Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. september 2002 FÓTBOLTI Berti Vogts, landsliðs- þjálfari Skotlands, ætlar að halda áfram að stýra liðinu þrátt fyrir 2- 2 jafntefli gegn Færeyjum í und- ankeppni Evrópumótsins. Skoskir fjölmiðlar eru æfir yfir frammi- stöðu liðsins á Tóftum-vellinum í Færeyjum. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir áður en gestirnir náðu að jafna. „Ég varð dofinn yfir frammi- stöðu liðsins í Færeyjum en er staðráðinn í að koma því á réttan kjöl,“ sagði Vogts, sem eitt sinn þjálfaði þýska landsliðið. „Ég kom ekki til Skotlands til að láta mér mistakast. Ég kom því ég tel að það búi meira í liðinu þrátt fyrir allt sem gengið hefur á hjá því á síðustu árum.“ Skotar og Færeyingar eru með Íslendingum í riðli í Evrópu- keppninni.  KÖRFUBOLTI Leikmönnum argent- ínska landsliðsins í körfuknattleik var fagnað sem þjóðhetjum þegar þeir komu til Buenos Aires, höfuð- borgar landsins, í gær eftir að hafa tryggt sér sigurverðlaun á heimsmeistaramótinu í Banda- ríkjunum. Þúsundir manna tóku á móti hetjunum þegar þeir gengu út úr flugvélinni og veifuðu þjóð- arfánanum. Þrátt fyrir móttökurnar segj- ast leikmenn liðsins svekktir með að hafa ekki náð í gullverðlaunin en þeir töpuðu fyrir Júgóslavíu í úrslitaleik eftir að hafa átta stiga forystu þegar skammt var til leik- sloka. „Við erum sannfærðir um að við höfum haft besta liðið,“ sagði Emanuel Ginobili, leikmaður San Antonio Spurs, á blaðamanna- fundi. „Í dag erum við svekktir að hafa ekki gullið um hálsinn eins og við áttum skilið.“ Argentínska landsliðið gagn- rýndi dómarana að leik loknum og töldu að það hefði átt að fá víta- skot þegar sex sekúndur voru eft- ir af venjulegum leiktíma og stað- an jöfn. Dómarinn létu hins vegar leikinn halda áfram.  TILSÖGN Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota, segir hér Steven Thompson til í leiknum gegn Færeyingum. Berti Vogts: Staðráðinn í að halda áfram SÁRT AÐ TAPA Emanuel Ginobili grætur hér eftir að Argentína tapaði fyrir Júgóslövum í úrslitaleik á heimsmeistaramótinu í körfubolta. Argentínska landsliðið komið heim: Svekktar þjóðhetjur FRJÁLSAR Jón Arnar Magnússon, tugþrautamaður úr Breiðabliki, er í öðru sæti í Grand Prix móta- röðinni í tugþraut þegar eitt mót er eftir. Jón Arnar hefur hlotið 24.732 stig úr þremur þrautum og er tæpum 2.600 stigum á eftir Roma Sebrle frá Tékklandi. Jaakko Ojaniemi frá Finnlandi er í þriðja sæti með 24.401 stig og Mike Maczey frá Þýskalandi er í því fjórða með 24.328 stig. Í Grand Prix mótaröðinni eru stig einstaklinga úr þremur bestu þrautunum, í fjórum stærstu mót- um ársins, reiknuð saman. Mótin sem um ræði eru Götzis, Rat- ingen, Evrópumótið og Talence. Auk þess sem meistaramót innan- lands eru talinn með. Vegleg verð- laun eru veitt fyrir átta efstu sæt- in. Næsta mót verður í Decastar í Talence daganna 21.-22. septem- ber. Erki Nool og Tomas Dvorak, tveir af bestu tugþrauta mönnum heims, eiga ekki möguleika á því að blanda sér í baráttuna þar sem þeir hafa aðeins lokið einni tug- þraut á árinu.  JÓN ARNAR MAGNÚSSON Jón Arnar er sem stendur í 6. sæti heimslistans með 8390 stig og í öðru sæti á Grand-Prix mótaröðinni. Jón Arnar Magnússon: Annar í Grand Prix mótaröðinni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.