Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 8
Þremur árum eftir að múrinnféll og þjóðir Austur-Evrópu losnuðu undan oki Sovétsins var varla til ríkisbanki austan járn- tjalds. Það tók þessar þjóðir ekki lengri tíma en svo að einkavæða bankakerfið. Íslendingar lifðu lengst af síð- ustu öld við sovétkerfi. Flokkur- inn var reyndar ekki einn heldur fjórir. Þrír þeirra, Sjálfstæðis- flokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur, voru hinn eiginlegi Flokkur og skiptu með sér ríkis- kerfinu og markaðnum. Þegar Rússum, og þeim þjóðum sem þeir kúguðu, dugði einn bankastjóri þurftu Íslendingar af þessum sök- um að bera þrjá ríkisbankastjóra; einn frá hverjum flokki. Og Flokk- urinn hafði líka undirtök í fyrir- tækjum sem litu út fyrir að vera einkafyrirtæki. Þannig var Olís Alþýðuflokkur, Shell Sjálfstæðis- menn og Esso Framsókn. Sjálf- stæðisflokkurinn var Ríó og Framsókn Braga-kaffi. Kratar áttu ekki kaffi en þeir áttu Alþýðu- brauðgerðina, Alþýðuprentsmiðj- una og Alþýðuhitt og Alþýðuþetta. Sjálfstæðismenn borðuðu SS-pyls- ur en Framsóknarmenn Goða. Hin dauða hönd Flokksins lá yfir öllu. Umbúðir undir íslenskan mat og aðrar neytendavörur frá síðustu öld eru óþekkjanlegar frá sams- konar umbúðum frá Sovétríkjun- um og leppríkjum þeirra. Þær segja okkur að framleiðendurnir höfðu sérstakt leyfi stjórnvalda til að troða vöru sinni upp á neytend- ur og voru varðir fyrir minnstu samkeppni. Vara og þjónusta voru ígildi léna sem Flokkurinn úthlut- aði. Múrinn á Íslandi féll ekki á einni nóttu. Það komu brestir í hann seint á áttunda áratugnum og síðan hefur hann verið að molna. En múrinn stendur enn. Múrinn sem hélt þjóðum Austur- Evrópu innan Sovétsins er hins vegar kominn á söfn. Íslenski Flokkurinn getur ekki selt ríkisbanka eins og kommún- istaflokkar Austur Evrópu af því hann er ekki einn. Þess vegna sel- ur hann fyrst einum armi trygg- ingarhluta banka og síðan öðrum armi restina. 13 árum eftir að járntjaldið féll í Austur-Evrópu og kvartöld eftir að íslenski múrinn fór að bresta eru hagsmunir Flokksins enn æðri hagsmunum þjóðarinnar. Við frelsisvæðingu fyrrum Sovétlýðvelda óttuðust margir að of hratt væri farið. Reynslan frá Íslandi sýnir að svo var ekki. Á meðan þjóðir Austur-Evrópu eru óðum að ná tökum á frelsinu bend- ir flest til að við verðum tjóðruð við sovétið í nokkra áratugi til við- bótar.  8 11. september 2002 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. skrifar um hægaganginn í einkavæðingu bankakerfisins. Mín skoðun Gunnar Smári Egilsson BRÉF TIL BLAÐSINS Sovét Ísland – hvenær hverfur þú? Látið heyra frá ykkur Steinunn Geirsdóttir skrifar Hér með lýsi ég eftir Sigríði fráBrattholti númer tvö. Sú mæta kona er löngu komin í dýr- lingatölu hjá íslensku þjóðinni (og þótt víða væri leitað) fyrir vask- lega baráttu sína móti virkjun Gullfoss á sínum tíma. Nú vantar okkur aðra, henni líka, aðra sem getur tekið um ís- lenska fánann og barist með hon- um gegn Kárahnjúkavirkjun. Látið heyra frá ykkur. „Fljót- um ekki sofandi að feigðarósi.“ Lifi áfram óspillt náttúra Íslands. Hugsum til framtíðar.  ERLENT Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera hefur sýnt mynd- bandsupptöku þar sem hún segir að Osama bin Laden heyrist tala um flugræningjana sem tóku þátt í árásinni á Bandaríkin þann 11. september. Bin Laden, sem grun- aður er um að hafa staðið fyrir árásunum, sést ekki á myndband- inu. Að minnsta kosti 10 mannshafa látið lífið í miklum flóð- um sem gengið hafa yfir suður- hluta Frakklands. Um þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og hefur rafmagn far- ið af um 40 þúsund heimilum. Svisslendingar hafa lýst eftir lí-bönskum manni sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í landinu árið 1987 fyrir að ræna flugvél á leið frá Kongó til Parísar og myrða einn farþeganna. Maður- inn, Hussein Hariri, hafði fengið leyfi til að ferðast utan fangelsis- ins en lét ekki sjá sig er hann átti að snúa þangað aftur. Hariri átti að fá reynslulausn úr fangelsinu eftir tvö ár. Samkvæmt brasilískri rannsókner fleira ungt fólk undir 18 ára aldri skotið til bana á hverju á í Rio de Janeiro heldur en á mörg- um öðrum svæðum í heiminum þar sem styrjöld hefur geisað. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að margt sé líkt með þeim börnum sem taka þátt í eit- urlyfjastríði í fátækrahverfum Rio og hermönnum á barnsaldri annars staðar í heiminum. BEIJING, AP Kínverskur embættis- maður sagði í gær að búið sé að stíflugerðin við Gljúfrin þrjú í fljótinu Yangtse sé langt á veg komin. Búið sé að dæla í stífluna um það bil 70% af þeirri stein- steypu sem á að fara í hana. Hann hafnaði um leið öllum ásökunum um spillingu og mis- notkun á fé í tengslum við stíflu- gerðina. Búið er að reisa þrettán nýja bæi handa fólki sem þarf að yfir- gefa heimili sitt vegna stíflulóns- ins. Alls þurfa meira en milljón manns að flytja búferlum áður en stíflulónið fyllist af vatni. Nú þeg- ar hafa 650 þúsund manns flutt bú- ferlum vegna framkvæmdanna. 140 þúsund þeirra hafa hins vegar ekki flutt til nýju byggðarlaganna, heldur farið til annarra svæða í Kína. Umhverfisverndarsinnar, forn- leifafræðingar og fjölmargir vís- indamenn eru á einu máli um að stíflugerðin sé ekkert annað en rándýr mistök. Hún valdi gífurleg- um umhverfisspjöllum, eyðileggi fornminjar og menningarverð- mæti auk þess að sjúga til sín fé. Í nýju byggðarlögunum er að finna stórar og vandaðar stjórn- sýslubyggingar ásamt glæsiíbúð- um fyrir embættismennina, sem eiga að starfa þar. Hins vegar er víða enn ekki búið að reisa íbúðar- húsnæði fyrir bændur og þorps- búa sem eiga að flytja þangað. Fólk, sem þarf að flytja búferl- um, kvartar undan því að spilltir embættismenn notfæri sér neyð sína auk þess sem það hafi aldrei séð peningastyrki, sem lofað var til þess að standa straum af flutn- ingunum. Guo Shuyan, sem yfir bygging- arnefnd stíflunnar, hafnar því al- gjörlega að misnotkun fjármuna hafi verið mikil í kringum stíflu- gerðina. Einungis hafi orðið upp- víst um 234 dæmi slíks. Stíflan við Gljúfrin þrjú verður stærsta stífla í heimi. Hún á að byrja að framleiða rafmagn strax á næsta ári, en nær ekki fullum af- köstum fyrr en árið 2009 þegar stíflulónið hefur náð fullri stærð. Þá nær það yfir 634 ferkílómetra svæði. Kínversk stjórnvöld segja að auk rafmagnsframleiðslunnar komi stíflugerðin í veg fyrir árleg flóð í ánni Yangtse og skipaferðir verði öruggari.  Stíflugerðin í Kína langt á veg komin Margar ásakanir um spillingu og misnotkun fjár í tengslum við stíflu- gerðina í Yangtse fljóti. Fólk, sem neyðist til að flytja búferlum, fær hvorki húsnæði né fjárstuðning eins og lofað var. NEYÐIST TIL AÐ FLYTJA Wang Mingying er 83 ára. Hún hefur búið á því svæði, sem fer undir stíflulón virkjunarinnar í Yangtse ánni. Henni er hér hjálpað um borð í skip sem flytur hana til nýrra heimkynna. Bankasala og gangagerð: Óvíst með áhrif á sam- göngur SAMGÖNGUR Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, vildi í gær lít- ið segja um hvort hann teldi fyrir- hugaða sölu á hlut ríkisins í Lands- banka og Búnaðarbanka verða til þess að flýta fyrir framkvæmdum í vegagerð. „Ég get ekkert sagt um þetta áður en fjár- lögin verða af- greidd,“ sagði hann þegar hann hélt á brott af rík- isstjórnarfundi í gær. Fyrirhugaðar s ö l u v i ð r æ ð u r vegna hlutar ríkis- ins í Landsbankan- um voru ræddar á fundinum í gær. Fyrirhugað var að hluti af sölu- tekjum síðasta árs yrðu notaðar í vega- og jarðgangaframkvæmdir. Þegar þær söluáætlanir gengu ekki eftir og samdráttur varð í þjóðfélaginu hafði það áhrif til seinkunar á framkvæmdir í sam- göngumálum. Lagaumhverfi framkvæmda í samgöngumálum var breytt á síð- asta þingi. Ný áætlun um fram- kvæmdir í samgöngumálum verð- ur lögð fyrir á haustþingi.  STURLA BÖÐV- ARSSON Þetta er allt sam- an á beinu braut- inni. L’espion, stafræn myndavél fylgir öllum fartölvum! 2 MB minni 0,1 mega pixel HP OmniBook xe4100 Fartölva 1,13 GHz Celeron örgjörvi 256 MB SDRAM vinnsluminni 20 GB harður diskur DVD-CDRW combo drif (með skrifara) Disklingadrif 56 K módem 10/100 netkort 15“ TFT XGA skjár Allt að 32 MB skjáminni Windows XP home Tveggja ára ábyrgð Vörunúmer: F5642HS Verð: 189.900,- HP OmniBook xt6050 Fartölva 1,13 GHz Celeron örgjörvi 256 MB SDRAM vinnsluminni 20 GB harður diskur 8x DVD drif 56 K módem 10/100 netkort 14“ TFT XGA skjár Windows XP home Tveggja ára ábyrgð Vörunúmer: F5365HS Verð: 149.900,- Oddi söludeild • Verslun Höfðabakka 3 • Pantanasími 515 5100 • netfang sala@oddi.is OD DI H F I7 58 1 Vandaðar og traustar fartölvur! Fyrir námsmenn, heimili og fyrirtæki. Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert bréf sé ekki lengra en sem nemur hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að senda bréfin í tölvupósti, rit- stjorn@frettabladid.is, hringja í síma 515 7500, faxa í síma 515 7506 eða senda bréf á Fréttablaðið, Þverholti 9, 105 Reykjavík. LESENDABRÉF

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.