Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 24
Ídag er eitt ár liðið síðan liðsmennÓsóma Bin Ladens gerðu hinar hræðilegu sjálfsmorðsárásir á Tví- buraturna í Nýju Jórvík og Fimm- hyrninginn í Washington. Þau voða- verk leiddu til styrjaldar Banda- ríkjamanna við talíbanastjórnina í Afganistan og nú er í uppsiglingu annað stríð í Írak til að losa veröld- ina við þá ógn sem stafar af Saddam Hússein og hyski hans. Í SKOÐANAKÖNNUN á vef- setri Fréttablaðsins, frett.is, kom í ljós að 42% þeirra sem tóku þátt í könnuninni telja það heillaráð að Bandaríkjamenn og Bretar ráðist á Íraka til að koma Saddam fyrir katt- arnef. 58% voru hins vegar á móti þeirri styrjöld. (Næst var svo spurt um öllu hversdagslegra mál: „Eiga Íslendingar að skipta um landsliðs- þjálfara í knattspyrnu?“). Það var athyglisvert að sjá hversu margir Íslendingar eru nógu herskáir til að vilja bombardera Írak. HRYÐJUVERKAÁRÁSIRNAR á Bandaríkin vöktu hneykslan, við- bjóð, sorg og samúð, og nú einu ári og einni styrjöld síðar liggur ennþá ógn í loftinu, ótti við sefasjúka hefndarverkamenn sem vega úr launsátri að almennum borgurum með hryllilegum blóðsúthellingum. Þessi ógn hvílir einnig yfir hvers- dagslegri tilveru okkar hérna fjarst í eilífðar útsæ og truflar okkur frá heimilislegum bollaleggingum um hvort ráðlegt sé að skipta um lands- liðsþjálfara í fótbolta, ellegar hvort borgarstjórinn í Reykjavík eigi að bæta á sig þingmannsstarfi, eða hvaða burgeisum við ætlum að selja Landsbankann. HVORT SEM herförin gegn Írak hefst vikunni fyrr eða síðar og hvort heldur sem fleiri þjóðir eða færri taka þátt í henni er það víst að ekki sér fyrir endann á þeim blóðsúthell- ingum sem hófust 11. september síð- astliðinn. Kannski byrjuðu vandræð- in þegar Saddam hertók alheims- bensínstöðina í Kúvæt og var hrak- inn burt. Kannski þegar Abd al-Asís al Saúd Arabakóngur hóf viðskipti fyrir sína hönd og fjölskyldu sinnar við ameríska olíukaupmenn árið 1936. Kannski á þessi ófriður sér ennþá lengri aðdraganda. Og kannski er endirinn á ófriðnum jafnfjarlæg- ur og upptök hans hvað svo sem Ís- lendingum kann að finnast um stríð eða frið í skoðanakönnun á frett.is.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 11. september Bakþankar Þráins Bertelssonar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.