Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 10
10 11. september 2002 MIÐVIKUDAGURSKÍÐASTÖKK Á LEIÐ TIL SILFURS Lydia Ierodiaconou flýgur hér um loftin blá á heimsmeistaramótinu í skíðastökki með frjálsri aðferð í fjallinu Mount Buller í Ástrralíu. Lydia náði silfurverðlaunum á mótinu. Mikael Silvestre, leikmaðurManchester United, mun væntanlega skrifa undir nýjan samning við liðið innan skamms. Samningur Silvestre, sem er 25 ára, rennur út á næsta ári en bæði hann og liðið hafa lýst yfir áhuga á framlenginu hans. Talið er að hann muni skrifa undir nýj- an fjögurra ára samning. Paul Scholes, leikmaðurManchester United, verður væntanlega frá knattiðkun í sex vikur þar sem hann þarf að gangast undir að- gerð á hné. Scho- les missi þar með af leikjum gegn Leeds í ensku úr- valsdeildinni og gegn Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í Meistaradeild Evrópu. Miðjumaðurinn snjalli hefur átt við meiðslin að stríða síðan á undirbúningsmóti í Amsterdam sem fram fór í sum- ar. Sylvain Wiltord, franski leik-maður Arsenal, hefur verið út- nefndur leikmaður ágúst-mánað- ar í ensku úrvalsdeildinni. Wiltord hefur staðið sig frábær- lega í fyrstu leikjum tímabilsins og er þegar búinn að skora fjögur mörk. Hann hefur einnig staðið sig vel með franska landsliðinu og skoraði eitt mark í sigri á Kýpur. Vladimir Smicer missir aðminnsta kosti af næstu tveim- ur leikjum með Liverpool þar sem hann tábrotnaði í leik með landsliðinu. Forráðamenn Liver- pool óttast að hann verði lengur frá. Smicer skoraði fyrir Tékk- land þegar liðið lagði Júgóslava að velli Kevin Phillips, leikmaðurSunderland, verður einnig frá knattiðkun í sex vikur eftir að hann kviðslitnaði. Þetta er mikið áfall fyrir lið Sunderland sem hefur byrjað ensku úrvals- deildina með ágætum. Marcus Stewart og Tore Andre Flo munu væntanlega leika í fremstu línu fyrir Sunderland þangað til Phillips snýr aftur. MOLAR ÍÞRÓTTIR Í DAG 15.05 Stöð 2 Íþróttir um allan heim 18.30 Sýn Heimsfótbolti með West Union 19.30 Laugardalsvöllur Coca-Cola bikar karla (KA - Fylkir) 19.31 RÚV Bikarkeppni KSÍ 22.00 Sýn Enski boltinn (Newcastle - Leeds) FÓTBOLTI Ítalski ólátabelgurinn Pa- olo Di Canio er byrjaður að æfa á ný með liði sínu West Ham eftir að hafa verið frá vegna meiðsla. Di Canio hefur varla snert bolta síðustu fjóra mánuði eftir að hann meiddist á hné. „Paolo hefur æft vel síðustu vikur. Það er líka það sem maður býst við af honum,“ sagði Glenn Roeder, knattspyrnustjóri West Ham. „Þó hann hafi ekki spilað fótbolta í fjóra mánuði hefur hann enn sömu tilfinningu fyrir íþrótt- inni og hann hafði áður en hann meiddist.“ Roeder ber mikla virð- ingu fyrir Ítalanum og segir að þó hann yrði frá knattiðkun í nokkra mánuði til viðbótar myndi hann ekki missa neitt niður. Di Canio, sem er fyrirliði West Ham, verður væntanlega á bekkn- um þegar liðið mætir Lárusi Orra Sigurðssyni og félögum í West Bromwich Albion í kvöld. Þó hann hafi enn sömu tilfinningu fyrir boltanum vantar svolítið upp á leikformið.  NEW YORK, AP „Serena á eftir að verða efst á heimslista tennissam- bandsins. Venus hefur aftur á móti mikið stolt og ekkert getur komið veg fyrir að hún verði á undan að ná fyrsta sætinu,“ sagði Ric- hard Williams, faðir banda- rísku tennissystranna Ser- enu og Venus Williams, í janúar árið 1998. Nánast enginn tók mark á orðum hans og hvarflaði það ekki að neinum að báðar stúlk- urnar myndu ná svo langt. Venus, sem er 22 ára, hafði reyndar þegar náð góðum árangri. Hún var á lista yfir 20 bestu tennis- konur í heiminum og hafði náð öðru sætinu á banda- ríska meistaramótinu. Ser- ena, sem er ári yngri en systir sín, hafði aftur á móti ekkert afrekað að ráði. Hún hafði aldrei spilað á fjórum stærstu mótunum í tennis- heiminum og árið 1997 end- aði hún í 99. sæti á heims- listanum. Það hefur heldur betur ræst úr stúlkunum því Ser- ena er nú efst á heimslistan- um, sæti á undan Venus, eft- ir að hafa sigrað hana um síðustu helgi í úrslitum opna bandaríska meistara- mótsins. Hefur Serena sett stefnuna á alslemmuna, eða sigur á fjórum stærstu mót- unum í tennisheiminum. Hefur hún þegar sigrað á þremur slíkum í röð þar sem hún bar í öll skiptin sig- urorð af systur sinni í úr- slitunum. Næst á dagskrá er síðan opna ástralska meistaramótið sem haldið verður í janúar á næsta ári. Venus, sem var í efsta sæti heimslistans á undan Serenu, er minna gefin fyrir sviðsljós fjölmiðlana heldur en litla systir sín. „Ég held að Serenu líki athyglin,“ segir Venus. „Hún er opnari manneskja. Allir eiga sín ár og þetta er hennar ár og næsta ár gæti einnig orðið hennar. Ég er ánægð hversu vel hún hefur staðið sig.“ Serena hefur nú unnið jafnmarga titla á stórmót- um og eldri systir sín, fjóra talsins. „Ég var bara orðin þreytt á því að tapa,“ sagði Serena, eftir úrslitaleikinn um helgina. Það sem af er árinu hefur hún unnið fjóra leiki í röð gegn Venus eftir að hafa tapað ítrekað fyrir henni í gegnum árin, þar á meðal í úrslitum banda- ríska meistaramótsins í fyrra. Serena hefur því tekið við krúnunni af syst- ur sinni sem drottningin í tennisheiminum, nákvæm- lega eins og faðir hennar spáði svo eftirminnilega fyrir um. freyr@frettabladid.is FÓTBOLTI Fylkir og KA mætast í seinni undanúrslitaleik Coca-Cola bikarkeppni karla á Laugardals- velli í kvöld klukkan 19.30. Liðin léku til úrslita í fyrra og þá hafði Fylkir betur eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, 7-6. Fylkir er í efsta sæti Síma- deildarinnar sem stendur með 33 stig. KA er í fjórða sæti með 22 stig. Liðin hafa mæst í tvígang í sumar og í bæði skiptin var um hörkuleiki að ræða. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1-1 en í seinni leiknum, fyrir norðan, hafði Fylk- ir betur, skoraði tvö mörk gegn engu KA-manna. Fylkismenn verða því að teljast sigurstrang- legri í kvöld þótt allt geti gerst í bikarleikjum. KA-menn hafa tvisvar sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni og bæði skiptin þurft að lúta í lægra haldi. Í fyrra töpuðu þeir eins og áður sagði fyrir Fylki og árið 1992 töpuðu þeir fyrir Val í úrslitum með fimm mörkum gegn tveimur. Fylkir hefur aðeins einu sinni leikið til úrslita og hampaði þá titlinum.  FYLKIR Lið Fylkis hefur staðið sig frábærlega í sumar. Liðið leikur í undanúrslitum bikar- keppninnar í kvöld og mætir svo KR í hreinum úrslitaleik Símadeildarinnar á laugardag. Undanúrslit í Coca-Cola bikar karla: Lið Fylkis sigurstranglegra PAOLO DI CANIO Fékk verðlaun fyrir háttvísi á síð- asta tímabili. Hann er þó þekktur fyrir allt annað. Enski boltinn: Paolo Di Canio til í slaginn PABBI FYLGIST MEÐ Richard Williams, faðir systranna, tekur myndir í undanúrslitaleik Serenu gegn Lindsay Davenport á opna bandaríska meistaramótinu. Hann hefur stutt stúlkurnar dyggi- lega í gegnum árin. Spádómur sem rættist Tennissysturnar Serena og Venus Williams hafa skarað fram úr á undanförnum árum í íþrótt sinni. Faðir þeirra hefur fylgst vel með þeim og spáði þeim á sínum tíma mikilli velgengni, mörgum til mikillar undrunar. AP/MYNDIR SERENA Serena Williams fagnar gífurlega. Henni hefur gengið allt í haginn og er nú efst á styrkleikalista tennissam- bandsins. Hún hefur jafnframt þénað mest allra á árinu, eða rúmar 260 milljónir króna. Systir hennar hefur þénað heldur minna, eða um 170 milljónir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.