Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 6
Ökumaður missti stjórn á bílsínum á Álftanesvegi um ellefuleytið í fyrrakvöld og ók á ljósastaur eftir að fugl flaug skyndilega í veg fyrir hann. Tveir piltar voru í bílnum og hlutu þeir lítilsháttar meiðsl. Ekið var á tvo menn sem voruá hestbaki í Eyjafirði í fyrrakvöld. Mennirnir sluppu ómeiddir en aflífa þurfti annan hestinn. Bíll ökumannsins er ónýtur eftir áreksturinn. Maður og kona fundust sof-andi á umferðareyju í Reykjavík aðfaranótt sunnu- dagsins. Maðurinn var ekki sátt- ur við að lögreglan reyndi að vekja konuna og kom því til átaka. Voru þau bæði færð á lögreglustöð en sleppt að við- ræðum loknum. 6 11. september 2002 MIÐVIKUDAGURSPURNING DAGSINS Hvar varst þú þegar þú fréttir af hryðjuverkaárásunum 11. september? Ég var austur í sveit. Ingi Þór Guðmundsson MINJAR Flakið af Northrop-herflug- vélinni sem fannst á botni Skerja- fjarðar á dögunum liggur þar enn. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort vélinni verði lyft af hafs- botni. Kafarar frá Landhelgisgæslunni fóru niður að flakinu á mánudag. Þeir hreinsuðu frá því möl og sand og könnuðu skemmdir. Hugsanlegt er talið að jarðneskar leifar áhafn- arinnar séu enn um borð. Ekkert mun þó hafa komið fram sem bend- ir til þess. Köfunarbann fyrir al- menning er enn í gildi við flakið. Talið er öruggt að vélin sé úr flugsveit sem staðsett var hérlend- is á árum seinni heimstyrjaldarinn- ar. Misvísandi heimildir eru fyrir hendi og því hefur enn verið ekki hægt að slá föstu nákvæmlega hvaða vél það er sem nú er fundin. Þrjár vélar eru taldar koma til greina. Bresk og norsk stjórnvöld hafa sýnt flugvélafundinum áhuga og hafa verið í sambandi við Land- helgisgæsluna. Það sama hafa margir aðrir innlendir og erlendir aðilar gert. Þeir vilja gjarnan fá vélina til varðveislu enda eru afar fá eintök til af þessari flugvélateg- und. Óljóst er um eignarhald á vél- inni. Hugsanlegt er að fyrri eig- endur geri tilkall til hennar.  Landhelgisgæslan hreinsaði frá flaki herflugvélarinnar á mánudag: Enn óvíst um framtíð Northrop vélarinnar Kaþólska kirkjan í Rhode Island: Borgar millj- arð í bætur KIRKJA Kaþólska kirkjan í banda- ríska ríkinu Rhode Island hefur samþykkt að borga rúman millj- arð króna í bætur til 32 manna og kvenna sem sakað hafa þónokkra presta og nunnur um kynferðis- lega misnotkun barna. Rhode Is- land er minnsta ríkið í Bandaríkj- unum en þar er samt að finna hæsta hlutfall kaþólskra manna í landinu. Frá því upp komst um hneyksli tengt kaþólsku kirkjunni í Bandaríkjunum í janúar á þessu ári hafa um 200 kaþólskir prestar verið leystir frá störfum í 18 ríkj- um í landinu.  IÐNAÐUR Íslenskur skipasmíðaiðn- aður hefur átt heldur erfitt upp- dráttar á undanförnum árum. Á Íslensku sjávarútvegssýningunni var skrifað undir vélbúnaðar- samning í skip sem skipasmíða- stöðin Ósey hefur selt til Færeyja. Þetta er fimmta skipið sem Færey- ingar kaupa frá Ósey. „Þeir vita að þeir eru að kaupa góða vöru,“ segir Hallgrímur Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Óseyjar. Hallgrímur segir að botninn hafi dottið úr greininni hér heima fyrir tveimur árum. Nýsmíði ís- lenskra skipa hafi öll verið í Kína og Chile. „Við tókum þá þennan kúrs og reyndum að koma okkur af stað í útlöndum.“ Færeyingar hafa keypt skip og viðræður eru í gangi um kaup Íra. „Það er ennþá á útboðsstiginu, en við komumst alla vega inn og erum með,“ segir Hallgrímur. Ný skip sem komu frá Kína fengu blendnar viðtökur. Hall- grímur vill ekkert segja um það hvort menn hafi gert mistök með því að láta smíða skipin þar. „Ég vænti þess að við endurnýjun skipakosts hér á landi í framtíð- inni muni menn líta sér nær.“ Eitt af því sem hefur valdið skipasmíðaiðnaði hér á landi erf- iðleikum er að iðnaðurinn hefur verið ríkisstyrktur víða um heim. 1998 voru slíkar niðurgreiðslur stöðvaðar í Evrópu, en fyrirtæki fengu að klára samninga. „Þetta er smátt og smátt að gerast. Menn eru að keppa á meiri jafnréttis- grundvelli en áður var. Þá opnast möguleikar.“ Miklar breytingar hafa orðið á því hvernig staðið er að smíðinni. Nú kaupa menn skipsskrokka ann- ars staðar frá og ljúka smíðinni hér heima. Hallgrímur segir að slík sérhæfing og verkaskipting sé nauðsynleg til þess að hægt sé að uppfylla kröfur um skjótan af- greiðslutíma. Virðisaukinn sé líka mestur að seinni stigum skipa- smíðinnar. Hann telur að bjart sé framundan í greininni. „Helstu samkeppnisaðilar okkar eru Norð- menn og kannski Danir. Þegar hætt er að styrkja greininga erum við vel samkeppnisfærir. Launa- kostnaður og annar kostnaður er til að mynda hærri hjá Norðmönn- um en okkur. Við erum með stóran og kröfuharðan fiskiskipaflota. Hér er mikil tækniþekking og kunnátta í greininni.“ haflidi@frettabladid.is Bætt samkeppnisstaða í íslenskum skipasmíðum Ósey hefur selt fimm skip til Færeyja. Fyrirtækið á í viðræðum við Íra um frekari viðskipti. Minnkandi ríkisstyrkir í nágrannalöndunum skapa ný sóknarfæri. Fiskiskipaflotinn er kröfu- harður og mikil þekking í landinu á skipasmíðaiðnaði. BJARTARA YFIR Hallgrímur Hallgrímsson framkvæmda- stjóri Óseyjar er bjartsýnn fyrir hönd íslensks skipasmíðaiðnaðar. Fyrirtækið hefur selt 5 skip til Færeyja og leitar nú hófanna í Írlandi Þetta er smátt og smátt að gerast.LÖGREGLUFRÉTTIR SVÍÞJÓÐ Anna Kinberg, þingmaður sænska stjórnmálaflokksins Moderata samlingspartiet, beitir óvenjulegri aðferð í atkvæðaveið- um fyrir sænsku þingkosningarn- ar, sem fram fara 15. september. Á heimasíðu hennar spyr hún hvort að netverjar hafi áhuga á að sjá sig nakta, hún sendi mynd gegn því að fá netfang hjá félaga viðkomandi, einnig deilir hún „leyndarmáli,“ og ráðum í ástar- lífinu. Heimasíðan er í bleikum litum og blikkandi hjörtu blasa við þeim sem hana skoða. Anna Kinberg, sem er 32 ára gömul, hefur áður vakið athygli um alla Svíþjóð, það var fyrir nokkrum árum þegar hún lét hafa eftir sér að íbúar í Stokkhólmi væru gáfaðri en aðrir íbúar Sví- þjóðar. Hún segir í samtali við Afton- bladet að kynlíf og stjórnmál séu eina blandan sem virki til að ná athygli kjósenda á lokaspretti kosningabaráttunnar. Fjölmiðla- fræðingurinn Paul Ringe, er þessu ósammála og segir í sam- tali við blaðið að honum þyki þessi leið vanvirðing við kjósend- ur. Anna Kinberg er í þrettánda sæti lista flokks síns í Stokk- hólmi. Moderata samlingspartiet er til hægri í stjórnmálum.  Sænskur þingmaður: Stundar kynlegar atkvæðaveiðar GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 86.95 -0.66% Sterlingspund 135.13 -0.95% Dönsk króna 11.42 -1.06% Evra 84.85 -1.01% Gengisvístala krónu 128,2 -0,42% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 336 Velta 1.381m ICEX-15 1.299 0,04% Mestu viðskipti Pharmaco hf. 177.664.143 Flugleiðir hf. 119.334.150 Kögun hf. 86.426.312 Mesta hækkun Tangi hf. 17,65% SÍF hf. 5,26% Sjóvá-Almennar hf. 4,33% Mesta lækkun Íslenski hugbúnaðarsj. hf. -4,73% SR-Mjöl hf. -2,78% Íslenskir aðalverktakar hf. -2,76% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 8527,8 0,10% Nsdaq: 1307,8 0,20% FTSE: 4175,5 2,80% DAX: 3476,2 1,40% Nikkei: 9309,3 0,00% S&P: 904 0,10% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.