Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 11. september 2002 Leikarinn Christopher Reeve: Getur nú hreyft fingur og tær FÓLK Leikarinn Christopher Reeve, sem helst var þekktur fyrir að leika hlutverk Súpermanns í sam- nefndum kvikmyndum, getur nú hreyft fingur og tær örlítið og and- að án öndunarvélar í 90 mínútur í senn. Reeve lamaðist upp að hálsi þegar hann féll af hestbaki árið 1995 og hefur ekki getað hreyft sig síðan. Nú finnur leikarinn mun á heitu og köldu og hefur tilfinningu í skrokknum og læknirinn hans segir von til að hann muni með tímanum ná fullum bata. Reeve, sem hefur sýnt fádæma stillingu í veikindum sínum, hefur alltaf trúað því að einn góðan veð- urdag gæti hann gengið á ný. Draumur leikarans var að komast á fætur fyrir fimmtugsafmælið sitt sem er síðar í þessum mánuði, en hann hefur sætt sig við að það verði ekki að veruleika. En hann er bjartsýnn á framtíð- ina. „Bara það að geta fundið fyrir faðmlögum eiginkonu minnar og barna er stórkostlegt,“ segir hann. „Þótt líkaminn sé lamaður eru hug- ur og hjarta virk og maður verður að trúa á framtíðina. Svo einfalt er það,“ sagði leikarinn í samtali við People Magazine.  11. SEPTEMBER Frumsýningin er í Vín, en söngleikurinn verður sýndur í Washington síðar á árinu. Frumsýning í Vín í dag: Söngleikur um 11. sept- ember VÍN Söngleikur, sem fjallar um hryðjuverkaárásirnar 11. septem- ber, verður frumsýndur í Metropol Theatre í Vín í dag. Höf- undur söngleiksins er Rússinn Sergei Dreznin, en hann var staddur í New York daginn sem árásin var gerð. Söngleikurinn fjallar um unga söngkonu, Suzanne, sem fær óskahlutverk á Broadway sama dag og hörmung- arnar dynja yfir. Dreznin segist vera heillaður af því hvernig mannsandinn getur hafið sig yfir hið óbærilega og haldið ótrauður áfram. „Við erum vön hörmung- um í Rússlandi og það skrítna var að mér leið eins og heima hjá mér í New York 11. september.“  REGNHLÍFASALA Það fór víst ekki fram hjá mörgum að það rigndi eins og hellt væri úr fötu í gær. Flestum væntanlega til lítillar ánægju. Einn var þó sá maður sem gat ekki annað en fagnað veðrinu enda sjaldan jafn mikið að gera hjá honum og þá daga sem rignir. „Mest af mínum viðskiptum geri ég þegar rignir svona mikið. Þá set ég skilti út í glugga og aug- lýsi að ég sé með regnhlífar til sölu,“ segir Sigurjón Jónsson, verslunarmaður í Meyjaskemm- unni á Laugavegi. Sigurjón eign- aðist búðina fyrir fimm árum. Þá hafði hún verið í eigu sömu kon- unnar frá upphafi eða í 45 ár. „Ég sá strax að það væri hægt að hafa gott upp úr því að hafa regnhlífar til sölu.“ Hann segir að regnhlífa- salan sé í skorpum og fylgi veðr- inu. Þegar rigni seljist mikið af regnhlífum. Fólk sem á leið hjá og sér skiltið og regnhlífarnar í glugganum líti inn og kaupi sér regnhlíf. Mest hafi viðskiptin ver- ið þegar rigndi á 17. júní og menn- ingarnótt. „Það átti að vera lokað en þegar byrjaði að rigna skellti ég mér hingað og opnaði búðina. Allur regnhlífalagerinn seldist upp á menningarnótt.“  Regnhlífasala í miðbænum: Rigningardagar bestu dagarnir SIGURJÓN Í MEYJASKEMMUNNI Sigurjón getur ekki kvartað undan sölunni á rigningardögum eins og þeim sem við fengum í gær. TÍSKA TILEINKUÐ 11. SEPTEMBER Þessi sérkennilegi fatnaður var á meðal þeira sem rússnesku hönnuðurnir Yekater- ina Yevmenyeva og Tatyana Beloborodova sýndu á skólasýningu Vladivostok Háskól- ans. Yfirskrift sýningarinnar var „New York 11. september“. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T CRISTOPHER REEVE Leikarinn hefur tekið miklum framförum að sögn lækna, en hann hefur verið lamaður síðan hann féll af hest- baki árið 1995.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.