Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 16
16 11. september 2002 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI Smári Tarfur, sem leikið hefurá gítar með Quarashi á heims- reisu þeirra síðustu mánuði, hef- ur ákveðið að segja skilið við bandið til að ganga til liðs við am- erísku hardcoresveitina Buried Alive. Sú sveit starfar undir merkjum Victory Records, sama fyrirtæki og Mínus er á, og ætlar að leggjast í plötuupptökur bráð- lega. Tónleikarnir í Laugardals- höll verða því síðustu tónleikar Smára með Quarashi í bili. Gamanleikarinn Jerry Lewis erá leið heim til Bandaríkjanna eftir að hafa hnigið niður áður en hann átti að koma fram í London Palladium leikhúsinu á sunnudag. Talsmenn hans hafa reyndar dregið úr því að liðið hafi yfir leikarann og segja að hann hafi aðeins fengið svimakast. Þeir segja að hann sé í fullu fjöri þrátt fyrir atburðinn og að hann hafi notað síðustu daga í að slappa af. Lewis er 76 ára og sýndi læknis- skoðun að gamla stellið væri enn í góðu lagi. Rafdúettinn Unkle hefur kláraðstuttmynd sem gagnrýnir stríð í heiminum. Gerð myndar- innar hófst töluvert fyrir 11.sept- ember í fyrra en myndin verður frumsýnd á BBC Channel 4 í Bretlandi í kvöld. Í myndinni má meðal annars sjá málverk eftir 3D, liðsmann Massive Attack. Tónlist myndarinnar er samin af Unkle og blanda þeir saman tón- um sínum við klassísku tónana sem notaðir voru í Walt Disney myndinni Fantasíu. Enn kemst ástarlíf leikkonunn-ar Gwyneth Paltrow í fréttirn- ar. Hún hefur verið orðuð við hina ýmsu poppara og leikara síð- ustu mánuði. Nú á hún hins vegar að vera að slá sér upp með krón- prinsi Spánar. Paltrow yfirgaf kvikmyndahátíðina í Feneyjum snemma til þess að eyða tíma með piltinum. TÓNLIST Tugir nýrra íslenskra plat- na mun skella á landann í jólaflóð- inu. Rapptónlist virðist vera falla í náðina hjá útgáfufyrirtækjum og munu í það minnsta fimm slíkar plötur líta dagsins ljós. X Rottweilerhundar gefa út aðra plötu sína en fyrsta skífa þeirra varð ein sú vinsælasta í fyrra. Erpur Þórólfur Eyvindar- son, einn forsprakka hundanna, er iðinn við kolann í ár en hann kem- ur einnig við sögu á plötunni Rím- um og rappi þar sem hann rappar með kvæðamanninum Steindóri Andersen. Ágúst Bent, sem einnig er meðlimur Rottweiler, gefur út breiðskífu ásamt félaga sínum 7berg . Ein athyglisverðasta rapp- sveit landsins, Afkvæmi guðanna, mun koma frumburði sínum frá sér sem og Kritikal Mazz. Af sveitaballahljómsveitunum bera hæst nýjar plötur frá Írafári, Í svörtum fötum og Landi og son- um. Sú síðastnefnda hefur verið að reyna fyrir sér í Bandaríkjun- um og sendir frá sér plötuna Happy Endings. Sigur Rós sendir frá sér nýja plötu sem ber hið þjála nafn ( ) og Múm sömuleiðis, plötuna Loksins erum við engin. Búdrýgindi sigraði Músiktil- raunir Tónabæjar á eftirminnileg- an hátt fyrr á þessu ári. Þrátt fyr- ir ungan aldur eru þeir félagar búnir að berja saman plötu sem inniheldur væntanlega lagið Spilafíkill sem notið hefur tölu- verða vinsælda. Hljómsveitin Daysleeper, með Sverri Berg- mann í fararbroddi, sendir einnig frá sér fyrstu plötu sína. Maus hefur ekki gefið út skífu í þrjú ár en ætlar að gera bragar- bót á. Platan hefur ekki enn feng- ið nafn en hún verður öll sungin á ensku. Hljómsveitin Ske, sem áður hét Skárr’en ekkert, sendir frá sér Life, Death, Happiness and stuff. Bubbi Morthens sendir frá sér nýja skífu, Sól að morgni, eins og KK og Bjarni Ara. Páll Rósin- kranz hefur selt mest allra tónlist- armanna síðustu ár og hann lætur sitt ekki eftir liggja. Sömu sögu er að segja af skagfirska sveiflu- kónginum Geirmundi Valtýssyni sem sendir frá sér skífuna Alltaf eitthvað nýtt. kristjan@frettabladid.is THE SWEETEST THING kl. 8 og 10 MAN IN BLACK 2 kl. 6 og 8 LITLA LIRFAN - Stutt kl. 4 og 4.30 STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 Sýnd kl. 5, 8 og 11 Sýnd kl. 6.30 og 9.30 Sýnd kl. 5, 8, 10 og 11 kl. 8 LILO OG STITCH kl. 6, 8 og 10MAÐUR EINS OG ÉG THE SUM OF ALL FEARS kl. 10LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 6 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 VILLTI FOLINN m/ísl. tali kl. 4 VIT410 LILO OG STITCH 4, 6, 8 og 10.10 VIT430 LILO OG STITCH ísl. tali kl. 4 VIT429 MAÐUR EINS OG ÉG 8.15 og 10.20 VIT422 FRÍÐA OG DÝRIÐ m/ísl. tali kl. 4 VIT418 24 HOHUR PARTY... 8.15 og 10.20 VIT431 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 432 Sýnd kl. 8 og 10.20 VIT 427 Sýnd kl. 8 og 10.20 VIT 428 Útgáfa úr öllum áttum BÚDRÝGINDI Sigurvegarar Músiktilrauna árið 2002 munu senda frá sér sínu fyrstu skífu þrátt fyrir ungan aldur. Tugur nýrra platna mun koma út fyrir jól. Nú eru línur farnar að skýrast í tónlistarútgáfu landans í haust. Nýjar sem eldri sveitir gefa út breiðskífur. Maus með nýja plötu. TÓNLIST Mikill vinskapur virðist vera á milli bandarísku sveitanna The White Stripes og The Strokes. Báðar sveitir eiga það sameiginlegt að eiga meiri vin- sældum að fagna í Bretlandi en í heimalandi sínu. Þær leika báðar hrátt rokk sem styðst ekki við nú- tímatækni. Nú hyggjast sveitirnar gefa út sameiginlega smáskífu með nýj- um lögum. Sveitirnar hafa oft leikið saman á tónleikum og liðs- menn jafnvel hoppað upp á svið hver hjá öðrum og tekið lagið. Ekki hefur verið ákveðið hvenær smáskífan mun koma út en báðar sveitir eru að hefja upp- tökur á næstu breiðskífum sín- um.  The Strokes og White Stripes: Gefa út smáskífu saman TÓNLIST Ólíkt Eminem elskar Rappar-inn Sage Francis mömmu sína og er ekki feiminn að láta hlustendur sína vita af því. Ef hann kallar stúlkur „tíkur“ þá biðst hann afsökunar á því síðar meir. Ljóðrænir textar hans taka á persónulegum vandamál- um og lausnum þeirra. Hann segir frá erfiðu uppeldi sínu og systur sinnar, dauða föður síns og blómstrandi ástarmálum sín- um. Eitt laganna, hið magnaða „Inherited Scars“, fjallar um það hvernig hann uppgötvaði vanlíðan systur sinnar á æsku- árum sínum þegar hún sýndi honum skurði á líkama sínum sem hún hafði sjálf gert. Undirleikurinn er listavel gerður og oftast á bláu nótun- um. Harðir taktar við einföld gítar-, djass- eða strengjasörp sem yfirleitt eru í moll. Svipað og íslensku rappararnir Móri og Mezzías virðast heillast af á Rímnamín safndiskinum. Rímnaflæði Francis er óaðfinn- anlegt. Tilfinningarþrungið, skýrt, melódískt og hraðara en straumhraði Skeiðarár á há- flóði. „Personal Journals“ er ótrú- leg frumraun. Gæði plötunnar birtast best í því að mér fannst hún allt of stutt. Þrátt fyrir það er hún 18 laga og rétt tæpur klukkutími að lengd. Hip-hop verður ekki mikið betra en þetta. Fullt hús, og ekki orð um það meir. Birgir Örn Steinarsson Mögnuð frumraun SAGE FRANCIS: PERSONAL JOURNALS FAB & JULIAN Jamm, þeir eru myndarlegir strokustrákarnir. ÚTGÁFUR Rokk: Daysleeper Búdrýgindi KK Maus Popp: Land og synir-Happy Endings Írafár-ný Í svörtum fötum Bjarni Ara Geirmundur-Alltaf eitthvað nýtt Bubbi-Sól að morgni Páll Rósinkrans Rapp: X Rottweiler hundar Afkvæmi guðanna Rímur og rapp Bent og 7berg Kritikal Mazz Annað: Sigur Rós- ( ) Múm- Loksins erum við engin Ske: Life, Death, Happiness and stuff Listi þessi er ekki tæmandi þar sem ekki er búið að ganga frá útgáfumálum hjá öllum listamönnum. DAGUR Í SVEIT Námskeið hefjast 17. sept. fyrir pínulítið hrædda byrjendur, lengra komna og fatlaða. Kennt er þriðjudaga, fimmtudaga og um helgar. Kennsla fer fram í reiðhöll Sigurbjörns Bárðarsonar C tröð 4 Víðidal Upplýsingar og skráning í síma 575 1566 Reiðskólinn Þyrill – Reiðhöllinni Víðidal.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.