Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 1
bls. 22 SKIPASMÍÐAR Samkeppnisstaðan batnar ört bls. 6 MIÐVIKUDAGUR bls. 22 172. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 11. september 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Skemmtanir 16 Bíó 16 Íþróttir 10 Sjónvarp 20 Útvarp 21 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Fórnarlamba minnst FRIÐARSTUND Ár er liðið frá hryðju- verkaárásunum á New York og Washington og er þess minnst um allan heim. Kyrrðarstund verður í Grafarvogskirkju í dag þar sem fórnarlamba hryðjuverkaárásanna verður minnst og beðið fyrir ást- vinum þeirra. Að athöfn lokinni verður boðið upp á léttan hádegis- verð. Úrskurður í Baugsmáli DÓMSÚRSKURÐUR Hervör Þorvalds- dóttir, héraðsdómari kveður í dag upp úrskurð í svokölluðu Baugs- máli. Baugur kærði húsleit lög- reglu í höfuðstöðvum fyrirtækis- ins, krafðist þess að rannsóknarat- hafnir lögreglu yrðu úrskurðaðar ólögmætar og að öllum gögnum sem lagt var hald á yrði skilað þeg- ar í stað. Úrskurðarins er að vænta klukkan 11:30. Er hætta á ofþenslu? MORGUNVERÐARFUNDUR Samtök at- vinnulífsins efna til morgunverðar- fundar í Sunnusal Radisson SAS Hótels Sögu í dag. Yfirskrift fund- arins er „Stöðugleiki og stóriðju- framkvæmdir - Er hætta á of- þenslu ?“ Frummælendur verða Ari Edwald, framkvæmdastjóri samtakanna, Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri, fjármálaráðuneyti og Þórarinn G. Pétursson, deildar- stjóri, Seðlabanka Íslands. Fundur- inn hefst klukkan 8:00 og er öllum opinn. PERSÓNAN Fylgir Keikó eins og skugginn AFMÆLI Spæld egg og franskar BLAÐAÚTGÁFA Fréttablaðinu verður dreift á öll heimili á Akureyri alla morgna frá mánudegi til laugar- dags frá miðri næstu viku. Þar með verða tæp 68 prósent allra heimila á landinu sem fá Frétta- blaðið á morgnana eða um 74.500 heimili. „Þetta er eðlilegt næsta skref í útgáfu Fréttablaðsins,“ segir Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri. „Eftir endurreisn Fréttablaðsins hefur okkur tekist að ná góðum tökum á dreifingu Fréttablaðsins á höfuðborgarsvæðinu. Reynslan sýnir að góð dreifing tryggir mik- inn lestur. Það sama mun gerast á Akureyri. Þar er staða áskriftar- blaðanna hins vegar veikari en hér fyrir sunnan. Fréttablaðið ætti því að verða mest lesna dagblaðið á Akureyri á skömmum tíma.“ Aðspurður um áform um frek- ari útbreiðslu Fréttablaðsins sagði Gunnar Smári dreifingu í hvert hús á Akureyri vera nógu stórt skref að sinni. „Fyrir utan dreif- ingu á heimili sækja frá 3.000 til 4.500 manns sér Fréttablaðið á pdf- formi inn á frett.is. Auk þess dreif- um við blaðinu í verslanir og sölu- staði víða um land. Við munum smátt og smátt auka slíka dreif- ingu. Ætli við verðum ekki komin upp í um 85 þúsund eintök í byrjun næsta mánaðar.“ Blaðinu verður dreift í tilrauna- skyni á Akureyri í dag fyrir tilstilli Tölvulistans.  TVÍBURATURNARNIR Heimsbyggðin minnist í dag árása hryðjuverkamanna á New York og Washington. 2.800 manns létust þegar flugvélum var flogið á tvíburaturna World Trade Center í New York með þeim afleiðingum að þeir hrundu. Auk þeirra létust um 200 manns í Pentagon og í Pennsylvaníu, þar sem flugvél hrapaði eftir átök farþega og flugræningja. Grensásvegi 12 • Sími: 533 2200 FRÁBÆR PIZZA Á FRÁBÆRU VERÐI! WASHINGTON, NEW YORK, AP Hert ör- yggisgæsla og heitar tilfinningar settu mark sitt á Bandaríkin í gær. Í dag er ár liðið síðan hryðjuverka- menn gerðu árás á New York og Washington, með þeim afleiðing- um að 3.000 manns létust. Dick Cheney, varaforseta Bandaríkj- anna, komið fyrir á leyndum stað í gær. Georg W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, sagði í gær að þjóðin end- urupplifði þá hræðilegu atburði sem áttu sér stað fyrir ári síðan: „Það er, að ekkert ríki er öruggt gagnvart árás.“ Bandarísk stjórnvöld hækkuðu viðvörunarstig vegna hryðju- verkahættu í gær, í appelsínugult, sem er næst hæsta stigið. John As- hcroft, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að leyniþjónustan hefði fengið vísbendingar um að hryðjuverkaárásir gegn Bandaríkja- mönnum og eignum þeirra erlendis væru í bígerð. Upp- lýsingarnar koma frá al-Kaída, sam- tökum bins Ladens. Nokkrum sendiráð- um var lokað tíma- bundið í öryggis- skyni. Embættis- menn greindu frá því að hótanir hefðu borist sendiráðum í suðaustur Asíu, þar á meðal í Indónesíu og Malasíu. Engar beinar hótanir hafa borist um árás á skotmörk í Bandaríkjunum. Hátíðleg minningarathöfn verð- ur haldin í New York í dag. Í New York verða nöfn allra þeirra sem fór- ust þar lesin upp. Ge- orge W. Bush Banda- ríkjaforseti leggur í dag leið sína til þeir- ra þriggja staða þar sem samtals fjórar farþegaflugvélar með hryðjuverka- menn innanborðs hröpuðu fyrir réttu ári. Í New York ætl- ar Bush svo að ávarpa bandarísku þjóðina í sjónvarpi með Frelsisstyttuna í bakgrunni. Bush sagði í gær að sársaukafyllstu minningar frá atburðunum hefðu verið þegar hann hitti aðstandend- ur fórnarlambanna. Sjá einnig bls. 4. Hert gæsla vegna hryðjuverkahættu Ár liðið frá árásum á Bandaríkin. Varaforseti Bandaríkjanna sendur á vísan stað. Bush heimsækir þá staði þar sem flugvélarnar fórust. REYKJAVÍK Suðlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum. Hiti 8 til 14 stig VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 1-3 Skýjað 12 Akureyri 5-8 Léttskýjað 17 Egilsstaðir 5-10 Léttskýjað 17 Vestmannaeyjar 5-8 Skýjað 11 + + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ Fréttablaðinu verður dreift á 68 prósent heimila á landinu: Fréttablaðið á öll heimili á Akureyri AP /T H O M AS M U N IT A Skeifan 4, s. 585 0000, www.aukaraf.is GPS SporTrak Map Kr. 39.900 m/ íslandskorti LANDSBANKI ÍSLANDS Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, segir sölu í samræmi við ráðagerðir og muni afla ríkinu mikilla tekna. Bankasala ríkisins: Nefnd um einkavæðingu gagnrýnd BANKASALA „Ólafur Davíðsson hyg- gst ekki tala við fjölmiðla um ákvörðun einkavæðingarnefndar að sinni,“ voru skilaboðin sem blaðið fékk þegar leitað var eftir upplýsingum um ákvörðun einka- væðingarnefndar um sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Sem kunnugt er ákvað nefndin að hefja formlegar viðræður við eignarhaldsfélagið Samson ehf., þá Magnús Þorsteinsson og Björg- ólfsfeðga, um kaup á kjölfestuhlut í Landsbankanum. Einkavæðingarnefnd hafði hvorki samband við talsmenn S- hópsins svokallaða eða Kaldbaks. Báðir fréttu af ákvörðun nefndar- innar um viðræður við Samson gegnum fjölmiðla og fengu síðar senda fréttatilkynningu í tölvu- pósti. Kristinn Hallgrímsson, lög- fræðingur og talsmaður S-hópsins sagði að þar á bæ ættu menn eftir að hittast og fara yfir málið. „Við fengum bara fréttatilkynningu. Við höfum ekki heyrt neitt frá einkavæðingarnefnd um málið.“ Hvorki Kaldbakur né S-hópur- inn hafa fengið rökstuðning fyrir ákvörðun nefndarinnar. Blaðinu er kunnugt um að fulltrúar Kald- baks óskuðu eftir rökstuðningi en síðdegis í gær hafði ekkert heyrst frá einkavæðingarnefnd. Björgólfur Thor Björgólfsson, fulltrúi Samson segir í viðtali við blaðið í dag að ferli einkavæðing- ar sé skýrara í Búlgaríu en hér. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra segist telja að unnið hafi verið faglega og málefnalega að öllu. Nánar á bls. 2 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 39 ára á miðvikudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 14,4% D V 70.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á miðviku- dögum? 48,7% 61,3% AP /R IC K B O W M ER GEORG W. BUSH Bandaríkjaforseti virtist gráti nær þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna var sunginn á minningarathöfn í John F. Kennedy Center á mánu- dagskvöld, þar sem fórnarlamba árásanna 11. september var minnst.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.