Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 22
22 11. september 2002 MIÐVIKUDAGUR HÚSIÐ Ægissíða 80 er meðal glæsileg-ustu einbýlishúsa í borginni. Húsið var reist 1956 og var ytra borð þess friðað árið 1999. Arki- tekt hússins er Sigvaldi Thordar- son. Sigvaldi teiknaði mörg íbúð- arhús, ekki síst blokkir og rað- hús, sem setja sterkan svip á höf- uðborgarsvæðið. Nefna má tvær blokkir sem báðar snúa út að Miklubraut, önnur stendur við Skaftahlíð en hin við Fellsmúla. Sigvaldi notaði lit húsanna sem nokkurs konar vörumerki en þau voru máluð hvít, blá og gul eins og sést á Ægissíðu 80. Hús og íbúðir teiknaðar af Sigvalda eru ekki aðeins falleg að utan heldur þykja einstaklega vel hannaðar að innan.  Þetta verður allt í hófi,“ segirKristinn R. Ólafsson í Madríd, sem er fimmtugur í dag. „Ég verð að vinna, og fer svo væntan- lega með fjölskyldunni á Casa Lucio, sem er heimsfægur staður í Madríd. Þar borða fyrirmenn- in,“ segir hann kampakátur.“ Eins og hvaða fyrirmenni? „Ja, Clinton og svona kallar. Staður- inn er frægur fyrir aðalrétt húss- ins, spælt egg og franskar, hreint himneskt,“ segir Kristinn og af- tekur með öllu að rétturinn sé nokkuð annað en það sem hann lítur út fyrir að vera. „Spælda eggið er reyndar steikt oní kart- öflurnar svo úr verður eins kon- ar kássa, svona splundruð egg.“ Kristinn situr við skriftir í Madríd og segir áhugamálin skarast við vinnuna. „Þetta er lausamennskunnar lága stand,“ segir hann, en vill ekkert gefa upp um hvort skáldsaga sé í fæð- ingu. Hann gerir þó ýmislegt annað en að skrifa, er stundum fararstjóri íslenskra ferðalanga á Spáni og læðir því svo út úr sér að hann hafi nýverið leikið í kvik- mynd. „Nei, nei, við skulum ekk- ert tala um það,“ segir hann. „Fólk heldur bara að ég sé að monta mig.“ En nú hefur Krist- inn sagt a og er píndur til að segja b. Og hann upplýsir með semingi að hann hafi farið með tvö lítil hlutverk í kynningar- mynd fyrir Canal Satélite Digi- tal. „Ég lék annarsvegar Svía sem var að hlusta á draugahljóð og hins vegar dómara sem sagði eitt orð, Out! Þetta var ægilega skemmtilegt.“ Svo kemur auðvit- að í ljós að Kristinn er enginn ný- græðingur í kvikmyndaleik. Hann lék einu sinni lítið hlutverk í kvikmyndinni La playa de los galgos, eða Mjóhundaströndinni, eftir fægan spænskan leikstjóra, Mario Camus. „Þar lék ég fullan Dana á krá. Við sungum eitt lag,“ segir Kristinn og syngur við raust: „Vi sejler op ad åen, vi sejler ned ad igen. Det var vel nok en dejlig sang, den må vi ta’ endnu en gang.“ Þegar Kristni hefur verið hrósað fyrir sönginn er komið að síðustu spurning- unni: Hvað er helst sammerkt með Spánverjum og Íslending- um? Hann skellihlær. „Það eru auðvitað þessir tveir rauðu þræðir: Að klæmast og tala illa um náungann.“ edda@frettabladid.is TÍMAMÓT AFMÆLI Colin Baird er þjálfari Keikósog hefur vakað yfir velferð hans í um það bil eitt ár. Fyrst í Vestmannaeyjum og nú í Noregi. Baird er 35 ára gamall Kanadamaður. Hann er mennt- aður hagfræðingur en lét þau fræði sigla sinn sjó og hefur unnið með sjávarspendýrum í sædýrasöfnum í heimalandi sínu árum saman. Hann eyðir mest- um tíma sínum með Keikó, fóðr- ar hann, fylgist með andlegri- og líkamlegri heilsu hans og fer með honum í siglingar, sem hann kallar „göngutúra“ í firðinum. Baird segir að byrjað sé að huga að betri vetrardvalarstað fyrir Keikó þar sem Skálarvík- urfjörður henti honum alls ekki. Vatnið sé fínt núna en muni frjósa þegar líða fer á veturinn. Hann gerir ráð fyrir því að fylg- ja Keikó eftir hvert sem hann fer: „Ég skildi eiginlega allt mitt hafurtask eftir á Íslandi og rauk á eftir honum til Noregs og mun fylgja honum áfram.“ Baird á foreldra og systkin í Kanada en heimshornaflakkið kemur ekki illa við hann þar sem hann er ógiftur og barnlaus. Baird tók blóðprufu úr Keikó um síðustu helgi og telur hann annaðhvort vera með snert af kvefi eða bara stressaðan. Hann þvertekur fyrir að Keikó sé með hita og varar við því að fólk trúi öllu sem norskir fjölmiðlar segja um háhyrninginn og full- yrðir að honum sé engin hætta búin. Baird kærir sig lítið um at- hygli fjölmiðla og var tregur til viðtals. Hann segir Keikó miklu betur til þess fallinn að baða sig í kastljósi fjölmiðlanna. „Enda er hann miklu myndarlegri en ég“.  Colin Baird er þjálfari Keikós og fylgir honum hvert sem hann fer. Persónan Fylgir Keikó eins og skugginn Farþegaþota frá Trans WorldAirlines, sem rænt var í inn- anlandsflugi í Bandaríkjunum, hafði viðdvöl á Keflavíkurflug- velli á leið til Parísar árið 1976. Ræningjarnir gáfust upp í París. Þeir voru króatískir. KR tryggði sér Íslandsmeist-aratitil í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í 31 ár árið 1999. Dag- inn eftir varð félagið bikarmeist- ari í kvennaflokki. Hryðjuverkaárásir voru gerð-ar á Bandaríkin árið 2001. Fjórum flugvélum var rænt og tveimur þeirra flogið á World Trade Center í New York, einni á varnarmálaráðuneytið í Was- hington og ein hrapaði til jarðar í Pennsylvaníu. Hryðjuverkasam- tökin al-Qaeda undir stjórn Osama bin Ladens voru ábyrg fyrir hryðjuverkunum. Þúsundir létu lífið. Í HLUTVERKI SVÍA Í KYNNINGARMYND Kristinn vill taka það sérstaklega fram að pípan er partur af hlutverkinu. Hann er löngu hættur að reykja. Íþróttafréttamaðurinn snarpi,Valtýr Björn Valtýsson, hefur snúið heim á fornar slóðir til starfa hjá Norðurljós- um. Valtýr Björn stýrir nú íþrótta- þætti á út- varpi Sögu að loknu Hrafnaþingi Ingva Hrafns Jónssonar í hádeginu. Valtýr var um langt skeið yfirmaður íþróttadeildar Stöðvar 2 og Bylgjunnar en kvaddi með hvel- li þegar Snorri Sturluson tók við starfi hans. Þykir endurkoma hans til marks um að öll sár grói um síðir. Pólitískir textarýnar telja yf-irlýsingu Ingibjargar Sól- rúnar Gísla- dóttur um að ekkert hafi gerst sem réttlæti brotthvarf sitt úr ráð- húsinu ekki skella loku fyrir að hún blandi sér í alþingiskosningaslaginn á næsta ári. Kremlverjinn Eiríkur Berg- mann Einarsson telur yfirlýs- inguna þó afdráttarlausa og harmar niðurstöðu hennar, enda Kremlarkönnunin, sem hleypti öllu af stað, varla meira en stormur í vatnsglasi ef hún gef- ur ekki kost á sér. Eiríkur óttast ekki að umræðan skaði Sam- fylkinguna og Ingibjörgu sjálfa enda sé fátt eðlilegra í lýðræð- isþjóðfélagi en að málin séu rædd. Kremlverjar virða því ákvörðun Ingibjargar og vænta mikils af henni í framtíðinni. FÓLK Í FRÉTTUM MEÐ SÚRMJÓLKINNI Jólasveinn, tannálfur, heiðar-legur lögfræðingur og gömul fyllibytta voru saman á göngu. Allt í einu komu þeir auga á 5000 króna seðil á götunni. Hver var fyrstur að ná honum? Gamla fyllibyttan náði honum því enginn hinna er til í alvör- unni. Sendu brandarann þinn á surmjolk@frettabladid.is JARÐARFARIR 15.00 Halldór Steingrímsson, Skúla- götu 68, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni. 15.00 Hannes G. Thorarensen, Kjalar- landi 21, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju. 15.00 Kristín Bjarnadóttir, fyrrv. hús- freyja, Goðheimum 18, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholts- kirkju. ANDLÁT Ingibjörg Auðbergsdóttir lést á hjúkr- unardeild Hrafnistu 24. ágúst. Útförin hefur farið fram. Ásmundur Jón Pálsson, Laufskálum 5, Hellu, lést 8. september. Gísli Kristján Líndal Karlsson, Nýbýla- vegi 98, Kópavogi, lést á Landspítalan- um 7. september. Sveinn Skorri Höskuldsson, prófessor, Kórsölum 5, Kópavogi, lést 7. septem- ber. Sverrir Bjarnason, læknir, Blikahólum 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum 7. sept- ember. Bryndís Emilsdóttir, Grettisgötu 73, Reykjavík, lést á Landspítalanum 6. sept- ember. Ómar Sigtryggsson, Háteigsvegi 19, Reykjavík, lést á Landspítalanum 5. sept- ember. AFMÆLI Kristinn R. Ólafsson í Madrid er fimm- tugur í dag. COLIN BAIRD Eyðir nánast öllum sínum tíma með Keikó. Viðrar hann, fóðrar og fylgist með heilsufarinu. Spæld egg og franskar á frægu veitingahúsi Kristinn R. Ólafsson í Madríd er fimmtugur í dag. Hann fagnar líka öðrum tímamótum í desember þegar hann verður 25 ára „Madrídingur“. Fáir vita að Kristinn hefur leikið í kvikmyndum. SAGA DAGSINS 11. SEPTEMBER Vert er að ítreka að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur enn ekki afsalað sér rétti til forsetaframboðs árið 2004, 2008 eða 2012. Leiðrétting Naglalökk á 1/2 virði • Næra og bæta • Tolla lengur • Fljótþornandi • Án Formaldehyde og Toluene. Fæst í betri apótekum. Tilboð PERUR Engar tímapantanir. Komdu núna! REYKJAVÍK • AKUREYRIAB X / S ÍA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.