Fréttablaðið - 31.08.2002, Qupperneq 24
Einhvern tíma heyrði ég sagt aðkarlmenn hefðu línulaga hugsun
og konur hugsuðu í hring, mig
minnir meira að segja að það hafi
verið í skóla. Hringhugsunin átti, ef
ég man rétt að tengjast tíðahringn-
um og línulaga hugsunin átti að
vera hugsun frumkvöðlanna! Ég
velti þessu heilmikið fyrir mér á
sínum tíma en komst svo að því að
þetta væri allt saman tómt bull.
Hins vegar er lífið og tilveran öll
ein hringrás eða öllu heldur margar
hringrásir þótt framrás tímans sé
tiltölulega línuleg.
Dagurinn, vikan, mánuðurinn, árið...
- allt gengur þetta í hringi en þó
fram á veginn, vinna og slökun til
skiptis, dagur og nótt, vinnuvika og
helgi, vinnulotur og frí. Og hringirn-
ir verða alltaf styttri og styttri eftir
því sem á ævina líður þannig að um
miðjan aldur er maður að verða al-
veg ringlaður. Hver man ekki hvað
ein einasta klukkustund gat verið
ógnarlöng í barnæsku og einn vetur
á fyrstu skólaárum var eins og heil
eilífð, raunverulega. Eftir því sem
árunum fjölgar breytist þetta held-
ur betur, enda er hver hringur alltaf
hlutfallslega minna brot af línunni
allri sem liðin er.
Sumum finnst mér þessi vaxandi
hraði tímans ógnvekjandi. Það er að
minnsta kosti býsna algengt um-
ræðuefni fólks á mínum aldri. Ég
verð hins vegar að viðurkenna að
mér finnst þetta frekar skemmti-
legt, eiginlega mun skemmtilegra
en þegar tíminn leið hægar. Líklega
er nýjungagirni um að kenna - eða
fyrir að þakka - eftir því hvernig á
málið er litið. Það er óneitanlega
meiri sveifla yfir þessum stöðugu
breytingum en endalaust löngu
skeiðunum sem maður man eftir frá
yngri árum. Hver vinnudagur líður
eins og örskot og mánudagurinn
tæplega á enda runninn þegar aftur
er komin helgi. Eins og í dag!
Það rann upp fyrir mér í vikunni að
haustið væri komið, enn einu sinni.
Þetta hefur gerst án þess að ég hafi
meðtekið að vorið sé liðið. Af því að
ég er meiri vor- og sumarmanneskja
en haust- og vetrar- þá var ég að
hugsa um að verða leið yfir þessu.
Það tekur því þó augljóslega ekki
því vorið er á næsta leiti.
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
Steinunnar Stefánsdóttur
Hring eftir
hring