Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 11. september 2002 MEN IN BLACK 2 kl. 8 MINORITY REPORT kl. 8 SWEETEST THING kl. 6 og 10 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 6 Sýnd kl. 7 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.10 SÍMI 553 2075 STUART LITTLE 2 kl. 6Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 8 og 10.10LILO OG STITCH m/ísl. tali 4 og 5 VIT429 SLAP HER SHÉS FRENCH kl. 6, 8 og 10 VIT 426 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 VIT 432Sýnd kl. 6.45 og 9 VIT 427 FYRIRLESTUR 16.15 Peter Schmidt kennari við Århus Dag- og Aftenseminarium heldur fyrirlesturinn Að segja sögu á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands í sal 2 í nýbyggingu skólans við Stakka- hlíð. Í fyrirlestrinum fjallar hann um mælt mál og eflingu þess í móðurmálskennslu. Fyrirlesturinn er öllum opinn og fer fram á dön- sku. FRIÐARSTUND 12.00 Kyrrðarstund verðir í Grafarvogs- kirkju þar sem fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Bandaríkj- unum fyrir einu ári verður minnst og beðið fyrir ástvinum þeirra. Að athöfn lokinni verður boðið upp á léttan hádegisverð. MYNDLIST OG SÝNINGAR Gullsmíðavinnustofan og verslunin Maríella, Skólavörðustíg 12, hefur hleypt af stokkunum sýningarverkefni í versluninni. Þar er eitt verk eftir þekktan íslenskan listamann hengt upp í mánað- artíma í senn. Fyrsta verk á dagskrá er olíumálverk eftir Eirík Smith, „Abstraktion“ frá 2001. Ólöf Björg myndlistarmaður sýnir í Gall- eríi Sævars Karls, málverk, hluti, hljóð og lykt. Sýning á verkum Eero Lintusaari skart- gripahönnuðar og Harri Syrjanen gull- smiðs og leðursmiðs sýnir í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg. Sýningin verður opin mánudaga til föstudaga frá 10 til 18 og laugardaga frá 11 til 16. Sýningunni lýkur 25. september. Ásdís Spano sýnir olíuverk á Kaffi Sólon. Sýningin stendur til 27. september. Sumarlok nefnist gluggasýning í Samlag- inu/Listhúsi, Gilinu á Akureyri. Þar sýnir Halldóra Helgadóttir nokkur af þeim málverkum sem hún hefur unnið að á þessu ári. Sýningin stendur til 15. septem- ber. Í Rauða Húsinu á Eyrarbakka sýnir Hafliði Magnússon, rithöfundur og teikn- ari, sýningu á lituðum teikningum með götumyndum frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi. Harpa Rún Ólafsdóttir sýnir í Gallerí Tukt í Hinu húsinu. Í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41 sýnir Guð- rún Hrönn Ragnarsdóttir ljósmyndir og skúlptúr. Í Gryfjunni sýnir Kristveig Hall- dórsdóttir , myndverk gerð úr rabbarara sem hún hefur búið til papyrus úr. Einnig sýnir hún ljósmyndir. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. Aðgangur er ókeypis. Sýningunum lýkur 22. september. Afmælissýning Myndhöggvarafélag Ís- lands stendur yfir í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsi. Fjórtán myndhöggvarar sýna. Félagið fagnar nú 30 ára afmæli sínu. Sýningin stendur til 6. október. Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn G. Harðarson sýna í i8, Klapparstíg 33. Krist- inn sýnir vatnslitaverk og útsaumaðar myndir og Helgi leirskúlptúra. Að auki sýna þeir myndbandsverk sem þeir unnu í sameiningu ásamt Sverri Guðjónssyni . Sýningin stendur til 12. október. i8 er opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13 til 17. Í Gerðarsafni stendur sýningin Stefnu- mót. Á henni eru málverk eftir Jóhannes Jóhannesson listmálara og höggmyndir og glergluggar Gerðar Helgadóttur myndhöggvara. Listin meðal fólksins er yfirskrift sýningar Listasafns Reykjavíkur í Ásmundarsafni. Á sýningunni eru verk Ásmundar Sveinsson- ar myndhöggvara skoðuð út frá þeirri hugsjón hans að myndlistin ætti að vera hluti af daglegu umhverfi fólks en ekki lokuð inni á söfnum. Sýningin stendur til ársloka. MIÐVIKUDAGURINN 11. SPETEMBER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.