þessum tónleikum lýkur tónleika-
röðinni Sumarjazz á Jómfrúnni
árið 2002.
SKEMMTANIR
23.00 Hljómsveitin Í svörtum fötum
leikur í Sjallanum, Akureyri.
23.00 Stuðmenn verða í sveiflu í Fé-
lagsheimilinu Seltjarnarnesi í
kvöld.
23.00 Hljómsveitin Spútnik leikur á
Players í Kópavogi í kvöld.
23.00 Á Sportkaffi verður Kidda „Big
F“ treyst fyrir tónlistarstjórninni.
23.00 Land og Synir ætla að troða upp
á Breiðinni á Akranesi í kvöld.
18 ára aldurstakmark.
23.00 Doddi litli verður í búrinu á Café
22 í kvöld og stendur fyrir stemm-
ingu fram undir morgunn.
OPNANIR
16.00 Harpa Rún Ólafsdóttir opnar
sýningu í Gallerí Tukt, Hinu Hús-
inu í dag. Harpa er nýnemi í
Listaháskólanum og er þetta fyrs-
ta einkasýning hennar. Verk henn-
ar eru litrík og gáskafull og koma
öllum í gott skap. Sýningin stend-
ur til 15 september.
16.00 Í dag verða opnaðar tvær listsýn-
ingar í Listasafni ASÍ, Freyjugötu
41. Í Ásmundarsal sýnir Guðrún
Hrönn Ragnarsdóttir ljósmyndir
og skúlptur úr MDF, gleri og líni. Í
Gryfjunni sýnir Kristveig Hall-
dórsdóttir myndlistarkona mynd-
verk gerð úr rabbarbara, úr hon-
um hefur hún búið til papyrus.
Einnig sýnir hún ljósmyndir af
börnum. Listasafn ASÍ er opið alla
daga nema mánudaga frá kl.
14.00-18.00. Aðgangur er ókeypis.
Sýningunum lýkur 22. september.
MYNDLIST
Berglind Björnsdóttir ljósmyndari sýnir
í aðalsal Gallerís Skugga á Hverfisgötu.
Sýningin nefnist Trufluð tilvera. Sýningin
stendur til 8. september. Opnunartími
Gallerí Skugga er kl. 13-17 alla daga
nema mánudaga. Ókeypis aðgangur.
Bandaríski listamaðurinn Holly Hughes
heldur ljósmyndasýningu í kjallara Gall-
erí Skugga, Hverfisgötu. Sýningin ber yf-
irskriftina Choices. Á sýningunni eru ljós-
myndir af samstarfsverkefnum Holly
með bæjarbúum í íslenskum byggðar-
lögum. Sýningin stendur til 8. septem-
ber. Gallerí Skuggi er opið alla daga
nema mánudaga kl. 13 -17 og er að-
gangur ókeypis.
Jón Sæmundur Auðarson sýnir í Gall-
erí Hlemmi. Sýningin stendur til 15.
september og er opin fimmtudaga til
sunnudaga kl. 14-18.
Rebekka Gunnarsdóttir sýnir í Sjó-
minjasafni Íslands, Vesturgötu 8, Hafn-
arfirði. Rebekka sýnir vatnslitamyndir og
glerverk sem að mestu eru unnin á
þessu ári. Aðal viðfangsefni myndanna
er landslag, götumyndir og hús í Hafnar-
firði. Sýningin stendur til 8. september
og er opin alla daga frá kl. 13-17..
Afmælissýning Myndhöggvarafélag Ís-
lands stendur yfir í Listasafni Reykja-
víkur, Hafnarhúsi. Fjórtán myndhöggv-
arar sýna. Sýningin er fjölbreytt og sýnir
þá miklu breidd sem ríkir innan félags-
ins sem fagnar 30 ára afmæli sínu. Sýn-
ingin stendur til 6. október.
Sýning á nýjum verkum hafnfirska mál-
arans Jóns Thors Gíslasonar er í Hafn-
arborg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar Á sýningunni eru málverk,
grafík, vatnslitamyndir og teikningar.
Sýningin er opin alla daga nema þriðju-
daga frá kl. 11 til 17 og lýkur 9. sept.
Grafíski hönnuðurinn og myndlistarkon-
an, Valgerður Einarsdóttir, sýnir verk
sín á Kaffi Sólon. Sýningin stendur til 6.
september.
Arnfinnur Amazeen og Bryndís Erla
Hjálmarsdóttir sýna í rými undir stigan-
um í i8, Klapparstíg 33. Verkið sem þau
sýna nefnist „Við erum í svo miklu jafn-
vægi“ og er innsetning með ljósmynd
og spegli. Sýningin stendur til 6. sept-
ember. i8 er opið þriðjudaga til laugar-
daga frá kl. 13.00-17.00
MIÐVIKUDAGURINN
31. ÁGÚST
TÓNLIST Kórsöngur er mjög sér-
stök upplifun fyrir þá sem taka
þátt í honum af lífi og sál,“ segir
Hörður Áskelsson, stjórnandi
Mótettukórs Hallgrímskirkju.
Kórinn heldur upp á tuttugu ára
starfsafmæli sitt með veglegum
tónleikum á morgun, sunnudag.
„Félagslega er þetta líka mjög
sérkennilegt fyrirbæri, hljóð-
færi sem samanstendur af
manneskjum,“ segir hann.
Mótettukórinn hefur þótt
með betri kórum landsins. Hörð-
ur segist því geta leyft sér að
vera kröfuharður þegar hann
velur fólk í kórinn. „Þetta er
auðvitað spurning um framboð
og eftirspurn, nú er mikið af
frambærilegu fólki og ég þarf
að vísa mörgum góðum frá á
hverju hausti.“ Mótettukórinn
telur 50 manns og Hörður segir
hlutfallið milli radda vera best
með um 18 sóprana og tólf í öðr-
um röddum.“ En getur kór bein-
línis verið of góður? „Ég hef
reyndar verið gagnrýndur fyrir
of mikla fágun, en það er alltaf
smekksatriði,“ segir hann. Og
félagslífið? Hörður hlær og seg-
ir Mótettukórinn ekki mikinn
partýkór. „Einn vissi ég um sem
var ráðlagt að fara ekki í
Mótettukórinn, það væri ekki
nógu mikið stuð. En auðvitað er
félagslífið skemmtilegt, utan-
landsferðir og allskyns uppá-
komur.“ Hvað með aldurstak-
mark á kórmeðlimi? „Þegar ég
byrjaði þótt mér fólk um fertugt
komið að fótum fram og bara
búið að vera,“ svarar Hörður.
„Nú þegar ég er sjálfur kominn
yfir þessa „grensu“ sé ég hvað
þetta er rangt.“
Dagskrá afmælistónleikanna
er afar vönduð. „Meginverkið á
efnisskránni eru Óttusöngvar á
vori eftir Jón Nordal. Það er
galdur í þessu verki sem hefur
alltaf hrifið áheyrendur. Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Sverrir Guð-
jónsson syngja með kórnum og
undirleikarar eru Douglas A.
Brotchie, Inga Rós Ingólfsdóttir,
sellóleikari og Eggert Pálsson
slagverksleikari. Önnur verk á
tónleikunum eru Kvöldbænir
Þorkels Sigurbjörnssonar, sem
voru samdar fyrir Mótettukór-
inn, og sálmarnir „Víst ertu,
Jesú, kóngur klár“, „Dýrð, vald,
virðing“ og „Svo stór synd engin
er“. Texti allra þessara verka er
eftir Hallgrím Pétursson. Ég get
lofað áheyrendum yndislegri
stund í Hallgrímskirkju á morg-
un,“ segir stjórnandinn að lok-
um. Tónleikarnir hefjast klukk-
an 20 annað kvöld.
edda@frettabladid.is
Veglegir afmælistón-
leikar Mótettukórsins
Kórinn hefur starfað í tuttugu ár. Upplifun
að syngja í kór, segir Hörður Áskelsson
stjórnandi, og skemmtilegt félagslíf þótt kór-
inn þyki reyndar ekki mikill partýkór.
HÖRÐUR, DIDDÚ OG SVERRIR
Hörður hefur stjórnað Mótettukórnum frá upphafi. Hann er ásamt kór og
einsöngvurum að undirbúa tuttugu ára afmælishátíð kórsins.
ARKITEKTÚR Óvenjuleg framsetning
hversdagslegra byggingarefna og
forma í nýju samhengi, mark-
vissri notkun ljóss sem, andstætt
dreifðri birtu, felur í sér allt lit-
rófið og allan birtuskalann er
grundvöllur að verkum arkitekt-
anna Arno Lederer, Jórunnar
Ragnarsdóttur og Mark Osei. Sýn-
ing á ljósmyndum og líkönum eft-
ir arkitektana hefur opnað í mið-
rými Kjarvalsstaða.
Einkennandi fyrir byggingar-
list þessa arkitekta er að hún er
þung og samanstendur af gegn-
heilum múrsteinsveggjum, sí-
valningum, kröftugum súlum,
keilulaga loftræstingarrörum og
öllum þeim formum sem brjóta
upp lögmál flatarmálsfræðinnar.
Þetta er byggingarlist sem þorir
að hafa lágt til lofts og leyfir sér
að móta dimm skot og afkima.
Sýningin sem sett er upp á
Kjarvalsstöðum hefur verið sett
upp áður í Berlín og München.
Byggingar á sýningunni eru eftir-
farandi: Salem International Col-
lege í Überlingen við Bodensee,
Akademie í Stuttgart-Hohenheim,
Grunnskóli í Ostfildern og Orku-
stofnun EVS í Stuttgart. Sýningin
stendur til 27. október.
Kjarvalsstaðir:
Úti er ekki inni, inni er ekki úti
GRUNNSKÓLI, OSTFILDERN - INNI
Meginatriði í verkum Arno, Jórunnar og
Marc er mótun innra rýmis sem gefur skjól
og nálægð. Þau hafna gegnsæjum arki-
tektúr sem lokar manneskjuna úti og gerir
hana varnarlausa. Þess í stað leitast þau
við að skapa hlýlegt andrúmsloft í bygg-
ingum sem veitir manneskjunni öryggi.
JAZZTÓNLEIKAR
31. ÁGÚST KL. 16:00
JAZZ TÓNLEIKAR Á VEGAMÓTUM OG Í TJALDINU
LAUGARDAGINN 31. ÁGÚST KL. 16:00
KVARTETT KÁRA ÁRNASONAR:
KÁRI ÁRNASON- TROMMUR
ÓMAR GUÐJÓNSSON- GÍTAR
ÓLAFUR JÓNSSON- TENÓR SAX
GUNNAR HRAFNSSON- BASSI
ÞEIR SPILA ÞEKKTA JAZZSTANDARDA
Í ÚTSETNINGUM KVARTETTSINS
LAUGARDAGURINN 31. ÁGÚST
DJ NICK WARREN & ALFONSO X
EXCLUSIVE-PARTY Í TJALDINU FRÁ KL. 21:00 - 24:00
Á frett.is er hægt að sækja Fréttablaðið í dag á pdf-formi.
Þar er einnig hægt að nálgast eldri tölublöð Fréttablaðsins á frett.is.
Þú getur
sótt Fréttablaðið
þitt á frett.is
í útlöndum
úti á landi
í vinnu
í útlöndum